Ekki kjaftur í húsinu

Ég var að horfa á leik Vals og Stjörnunnar í N1 deild karla á RÚV rétt í þessu. Hvar eru áhorfendurnir? Ég lagði mig fram við að finna einn áhorfanda en ég fann hann ekki. Gaman að vera leikmaður í slíku umhverfi! Kannski hafa nokkrir tugir setið þar sem myndavélarnar náðu ekki. Og ég er 100% viss um að áhorfendabekkjunum gegnt upptökuvélum RÚV var lokað til þess að koma í veg fyrir að það myndi sjást hve fáir voru á leiknum.empty_stadium_med

Á meðan er úrslitakeppnin í körfu í hæstu hæðum og þar láta áhorfendur sig ekki vanta.  Hafrún Kristjánsdóttir skrifar á sínu bloggi um keppnishaldið í handboltanum og þar hvetur hún til þess að úrslitakeppnin verði tekin upp aftur.

Hafrún segir að líklega verði áhorfendamet vetrarins í Vodafone höll Valsmanna 2. leikur Vals og FSu í úrslitum 1. deildar í körfubolta.

Það er umhugsunarefni ef litið er á þá staðreynd að Valur var í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður minn.

Allta gaman að lesa bloggið þitt. Og með handoltann og áhorfendaskortinn, þá er karfan bara svo miklu skemmtilegri :)

Áfram karfa.

Gaui.Þ 

Gaui.Þ (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband