Miðvikudagur, 27.2.2008
Taktu strætó heim og málið er dautt
Þetta er frábært framtak hjá Akraneskaupstað.
Ört vaxandi bær og ég er ekki í vafa um að aðsóknin mun stóraukast.
Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því hve langt er á milli bæjarhluta hérna á Skaganum.
"Pabbi viltu ná í mig?" -Ekki séns.. taktu strætó heim.. og málið er dautt..
![]() |
Frítt í strætó á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26.2.2008
Heitt í kolunum á 365 miðlum?
Það er aðeins farið að hitna í kolunum hjá 365 í Skaftahlíðinni. og þá er ekki ég ekki að tala um hlutabréfin hjá félaginu sem gætu kannski flokkast undir "kauptækifæri" núna. Veit það ekki. Þarf fyrst að selja í DeCode..
Hressandi deilur hjá Henry Birgi á Fréttablaðinu og Valtý Birni sem stýrir þættinum Mín Skoðun.
Henry var reiður í færslu sem birtist í kvöld, en þar var fyrirsögnin "Hvernig er hægt að vera svona vitlaus" en síðar var búið að pússa aðeins fyrirsögnina og færsluna í heild sinni. Fyrirsögnin er víst "Hvernig er hægt að misskilja svona?"
Hressandi hjónabandserjur í gamla Tónabæ.....
koma svo strákar.. öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26.2.2008
Bara eitt gigg í Serbíu
Ég heyrði íslenska sigurlagið Júróvísjón í fyrsta sinn í bílnum rétt eftir að keppninni var lokið í Smáralind.
Það var reyndar með íslenskum texta. Og þegar ég hafði hlustað á lagið í fyrsta sinn hugsaði ég hvort fólk í Evrópu myndi gleypa þessa froðu... ég mundi ekki viðlagið og gat ekki rifjað upp eina laglínu eftir fyrstu hlustun....
Í gær bað ég krakkana mína að rifja upp laglínu í sigurlaginu eða viðlagið..
sá yngsti var bara ánægður með annað sætið og söng Hey, hey, hey i say hó, hó, hó, -
miðbarnið söng "Hvar ertu nú?, ert þú að leita að mér, eins og ég leita að þér?" og sú elsta gretti sig bara. "Ég syng ekki, var svarið"
Ég held að undankeppnin í Serbíu verði fyrst og síðasta giggið hjá Íslandi.. nema að gaurinn, þarna úr Hagaskóla, hakki sig inn á tölvukerfið og sjái til þess að Ísland verði best í heimi.. eða Evrópu..
Ég sá hinsvegar menn mætast í meintu rifrildi í Kastljósi í gær sem tengdist Júróvisjón.. úff.. who cares?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25.2.2008
Í Tottenhamtreyju í skólann
Lífið virðist ekki vera of stutt til þess að halda með Tottenham....og margt hefur breyst á stuttum tíma. Sonurinn sem er á 10. ári fór í Tottenham treyjunni í skólann.. það hefur ekki gerst áður.
Helvíti var þetta skemmtilegt.. einn mesti "lúser" atvinnumennskunnar, Jonathan Woodgate, skorar sigurmarkið gegn Dollarliðinu hans Roman Abramovich...Íhaaaa
Kannski að Woodgate verði bestu kaup sögunnar??? hver veit..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 24.2.2008
Kalkúnn frá Írlandi??
Írar hafa í gegnum tíðina átt góða spretti í Júróvísjón.. Johnny Logan?? þrefaldur meistari..
Írar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í þessari keppni undanfarin ár og líklega verður þessi kalkúnn ekki langlífur í Serbíu.. verður án efa slátrað...
Ég sá ekki lokaþáttinn í gær á Íslandi og gæti ekki fyrir mitt litla líf munað eina laglínu úr sigurlaginu.
þessi keppni er að fara til fjandans..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23.2.2008
Óli Jó tekur við handboltalandsliðinu
Ég er með hugmynd. Þverfaglegt samstarf KSÍ og HSÍ.
Ólafur Jóhannesson verður þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta og handbolta.
Óli hefur reynslu af því að þjálfa handbolta.
Hann þjálfaði að mig minnir handboltalið Skallagríms og gott ef ekki hjá ÍA á sínum tíma.
Í grunninn eru þessar greinar mjög líkar..eða þannig
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22.2.2008
"Kaupstaðarlykt?"
Enn er þátturinn Utan vallar til umræðu þar sem að landsliðsþjálfaramál HSÍ voru í brennidepli.
Ég horfði aftur á þáttinn í gær og ég dreg það í efa að Þorbergur Aðalsteinsson hafi verið með réttu ráði í þættinum.
Menn hafa spurt mig hvort það hafi verið "kaupstaðarlykt" af gömlu stórskyttunni? Ég get ekki fullyrt það. Var ekki á svæðinu sjálfur. En ég velti þessari spurningu sjálfur fyrir mér í gærkvöldi þegar ég hafði séð þáttinn aftur...
Ef svo er þá sendi HSÍ veikasta hlekkinn í þessa útsendingu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 21.2.2008
Þorbergur Aðalsteinsson !!!
Ég horfði á endursýningu á þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld.
Það er óhætt að segja að Þorbergur Aðalsteinsson hafi stimplað sig vel inn í umræðuna um landsliðið.
Hann verður án efa í aðalhlutverkinu næstu daga og pókerspil Birkis Jóns þingmanns eða nætursaltað blogg Iðnaðarráðherra um sjónvarpsmanninn í borgarstjórn Reykjavíkur mun gleymast fljótt.
Þar opnaði hann bókina og sagði m.a. að Aron Kristjánsson hefði farið fram á 40% hærri laun en Dagur Sigurðsson fór fram á.
Gott og vel.
Er það hlutverk stjórnarmanns í HSÍ að upplýsa um það sem fór á milli í viðræðum við Dag, Geir og Aron? Ég hefði haldið að það sem fram fór á þeim fundum hafi verið trúnaðarmál.
Og ég velti því fyrir mér hvort einhver Íslendingur hafi í raun áhuga á starfinu eftir þessa uppákomu í þættinum.
Hvað er í gangi? Vissulega eru menn svekktir og sárir að vera þjálfaralausir eftir fjögur misheppnuð vítaköst...
Þorbergur taldi jafnvel að Einar Þorvarðarson hefði logið að sér um samskipti HSÍ og Ólafs Stefánssonar.
Og hann reifst einnig við Aðalstein Eyjólfsson. Ívar Benediktsson vinnufélagi minn var spakur á miðsvæðinu. Og ég skildi það vel.
Mér fannst þetta ljómandi skemmtilegur þáttur og það er greinilega eldfimt ástand í herbúðum HSÍ.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 21.2.2008
Hinn mjög svo efnilegi Jason Kidd
Skemmtilegur íþróttamoli í 24 Stundum í dag
Hinn mjög svo efnilegi körfuknattleiksmaður Jason Kidd er nú loksins genginn til liðs við Dallas Mavericks í NBAdeildinni, en samningaviðræður liðsins við New Jersey, þar sem Kidd hefur spilað ingað til, hafa staðið yfir í margar vikur og hafa ýmsar hindranir komið upp í ferlinu.
Það er nefnilega það. Hann verður víst 35 ára þessu ári......mjög svo efnilegur?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19.2.2008
Hringdi HSÍ í pabba?
Ég heyrði í pabba í dag og hann hafði áhyggjur af því að hafa gleymt farsímanum úti í bíl í sólarhring eða svo. Þegar hann náði í símann (gamall Nokia hlunkur) þá voru 45 missed calls úr þessu númeri.
Þeir þarna í landsliðsnefndinni hafa sem sagt grafið það upp að sá gamli náði alveg þokkalegum árangri með handknattleikslið ÍA fyrir rúmlega þremur áratugum.
Það sem hefur vakið áhuga landsliðsnefndar HSÍ á gamla manninum er eflaust sú staðreynd að á rúmlega 30 ára ferli sem íþróttkennari tókst honum að kenna Borgnesingum handbolta.
Það er ekki á allra færi. Ég efast ekki um að Viðar Símonarson og Kjartan Másson hafa mælt með honum.
Ég skora því á Þórólf Ævar að taka að sér starfið.
Enda er maður ekki hættur að vinna.
Bara hættur að kenna.
Þórólfur Ævar er til vinstri á myndinni en sá sem er til hægri er Hallur heitinn Gunnlaugsson íþróttakennari.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18.2.2008
Skrýtnir búningar í Stjörnuleiknum
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að horfa á Stjörnuleik NBA-deildarinnar í nótt.
Gafst upp í hálfleik..var á þeim tíma með sjóntruflanir og mígreniskast vegna þess að búningarnir hjá liðunum voru að rugla mig..
Tvískiptir búningar eru ekki að gera sig. Stundum rann þetta saman í eina heild og ég vissi ekki hverjir voru saman í liði.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16.2.2008
Meira KR
Síðasta innslag mitt um Miðjuna, eldheita stuðningsmenn KR, virðist hafa hrokkið ofaní marga.
Miðjan hefur vakið gríðarlega athygli á undanförnum misserum fyrir góða takta. Ferskir vindar sem hafa blásið frá þeim ágætu mönnum. Sumir kollegar mínir hafa dregið upp þá mynd að ég sé í miklu stríði við þá félaga. Það held ég nú ekki. Miðjan fór að mínu mati yfir strikið í leiknum gegn Keflavík.
Ég er ekki í vafa um að með sama áframhaldi þá fer þessi djókur það mikið í skapið á stuðningsmönnum annarra liða að upp úr sýður.
Það munaði ekki miklu að djókurinn færi úr böndunum á föstudag.
Ef ég hef sært Miðjuna vegna samlíkingar við ítalska stuðningsmenn þá biðst ég innilega afsökunar á því. Að mínu mati er málið einfalt. Miðjan gerir suma hluti ótrúlega vel og ætti að einbeita sér að því.
Að drulla yfir andstæðingana með vel æfðum kór vegna atvika sem eiga sér stað utan vallar, útlits eða líkamsþyngdar finnst mörgum fyndið. Ekki mér.
Miðjan er hluti af KR.
Íþróttir snúast ekki um það að gera lítið úr andstæðingnum með orðum.
Verkin tala.
Íþróttahreyfingin hefur upp á margt gott að bjóða en ég upplifi sumt af því efni sem Miðjan bauð upp á s.l. föstudag sem vott af einelti.
Er það í lagi?
S.l. sumar varð ég vitni af því að Miðjan söng af krafti nafn Teits Þórðarsonar í fyrsta leiknum sem Logi Ólafsson stýrði liðinu. Mér fannst það frábært framtak. Ég hef heyrt Miðjuna öskra sig hása á leikjum þar sem að staða KR var vonlaus. Ég dáðist af Miðjunni í þeim leikjum.
Ég skora á þessa sterku stráka að halda áfram að hvetja sitt lið en minnka aðeins kryddiðsem er á alveg á grensunni.
Laugardagur, 16.2.2008
KR
Ég fór á stórleik KR og Keflvíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta í gær.
Að venju var "Miðjan" stuðningslið KR-inga í góðum gír.
Þeir eru vel æfðir og gera frábæra hluti.Og í úrslitakeppninni í fyrra voru þeir frábærir. Ég hrósaði þeim í blaðagrein í Mogganum og þeir einbeittu sér að því að STYÐJA sitt lið og sungu sigursöngva.
EN..... í gær fóru þeir yfir strikið.. þegar einkamál einstakra leikmanna eru viðruð í þaulæfðum samsöng þá fannst mér það ekki vera FYNDIÐ.
Miðjan hefur átt góða brandara í gegnum tíðina en þegar einn eða tveir leikmenn eru teknir í eineltismeðferð vegna útlits og atvika sem gerast fyrir utan körfuboltavöllinn þá finnst mér menn vera komnir á svipað plan og stuðningsmenn Lazio eða Roma...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 15.2.2008
Stálið passar börn - bráðfyndið
Ég veit ekki hvort Herdís Storgaard viti af þessu.
Bolvíska Stálið er víst að passa þrjú börn á aldrinum 1/2 árs til fjögurra ára.
Ég vissi ekki að það væru til svona mörg börn sem vakna ekki fyrr en eftir hádegi.
Stálið benti á þessa snillinga á blogginu sínu. Þetta fannst mér fyndið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14.2.2008
Bjór eða FL Group
Ég var að spá í að kaupa hlutabréf í FL-Group fyrir 1000 kr.....
Hætti við á síðustu stundu, keypti þess í stað kippu af bjór.
Fékk síðan 54 kr. í endurvinnslunni fyrir dósirnar.
Er það ekki betri kostur en FL?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 12.2.2008
Hann heitir Vilhjálmur!
Ég náði í yngsta barnið á leikskólann í gær - sem er kannski ekki fréttaefni í sjálfu sér.
Ég heyrði í útvarpinu á leiðinni heim að það var einhver hasar í Valhöll...ég vildi ekki missa af slagnum og kveikti á sjónvarpinu þegar heim var komið.
Sá yngsti hafði ekki mikinn áhuga á þessu sjónvarpsefni en hann kom til mín þegar fjölmiðlastéttinn var að að byrja að "grilla" Villa þarna í beinni útsendingu.
"Pabbi, hvað er að gerast í sjónvarpinu?," spurði drengurinn sem er 5 ára, alveg að verða 6.
"Það er fundur og maðurinn er að segja hvað hann ætlar að gera. Veistu hvað maðurinn heitir?," spurði ég og það liðu ekki nema nokkur sekúndubrot áður en svarið kom.
"Hann heitir Vilhjálmur"....
+Ég sagði ekki fleira í bili enda kjaftstopp..
Hvernig má það vera að 5 ára gamalt barn á AKRANESI vsem kann ekki að lesa veit hvað gamli góði Villi heitir?
Ég þarf að ræða þetta aðeins við karl föður minn.
Útvarp Saga og barnapössun á greinilega ekki vel saman.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9.2.2008
Skítkalt á Akranesi
Hér á Akranesi er ástand.
REI málið hefur tekið á sig nýja mynd.
Eftir að bæjarstjórnin á Akranesi hraunaði yfir kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur hafa lífskjörin versnað á Akranesi.
Hefnd?
Ég veit það ekki.
Allavega hitaveitan í tómu rugli og hitastigið í húsinu okkar er að nálgast 17 gráður.....
brbrbrbrbrbrbrbrbrbrbrbrbrbr..
Koma svo Orkuveita Reykjavíkur.....upp með sokkana.. það er skítkalt á Akranesi..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8.2.2008
Ekki séns
Miðstöðin er þessa stundina í lagi á hinum franska Runólfi Megane sem er 9 vetra. Helvítis munur að hafa hita í bílnum. Og þeir strekktu einnig á viftureiminni.
Nágrannarnir hafa eflaust hringt og beðið um að strekkja á reiminni.
Runólfur átti það til að ískra á frönsku í 1-2 mínútur eftir að hann fór í gang.
Annars var ég að hlusta á útvarpið í gær og Valtýr Björn íþróttafréttamaður var að segja frá því að hann sópaði alltaf öllum snjónum af þakinu á bílnum áður en hann færi af stað.
Ef ég hugsa málið til enda þá er það ekki EKKI séns....
nema að hann eigi Smart eða Mini.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6.2.2008
Eyjamenn skora á eyju
Það eru greinilega bara Eyjapeyjar sem geta skorað á eyjunni Möltu...
vonandi verður þessi sigur til þess að hagur íslenska landsliðsins undir stjórn trésmiðsins lagist eitthvað á næstunni.
![]() |
Íslendingar sigruðu Armena 2:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6.2.2008
Stuttbuxur sem ná niður fyrir hné?
Ég fór á körfuboltaleik í Borgarnesi s.l. sunnudag, Skallagrímur vs. Fjölnir.
Fínn leikur og allt það.. en ég fór að velta fyrir mér hvernig þróunin hefur verið í hönnun á körfuboltabúningum undanfarin ár.
Jói Waage er aðalmaðurinn á bak við búninga Skallagríms.
Og ég verð nú bara að spyrja. Er gott að spila í þessum stuttbuxum?
Þær eru risastórar og ná niður fyrir hné á ÖLLUM leikmönnum liðsins.
Líka á 2 metra gaurunum.
Eflaust eru skiptar skoðanir um þetta.
Ég er ekki að mæla með Stockton lúkkinu á þetta.. en ég velti því bara fyrir mér hvort þessi sídd sem ræður ferðinni í dag sé þægileg.
Ég hefði allavega gripið hressilega í svona buxur hjá andstæðingunum hérna í "denn".
Af nógu er að taka.
Bara pæling...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)