Fimmtudagur, 24.1.2008
Handbolti í fótboltabænum
Íslenska landsliðið náði markmiðum sínum - þrátt fyrir 11. sætið.
Það munaði hinsvegar litlu að Norðmenn stælu af okkur þessu sæti í forkeppninni.
Hinsvegar varð ég vitni að atviki hérna á Akranesi sem hefur ekki sést lengi.
Fimm ára púki kom vælandi fram af "boltaganginum" vegna þess að hann fékk bolta í andlitið.
Það var handboltaleikur í gangi á Akranesi.
Fréttaefni.
Handbolti er ekki víst ekki á dagskrá hjá íþróttafélögum á Vesturlandi.
Síðasta stoppistöð handboltans áður en haldið er norður í land frá Höfuðborginni er Mosfellsbær. Ég veit ekki hvort handbolti er stundaður á Blönduósi en ef svo er ekki þá er Akureyri næsta bæjarfélag þar sem handbolti er stundaður.
Snæfellsnes og Vestfirðir eru ekki með neitt "klístur" í gangi og á Egilsstöðum hafa menn reynt að blása lífi í Hött af og til.
Þegar farið er suður með landinu frá Austfjörðum í vesturátt, er handbolti stundaður í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Á öðrum stöðum ekki. Á Suðurnesjum er karfan allsráðandi.
Handboltinn hefur ekki náð að festa sig í sessi í mörgum bæjarfélögum og með tilkomu knattspyrnuhúsa víðsvegar um land held ég að það verði jafnvel enn erfiðara að keppa við knattspyrnuna.
![]() |
Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna og Króatía áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 24.1.2008
Gott komment

Kristján minnti á það að Ólafur væri sá eini af 15 borgarfulltrúum Reykjavíkur sem væri með læknisvottorð um að hann væri heill heilsu.
Nokkuð gott komment.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23.1.2008
Handboltakona fer á kostum
Sálfræðingurinn Hafrún Kristjánsdóttir sem er leikmaður Vals í handboltanum er spaugileg í þessari færslu.
Stórsniðugt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23.1.2008
Jíha
Tímamót í mínu lífi.
Ég hef aldrei horft á leik þar sem að mínir menn leggja Arsenal að velli.
Og eftir öll vonbrigðin á EM í handbolta þá var þessi leikur í gær algjör konfektmoli.
Mamma gamla sextug og Tottenham vinnur Arsenal. Það vantaði bara Heklugos til þess að fullkomna þetta.
Ég held meira að segja að sá yngsti á heimilinu sé að fá áhuga á Tottenham.
Hann var eitthvað að daðra við Arsenal en slíkt er ekki í boði á þessu heimili.
![]() |
Tottenham í úrslit eftir stórsigur á Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 22.1.2008
Mamma fær bráðum frítt í strætó
Hver getur trúað því að þessi kona sé að skríða á sjötugsaldurinn?
Ekki ég.
Til hamingju með afmælið mamma.
Það eru ekki nema 7 ár þar til þú færð frítt í strætó!!
Bestu kveðjur til Tenerife. Og ekki týna kallinum.
Er ekki annars fellibylur að ganga yfir eyjuna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21.1.2008
Skák og mát - skylmingar
Bobby Fischer átti leik dagsins. Skák og mát. Þvílík snilld. Þingvellir hvað??
Það fóru fram fleiri leikir í dag sem sér ekki fyrir endann á.
Ég sá þessa sakleysislegu mynd á bls. 27 í Mogganum í dag.
Mér fannst hún góð eftir umræðuna um framsóknar jakkafötin og hnífasettin í bakinu.
Mér finnst reyndar að allir framsóknarmenn sem koma úr sveitinni á mölina ættu að fá fatastyrk.
En myndin er góð.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21.1.2008
EM: Snilldarskrúfa úr hægra horni
Fékk þetta myndband sent frá Bolvíska stálinu.
Það er ekki laust við að þetta flokkist undir snilld.
Stálið kom gríðarlega á óvart í EM horninu í gær.
Hann var þokkalegur til fara.
Var ekki þvoglumæltur eins og tíðkast hjá honum síðdegis á sunnudögum og það sem er merkilegast af öllu.
Hann svaf ekki yfir sig.
:-)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21.1.2008
Bolvískt stál og hnífur -framsóknartengt
Ég er á þeim aldri að maður hefur jafnmiklar áhyggjur af foreldrum sínum í útlöndum og börnunum einum á ferð á Akranesi.
Fékk reyndar meldingu í dag sem gefur til kynna að allt sé í stakasta lagi á Tenerife hjá foreldrunum.
"Síðan hvenær hefur þú haft áhyggjur af framsókn" er spurning dagsins -beint frá Tenerife.
Mér skilst einnig að faðir minn hafi lýst upp umhverfið með því að fara úr síðbuxunum á þriðja degi. Án efa sá hvítasti á svæðinu.
En er hægt að hringja í útvarp Sögu frá Tenerife?
Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af framsókn. Þeir sjá alveg um það sjálfir að framkvæma pólitískt sjálfsmorð. Reyndar fannst mér prestsonurinn frá Saurbæ vera sannfærandi í Silfrinu í dag.
"Með mörg hnífasett í bakinu" er frasi dagsins. Kannski að hnífasettin hafi verið gerð úr bolvísku stáli.. muha.
Landsleikur Frakka og Íslendinga var frekar mikil einstefna. Stutt í kúkinn sagði einhver.. úff við gátum ekki neitt..
Kristján Jónsson, Bolvíska Stálið, var aðalmaðurinn í EM settinu á RÚV.
Enda er maðurinn með vandræðanlegan áhuga á Jackson Richardsson.. og öllum frönskum klísturköppum.
Stálið kom vel fyrir og var snyrtilegur, en samt svolítið wild.
Hann var í kóróna jakkafötum sem Framsóknarflokkurinn hafði ekki not fyrir og það verður víst alveg spaklegur eftirmáli af þessu jakkafatamáli hjá Stálinu.
EM stofan er síðdegisefni og sem betur fer.
Ég hafði áhyggjur af því að Silfurgræna Micran og Stálið væru ekki komin í gang á þessum tíma.
Það hefði verið eðlilegt að sofa yfir sig?
Guðjón prestsonur og Kristján Jónsson eru sjónvarpsmenn dagsins..
Bolvískt stál og hnífur....
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 19.1.2008
Guðjón Valur sá eini á topp 40
Minn maður í liði Svartfjallalands, Alen Muratovic, er næst markahæsti leikmaður EM.
Hann hefur greinilega haft gott af því að losna undan ráðríki Vujovic.
Íslenska landsliðið á einn leikmann á topp 40 yfir markahæstu leikmenn EM. Guðjón Valur er í 19. sæti með 5,5 mörk.
Er það ekki bara ágætt að eiga fleiri sem geta ógnað..
Ég held það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19.1.2008
Kóróna framsóknarjakkaföt og sixpensari
Það er allt að gerast. Íslenska landsliðið í handbolta er ekki lengur lélegasta lið í heimi og EM gæti orðið skemmtun.
Flottur leikur í dag.
Ég hef hinsvegar miklar áhyggjur af Framsóknarflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.
Henry Birgir má ekki bregða sér til Niðarósa þá fer allt til fjandans í flokknum hans út af einhverjum Kóróna jakkafötum.
Björn Ingi hótar að hætta og prestsonurinn Guðjón Ólafur frá Saurbæ í Hvalfjarðarsveit er ekkert að skafa utan af því í bréfinu fræga.
Í stuttu máli er innihald bréfsins þetta. "Þegar ég var með þá vorum við langflottastir en eftir að ég hætti þá er þetta allt í tómu tjóni."
Ég held að innsti kjarni Framsóknarflokksins verði að fá Henry heim hið snarasta áður en allt fer úr böndunum.
Reyndar er Henry með sixpensara sem ég gruna að hann hafi fengið árið 2006 fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þetta er allt hið undarlegasta mál.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 18.1.2008
Líkleg skýring á eineltinu
Alen Muratovic sem ég minntist á í þessari færslu frá EM í Sviss 2006 er leikmaður Svartfjallalands á EM í Noregi.
Það skýrir kannski eineltið hjá Veselin Vujovic sem var þjálfari Serbíu/Svartfjallalands á EM 2006. Það var einhver rígur og hatur þarna í gangi.
Muratovic blómstrar með Svartfellingum í Noregi enda aðeins 19 mánuðir frá því að landið fékk sjálfstæði.
Hann skoraði 9 mörk gegn Dönum í kvöld og er aðalmaðurinn í þessu liði.
Meira af Muratovic síðar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18.1.2008
Takk fyrir og bless á RÚV
Jæja. Fyrsti leikurinn á EM var eins og dæmigert Júróvísjónpartý.
Væntingar, spenna, gleði og síðan óendanleg vonbrigði.
Þessi fertugi markvörður lét skjóta í sig rúmlega 20 sinnum.
Hef aldrei skilið hvað það er sem fær menn til þess að velja það að fara í mark í handbolta. Að fá boltann í sig eftir þrumskot af stuttu færi? Það er vont.
Tomas Svensson verður fertugur á þessu ári líkt og síðuhaldari. Hann virðist vera í betra formi en ég.
Kannski að maður taki sig á og endi ferilinn með kombakki hjá 2. deildarliði ÍA.
Búningurinn hans Anthony Sullen hlýtur að vera til eða þá búningurinn á gaurnum sem var í ÍA þegar liðið fór upp í úrvalsdeild 1993. Stewart að mig minnir. Hann var með farangursgeymslu sem tók pláss inn í teig. Rassinn á honum var svo stór að hann hafði áhrif á flóð og fjöru.
Verð að hrósa RÚV fyrir góða eftirfylgni eftir leikinn gegn Svíum í gær. Eða þannig.
"Við þökkum fyrir okkur, verið þið sæl."
Óskiljanlegt að vera ekki með spekinginga í spjalli eftir leikinn eins og gert var fyrir leikinn. Vissulega tafðist upphafið á leiknum um einhverjar mínútur en kóm ón.
Guðmundur Guðmundsson kom frekar illa út í settinu hjá RÚV fyrir leikinn. Þetta minnti mig á hundleiðinlega spurningaþáttinn, ertu skarpari en skólakrakki. Það vantaði svona upphækkun fyrir Guðmund.
Guðmundur horfði upp til þeirra Baldvins og Júlíusar þar sem þeir stóðu við borð. Hefði kannski gengið ef Adolf Ingi og Geir hefðu rætt við Guðmund.
En Júlíus var eins og Yao Ming þarna við hliðina á Guðmundi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 18.1.2008
Eldur í hóteli íslenska landsliðsins
Jæja. Lína Langsokkur og Emil í Kattholti rúlluðu okkur upp í Þrándheimi í kvöld á EM.
Ástandið var það slæmt að það kviknaði eldur á hóteli landsliðsins og það var ástand á Brittania hótelinu.
Neðsta hæðin var rýmd og þrír aðilar voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.
Nóg með það. Kannski bara stormur í vatnsglasi hjá norsku pressunni.
Í kvöld var frumsýning á nýju kerfi sem tölvugúrúarnir á mbl.is hafa á undanförnum tveimur dögum verið að vinna að.
Leikur Íslands gegn Svíum var í beinni lýsingu og var úrvinnslan á lýsingunni með allt öðrum hætti en áður.
Það eru nokkur atriði sem við þurfum að fínpússa fyrir næsta leik en að öðru leiti held ég að þetta hafi tekist vel.
Þetta er komið til að vera og núna verður ráðist í beinar lýsingar á alls kyns íþróttaviðburðum.
Það væri gaman að fá komment á þetta nýja kerfi og hvað mætti þá laga?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 17.1.2008
Ísland - eða Fjölnir vs. Keflavík
Það hefur kannski ekki farið framhjá landsmönnum að EM í handbolta byrjar í dag.
Ísland - Svíþjóð kl. 19:15.
Eflaust verður ekki kjaftur á ferð á götum Íslands í kvöld - jú kannski á Reykjanesbrautinnni og í Grafarvogi.
Fjölnir - Keflavík er nefnilega á dagskrá kl. 19:15 í kvöld í Iceland Express deild karla.
Ég bíð spenntur eftir áhorfendatölum úr Grafarvogi.
Fimmtudagur, 17.1.2008
56 kb á HM í Caminha
Fleiri sögur af stórmótum í handbolta.
Í janúar 2003 fór ég á HM í Portúgal. Ísland lék í riðli sem fram fór í Viseu, smábæ inn miðju landi, ekki mjög langt frá Porto. Algjört ævintýri að lenda í Porto, henda sér inn í bílaleigubíl og reyna að finna réttu leiðina í myrkrinu. Það gekk á endanum en ég mæli ekki með því að vera með kort í farþegasætinu og reyna að lesa á það á +100!
Þegar riðlakeppnin hófst var ekki búið að gefa það út hvar Ísland myndi leika í milliriðli, ef þeir kæmust þangað. Snilld og lýsir vinnubrögðum IHF mjög vel. Stuðningsmenn gátu því ekki bókað hótel eða gert ráðstafanir.
Ísland komst áfram í milliriðil þar sem að leikið var gegn Póllandi og Spánverjum í enn minni bæ sem heitir Caminha. Í raun var HM á Íslandi stórmót miðað við þá umgjörð sem var í Caminha. Það var einn stuðningsmaður frá Íslandi sem fylgdi liðinu til Caminha.
Já, hann var einn á ferð.
Skemmtilegast fannst mér að sjá þegar aðstaða fyrir fjölmiðla var sett upp í Caminha. Fjöldi ljósmyndara var á svæðinu og mikil þörf á góðri nettengingu í aðstöðunni. Portúgalarnir voru mjög stoltir af aðstöðunni þegar þeir höfðu lokið við að setja dæmið upp.
Jú, það voru margar borðtölvur sem menn gátu nýtt sér, og allir fengu skrifborð til þess að vinna við. Vandamálið var aðeins eitt. Allar tölvurnar voru tengdar í gegnum sama módemið sem var 56/kb sek. Svona innhringi dæmi sem flestir kannast við.
Á hraða snigilsins.
Það var gríðarlega gaman að sjá ljósmyndarana reyna að senda myndir á sama tíma í gegnum sömu tenginguna. Flestir brugðu á það ráð að senda myndirnar í gegnum GSM-síma og það tók ekki mikið lengri tíma....
Aðstaða fyrir fjölmiðla inn í íþróttasalnum var einnig mjög frumstæð. Á leik Íslands og Spánar fengum við ekki borð til þess að sitja við og ég og Guðmundur Hilmarsson sátum á meðal áhorfenda með spjald á lærunum til þess að skrifa eitthvað niður. Við sátum á milli tveggja sveittra Spánverja í netabolum og lyktin var eftir því..
Það er stundum svona Landsmótsstemmning á stórmótum í handbolta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14.1.2008
Vujovic með vafasöm tilþrif á EM í Sviss
Evrópumeistaramótið í hanbolta hefst á fimmtudaginn í Noregi og án efa fer allt á hvolf hér á Íslandi, samkvæmt venju. Ég var á síðasta EM sem fram fór í Sviss þar sem að Viggó Sigurðsson var þjálfari. Á því móti voru meiðsli lykilmanna sem gerðu út um vonir okkar. Ólafur Stefánsson fékk gríðarlegt högg á brjóstkassann gegn Serbum og var nánast úr leik það sem eftir var. Alexander Petterson kjálkabrotnaði gegn Rússum - en hann kvartaði ekki fyrr en leikurinn var búinn. Hann var úr leik en við lögðum rússneska björninn.
Einar Hólmgeirsson meiddist í leiknum gegn Króatíu sem við töpuðum naumlega. Það voru aðeins 10 mínútur búnar af leiknum þegar hann meiddist og hann var ekkert meira með á EM. Garcia var tábrotinn og Roland var eitthvað tjónaður líka. Það getur því margt gerst á stuttu móti þar sem að lið geta leikið 8 leiki á 11 dögum. Sem er algjört rugl.
Það sem var eftirminnilegast á EM í Sviss að mínu mati var framkoma Veselin Vujovic þjálfara Serbíu í riðlakeppninni í Sursee. Í leik Serba og Ungverja missti Vujovic gjörsamlega stjórn á skapi sínu þegar Alen Murotovic leikmaður Serbíu gerði tvenn mistök í röð. Murotovic lék aðeins í sókn sem skytta vinstra meginn og hann byrjaði á því að skipta útaf þegar hann átti ekki að velja þann kostinn. Ungverjar nýttu sér mistökin og skoruðu.
Þjálfarinn stóð fyrir framan leikmanninn við skiptisvæðiði. Vujovic drullaði eitthvað yfir hann. Síðan ýtti hann í báðar axlir leikmannsins sem datt aftur fyrir sig, hann rúllaði yfir varamannbekkinn og endaði næstum því upp í stúku.
Vujovic sá síðan að sér, kyssti Murotovic á kinnina, (það er alveg satt) og sendi hann inn í næstu sókn. Þar gaf Murotovic feilsendingu og Ungverjar brunuðu fram og skoruðu. Murotovic kom útaf og Vujovic tók á móti honum með þeim hætti að það gleymist ekki. Hann rétti honum upphitunarpeysuna, og sagði leikmanninum að fara í sturtu. Þetta var um miðjan fyrri hálfleik.
Ógleymanlegt.
e.s. í næsta leik Serbíu sem var gegn Króatíu í milliriðlinum í St. Gallen var Murotovic ekki í leikmannahóp Serba.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12.1.2008
Með marga bolta á lofti
Ég var að versla á fimmtudaginn í Krónunni á Akranesi. Þetta var síðdegis og töluvert af fólki að versla. Aðeins einn starfsmaður var að vinna á kassa og röðin var því nokkuð löng.
Verslunarstjórinn tók sig til og opnaði sjálfur einn kassa til viðbótar og þar sem ég er léttur á fæti þá var ég skyndilega annar í röðinni á kassanum hjá verslunarstjóranum.
Þetta gekk allt saman ágætlega. Viðskiptavinurinn sem var á undan mér var með helgarinnkaupin á borðinu og verslunarstjórinn hafði greinilega gert þetta áður.
Pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, og svo kom aðalatriðið.
Hann tók upp símann og hringdi? Það var ekki laust við að maðurinn á undan mér væri hálfhissa að sjá manninn tala í síma á meðan hann afgreiddi.
"Er þetta Siggi?," spurði verslunarstjórinn, pípp, pípp, pípp, pípp "Ég ætlaði bara að athuga hvort þú gætir komið að vinna?.pípp, pípp, pípp, pípp. "Nú, kemstu ekki núna.pípp, pípp, pípp, pípp. Ok. pípp, pípp, pípp, pípp. Við sjáumst þá um helgina," og samtalinu lauk. pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp," þetta verða 15,890 krónur.
Ég henti hvítlauksbrauðinu og ostinum á borðið. Var ekki með meira á dagskrá í þessum innkaupaleiðangri. Verslunarstjórinn bauð góðan daginn. Tvö stutt pípp, "Þetta eru 1509 krónur"
Og það næsta sem ég veit er að ung kona kemur til hans og óskar eftir viðtali vegna starfsumsóknar.
Jebb. Þau ræddu eitthvað saman. Og mér virtist að það væribúið að ráða hana í vinnu á meðan ég krotaði nafn mittt á kvittunina frá VISA.
Ég dreif mig út áður en hann færi að biðja um vaktaplanið hjá mér á Mogganum.
Kannski maður geti raðað í hillur fyrir kvöldvaktina? Pæling.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 10.1.2008
Góð byrjun Utan vallar
Ég horfði á nýja íþróttaþáttinn sem heitir Utan vallar á Sýn í kvöld.
Þetta lofar góðu og miðað við frumburðinn þá verður þetta fínt prógramm.
Það var frekar svona "dinner" stemmning hjá Geira og Gaua.
Ekkert rifrildi eins og margir áttu von á.
Viðtalið við Alfreð var líka mjög fínt og Hörður Magg er fínn spyrill. Hann er kannski glaður að fá að fara út úr "búrinu" og gera eitthvað annað en að öskra:
"Tottenham er búið að skora, þetta er ótrúlegt. Frábær tilþrif hjá Berbatov. Sáuð þið þetta?."
Reyndar fannst mér karlmennskuímynd Alfreðs vera í molum með allt þetta meik í andlitinu.
Sérfræðingarnir Ívar Ben og Henry voru rúsínan í pylsuendanum. Þeir klikka ekki á svona dauðafærum og voru snyrtilegir en samt smá "wild".
Fínt að fá umræðu um margt sem snýr að íþróttalífinu. Enda af nógu af taka. Og svo var ekkert verið að plögga aðra dagskrárliði Sýnar í þessu prógrammi.
Mig minnir að slíkir þættir hafi verið á dagskrá með reglulegu millibili á RÚV. Það er liðin tíð og ég held að Sýn hafi hitt naglann á höfuðið með því að setja svona þátt í loftið.
En það þarf úthald í svona prógramm og vonandi eru menn með þrek til þess að takast á við þetta verkefni af krafti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9.1.2008
Barton....
Er Joey Barton ekki rétti maðurinn í þetta jobb.....
Ef eitthvað er að hjá mínum mönnum í Tottenham þá er leyndardómurinn á bak við gengi Newcastle efni í ritgerð.
En ég hef trú á því að Tony Adams taki við og Barton verður aðstoðarmaðurinn hjá Adams.
![]() |
Sam Allardyce sagt upp hjá Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 9.1.2008
Kálfaprótein?
Ef allt væri eðlilegt þá myndi lyfjaeftirlit Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar standa fyrir þeirri nýbreytni að senda alla keppendur í úrslitakeppni Júróvisjón hér á Íslandi í lyfjapróf.
Og þá með bannlista WADA og lyfjaeftirlits ÍSÍ sem vinnuplagg.
Eftir að hafa lesið grein í Fréttablaðinu í dag þar sem "proppsin" í genginu hans Barða voru að gera grein fyrir vöðvauppbyggingu þeirra á undanförnum vikum.
Þá dettur mér eitthvað annað en kálfaprótein, harðfiskur og skyr í hug. Kannski er þetta prentvilla í Fréttablaðinu en 15 kg. vöðvamassi á nokkrum vikum er helvíti þéttur pakki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)