Miðvikudagur, 31.10.2007
Lummó í stígvélum í rigningu
Ég hef áttað mig á því að Norðmenn eru alveg ferlega lummó. Á þeim þremur dögum sem ég var í Bergen sá ég bæði unglings stelpur og einnig ráðsettar konur í stígvélum í rigningunni.
Og þær þrömmuðu meira að segja inn í tískuvöruverslanir í stígvélum. Sæi þetta gerast á Íslandi. Við kunnum okkur og förum í okkar bestu föt ÁÐUR en við förum í búðirnar. Og aldrei í stígvélum.
Hvað er það að fara í stígvélum inn í Vera Moda? eða H&M.
Við eigum einfaldlega að sýna þessum verslunum meiri virðingu og vera í blautum skóm og bleytan á aftanverðum skálmunum á 15.000 kr. gallabuxunum á helst að ná upp í hnésbótina. Annað er alveg glatað. Stígvél í rigningu. Ertu ekki að djóka?
Og Norðmenn eru sko ekki með PR málin og auglýsingamálin á hreinu. Ég sá t.d. ekki eina, ég endurtek, ekki EINA auglýsingu í sjónvarpi þar sem að Jón Gnarr eða Pétur Jóhann voru í aðalhlutverki.
Hvað er það?
Hvernig geta Norðmenn búist við að geta selt eitthvað án þess að hafa Gnarr eða PJ í aðalhlutverki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30.10.2007
Fy faen
Alveg er það nú dásamlegt að finna hreina loftið á Íslandi leika um andlitið þegar maður stígur út úr Leifsstöð klyfjaður af farangri.
Regnið tók líka á móti manni, klakinn og sandurinn á göngustígnum var ekkert að hjálpa til við að draga töskuna.
Og síðan mundi ég ekki eftir því hvar ég hafði lagt bílnum.
Fann hann eftir að hafa kveikt á perunni.
Samlæsingin virkaði ekki.
Skrýtið.
Opnaði með lyklinum.
Setti blautar töskur í aftursætið og ég var sjálfur hundblautur.
Lykillinn í. Og það gerðist ekkert. Rafmangslaus.
Inn í flugstöð aftur. Enn blautari fyrir vikið.
Dásamlega kurteis ungur Securitas starfsmaður skutlaði mér út á plan aftur og hann ætlaði að gefa mér rafmagn, start eða hvað sem þetta kallast.
Við dunduðum við þetta í hálftíma.
Ekkert gerðist. Og klukkutími var liðinn.
Það komu tveir til viðbótar frá Securitas og ekkert gerðist.
Þá sagði einn þeirra að það væri kannski betra að fá lánaða startkapla hjá bílaleigu inn í stöð. Þessir sem við vorum að nota voru víst eitthvað lélegir.
Ég kíkti á þá. Vá. Þeir héngu saman á einum vír. Ekkert skrýtið að dæmið hafi gengið illa.
Nýju kaplarnir komu skömmu síðar. Og bílinn í gang med det samme. Jæja.
Þá var allt klárt. Nefnilega ekki.
Það var eitthvað mjög undarlegt hljóð í vélinni. Blautt kerti eða eitthvað svoleiðis bílamál. Náði að skrölta af stað eftir að hafa dvalið í 1 1/2 tíma úti á bílaplaninu.
Kom Runólfi í 70 max upp á Skaga.
Helvíti var þetta hressandi heimkoma - fy faen..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30.10.2007
Tjukk, feit, full og seriegull
Tjukk, feit, full og seriegull...þetta er frasi sem að stuðningsmenn Brann hafa kyrjað í nokkra vikur í Bergen og víðar.
Ég hélt fyrst að þeir væru að syngja um mig þegar ég kom þangað um helgina.
Þykkur, feitur, veit ekki til þess að hafa náð því að vera fullur en ég var í Íslandsmeistaraliði ÍA í 5. fl... Kannski voru þeir að syngja um mig eftir allt saman. Hef farið á nokkra stóra leiki í fótboltanum í Evrópu og það er engu líkt að vera á heimaleik hjá Brann.
Ótrúlegt að Norðmenn kunni að skemmta sér svona á fótboltaleik. Á þessu sviði erum við langt á eftir frændum okkar.
Ha de..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27.10.2007
Gunni Gylfa, Willum eða Eggen?
Hver verður í brúnni á Parken í nóvember? Willum, Óli Jó, eða Gaui Þórðar. Stórt er spurt.
Hvað um Teit Þórðarson?
Hvernig væri að láta Gunna Gylfa bara stjórna þessu í síðasta leiknum. Þá verður þetta ekkert vesen.
Skipta bara í gamlir vs. ungir á æfingum og sigurliðið fær að byrja inná.
Þetta verður erfiður leikur fyrir hvaða þjálfara sem er.
En ég tippa á að Willum verði með liðið í þessum leik.
Ég myndi vilja sjá Nils Arne Eggen fyrrum þjálfara Rosenborgar taka við íslenska landsliðinu. Hann er fæddur árið 1941. Karl í krapinu. Gerði Rosenborg að meisturum 11 ár í röð.....bara hugmynd.
![]() |
Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27.10.2007
LOST? eða ótrúleg tilviljun..
Ég las frétt á baksíðu Morgunblaðsins þegar ég var á leið frá Íslandi með Icelandair. Þar var fjallað um fjallagarp sem hefur á stuttum tíma komist í fremstu röð á Íslandi.
Myndin með fréttinni var frekar smá en ég þóttist þekkja kauða. Ásgeir Jónsson. Hann var á sama tíma og ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fyrir 20 árum.
Ég leit upp úr blaðinu í flugvélinni og langt frá mér stóð maður. Ég nuddaði augun og trúði ekki því sem ég sá. Maðurinn var ótrúlega líkur Ásgeiri Jónssyni.
Ég hélt að ég væri í miðjum LOST þætti.
Ég var samt ekki alveg viss en þetta reyndist rétt.
Við tókum hvað hefur þú verið að gera síðustu 20 ár? á meðan við biðum eftir töskunum.
Ótrúleg tilviljun og í raun bara fyndið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24.10.2007
Skagamaður -að sjálfsögðu...
Hakan á mér datt niður í bringu þegar ég las þessa frétt (það eru ekki nema 4 cm. þarna á milli þegar ég sit).
Ég vissi að Skagamaðurinn væri í meistari í karate, tölvugúru og plokkaði bassann af og til.
En akstursíþróttamaðurinn Jón Ingi Þorvaldsson? Magnað og ég er handviss um að hann á eftir að ná árangri.
Þetta verður kannski til þess að ég fer að fylgjast með akstursíþróttum?
Tja.
Það er nefnilega það.
![]() |
Annar íslenskur ökumaður í Palmer Audi-formúluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24.10.2007
Kusum naktir í búningsklefanum
Ég veit ekki hvernig framkvæmdin á kjöri leikmanns ársins í Landsbankadeildinni fer fram.
Það sem ég veit er að leikmenn fá kjörseðil og velja sjálfir besta leikmanninn en geta ekki valið leikmann úr sínu liði.
Ég veit hinsvegar hvernig þetta kjör er í úrvalsdeildinni í körfubolta. Ég tók þátt í nokkrum kosningum, og ferlið er svona:
Umslag með öllum atkvæðaseðlunum er sent á fyrirliða eða forsvarsmann félagsins.
Fyrirliðinn fær umslagið og deilir út atkvæðaseðlunum til leikmanna á æfingu.
Leikmenn setjast niður í búningsklefanum, hlið við hlið.
Sumir gátu bara kosið naktir, reyndar voru mjög margir sem kusu naktir. Veit ekki afhverju.
Ýmsar spurningar vöknuðu. Hver er besti nýliðinn?, besti dómarinn?, þjálfari ársins?, besti leikmaðurinn?, úrvalslið ársins. Sumir þurftu aðstoð við að rifja upp gang mála á leiktíðinni.
Oftar en ekki er skortur á pennum á svæðinu. Mjög algengt tæknilegt vandamál
Það kom fyrir að atkvæðaseðlarnir voru mun fleiri en leikmennirnir sem eru á æfingu.
"Hver vill meira" spyr fyrirliðinn og einhver tekur 5-6 seðla til viðbótar og fyllir þá út.
Það hefur einnig komið fyrir að fyrirliðinn sat nánast einn með alla kjörseðlana og fyllti þá út sjálfur.
Atkvæðaseðlunum var síðan safnað saman í eitt umslag sem fyrirliðinn sá um að senda á KKÍ.
Mjög opin kosning og það var mjög auðvelt að hafa áhrif á valið hjá yngri leikmönnum.
Ég er ekki að segja að þetta sé svona í fótboltanum. Vonandi er kerfið miklu betra þar á bæ. En maður veltir því samt sem áður fyrir sér hvernig þetta er framkvæmt..
Val á besta leikmanni og þjálfara ársins í öllum boltagreinunum verður alltaf umdeilt.
Ég held að Keflavík hafi í gegnum tíðina fengið ótrúlega fáar viðurkenningar á lokahófi KKÍ - miðað við afrek liðsins. Sigurður Ingimundarson hefur t.d. aldrei fengið viðurkenninguna, þjálfari ársins. Þrátt fyrir fjóra Íslandsmeistaratitla frá árinu 1997.
Samsæri?
Veit það ekki. En þetta er samt sem áður ótrúleg staðreynd.
Ég held að Sigga sé alveg sama um titilinn þjálfari ársins á meðan hann landar öðrum titlum sem þjálfari.
E.s. myndin sem fylgir færslunni er ekki af mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 22.10.2007
Er þetta gaurinn?
Þetta er kannski bílstjórinn á græna Súbarúnum, YL-607.
Þessi er allavega með smá graut í hausnum og reynir að bjarga málunum í lokatriðinu sem er frábært. Taka tölvuskjáinn og ljósrita hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22.10.2007
Bílstjórinn á YL-607 er fífl
Ég sá hálfvita í dag á ökutæki sem er grænn Subaru, station, með bílnúmerið YL-607.
Útsýnið í dag í Kollafirðinum var nánast ekkert vegna vatnsveðurs.
Vörubíll með einingar frá Loftorku fór hægt yfir og nokkrir bílar komust ekki framúr.
Ég var á meðal þeirra og var ég aftastur í röðinni.
Fíflið á græna bílnum tók sénsinn, fór framúr mér, og var aðeins hársbreidd frá því að keyra beint á bíl sem kom á móti.
Græna fíflið nauðhemlaði, og kippti bílnum inn á akreinina aftur.
Hann rétt slapp við áreksturinn.
Og ég hélt að hann myndi vera "kúl" á því þar til að betri aðstæður væru til þess að taka framúr.
Nei, nei.
Helv. rugludallurinn hélt áfram að taka framúr það sem eftir var inn í Mosfellsbæ.
Mikið rosalega varð ég reiður að sjá þessa hegðun í umferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20.10.2007
Konur eru konum verstar - öfund og afbrýði
Konur er konum verstar.
Leikmenn í Landsbankadeild kvenna tóku sig saman og völdu ekki besta leikmann deildarinnar sem leikmann ársins.
Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val fékk að kenna á öfund og afbrýðissemi.
Ég hélt að þessi niðurstaða setji knattspyrnuhreyfinguna endanlega á botninn eftir stormasama viku.
Hef ekkert út á Hólmfríði Magnúsdóttur úr KR að setja. Hún átti gott sumar en Margrét Lára var einfaldlega í sérflokki. Olga Færseth var reyndar valinn leikmaður ársins hjá KR þannig að þetta er allt mjög "spúgí".
Í lok leiktíðarinnar fengum við að heyra af þeirri kjaftasögu að eitthvað plott væri í gangi í kvennaboltanum að kjósa ekki Margréti Láru sem besta leikmann deildarinnar.
Það er nefnilega það.
Ótrúleg uppákoma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
100% stuðningur við Robinson
Ég veit að framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands verður ánægður með þessar fréttir þrátt fyrir að hann haldi með West Ham.
Við Spursarar höfum alltaf lýst 100% trausti okkar á Robinson, svona svipað og hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Alveg, kannski, næstum því 100%.
Radek Cerny fær sénsinn. Hann er Tékki og ég hef því engar áhyggjur af því að hann geti ekki neitt..
![]() |
Robinson verður ekki í marki Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
Satt eða logið?
Það sem menn leggja ekki á sig í leit að sannleikanum. Hvar varst þú og hvenær og allt það.
Ég hef meiri áhyggjur af minnismiðanum með leikskipulagi íslenska landsliðsins sem varð eftir á heimili gamla góða Villa. Var Bingi kannski með hann í vasanum?.
Það þarf að finna minnismiðann áður en íslenska landsliðið mætir Dönum á Parken. Kannski fáum við gaurinn með okkur í lið sem fór inn á völlinn til þess að berja dómarann. Segjum í stöðunni 10:0 þá fer hann inn á völlinn, leikurinn blásinn af og við töpum bara 3:0.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
Vel kryddað á SÝN en bragðlaust á RÚV
Það var eitt gott atriði við gærkvöldið þrátt fyrir hörmungina í Liechtenstein. SÝN var með fína umgjörð í útsendingunnni. Sérfræðingar í hálfleik og eftir leik að kryfja hlutina.
Ég sá ekki útsendinguna frá leik Íslands og Lettlands sem var á RÚV. En ég sá útsendingu RÚV frá bikarúrslitaleik FH og Fjölnis.
Þar var minningarmyndband um Ásgeir Elíasson leikið í hálfleik.
Það átti vel við.
Í kjölfarið tók Regína Ósk við. Hvað er það?
Þeir sem sáu landsleik Íslands og Letta á RÚV mega alveg kommentara á hvernig þeir matreiddu leikinn.
Ég veit að Hjörtur Hjartarson hefur fengið gott klapp á bakið í frumraun sinni en það sem ég sakna er að RÚV sé að gera svipaða hluti og SÝN í hálfleik og eftir leik.
Fyrst ég er að hitna í grúvinu og RÚVINU þá er óskiljanlegt að RÚV geti ekki einu sinni birt markaskorara í leikslok eftir beinar útsendingar í handboltanum.
S.l. sunnudag voru Haukar rasskelltir á heimavelli af Stjörnunni. Í leikslok var bara sagt, takk fyrir og bless.
Stafirnir rúlluðu síðan yfir skjáinn og allt búið.
Frekar dapurt að mínu mati. Það vantar meira krydd í þetta á RÚV.
Koma svo Hjössi og Co.
![]() |
Eiður Smári: Þurfum að líta í eigin barm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 17.10.2007
og er hægt að kaupa miða á leikinn?
Þeir á KSÍ eru ekkert að gefast upp þrátt fyrir söguleg úrslit gegn Liecthenstein í kvöld. Á heimasíðu KSÍ eru lesendur minntir á að enn er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Dönum á Parken í Köben.
Það er nefnilega það.
KSÍ hefur einnig skrifað fréttir af landsleikjum Íslands á heimasíðu KSÍ. Það logar nú ekkert í þessum skrifum sem sett voru inn í kvöld miðað við hvernig fjallað er um leikinn gegn Norður-Írum. Ég veit ekki hver er maðurinn á bak við frasann "það er stutt í kúkinn" en hann á vel við leikina gegn Lettum og Liechtenstein.
Tap í Liechtenstein
Íslenska liðið náði sér engan veginn á strik
17.10.2007
Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld. Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik.
Íslenska liðið náði aldrei takti í þessum leik og var sigur heimamanna sanngjarn. Liechtenstein komst yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki úr teignum en skömmu síðar fékk Eiður Smári Guðjohnsen dauðafæri sem markvörður Liechtenstein varði vel. Íslenska liðinu gekk engan veginn að ná tökum á leiknum og heimamenn gengu til hálfleiks með eins marks forystu.
Í síðari hálfleik voru Íslendingar aðgangsharðari án þess að skapa sér nógu mikið af færum. Heimamenn ógnuðu með skyndisóknum þegar færi til þeirra gáfust. Íslenska lið færði sig fram er leið á leikinn en þegar um 10 mínútur voru til leiksloka þá bættu Liechtenstein við öðru marki sínu eftir langa spyrnu frá markmanni þeirra. Aðeins þremur mínútum síðar bættu heimamenn við þriðja markinu með hörkuskoti frá vítateigslínu í nærhornið.
Það voru því leikmenn Liechtenstein er fögnuðu sanngjörnum sigri í lok leiksins en íslenska liðið nagar sig vafalaust í handarbakið eftir þetta tap.
Íslenska liðið á einn leik eftir í undankeppni EM 2008 en það er leikur gegn Dönum á Parken. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 21. nóvember og er hægt að kaupa miða á leikinn hér.
Sætur sigur á Norður Írum
Sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins
12.9.2007
Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008. Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland. Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra.
Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið góð hjá Íslendingum í leiknum því eftir aðeins 6 mínútur voru þeir komnir yfir. Ármann Smári Björnsson skoraði þá með þrumuskoti úr vítateignum eftir góðan undirbúning Gunnar Heiðars Þorvaldssonar. Markið virtist slá gestina aðeins útaf laginu og Íslendingar voru sterkari aðilinn. Smám saman jafnaðist leikurinn og Norður Írar komu betur inn í leikinn. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og Íslendingar gengu til búningsherbergja með eins marks forystu.
Norður Írar mættu í sóknarhug til seinni hálfleiks og gáfu tóninn með þrumuskoti í þverslá á 50. mínútu. Þeir sóttu töluvert meira en Íslendingar gáfu fá færi og vörðust vel. Íslendingar reyndu að beita skyndisóknum en tókst ekki að skapa sér færi úr þeim. Pressa Norður Íra bar árangur á 70. mínútu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu eftir að brotið var á David Healy. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði en Árni Gautur Arason var ekki langt frá því að verja.
Það leit svo allt út fyrir jafntefli en á 89. mínútu vann Ásgeir Gunnar Ásgeirsson boltann á vallarhelmingi Norður Íra, boltinn berst til Grétars Rafns Steinssonar sem gefur boltann fyrir markið. Þar sótti Eiður Smári Guðjohnsen fast að Keith Gillespie og sá síðarnefndi sendi boltann í eigið mark.
Rússneski dómarinn bætti við þremur mínútum í uppbótartíma og þegar hann flautaði til leiksloka braust út gríðalegur fögnuður á meðal 7.727 áhorfenda á Laugardalsvellinum. Leikmenn, þjálfarar og aðstandendur liðsins kunnu vel að meta frábæran stuðning áhorfenda og þökkuðu vel og lengi fyrir sig. Stuðningur áhorfenda í leiknum var frábær og settu virkilega skemmtilegan svip á leikinn.
Góð þrjú stig í erfiðum leik staðreynd og næsti landsleikur Íslendinga í riðlinum er gegn Lettum á heimavelli, laugardaginn 13. október.
![]() |
Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.10.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17.10.2007
Minnismiðinn?
Ég er handviss um að leikskipulagið sem átti að leggja upp með í síðustu tveimur leikjum var á minnismiðanum sem Bjarni Ármannsson skildi eftir hjá gamla góða Villa.
Það þarf þjóðarátak og finna minnismiðann.
Úrslitin í dag í Liechtenstein eru grafalvarlegt mál....
Þjálfararnir Willum Þór Þórsson og Kristján Guðmundsson komu með góð innlegg í umræðuna á Sýn eftir leikinn. Voru yfirvegaðir og ekki með sleggjudóma. Willum lagði það til að allt KSÍ apparatið færi í naflaskoðun.
Já, ég held svei mér þá að naflalóin sem þar myndi finnast sé mikil.
En þeir leikmenn sem eru í íslenska landsliðinu eru margir hverjir búnir að leika sem atvinnumenn erlendis í fjöldamörg ár, sumir í áratug, og það er ekki KSÍ eða þjálfarar á þeirra vegum sem hafa verið að móta þá alla daga vikunnar á undanförnum árum.
Ég held að Ísland sé að fara í gegnum svipað ferli og Norðmenn fyrir nokkrum árum. Landsliðið er ekki lengur "söluglugginn" fyrir leikmenn sem vilja komast lengra.
Landsliðið virðist frekar vera "kvöð" fyrir leikmenn, sem eru flestir búnir að tryggja lífsafkomu sína og þurfa ekki á "söluglugganum" að halda.
Staða Eyjólfs og Bjarna er hinsvegar veik og Bjarni er allavega búinn að ráða sig í vinnu hjá Stjörnunni. Það er að mínu mati ljóst að íslensku landsliðsmennirnir eru ekki að svara því áreiti sem þeir fá frá Eyjólfi og Bjarna. Hverju sem því er um að kenna. Það eru allir samsekir í þessu máli.
![]() |
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 17.10.2007
Höddi kjarnyrtur
"Ég veit ekki hvað "línuvarðarasninn" var að hugsa þegar hann dæmdi vítaspyrnuna á Englendinga," sagði Hörður Magnússon í lýsingunni í dag.
Kannski að Höddi hafi verið í enska landsliðsbúningnum í vinnunni í dag?
Ég efast um að ensku þulirnir hafi notað þetta orðalag. En Höddi var kjarnyrtur og ég held að Pútín sendi honum ekki jólakort í ár.
![]() |
Rússar lögðu Englendinga, 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15.10.2007
Stykkishólmur?
800 farþegar?, eru það ekki rétt tæplega allir íbúar í Stykkishólmi
að öðru
Öryggisgæsla á landsleikjum hjá KSÍ er mikil. Vart þverfótað fyrir ágætu fólki úr Landsbjörgu sem er að vinna vinnuna sína eftir einhverju UEFA-manual.
UEFA-Manúel segir þetta og UEFA-Manúel segir hitt.
Eftir landsleiki eiga leikmenn að koma inn á sérstakt svæði sem á fagmáli kallast mixed zone. Þar eiga fjölmiðlar að fá aðgang að stjörnunum.
Þar er einnig öryggisgæsla og aðeins þeir sem eru með bláa miða eða rauða fá aðgang.
Aðstaðan í gamla Baldurshaganum er alveg ágæt, það er hætt að leka, og græni dúkurinn er flottur.
Og ekki gleyma sverðunum sem eru til staðar fyrir blaða og fréttamenn sem vilja búa til "grillspjót" úr þeim leikmönnum sem stóðu sig illa eða vilja ekki lengur tala við viðkomandi fjölmiðil.
"Lehmann missti eyrað í Baldurshaga" -
Guðmundur Hilmarsson og Kristján Jónsson a.k.a. Bolvíska Stálið tóku létta rispu með höggsverðum. Skytturnar voru þrjár en eftir fyrstu æfinguna þá fækkaði þeim um einn. Starfið verður auglýst á þriðjudag í Morgunblaðinu.
Þess má geta að Guðmundur er til vinstri á myndinni.
Ég er handviss um að sverðin verða aldrei aftur í mixed zone eftir landsleik.
![]() |
Fyrsta Airbus A380 vélin afhent í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14.10.2007
Ég lofaði mömmu............
Ég er að komast á þann aldur að ég hef jafnmiklar áhyggjur af börnunum mínum og foreldrunum.
Reyndar hef ég minni áhyggjur af mömmu, þar sem hún er enn á leikskóla, rétt tæplega sextug.
Það er erfiðara að eiga pabba sem er oft aleinn heima.
Hann er oft að framkvæma eitthvað, smíða, mála og jafnvel í rafmagninu ef hann er í stuði.
Ég lofaði mömmu að blogga ekki þessa sögu, en þar sem að tölvan mín er Framsóknarmaður þá stend ég ekki við neitt sem ég segi.
S.l. föstudag kom það í ljós að neyðarhnappur er eina rétta jólagjöfin fyrir óðalsbóndann á Bjargi. Maður sem liggur á maganum í hálfa klukkustund á eldhúsgólfinu og getur sig hvergi hreyft verður að hafa farsíma með sér í slíkar aðgerðir. 112 hefði komið að gagni.
Ég skora á heilbrigðisráðherra að finna skjót úrræði fyrir menn á sjötugsaldri sem stunda það að rífa af sér neglur fyrir hádegi á föstudegi - edrú.
Í stuttu máli.
Næst þegar þú þarft að laga eitthvað undir eða á bak við uppþvottavélina. Hafðu farsímann með þér. Það er aldrei að vita.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13.10.2007
Stundin okkar eða 24 hours
Það er mikið um að vera við morgunverðarborðið á mínu heimili.
Þrjú dagblöð og íþróttasíður Moggans redda ástandinu og allir geta lesið eitthvað í morgunsárið. Sá yngst er reyndar búinn að finna gott nafn á 24 stundir.
Hann sagði í gær. "Pabbi, réttu mér Stundina Okkar."
Ég ætla ekki að tuða mikið yfir þessari frétt í 24 hours sem kemur í dag.
Allt rétt nema myndin.
Þar er Björgvin Sigurbergsson á ferðinni í skurðinum hægra meginn við 17. braut á mínum heimavelli, Garðavelli. Íslandsmótið í höggleik, 2004.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12.10.2007
Inni í hlýjunni gegn Lettum
Landsleikur á morgun, Ísland - Lettland. Það var hrollur í mér í dag þar til að ég fékk þær fréttir að við værum inni í hlýjunni að þessu sinni.
Þar sem að fjölmiðlaáreitið er í lágmarki hjá Lettunum fær íslenska pressan að sitja inni í útvarpsboxunum á leiknum.
Lettarnir sem koma á svæðið fá víst að kynnast íslenska haustinu af eigin raun. Þeir eru víst að ég held tveir eða þrír.
Íslensk gestrisni?
Ég er í vandræðum með að finna rétta klæðnaðinn fyrir leikinn.
En ég fékk hjálp frá fagmanni og þetta er útkoman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)