Fimmtudagur, 15.2.2007
Brot á fánalögum
Íslenskir íþróttamenn eru einstakir. Og oftast fámenn hjörð í fremstu röð á heimsvísu. Það má ekkert fara úrskeiðis, enginn annar til þess að taka við keflinu.
Á meðan aðrar þjóðir eiga marga fulltrúa á mótum á borð við Evrópumótaröðina í golfi eigum við einn fulltrúa. Sem þarf að standa sig. Og hann fær ekki einu sinni íslenska fánann á skorkortið sitt á vefsíðu Asíumótaraðarinnar. Er þetta ekki gróft brot á fánalögunum.
Eiður Smári Guðjohnsen, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólöf María Jónsdóttir, og auðvitað handboltalandsliðið...Ég held reyndar að Íslendingar líti á liðið sem einstakling í fremstu röð. Og ekki gleyma Kristni Björnssyni skíðamanni. Norðmenn áttu alltaf fullt af keppendum á heimsbikarmótunum og ef einn datt þá tók sá næsti við keflinu. Íslendingar eru einstakir.
![]() |
Birgir á parinu eftir þrjár brautir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14.2.2007
Góður hann Herbert Guðmundsson
The Media Watchdog Group hafa líklega ekki verið til þegar þessi ágæti maður var að skrifa fréttir af hæstráðendum á Íslandi í DV og Vísi.
Gargandi snilld, bráðfyndið en grafalvarlegt. Eða þannig.
Ég veit ekki hvort þetta sé einstakt tilfelli.
Svei mér þá. Tek aldrei upp símann í vinnunni aftur.
![]() |
Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.2.2007
Algjör grís
Það þarf enga hæfileika til þess að fara holu í höggi.
Bara heppni.
Allavega í mínu tilviki þann 13. maí 2006. - þegar rúmlega þriggja áratuga bið eftir draumahögginu lauk.
Henda boltanum á teiginn, rífa fleygjárnið úr pokanum. Dúndra í boltann, beint á pinna, bakspuni og sá hvíti hverfur ofaní holuna. Golf er hrikalega einföld íþrótt. Bolvíska Stálið var með í för og lýsir hann atvikinu hér.
![]() |
Hola í höggi af um rúmlega 340 metra færi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13.2.2007
Fannar frá Ósi
Fannar Helgason frá Ósi er lengst til hægri á myndinni. Fannar er leikmaður ÍR í úrvalsdeildinni í körfubolta og er gæddur þeim hæfileika að vera stór. Eitt af því sem er ekki hægt að kenna í íþróttum.
Fannar er flottur. Og sem fyrrum kennari og þjálfari hans Fannars mun ég aldrei gleyma því að skeyta "frá Ósi" fyrir aftan nafn kappans á myndatextum í Morgunblaðinu. Ós er fallegur staður rétt utan við Akranes.
Sauðmeinlaus djókur. Það eru ekki allir sem fá mynd af sér í Mogganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.2.2007
Snilld, gargandi snilld
Án efa besta frétt aldarinnar....
Sting var líka alveg við það að verða leiðinlegur svona einn -
![]() |
The Police í tónleikaferð um heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12.2.2007
Nostalgía frá árinu 1980
Internetið er ótrúlegt. Fann þessa gömlu mynd á ljósmyndasafni Akraness. Og í upplýsingum um myndina fann ég netfangið hjá gömlum skólafélaga sem ég hef ekki séð í tuttugu ár. Sendi línu á hann og fékk svar um hæl. Magnað. Myndin er af sigurliði ÍA árið 1980 á Íslandsmótinu, 5. fl. karla. 1:0-sigur gegn Val í úrslitaleik. Held reyndar að ég hafi lítið komið við sögu í leiknum. Flottir búningar - en ég veit ekki alveg hvað Halli Hinna (lengst til hægri í efri röð) var að hugsa á þessum tímapunkti.
Efri röð frá vinstri: Halldór Jónsson þjálfari (sést varla í hann) Ægir Jóhannsson, Rögnvaldur Sverrisson, Örn Gunnarsson, Stefán Þór Viðarsson, Árni Þór Hallgrímsson, Valdimar Sigurðsson, Alexander Högnason, Haraldur Hinriksson.
Fremri röð f.v: Ingimar Erlingsson, Sveinbjörn Rögnvaldsson, Sigursteinn Gíslason, Sveinbjörn Allansson, Ólafur Skúli Guðmundsson, Þórhallur Rafns Jónsson, Sigurður Már Harðarson, Sigurður Elvar Þórólfsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10.2.2007
Lífið er of stutt fyrir Tottenham
Ég held að það sé rétt að lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham.
Ef ég mætti ráða þá færi Emil Hallfreðsson beint inn í liðið í næsta leik.
Kræst.
Þessir gaurar eru uppteknari af því að búningurinn verði ekki skítugur en að leggja sig fram.
En þetta er að sjálfsögðu allt erlendu fjárfestunum hjá Sheffield United að kenna.
Er ekki einhver útlendingur sem á ársmiða á leiki hjá Sheffield United?
Ég hitti Sigurð Sigursteinsson í dag og við vorum eiginlega báðir undir það búnir að svona gæti farið. Svei mér þá. Á að reka Martin Jol?
![]() |
Manchester United og Chelsea unnu sína leiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10.2.2007
Vökva þarf grasrótina
Geir Þorsteinsson fær góða kosningu í dag í formannskjöri KSÍ. Þingfulltrúar félaga landsins ráða þarna ferðinni en það var gott að þrír aðilar gáfu kost á sér.
Halla vissi að sjálfsögðu að hún ætti á brattann að sækja en innkoma hennar hristi upp í kerfinu og vakti athygli á því sem þarf að laga hjá KSÍ.
Ég er ánægður með þá sem voru kjörnir í stjórn KSÍ.
Guðrún Inga Sívertsen, Halldór B. Jónsson, Vignir Þormóðsson og Stefán Geir Þórisson. Halldór er líklega einn mesti vinnuþjarkur sem KSÍ hefur átt. Hann er með puttann á slagæðinni og veit nánast um allt sem er í gangi þar á bæ.
Stefán, lögfræðingur, var á sínum tíma í Stoke-dæminu og mun styrkja starf KSÍ.
Guðrúnu þekki ég ekki neitt og ég hef bara talað við Vigni í gegnum síma.
Guðrún, Vignir og Stefán eru ný í stjórn KSÍ og ég held að ferskir vindar fylgi þeim.
Grasrótina í starfi KSÍ þarf að vökva vel á næstu misserum og 280 millj. kr. eigið fé er gullkista sem félögin í landinu eiga að njóta góðs af.
Halla minnti á að jafna þarf hlut kvenna í hreyfingunni og ég held að KSÍ hafi áttað sig á því. Það er alltaf hægt að gera betur.
Aðalmálið fyrir KSÍ er að átta sig á því að félagsliðin og það starf sem unnið er hjá þeim er það sem skiptir mestu máli.
![]() |
Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.2.2007
Sófakartöflur
Verður þetta jólagjöfin í ár - fyrir mig? Börnin mín eru mikið á ferðinni í íþróttum en ég er sá latasti á heimilinu.
Ég held að karlmenn sem hafa á áhuga á ensku knattspyrnunni væri ágætur markhópur fyrir svona hjól.
Heilbrigðisráðherra ætti kannski að setja ströng skilyrði fyrir áskrift af enska boltanum - sófakartöflurnar sem eru í netabolnum heima að horfa á enska boltann yrðu að svitna á svona hjólum til þess að fá að sjá sitt lið.
Ég velti einu fyrir mér. Hvaða gaur er þetta sem er að sýna hjólin? - Vafasamur í meira lagi. En hugmyndin er góð.
![]() |
Gáfnahjól til höfuðs offitu barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7.2.2007
Konur, skák og mát
Í útvarpsþætti fyrir nokkrum vikum var verið að ræða um stöðu kvenna í samfélaginu og ég datt inn í þessar pælingar.
Hvers vegna er keppt í kvennaflokki í skák?
Estrógen vs testósterón í íþróttakeppni getur verið ójafn leikur. Líkamlegur styrkur er oftar en ekki sá þáttur sem skilur á milli. Því er sjálfsagt að mínu mati að vera með kynjaskiptar keppnir í mörgum íþróttagreinum.
En í skákinni eru önnur lögmál.
Afhverju er ekki einn opinn flokkur í skákinni enda er skákinn hugaríþrótt.
Annars sef ég alveg ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki fengið svar við þessari spurningu.
![]() |
Lögsækja má Wal-Mart fyrir kynjamismunun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6.2.2007
Kanínukjöt og smáfuglar
Ekki gleyma smáfuglunum er eitthvað sem ég hef lært af karli föður mínum. Hann er langvinsælastur á neðri Skaganum hjá smáfuglunum.
Þeir þekkja sinn mann.
Við höfum reynt að gera álíka gagn hér á efri Skaganum.
Mokum út gömlu brauði, eplum og fuglakorni þegar það er til.
Hinsvegar sjást fuglarnir ekki og tvær akfeitar kanínur eru einu gestir veitingahússins. Þær koma úr næstu götu og eru i eigu Þingmannsins.
Hef svo sem ekkert á móti kanínunum. En þær eru að færa sig upp á skaftið.
Annars missti ég af fréttaljósmynd ársins þegar Þingmaðurinn var í garðinum hjá mér, í vinnugallanum (jakkafötum) með teppi að reyna fanga heimilisdýrin.
Ég er alvarlega farinn að spá í hvernig kanínur eru á bragðið.
Gæti orðið spennandi viðfangsefni.
![]() |
249 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2007 kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6.2.2007
Vefvarp mbl.is skorar grimmt
Jón Axel Ólafsson er með fínar pælingar á heimasíðu sinni þar sem að ber saman áhorf á því efni sem netmiðlar landsins bjóða upp á.
Það er greinilegt að vefvarp mbl.is er að skora grimmt og það er ekki aðeins Guðjón Valur Sigurðsson sem kann að skora. Ekkert stöngin út að þessu sinni.
Þetta er það sem koma skal og spennandi tímar framundan á mbl.is. Það væri gaman að fá að sjá þessar tölur sem að Jón vitnar í enda kemur lítið áhorf á visir.is mjög á óvart.
![]() |
Hvað ef Harry Potter deyr? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6.2.2007
Sjúkt tóneyra á RÚV
Útvarp Reykjavík, nú verða sagðar fréttir.
Ég vona að Ólafur Páll Gunnarsson hafi ekki lagt til tóneyrað sitt og lagt á ráðinn með nýja fréttastefið á RÚV. Óli Palli var flottur meðlimur í hljómsveitinni Moj frá Akranesi - og er fínn útvarpsmaður.
"Hljómar vel en lítur hræðilega út" -
Ég held að tóneyrað á RÚV þurfi á læknismeðferð að halda. Sýklalyfjakúr eða eitthvað sterkara.
Fréttastefið er ömurlegt. En stefið hefði líklega komist áfram úr þessum Evróvision þáttum - sem voru enn verri.
Óli Palli, plís reddaðu þessu.
![]() |
Bloom skammaður fyrir að tala í farsíma í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5.2.2007
Prince ofan í tunnu?
Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að horfa á Ofurskálarleikinn í nótt. Datt út í síðar hálfleik og kláraði ekki dæmið. Prince var flottur í hálfleik en hljóðið á SÝN var hræðilegt.
Gat skipt yfir á þýsku stöðina ARD og þar var Prince í fínum hljómgæðum. Skipti aftur yfir á SÝN og þá var prinsinn ofaní tunnu - bergmál og óskýrt.
Afhverju? - Ég veit það ekki. Digital Ísland er þannig í uppsveitum Akraness að útsendingar nást ekki í slæmu veðri - sérstaklega í rigningu.
Veðrið var fínt á Íslandi en kannski var það úrkoman í Miami í gær sem hafði áhrif, grenjandi rigning......
![]() |
Colts lögðu Bears í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2.2.2007
Þegar stórt er spurt..
Þegar stórt er spurt, spyr Steingrímur Sævarr. Ef orðinu umdeilda er slegið upp í gagnasafni mbl.is og á google kemur margt í ljós. Í ræðum á Alþingi, í skýrslu umboðsmanns barna, í fræðandi umræðu hjá bloggurum.
Og einnig á öðrum fréttamiðlum. - Þegar stórt er spurt skaut því hárfínt framhjá markinu
Það eru skiptar skoðanir þegar stórt er spurt - og svörin eru mörg og mismunandi.
Vísir, 01. feb. 2007 15:24
Fleiri svartir deyja úr krabba
Miklu fleiri svertingjar deyja ennþá úr krabbameini, en hvítir, í Bandaríkjunum, þótt dauðsföllum af völdum krabbameins hafi almennt fækkað. Bandaríska krabbameinsfélagið segir að árið 2003 hafi dánartíðni svartra karlmanna verið 35 prósent hærri en hvítra karlmanna, og svartra kvenna 18 prósent hærri en hjá hvítum konum.
![]() |
Ég er með uppástungu fyrir þig! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.2.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.2.2007
Beint á ská á RÚV
Ég var ekki alveg að skilja útsendingar RÚV í kvöld frá handboltanum á HM. Fylgdist með á netinu hvernig staðan var í undanúrslitaleikjunum - RÚV hefði vel getað hoppað beint inn í framlengingu á leik Frakka og Þjóðverja - og farið síðan í leik Pólverja og Dana. Þetta var allt beint á "ská" og ekki að virka. Á slíkum kvöldum sér maður að RÚV verður að fá sér hliðarrás fyrir svona efni.. Danir eru búnir að raska spánni minni fyrir HM en þeir voru einfaldlega ekki með skytturnar í stuði að þessu sinni - Pólverjar vinna Þjóðverja í úrslitaleiknum - ekki spurning.
![]() |
HM: Pólverjar leika til úrslita gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)