Fimmtudagur, 31.5.2007
Kolbrún Bergþórsdóttir á Moggann?
Ég missti af atburðum dagsins í hinu stórkostlega mötuneyti Árvakurs við Hádegismóa.
Þessi vinna er alltaf að þvælast fyrir..
Heyrði hinsvegar að Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður á Blaðinu hefði ekki lýst yfir neinni sérstakri ánægju með atburðarás dagsins.
Þar sem ÓÞS var ráðinn sem yfirmaður hennar á ritstjórn Blaðsins.
Hitastigið var farið að lækka í matsalnum rétt fyrir kl. 13 þegar seth mætti á svæðið en Kolbrún var að sögn viðstaddra ekki mjög kát þegar hún yfirgaf svæðið.
Ég spái því að Kolbrún verði ráðinn sem aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. - það vantar konu í það starf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27.5.2007
Brynja...ég elska þig ekki
Fór í biðröð í gær við Aðalstrætið á Akureyri til þess að prófa hinn margrómaða Brynjuís.
Valið var einfalt, lítill í brauðformi með venjulegri dýfu.
Dýfan var fín en ísinn var langt frá því að vera sá "besti" sem ég hef prófað.
Það var vatnsbragð af ísnum... eitthvað vantaði. Vonbrigði.
Brynja.... ég elska þig ekki....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 27.5.2007
Höggbylgja frá Jaðarsvelli
Það gæti verið að höggbylgjan sem barst frá okkur bræðrum frá Jaðarsvelli hafi átt þátt í því að hreyfa við snjónum í Hlíðarfjalli.
Snjóflóð 27. maí?.
Fleiri stórundarlegir atburðir áttu sér stað á þessu svæði í dag.
Fjórir fuglar í röð hjá bræðrunum Thorolfsson í Texas Scramble.
Flatirnar eins og úti á Álftanesi og A. Knútur Thorolfsson átti ekki í vandræðum með að sulla þessu í. Fjögur dræv frá Árna enduðu meira að segja á braut.
Fyrir þá sem trúa þessu ekki þá endar þessi saga á því að það er víst hægt að fá double bógí í Texas Scramble....
Niðurstaðan, 61 högg nettó, en mótið vannst á 57 höggum nettó. Helv. dúbble bógííííð...
![]() |
Snjóflóð í Hlíðarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25.5.2007
Matarlím sem átti að vera steinbítur
Ef tekið er mið af vaxtarlagi mínu þá telst ég varla matvandur.
Kröfurnar sem ég geri til mötuneytis Morgunblaðsins eru einfaldar. Ég stefni að því að verað saddur.
Í fyrsta sinn í dag þá kláraði ég ekki af disknum eins og mamma mín kenndi mér. (þá var ég 20 kg. með skólatösku). Mamma hvetur mig ekki til þess að klára af disknum í dag.
Þetta leit vel út, Krydd og Kavíar???:
Pestó og sesam steinbítur með piparsveppasósu ...með brúnum kryddgrjónum. Salat dagsins. Sveppasúpa með madeira.
En ef eitthvað bragðast eins og gamalt matarlím eða endurvinnsla á pappír sem er skammt á veg komin þá borðaði ég það í dag. Grár og klesstur viðbjóður...
5:2 sigur 4. flokks kvenna hjá ÍA gegn Fylki gladdi augað í kvöld. Frábærar stelpur í báðum liðum sem kunna að spila fótbolta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22.5.2007
Fugl dagsins á Þingvöllum
seth.blog.is ætlar að einbeita sér að mikilvægum málum í sumar og aðeins fuglar og ernir fá seth til þess að skrifa eitthvað bull á þetta vefsvæði.
Bloggið og netið er víst bara bóla sem fer að springa. Leitin að hinum eina sanna dræver stendur sem hæst en miklar líkur á eru á því að niðurstaða fáist á næstu dögum.
Verð á Þingvöllum á fundi með ráðgjöfum mínum næstu daga þar sem við förum yfir sveifluferlið, hraðann og Einar Vilhjálmsson mun aðstoða mig við útkastshornið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21.5.2007
Sumir eru jafnari en aðrir á dönskum dögum.......
Sumir eru jafnari en aðrir hefur löngum verið hefðin á íþróttaviðburðum á Íslandi. Samanber þessa færslu hér á seth.blog.is frá 13. mars. s.l. þá er ekkert nýtt undir sólinni í umræðu um áfengi og HBG á Fréttablaðinu er með fínar pælingar um þetta efni á blogginu sínu.
Henry er einnig ánægður með að hafa fundið upp fyrirsögnina Danskir dagar... sem birtist í þremur dagblöðum eftir 2:1-sigur Vals gegn Fylki. Þessi fyrirsögn birtist fyrst að ég held í lok maí árið 2003...
Föstudaginn 30. maí, 2003 - Íþróttir
"Danskir dagar" á Kaplakrika

ÞAÐ má segja að "danskir dagar" séu í herbúðum FH-liðsins þessa stundina þar sem dönsku leikmennirnir Tommy Nielsen og Allan Borgvardt láta mikið að sér kveða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18.5.2007
Hver er maðurinn í vítamínbætta hveitinu?
Og nú bíða menn eftir því að sá aðili komi út úr "skápnum"..
Stuðingsmaður Shrewsbury Town??
Sá hlýtur að vera Framsóknarmaður.
Ég sá hinsvegar að Gay Meadow, heimavöllur félagsins, tekur 8.000 áhorfendur en til samanburðar er rými fyrir 7.000 áhorfendur á Laugardalsvelli....... Gay Meadow??? það er efni í nýjan pistil.
Við höfum sem sagt minni Þjóðarleikvang en Shrewsbury (Pillsbury)vítamínbætta hveitið..
Myndin er frá heimavelli félagsins en hann er stundum á floti þegar áin River Severn flæðir yfir bakka sína. Þann 26. apríl árið 1961 mættu 18,917 áhorfendur á leik liðsins gegn Walsall í 3. deildinni. Til samanburðar er áhorfendametið á Laugardalsvelli rétt rúmlega 20.000 á landsleik Íslands og Ítalíu.
Það má reyndar ekki gleyma því að Shrewsbury hefur aldrei unnið B-keppnina í handbolta.
Ísland, best í heimi.
![]() |
Shrewsbury í úrslitaleik á Wembley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18.5.2007
Brotthvarf XBjé sparar tíma og vinnu
Framsóknarflokkurinn er úti í "kuldanum" í væntanlegri Ríkisstjórn og góður vinur minn sagði að mikill sparnaður yrði í heilbrigðiskerfinu við brotthvarf XBjé úr Stjórnarráðinu.
Vinur minn, sem er Framsóknarmaður, sagði mér í trúnaði að nú þyrfti ekki að kalla til sérfræðinga til þess að taka klíníska afstöðu til þess hvar andlitið á Framsóknflokknum byrjaði og hvar afturendinn á hinum stjórnarflokknum endaði.
Þetta hefur vafist fyrir helstu sérfræðingum landsins fram til þessa.
Núna þarf aðeins einn sérfræðingur að afla sér upplýsinga um slík mál á næstu misserum. Í þeim heimsóknum getur sá hinn sami farið með barnabörnin í leiðinni og gefið öndunum brauð við Reykjavíkurtjörn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17.5.2007
Hvernig leggst leikurinn í þig??
Hvernig leggst leikurinn í þig?, er lélegasta spurningin sem ég hef notað í starfi mínu. Gerði það einu sinni og mun aldrei spyrja aftur með þessum hætti.
Kosningasjónvarpið á báðum rásum um s.l. helgi var "orgía" fyrir þá sem elska "hvernig leggst leikurinn í þig?" pælingar og enn er leikurinn ekki byrjaður.
Upphitunin er hafin með viðræðum GH og ISG.
Líst alveg ljómandi á það partý.
Samfylkingin sér um mennta og velferðarmálin og Íhaldið um að útvíkka heimsveldið Íslandi og peningana.
Solla og Haarde verða fínt par... og ég er ekki vafa um að hún var langsætasta stelpan á ballinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17.5.2007
Long Beach airport á Akranesi
Afhverju datt engum þetta í hug?
Flugvöllurinn í Vatnsmýri á að sjálfsögðu að fara upp á Akranes.
Sá fyrir um 30 árum þegar Ómar Ragnarsson stakk sér niður á Langasand á "Frúnni" sem íþróttafréttamaður og með myndatökumann með í för.
Á þeim árum var það algengt að litlar rellur lentu á Langasandi. Sandurinn hefur breyst á þessum tíma en í kvöld gerðist það. Það lentu einhverjir snillingar á Langasandi, þeir röltu út, tóku mynd af sér fyrir framan vélina og fóru í loftið á ný.
Ég hætti að spila golf á 17. braut þegar ég sá vélina sveima yfir Langasandi og gera sig líklega til þess að lenda. Var í bullandi fuglafæri en sleppti því að pútta...
Ég var hinsvegar of seinn á svæðið. Helv. Runóinn fer ekki nógu hratt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15.5.2007
Grunaður um aðsvif undir stýri
Stundum er erfitt að skrifa fréttir inn á fréttavefina í öllu þessu stressi. visir.is var svo sannarleg a fyrstur með þessa frétt.
Ég lærði það í desember árið 1985 þegar ég tók bílfprófið að það væri ekki æskilegt að vera grunaður um ölvun undir stýri en ég man ekki eftir því að Ársæll ökukennari hafi talað um aðsvif?
Vísir, 15. maí. 2007 21:27
Grunur um aðsvif undir stýri
Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.Ástand mannsins er að sögn lögreglu stöðugt, en hann var meðvitundarlaus þegar að var komið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14.5.2007
Hjúkk og jess
Hjúkk, það munaði mjóu þarna...róttækur brúarvængur...
við gætum kannski stofnað stjórnmálaafl og kallað okkur "róttækt brúarvængjarafl"....
![]() |
Vængur McLaren löglegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14.5.2007
Alvarlegt vinnuslys á Kópavogsvelli
Fór á leik í Landsbankadeildinni í gær í Kópavogi. Sú heimsókn hafði víðtæk áhrif á heilsufar mitt. Líklega er best að kalla þetta vinnuslys.
Ömurleg aðstaða fyrir fjölmiðla á Kópavogsvelli og með sólina beint í trýnið í 90 mínútur var það áskrift á mígreniskast dauðans.
Hægra eyrað á mér er lamað eftir skólahljómsveit Kópavogs, dúúddúddú og bank bank bank...Ef þetta verður málið í leikjum sumarsins þá VERÐUR að bjóða upp á kaffi og koníak á þessum leikjum eða bara koníak..það hefur góð áhrif á heyrnina og meltingu.
Meltingarfærin eru í ólagi eftir að hafa innbyrt slatta af próteinum í fluguformi, það virðist vera faraldur í Kópavogi að flugur drekki sér í kaffibollum í fjölmiðlastúku Kópavogsvallar. Það þarf sértækar aðgerðir nú þegar ....og leikurinn eins og búast mátti við....vorbragur.
Annars var gaman að sjá hve vel Hrafnkell á RÚV lifir sig inn í vinnuna. Það var ekki þurr þráður á drengnum - kófsveittur og með ungmeyjarroða í kinnum. Hann fór síðan á ættarmót í viðtölunum eftir leik. Ísland er lítið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12.5.2007
Andlegt ofbeldi á kjörstað
Ég varð fyrir andlegu ofbeldi á kjörstað í dag.
Ég fékk skýr fyrirmæli frá betri helmingnum um að kjósa rétt...er ekki bannað að vera með kosningaáróður á kjörstað? Að sjálfsögðu kaus ég rétt... og strikaði meira segja einn gaur út á listanum...sá fékk að kenna á því.
Annað sem ég skil ekki. Afhverju voru ekki ljósmyndarar að taka myndir af mér þegar ég skilaði atkvæðinu í kjörkassann? Botna ekki í þessu. Atkvæði mitt mun ráða úrslitum í kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11.5.2007
Iðnaðarmannaskora
Hmhmhmhmhmhmhm... var pípari með í för?
Sá ekki betur en að hin fræga iðnaðarmannaskora leiki aðalhlutverki í þessu stórgóða innslagi.
Þetta jaðrar við að vera klám.
![]() |
Íslenskir stangveiðimenn reyna fyrir sér í Indlandshafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11.5.2007
Sigmar betri en lögin
Dimitar Berbatov er frá Búlgaríu og þrátt fyrir austurevrópusamsærið er Berbatov enn í guðatölu á mínu heimili.
Hlustaði með öðru eyranu á þetta Evrópopp yfir stórleik kvöldsins, Tottenham - Blackburn.
Eiki var fínn en maður kvöldsins var Sigmar Guðmundsson. Kynningarnar hjá drengnum voru mun betri en flest lög kvöldsins. Annars var þetta ágætt partý.
Ég legg til að Vinstri grænir taki það að sér í næstu ríkisstjórn að búa til "höfðatölu/atkvæðisreglur" í sambandi við þessa keppni. Þá ættum við kannski séns. Eða að keppa í forgjafarflokkum... það er pæling. "ég er með 4,3 í Evróforgjöf"...
![]() |
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10.5.2007
Sértækur áhugi....
Úpps. Það er 28 ára gamall körfuboltadómari, sem er með mynd af mér fyrir ofan hjónarúmið sitt.
Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þetta sé rétt.
Þessi áhugi körfuboltadómarans á mér er jafn vandræðalegur og sértækur áhugi ónefnds íþróttafréttamanns á Henke Larsson.
Ég er hér með nýja mynd af mér sem þessi ágæti gráklæddi skrefateljari getur klístað upp á vegg hjá sér. Ég hef ekkert breyst.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 9.5.2007
Íþróttateipið.....
Á seint á síðustu öld kunni ég ekki að segja nei og hef reyndar ekki náð tökum á þeirri list frá þeim tíma. "Eigum við að bjóða okkur fram í stjórn nemendafélagsins?" - Já.. var eina svarið..... og síðan tók við ný lífsreynsla í stjórn nemendafélagsins.
Yfirburðasigur hjá okkar framboði.
Nemendafélagsfundir voru "gríðarlega" vel sóttir og "allir" nemendur skólans mættu á fundi til þess að heyra rökræður um kaup á íþróttateipi og vatnsbrúsum fyrir blaklið skólans sem var á leið í "gríðarlega" mikilvæga keppni á Laugarvatni. Jea right...
4% af heildarfjölda nemanda greiddi íþróttateipinu atkvæði, 96 % mætti ekki (stúdentsprófið klikkar ekki...96+4=100)
Eftir stjórnmálafund RÚV í kvöld er ég handviss um að "nemendafélagsstjórmálin" eru enn við lýði.
Fáir hafa áhuga en þeir sem hafa áhuga eru kraftmiklir og koma sínum málefnum á framfæri.. eða þannig..
Ég er alveg á því að 94% landsmanna hefur meiri áhyggjur af gangi mála hjá Eika Hauks á fimmtudaginn, 4% landsmanna eru að velta Kyoto-samkomulaginu fyrir sér, færeyska kvótakerfinu, utanríkisstefnu Egyptalands og fleiri mikilvægum málum...
sjitt þarna klikkaði stúdentspróvyð 94+4=98
óver and át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8.5.2007
Afrekskylfingur á Álftanesi......
Golfklúbbur Álftanes verður án efa í fremstu röð í framtíðinni en þessa stundina er forgjafarlægsti meðlimur GÁ maður með 14,9 í forgjöf sem telur að golf snúist um það að slá lengra en hinir.
Þessi íþrótt er snilld.
Til hamingju með áfangann brói, þú skorar feitt með þessu plöggi.
Ég held reyndar að Dorrit komi sterk inn með haustinu eftir sjúkraþjálfunina og mun hún velta þér úr efsta sætinu. Hún er víst með eitraða bakhönd..
Ég er alveg GÁttaður, þeir eru ekkert að grínast með þetta golf þarna á Álftanesinu.
FORE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6.5.2007
Leynir á sér
Það var gaman að fylgjast með gangi mála á Ítalíu og í fyrsta sinn sem Hafthorsson var á fyrsta spjaldi þegar skorin voru sýnd í sjónvarpinu. Birgir sýndi að hann getur vel blandað sér í baráttuna um sigur á stærstu atvinnumótaröð í Evrópu þar sem smáatriði skilja á milli.
Ég er viss um að margir aðrir kylfingar væru löngu búnir að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn ef þeir hefðu reynt við úrtökumótið í 10 skipti.
Það sést á leik Birgis að hann er að ná stöðugleika sem þarf í keppni við þá bestu, aðeins fjórir skollar á 54 holum, er góður árangur og ég er sannfærður um að hann á eftir að hala inn nokkrar Evrur á næstu vikum. Hamrar járnið á meðan það er heitt.
Birgir leikur fyrir GKG þessa stundina en hér á Akranesi er hann að sjálfsögðu "Skagamaðurinn" Birgir Leifur og Leynismerkið verður aldrei þvegið af honum. Hann Leynir á sér.
Gott framtak hjá Sýn að vera með útsendingu frá lokadeginum en því miður fór eitthvað úrskeiðis í bráðabananum þar sem myndin datt alveg út.
![]() |
Birgir fór upp um 52 sæti á peningalistanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)