Ekki kjaftur í húsinu

Ég var að horfa á leik Vals og Stjörnunnar í N1 deild karla á RÚV rétt í þessu. Hvar eru áhorfendurnir? Ég lagði mig fram við að finna einn áhorfanda en ég fann hann ekki. Gaman að vera leikmaður í slíku umhverfi! Kannski hafa nokkrir tugir setið þar sem myndavélarnar náðu ekki. Og ég er 100% viss um að áhorfendabekkjunum gegnt upptökuvélum RÚV var lokað til þess að koma í veg fyrir að það myndi sjást hve fáir voru á leiknum.empty_stadium_med

Á meðan er úrslitakeppnin í körfu í hæstu hæðum og þar láta áhorfendur sig ekki vanta.  Hafrún Kristjánsdóttir skrifar á sínu bloggi um keppnishaldið í handboltanum og þar hvetur hún til þess að úrslitakeppnin verði tekin upp aftur.

Hafrún segir að líklega verði áhorfendamet vetrarins í Vodafone höll Valsmanna 2. leikur Vals og FSu í úrslitum 1. deildar í körfubolta.

Það er umhugsunarefni ef litið er á þá staðreynd að Valur var í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 


Hreggviður stóð við stóru orðin

ÍR er heitasta liðið í Iceland Express deildinni í körfubolta þessa stundina. Þeir tóku Íslandsmeistarana í nefið í kvöld, man ekki lokatölurnar, enda skiptir það engu máli. Spáin mín stóðst prófið en ég ætla ekki að spá í undanúrslitin fyrr en nær dregur að þau hefjist.

Keflavík vinnur Þór 2:1 (Keflavík vann 2:0).

Grindavík vinnur Skallagrím 2:0 (Grindavík vann 2:1).

ÍR vinnur KR 2:0 (ÍR vann 2:1).

Snæfell vinnur Njarðvík 2:0 (Snæfell vann 2:0).

Keflavík leikur gegn ÍR og Grindavík er með heimavallaréttinn gegn Snæfell.  

Mér fannst gaman að þessu drasltali sem Hreggviður Magnússon úr ÍR og Fannar Ólafsson úr KR voru í á milli leikja og eftir leiki. Menn verða að standa við stóru orðin og það gerði Hreggviður. KR-ingar voru þungir og einhæfir í sóknarleiknum. Benni þjálfari tók ábyrgðina á sínar herðar í leikslok og kenndi engum um nema sjálfum sér. Fagmaður þar á ferð.  ÍR gæti allt eins farið alla leið og Jón Arnar þjálfari ÍR er greinilega að ýta á réttu takkana á þessu liði. Nate Brown er frábær leikmaður en liðsheildin er sterkasta vopn ÍR.


Bendtner flækjufótur

Það var víst einhver leikur í kvöld í Meistaradeildinni þar sem að tvö ensk lið áttust við í London.

Sá ekki leikinn en í 10 fréttum RÚV sá ég bút úr leiknum og eftir þá sjón er ekki spurning um að þessi danski leikmaður er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Arsenal.

Annars er þessi Meistaradeild ekkert í samanburði við Carling bikarkeppnina, deildabikarinn. Það er alvörumót.Wink


Borgaði Kárahnjúkavirkjun EINN

Það var maður sem ég þekki sem fékk vægt áfall þegar hann ýtti á villuprófunhnappinn á skattframtalinu á dögunum.

Það var allt í góðu með fráganginn og engar sjáanlegar villur en þegar ýtt var á flipann fyrir BRÁÐABIRGÐAÚTREIKNING fór blóðþrýstingurinn í hæstu hæðir hjá viðkomandi aðila.

"Þegar ég sá að ég ætti að bara að greiða rúmlega 300.000 kr. á mánuði í ágúst, september, október, nóvember og desember leið eins ég ætti að borga Kárahnjúkavirkjun EINN. " sagði sá sem um ræðir við seth.blog.is í óformlegu spjalli. 

Blóðþrýstingurinn hjá viðkomandi er í jafnvægi þessa stundina eftir að hafa rætt við skattayfirvöld.

Þarna var um tæknileg mistök að ræða.


Gott aprílgabb hjá 24Stundum

Er ekki örugglega 1. apríl í dag?

1. apríl

Spáin mín er ekki í uppnámi

Spádómar mínir í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla eru ekki 100%, en tvö af liðunum sem ég spáði áfram eru komin áfram. Keflavík og Snæfell. Ég held að Grindavík sigri á heimavelli gegn Skallagrím. Það er erfiðara að eiga við leik ÍR og KR. Ég held að ÍR hafi ekki fengið betra tækifæri en í gær og fyrst þeir nýttu það ekki verður erfitt að sækja sigur í Vesturbæinn. 

Spáin mín var þessi: 

Keflavík vinnur Þór 2:1 (Keflavík vann 2:0).

Grindavík vinnur Skallagrím 2:0 (Staðan er 1:1).

ÍR vinnur KR 2:0 (Staðan er 1:1).

Snæfell vinnur Njarðvík 2:0 (Snæfell vann 2:0).

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband