Sunnudagur, 30.3.2008
Snæfell verður meistari!
Hef ákveðið að blogga aðeins þegar sólin skín....kannski er allur vindur úr seth? Hver veit.
Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla er í fullum gangi.
Óvænt úrslit hér og þar.
Ég hef nú aldrei verið þekktur fyrir að vera góður spámaður en ég tippa á að Snæfell verði Íslandsmeistari í ár.
Keflavík vinnur Þór 2:1
Grindavík vinnur Skallagrím 2:0
ÍR vinnur KR 2:0
Snæfell vinnur Njarðvík 2:0
------------------
Í undanúrslitum mætast þá
Keflavík - ÍR
Grindavík - Snæfell
-------------
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 24.3.2008
Maðurinn sem bjargaði golfíþróttinni
Maðurinn sem bjargaði golfíþróttinni í dag er fæddur í Ástralíu árið 1977.
Jíha..þangað til á Mastersmótinu í byrjun apríl...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20.3.2008
Gríðarlegur hraði á fraktskipum
Ég gerði mér ekki grein fyrir því að hraðinn á millilandaflutningaskipum (fraktskipum) væri svona mikill.
Gengi ísl. kr. fellur mikið kl. 10 og nokkrum mínútum síðar er búið að hækka flestar innfluttar vörur á klakanum.
Velti því líka fyrir mér hvort það sé einhverntíma rétti tíminn fyrir íslensku krónuna. Þegar allt gengur vel er hægt að lækka stýrivextina þar sem að það gæti haft slæm áhrif á íslensku krónuna. Og núna er enn ólíklegra að stýrivextirnir verði lækkaðir.
Er ekki bara kósí að borga 19% vexti það sem eftir er.. mikið er ég stoltur að því að eiga næstum því 10 ára gamlan Peugeot - með engu myntkörfuláni áhvílandi.....
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18.3.2008
Fermd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 18.3.2008
Eru konur á fertugsaldri enn stúlkur?
Hvenær hætta stúlkur að verða stúlkur.
Ég hef velt þessu lengi fyrir mér.
Ég sé ekkert stúlkulegt við marga leikmenn úr körfuknattleikssliði Keflavíkur Margar þeirra eru rúmlega þrítugar. Samt er liðið yfirleitt nefnt Keflavíkurstúlkur í prent og ljósvakamiðlum.
Er eitthvað stúlkulegt við handknattleikslið Vals. Neibb. Samt er liðið oftast nefnt Valsstúlkur. Er eitthvað stúlkulegt við kófsveittar konur sem eru löðrandi í trjákvoðu og rífa í hvora aðra í varnarleiknum?
Eruð þið að ná þessu.
Íþróttafréttamenn eru ótrúlega vanafastir og viðhengið "STÚLKUR" loðir við öll kvennalið.
Yrði ekki allt vitlaust ef menn færu nú að segja: Kjellingarnar úr Keflavík lögðu lið Hauka.. eða Hlíðarendakjellingar skelltu ÍBV...
Eða er ekki nóg að segja frá því að um sé að ræða kvennalið Vals og KR. Hvernig væri ef nafninu piltar, drengir væri skeytt fyrir aftan öll karlalið. Er ekki nóg að segja karlalið Vals eða KR?
Tékkið á þessu á næstu dögum, í umfjöllun allra fjölmiðla um kvennalið.
Bara pæling.. þetta stúlkukjaftæði fer alveg hrikalega í taugarnar á mér.....
E.s myndin er af Hólmfríði Júlíusdóttur sem er fyrirliði Beyglustúlkna.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 14.3.2008
Rooney og Ronaldo í vafasömu atriði
Þetta er of gott tækifæri til þess að klúðra því.
Myndin segir allt sem segja þarf.
Velti því líka fyrir mér hvernig kollegum mínum á íþróttadeild gömly SÝNAR muni tækla nafnabreytinguna.
"Og leikurinn var í beinni á STÖÐ 2 SPORT 2" mhmhmhmhmhmh...ég veit það ekki.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 14.3.2008
Plögg í ljósvakamiðlum
Stundum er ég áhrifagjarn. Og ég á það til að taka vel eftir auglýsingum og öðru áreiti, plöggi í ljósvakamiðlunum. Á dögunum var ég hvattur til þess að vakna með Valdísi Gunnarsdóttur útvarpskonu á Bylgjunni og Agli Helgsyni sjónvarpsmanni. Úff. Ég fékk bara hroll.
Hvernig tilfinning væri það að vakna með rauðhærða og mjúka krulluhausinn hægra meginn og Valdísi Gunn vinstra meginn? Steríó?
Fyrir þá sem hafa lent í þessu þá bendi ég á þessi góðu samtök.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14.3.2008
39 stiga afsökunarbeiðni í Efstaleitið
Jæja. Ég ætla að byrja á því að senda afsökunarbeiðni í Efstaleitið. Það sem lak út á mbl.is í kvöld fór beint í sjónvarpsfréttirnar hjá RÚV kl. 10. - Sorrý. Geri þetta aldrei aftur.
Ég var heppinn að fá tækifæri til þess að sjá Grindavík - Þór í úrvalsdeild karla. Magnaður leikur.
Þar fór Þorleifur Ólafsson á kostum og skoraði að ég hélt 36 stig alls og 34 stig í síðari hálfleik. Við ritaborðið var röggsamur drengur, með rautt hár og gleraugu, og hann var alveg á því að Þorleifur hefði skorað 39 stig í leiknum og 37 í síðari hálfleik.
Ok, ég keypti það, því ég hafði ekki tíma til að fara yfir gang leiksins - stóri EPSON prentarinn í Hádegismóum var víst á HOLD og menn vildu fá sitt efni.
Ég lét þessar upplýsingar flakka á mbl.is.
Nokkrum mínútum síðar eftir aksturinn frá Grindavík og í Hádegismóa, gat ég farið yfir þessa hluti aftur. Þorleifur var "aðeins" með 34 stig í síðari hálfleik og 36 alls. Málið var leiðrétt á mbl.is en það var of seint. Sorrý RÚVARAR ég skal aldrei gera þetta aftur.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13.3.2008
Afmælisbarn dagsins
Afmælisbarn dagsins er Ísak Örn, sem er 6 ára í dag.
Ísak kann ýmislegt fyrir sér og í stuttu máli er hann snillingur.
Til hamingju með daginn Ísak.
(e.s. já, þetta er rétt, bræðurnir á heimilinu eru fæddir 12. og 13. mars) Mjög hentugt fyrir þá sem eiga erfitt með að muna afmælisdaga.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12.3.2008
Afmælisbarn dagsins
Afmælisbarn dagsins er Axel Fannar, 10 ára fótboltastrákur, kylfingur og söngvari.
Til hamingju með daginn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3.3.2008
Ótrúleg liðsheild, myndband
Ég er nokkuð viss um að óðalsbóndinn á Bjargi við Laugarbraut hefur séð þetta á Discovery áður.
Liðsheild í Krüger þjóðgarðinum í Suður-Afríku. Sjón er sögu ríkari
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 2.3.2008
Hagræðing???
Ég hef ekki lagt það í vana minn að lesa það sem þessi ágæti maður er að blogga.
Játa á mig glæpinn, og ég renndi yfir þessa síðu í rólegheitum í kvöld. Skoðaði reyndar eiginlega bara fyrirsagnir og stolnu myndirnar....
Ég velti því fyrir mér afhverju baunateljarar á fjölmiðlum landsins eru ekki búnir að ráða manninn í vinnu til þess að fjalla um ALLT:
Stjórnmál, fólk í fréttum, kvikmyndir, íþróttir, innlendar fréttir, veðurfréttir, erlendar fréttir, sjávarútvegsmál, viðskiptafréttir, stjörnuspánna, staður og stund...svo eitthvað sé nefnt...............
HAGRÆÐING er lykilorðið í þessu samhengi.......
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2.3.2008
Geispi í Birmingham
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)