Þriðjudagur, 15.4.2008
Spenna hjá sportpressunni í Hólminum
Það var mikil spenna í loftinu í Stykkishólmi í gær. Besti körfuboltaleikur síðari ára fór þar fram. Og það var gaman að fylgjast með íþróttafréttamönnum á lokakaflanum og eftir leikinn.
Svitadroparnir runnu niður enni og kinnar.
Takkarnir á lyklaborðinu fengu að kenna á því. Stöffið á leiðinni og dedlænið löngu liðið. Það var ekki bara leikurinn sem setti spennustigið í hæstu hæðir í Hólminum.
Það var annað sem var meira spennandi.
Hvalfjarðagöngin áttu að loka á miðnætti og rétt rúmlega 90 mínútur til stefnu hjá gaurunum úr Sódómu. Eflaust hefur pinninn verið kitlaður á Mýrunum og undir Hafnarfjalli...
Sumir voru ekkert stressaðir. Spakir og löngu búið að loka rörinu þegar seth renndi sér inn í heimabæinn. Enda gott að búa á Akranesi á slíkum stundum.
Ég ímynda mér að það hafi verið ljúft fyrir sportpressuna að renna í gegnum Hvalfjörðin í tunglskininu í nótt. Ferstikla lokuð, Olíustöðin lokuð og Botnskáli farinn....og bara hægt að ná endurfluttum þætti með Valdísi Gunnars á Bylgjunni.. úff..
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Athugasemdir
23:56 voru ég og Jón mættir við rörið og flugum í gegn. Aksturinn var hreint stórbrotinn enda á stórbrotnum Rally-bíl.
Ford Focus. Bíll ársins 2000, 2001, 2002, 2003 og 2004 og það er ástæða fyrir því.
Annars hvað er að frétta með stúdenstprófið í stærðfærði sem maður þarf að hafa til að reply-a hérna.
friður
tom (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 01:34
Var Ómar Ragnarsson aðstoðarökumaður?
2+8 eru ?
Sigurður Elvar Þórólfsson, 16.4.2008 kl. 13:04
Of þróað grín fyrir mig.
Veit ekki svarið enda var ég korter að gera þessi skilaboð, 9+20? Hver á að vita þetta on the top of his head (enskan ekki mikið má sjáðu)
tom (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.