ÍR toppar á réttum tíma

Það fór nú lítið fyrir upplýsingaöldinni í "Hellinum" í gær í öðrum leik ÍR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Netsambandið í tómu tjóni og allt fór úr skorðum hjá þeim fjölmiðlum sem ætluðu að fjalla um leikinn í "beinni".cheerleader_slam_dunk

Spurning um að taka hrósið til baka. 

ÍR liðið er að toppa á réttum tíma og það kæmi mér ekkert á óvart ef liðið tæki Keflavík 3:0. 

Keflvíkingar voru hrikalega slappir í öðrum leiknum. Flatir eins og gamall bjór!

Spáin mín er í uppnámi þar sem ég spáði ÍR 3:2-sigri.  Í kvöld er það Snæfell - Grindavík. Ætla að bregða mér í Hólminn 

Það er langt síðan að græni dúkurinn var lagður á gólfið í Seljaskólanum og maður vorkennir ÍR að þurfa að æfa á þessum "viðbjóði" alla daga.

Hef reynsluna úr Borgarnesi og Akranesi. Þessi grænu gólf eru eins og steinsteypa og fara ekki beint vel með hné og ökkla.

Mig minnir einnig að allir hafi troðið í upphitun í Seljaskólanum á sínum tíma, líka Jón Þór Þórðarson. Ég lýg því. Brynjar Sigurðsson (Binni) náði aldrei að troða og hann gerir það ekki úr þessu þrátt fyrir fitnessútlit á gamalsaldri. Meira að segja Jón Gísli náði að troða í Seljaskólanum.

Sú saga gengur enn í dag að körfurnar í Seljaskóla séu í 2.95 m hæð en ekki 3.05 m. Spurning um að einhver nenni að mæla þetta...sagan er allavega góð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Já því miður brást netið í Seljaskólanum. Þetta er því miður einn af þeim byrjunarörðugleikum sem við eigum að etja.

Þetta verður notað til að læra af og gera betur næst.

Hræðilegt að þetta skyldi gerast daginn sem þú skrifaðir hrósið.

Stefnan er að þetta virki allt næst, en maður veit jú aldrei með tæknina, hún er óútreiknanleg og þráðlaust er aldrei 100%

Rúnar Birgir Gíslason, 10.4.2008 kl. 12:54

2 identicon

Þetta er ekki upprunalegi dúkurinn í Seljaskóla. Skipt var um dúk fyrir nokkrum árum og ég er ekki frá því að þetta sé verri dúkur en sá gamli.

Körfubolti skal spilaður á parketi.

Gunnar (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband