Miðvikudagur, 2.4.2008
Bendtner flækjufótur
Það var víst einhver leikur í kvöld í Meistaradeildinni þar sem að tvö ensk lið áttust við í London.
Sá ekki leikinn en í 10 fréttum RÚV sá ég bút úr leiknum og eftir þá sjón er ekki spurning um að þessi danski leikmaður er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Arsenal.
Annars er þessi Meistaradeild ekkert í samanburði við Carling bikarkeppnina, deildabikarinn. Það er alvörumót.
Athugasemdir
Já nú erum við að tala saman. Hvaða leikur var í kvöld?
Ragnar Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 01:01
AAARRRGGGHHH! Bendtner er engin smá flækjufótur en hann sýndi það í dag að hann er ágætur í höfðinu! 1-1
Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.4.2008 kl. 16:27
Ég hef það fyrir reglu að fara frekar í kirkju en að horfa á Arsenal. Veit því lítið um þetta mark hjá Bendtner. Það hlýtur einhver að hafa skotið í Baunann.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 5.4.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.