Mánudagur, 22.10.2007
Bílstjórinn á YL-607 er fífl
Ég sá hálfvita í dag á ökutæki sem er grænn Subaru, station, með bílnúmerið YL-607.
Útsýnið í dag í Kollafirðinum var nánast ekkert vegna vatnsveðurs.
Vörubíll með einingar frá Loftorku fór hægt yfir og nokkrir bílar komust ekki framúr.
Ég var á meðal þeirra og var ég aftastur í röðinni.
Fíflið á græna bílnum tók sénsinn, fór framúr mér, og var aðeins hársbreidd frá því að keyra beint á bíl sem kom á móti.
Græna fíflið nauðhemlaði, og kippti bílnum inn á akreinina aftur.
Hann rétt slapp við áreksturinn.
Og ég hélt að hann myndi vera "kúl" á því þar til að betri aðstæður væru til þess að taka framúr.
Nei, nei.
Helv. rugludallurinn hélt áfram að taka framúr það sem eftir var inn í Mosfellsbæ.
Mikið rosalega varð ég reiður að sjá þessa hegðun í umferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20.10.2007
Konur eru konum verstar - öfund og afbrýði
Konur er konum verstar.
Leikmenn í Landsbankadeild kvenna tóku sig saman og völdu ekki besta leikmann deildarinnar sem leikmann ársins.
Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val fékk að kenna á öfund og afbrýðissemi.
Ég hélt að þessi niðurstaða setji knattspyrnuhreyfinguna endanlega á botninn eftir stormasama viku.
Hef ekkert út á Hólmfríði Magnúsdóttur úr KR að setja. Hún átti gott sumar en Margrét Lára var einfaldlega í sérflokki. Olga Færseth var reyndar valinn leikmaður ársins hjá KR þannig að þetta er allt mjög "spúgí".
Í lok leiktíðarinnar fengum við að heyra af þeirri kjaftasögu að eitthvað plott væri í gangi í kvennaboltanum að kjósa ekki Margréti Láru sem besta leikmann deildarinnar.
Það er nefnilega það.
Ótrúleg uppákoma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
100% stuðningur við Robinson
Ég veit að framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands verður ánægður með þessar fréttir þrátt fyrir að hann haldi með West Ham.
Við Spursarar höfum alltaf lýst 100% trausti okkar á Robinson, svona svipað og hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Alveg, kannski, næstum því 100%.
Radek Cerny fær sénsinn. Hann er Tékki og ég hef því engar áhyggjur af því að hann geti ekki neitt..
![]() |
Robinson verður ekki í marki Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
Satt eða logið?
Það sem menn leggja ekki á sig í leit að sannleikanum. Hvar varst þú og hvenær og allt það.
Ég hef meiri áhyggjur af minnismiðanum með leikskipulagi íslenska landsliðsins sem varð eftir á heimili gamla góða Villa. Var Bingi kannski með hann í vasanum?.
Það þarf að finna minnismiðann áður en íslenska landsliðið mætir Dönum á Parken. Kannski fáum við gaurinn með okkur í lið sem fór inn á völlinn til þess að berja dómarann. Segjum í stöðunni 10:0 þá fer hann inn á völlinn, leikurinn blásinn af og við töpum bara 3:0.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
Vel kryddað á SÝN en bragðlaust á RÚV
Það var eitt gott atriði við gærkvöldið þrátt fyrir hörmungina í Liechtenstein. SÝN var með fína umgjörð í útsendingunnni. Sérfræðingar í hálfleik og eftir leik að kryfja hlutina.
Ég sá ekki útsendinguna frá leik Íslands og Lettlands sem var á RÚV. En ég sá útsendingu RÚV frá bikarúrslitaleik FH og Fjölnis.
Þar var minningarmyndband um Ásgeir Elíasson leikið í hálfleik.
Það átti vel við.
Í kjölfarið tók Regína Ósk við. Hvað er það?
Þeir sem sáu landsleik Íslands og Letta á RÚV mega alveg kommentara á hvernig þeir matreiddu leikinn.
Ég veit að Hjörtur Hjartarson hefur fengið gott klapp á bakið í frumraun sinni en það sem ég sakna er að RÚV sé að gera svipaða hluti og SÝN í hálfleik og eftir leik.
Fyrst ég er að hitna í grúvinu og RÚVINU þá er óskiljanlegt að RÚV geti ekki einu sinni birt markaskorara í leikslok eftir beinar útsendingar í handboltanum.
S.l. sunnudag voru Haukar rasskelltir á heimavelli af Stjörnunni. Í leikslok var bara sagt, takk fyrir og bless.
Stafirnir rúlluðu síðan yfir skjáinn og allt búið.
Frekar dapurt að mínu mati. Það vantar meira krydd í þetta á RÚV.
Koma svo Hjössi og Co.
![]() |
Eiður Smári: Þurfum að líta í eigin barm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 17.10.2007
og er hægt að kaupa miða á leikinn?
Þeir á KSÍ eru ekkert að gefast upp þrátt fyrir söguleg úrslit gegn Liecthenstein í kvöld. Á heimasíðu KSÍ eru lesendur minntir á að enn er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Dönum á Parken í Köben.
Það er nefnilega það.
KSÍ hefur einnig skrifað fréttir af landsleikjum Íslands á heimasíðu KSÍ. Það logar nú ekkert í þessum skrifum sem sett voru inn í kvöld miðað við hvernig fjallað er um leikinn gegn Norður-Írum. Ég veit ekki hver er maðurinn á bak við frasann "það er stutt í kúkinn" en hann á vel við leikina gegn Lettum og Liechtenstein.
Tap í Liechtenstein
Íslenska liðið náði sér engan veginn á strik
17.10.2007
Íslenska karlalandsliðið beið lægri hlut gegn Liechtenstein í undakeppni EM 2008 í kvöld. Leikið var á Rheinpark Stadion í Liechtenstein og lokatölur urðu 3-0 heimamönnum í vil eftir að þeir höfðu haft eins marks forystu í hálfleik.
Íslenska liðið náði aldrei takti í þessum leik og var sigur heimamanna sanngjarn. Liechtenstein komst yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki úr teignum en skömmu síðar fékk Eiður Smári Guðjohnsen dauðafæri sem markvörður Liechtenstein varði vel. Íslenska liðinu gekk engan veginn að ná tökum á leiknum og heimamenn gengu til hálfleiks með eins marks forystu.
Í síðari hálfleik voru Íslendingar aðgangsharðari án þess að skapa sér nógu mikið af færum. Heimamenn ógnuðu með skyndisóknum þegar færi til þeirra gáfust. Íslenska lið færði sig fram er leið á leikinn en þegar um 10 mínútur voru til leiksloka þá bættu Liechtenstein við öðru marki sínu eftir langa spyrnu frá markmanni þeirra. Aðeins þremur mínútum síðar bættu heimamenn við þriðja markinu með hörkuskoti frá vítateigslínu í nærhornið.
Það voru því leikmenn Liechtenstein er fögnuðu sanngjörnum sigri í lok leiksins en íslenska liðið nagar sig vafalaust í handarbakið eftir þetta tap.
Íslenska liðið á einn leik eftir í undankeppni EM 2008 en það er leikur gegn Dönum á Parken. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 21. nóvember og er hægt að kaupa miða á leikinn hér.
Sætur sigur á Norður Írum
Sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins
12.9.2007
Íslendingar unnu í kvöld ákaflega sætan sigur á Norður Írum í riðlakeppni EM 2008. Lokatölur urðu 2-1 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik fyrir Ísland. Ármann Smári Björnsson skoraði mark Íslendinga í fyrri hálfleik en sigurmarkið var sjálfsmark Norður Íra.
Það er óhætt að segja að byrjunin hafi verið góð hjá Íslendingum í leiknum því eftir aðeins 6 mínútur voru þeir komnir yfir. Ármann Smári Björnsson skoraði þá með þrumuskoti úr vítateignum eftir góðan undirbúning Gunnar Heiðars Þorvaldssonar. Markið virtist slá gestina aðeins útaf laginu og Íslendingar voru sterkari aðilinn. Smám saman jafnaðist leikurinn og Norður Írar komu betur inn í leikinn. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og Íslendingar gengu til búningsherbergja með eins marks forystu.
Norður Írar mættu í sóknarhug til seinni hálfleiks og gáfu tóninn með þrumuskoti í þverslá á 50. mínútu. Þeir sóttu töluvert meira en Íslendingar gáfu fá færi og vörðust vel. Íslendingar reyndu að beita skyndisóknum en tókst ekki að skapa sér færi úr þeim. Pressa Norður Íra bar árangur á 70. mínútu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu eftir að brotið var á David Healy. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði en Árni Gautur Arason var ekki langt frá því að verja.
Það leit svo allt út fyrir jafntefli en á 89. mínútu vann Ásgeir Gunnar Ásgeirsson boltann á vallarhelmingi Norður Íra, boltinn berst til Grétars Rafns Steinssonar sem gefur boltann fyrir markið. Þar sótti Eiður Smári Guðjohnsen fast að Keith Gillespie og sá síðarnefndi sendi boltann í eigið mark.
Rússneski dómarinn bætti við þremur mínútum í uppbótartíma og þegar hann flautaði til leiksloka braust út gríðalegur fögnuður á meðal 7.727 áhorfenda á Laugardalsvellinum. Leikmenn, þjálfarar og aðstandendur liðsins kunnu vel að meta frábæran stuðning áhorfenda og þökkuðu vel og lengi fyrir sig. Stuðningur áhorfenda í leiknum var frábær og settu virkilega skemmtilegan svip á leikinn.
Góð þrjú stig í erfiðum leik staðreynd og næsti landsleikur Íslendinga í riðlinum er gegn Lettum á heimavelli, laugardaginn 13. október.
![]() |
Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.10.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17.10.2007
Minnismiðinn?
Ég er handviss um að leikskipulagið sem átti að leggja upp með í síðustu tveimur leikjum var á minnismiðanum sem Bjarni Ármannsson skildi eftir hjá gamla góða Villa.
Það þarf þjóðarátak og finna minnismiðann.
Úrslitin í dag í Liechtenstein eru grafalvarlegt mál....
Þjálfararnir Willum Þór Þórsson og Kristján Guðmundsson komu með góð innlegg í umræðuna á Sýn eftir leikinn. Voru yfirvegaðir og ekki með sleggjudóma. Willum lagði það til að allt KSÍ apparatið færi í naflaskoðun.
Já, ég held svei mér þá að naflalóin sem þar myndi finnast sé mikil.
En þeir leikmenn sem eru í íslenska landsliðinu eru margir hverjir búnir að leika sem atvinnumenn erlendis í fjöldamörg ár, sumir í áratug, og það er ekki KSÍ eða þjálfarar á þeirra vegum sem hafa verið að móta þá alla daga vikunnar á undanförnum árum.
Ég held að Ísland sé að fara í gegnum svipað ferli og Norðmenn fyrir nokkrum árum. Landsliðið er ekki lengur "söluglugginn" fyrir leikmenn sem vilja komast lengra.
Landsliðið virðist frekar vera "kvöð" fyrir leikmenn, sem eru flestir búnir að tryggja lífsafkomu sína og þurfa ekki á "söluglugganum" að halda.
Staða Eyjólfs og Bjarna er hinsvegar veik og Bjarni er allavega búinn að ráða sig í vinnu hjá Stjörnunni. Það er að mínu mati ljóst að íslensku landsliðsmennirnir eru ekki að svara því áreiti sem þeir fá frá Eyjólfi og Bjarna. Hverju sem því er um að kenna. Það eru allir samsekir í þessu máli.
![]() |
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 17.10.2007
Höddi kjarnyrtur
"Ég veit ekki hvað "línuvarðarasninn" var að hugsa þegar hann dæmdi vítaspyrnuna á Englendinga," sagði Hörður Magnússon í lýsingunni í dag.
Kannski að Höddi hafi verið í enska landsliðsbúningnum í vinnunni í dag?
Ég efast um að ensku þulirnir hafi notað þetta orðalag. En Höddi var kjarnyrtur og ég held að Pútín sendi honum ekki jólakort í ár.
![]() |
Rússar lögðu Englendinga, 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 15.10.2007
Stykkishólmur?
800 farþegar?, eru það ekki rétt tæplega allir íbúar í Stykkishólmi
að öðru
Öryggisgæsla á landsleikjum hjá KSÍ er mikil. Vart þverfótað fyrir ágætu fólki úr Landsbjörgu sem er að vinna vinnuna sína eftir einhverju UEFA-manual.
UEFA-Manúel segir þetta og UEFA-Manúel segir hitt.
Eftir landsleiki eiga leikmenn að koma inn á sérstakt svæði sem á fagmáli kallast mixed zone. Þar eiga fjölmiðlar að fá aðgang að stjörnunum.
Þar er einnig öryggisgæsla og aðeins þeir sem eru með bláa miða eða rauða fá aðgang.
Aðstaðan í gamla Baldurshaganum er alveg ágæt, það er hætt að leka, og græni dúkurinn er flottur.
Og ekki gleyma sverðunum sem eru til staðar fyrir blaða og fréttamenn sem vilja búa til "grillspjót" úr þeim leikmönnum sem stóðu sig illa eða vilja ekki lengur tala við viðkomandi fjölmiðil.
"Lehmann missti eyrað í Baldurshaga" -
Guðmundur Hilmarsson og Kristján Jónsson a.k.a. Bolvíska Stálið tóku létta rispu með höggsverðum. Skytturnar voru þrjár en eftir fyrstu æfinguna þá fækkaði þeim um einn. Starfið verður auglýst á þriðjudag í Morgunblaðinu.
Þess má geta að Guðmundur er til vinstri á myndinni.
Ég er handviss um að sverðin verða aldrei aftur í mixed zone eftir landsleik.
![]() |
Fyrsta Airbus A380 vélin afhent í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14.10.2007
Ég lofaði mömmu............
Ég er að komast á þann aldur að ég hef jafnmiklar áhyggjur af börnunum mínum og foreldrunum.
Reyndar hef ég minni áhyggjur af mömmu, þar sem hún er enn á leikskóla, rétt tæplega sextug.
Það er erfiðara að eiga pabba sem er oft aleinn heima.
Hann er oft að framkvæma eitthvað, smíða, mála og jafnvel í rafmagninu ef hann er í stuði.
Ég lofaði mömmu að blogga ekki þessa sögu, en þar sem að tölvan mín er Framsóknarmaður þá stend ég ekki við neitt sem ég segi.
S.l. föstudag kom það í ljós að neyðarhnappur er eina rétta jólagjöfin fyrir óðalsbóndann á Bjargi. Maður sem liggur á maganum í hálfa klukkustund á eldhúsgólfinu og getur sig hvergi hreyft verður að hafa farsíma með sér í slíkar aðgerðir. 112 hefði komið að gagni.
Ég skora á heilbrigðisráðherra að finna skjót úrræði fyrir menn á sjötugsaldri sem stunda það að rífa af sér neglur fyrir hádegi á föstudegi - edrú.
Í stuttu máli.
Næst þegar þú þarft að laga eitthvað undir eða á bak við uppþvottavélina. Hafðu farsímann með þér. Það er aldrei að vita.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13.10.2007
Stundin okkar eða 24 hours
Það er mikið um að vera við morgunverðarborðið á mínu heimili.
Þrjú dagblöð og íþróttasíður Moggans redda ástandinu og allir geta lesið eitthvað í morgunsárið. Sá yngst er reyndar búinn að finna gott nafn á 24 stundir.
Hann sagði í gær. "Pabbi, réttu mér Stundina Okkar."
Ég ætla ekki að tuða mikið yfir þessari frétt í 24 hours sem kemur í dag.
Allt rétt nema myndin.
Þar er Björgvin Sigurbergsson á ferðinni í skurðinum hægra meginn við 17. braut á mínum heimavelli, Garðavelli. Íslandsmótið í höggleik, 2004.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12.10.2007
Inni í hlýjunni gegn Lettum
Landsleikur á morgun, Ísland - Lettland. Það var hrollur í mér í dag þar til að ég fékk þær fréttir að við værum inni í hlýjunni að þessu sinni.
Þar sem að fjölmiðlaáreitið er í lágmarki hjá Lettunum fær íslenska pressan að sitja inni í útvarpsboxunum á leiknum.
Lettarnir sem koma á svæðið fá víst að kynnast íslenska haustinu af eigin raun. Þeir eru víst að ég held tveir eða þrír.
Íslensk gestrisni?
Ég er í vandræðum með að finna rétta klæðnaðinn fyrir leikinn.
En ég fékk hjálp frá fagmanni og þetta er útkoman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12.10.2007
Vågar flugvöllur
Á þessu bloggi hér má finna þessa lýsingu á flugferð til Færeyja. Áhugavert.
14.5.2007 | 23:50
Vågar flugvöllur
Nú veit ég hvað menn meina þegar þeir segja að aðflug að Vågaflugvöll í Færeyjum geti verið mjög erfitt. Sótti fund til Færeyja í byrjun desember s.l. Þar sem ég hafði verið að erindast í Malmö í Svíþjóð dagana áður þá flaug ég frá Kaupmannahöfn til Vågar
Flugferðin sem slík var með öllu tíðindalaus eða allt þar til við fórum að nálgast eyjarnar fögru, sem engin leið var að sjá þar sem mjög láskýjað var. Þannig háttar til að vindur blés af miklum móð frá suðvestri. Sem þýðir það að aðflug er úr norðri og vindur er nánast þvert á braut. Aðstæður eru einnig þær að flogið er inn langan fjörð og innst inni í firðinum eru háir þverhníptir bergveggir til beggja hliða sem þrengja verulega aðflugið því þar rétt fyrir innan er sjálfur flugvöllurinn, sem auk þess er í styttra lagi vegna staðhátta.
Hvað með það. Aðflug í blindflugi er ekki endilega það þægilegasta en það er það öruggasta. Hinn ágæti kapteinn tjáði okkur að það yrði nokkur ókyrrð sem voru orð að sönnu. Og ekki leist mér á blikuna þegar einhverjir farþegar héldu ekki lengur niðri veitingunum. Verst þótti mér hins vegar að sjá ekkert út. Ekki veit ég hvað tímanum leið en eftir ca 6 - 8 mínútna óþægilegt skak þá tilkynnir kapteinninn að það verði enn meiri ókyrrð, sem varð og ef einhverjir kostir voru við það, þá voru það þeir að nú mátti sjá til jarðar, Við vorum sem sagt komin innarlega í fjörðinn og vorum stödd rétt fyrir utan þessar þrengingar. Heldur tók nú vélin að hristast og ekki bara upp og niður, því hún hallaði á alla kanta og maður var fjarri því að vita hvert hún stefndi hverju sinni. Í mestu dýfunum lét fólk í sér heyra og sjálfur var ég orðin logandi nervös og leið eins og í versta rússíbana.
Og viti menn skyndilega erum við komin út úr þessu og í gamla skakið og sterkan hliðarvind, sem manni þótti nú bara fínt og ekki síst flugvöllurinn sýnilegur framundan. Lentum með ágætum og allir fegnir að hafa fast land undir fótunum. Færeyingarnir voru á því að þetta aðflug hefði verið með allra versta móti en þeir kalla ekki allt ömmu sína í þessum efnum og eru vanir óblíðum veðuröflum. Ég hef hins vegar oft komið hingað með flugi og aldrei lent í neinu viðlíka og reyndar aldrei í fjölmörgum ferðum mínum um víðan völl síðustu árin. Fór í beint reynslubankann þar sem hugtakið ókyrrð fær nýja vídd. Hættulegt flug? - nei held ekki, fyrst og fremst afar óþægilegt - þessar vélar eru smíðar til að þola og standast gríðarlegt álag - mun og miklu meira en hér var gert að umfjöllunarefni ... sem betur fer.
![]() |
Franska landsliðið veðurteppt á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12.10.2007
Bældur hlátur í bakgrunni
Heimir Karlsson á Bylgjunni í morgun: Ritstjórarnir SME (DV) og ÓÞS (24 stundir) voru þar mættir til þess að ræða atburði gærdagsins úr stjórnmálum Reykjavíkurborgar.
Við opnuðum fyrir símann í útsendingu hjá okkur í morgun og fólki er tíðrætt um Björn Inga. Margir telja hann spilltasta stjórnmálamanninn þessa dagana. Og ef ekki í pólítískri sögu hér. Hvað segið þið um hans framgöngu í þessu máli?
Ólafur Stephensen ritstjóri dagblaðsins 24 stunda svarar:
Það er ekki mynd af honum í orðabókinni við hliðina á orðinu heilindi.
Ef vel er hlustað má heyra bældan hlátur í bakgrunni.
Líklega tæknimaðurinn að springa úr hlátri.
Það var nú það og góðan daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12.10.2007
KR-TV
Ég ætla að hrósa KR-ingum fyrir þá nýbreytni að bjóða upp á beina sjónvarpsútsendingar á netinu frá heimaleikjum liðsins í körfubolta. Ég var með útsendinguna í gangi í gær í vinnunni og þetta virkar alveg ágætlega.
Gæðin eru að sjálfsögðu takmörkuð en viðleitnin er góð. Ingi Þór Steinþórsson altmuligmand KR-inga lýsti leiknum og hann verður seint sagður hlutlaus í þeim lýsingum.
En hverjum er ekki sama.
Þetta er jú KR-TV.
KR nýtur góðs af því starfi sem önnur félög hafa unnið á síðustu misserum þegar kemur að svona útsendingu. KFÍ á Ísafirði og Breiðablik í Kópavogi hafa lagt grunninn að þessu og KR-ingar fengu góða hjálp frá Ísfirðingum í fyrstu útsendingu sinni.
Vel gert.
Vonandi verða fleiri lið sem sjá sér fært að gera svona hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11.10.2007
Sérfræðingur um atburði dagsins
Það verður að fá sérfræðing til þess að fara yfir atburði dagsins í Borgarmálunum.
Ég mæli með þessum sem er neðstur á þessum lista.
Annars fannst mér innkoman í lok fréttamannafundarins á RÚV í dag stórskemmtileg. Tveir aðilar sem voru ekki alveg edrú áttu eitthvað vantalað við fundarmenn. Góður endir á góðum farsa.
Getraun dagsins er líka í gangi. Finnið þau atriði sem eru ekki eins á þessum þremur myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Lítt þekktur
Síða 3 í íþróttablaði Morgunblaðisins þann 3. október árið 1997 fer hér með í sögubækurnar.
Fyrir það fyrsta. Skrifaði Ívar Benediktsson um KÖRFUBOLTALEIK KR og ÍA., hann hefur nú húmor fyrir þessu hann Ívar.
Í öðru lagi var seth á meðal leikmanna.
Og í þriðja lagi var nafn seth vitlaust skrifað í úrslitadálk Moggans.
Sigurður Elvar Eyjólfsson? Tja. Ekkert að því þar sem að afi minn hét Eyjólfur.
En hérna er körfuboltaumfjöllun Ívars og það má vel flokka þessa færslu undir monthornið.
Mér er slétt sama eftir kaupréttarsamninginn sem ég gerði í dag.
Smellið á myndirnar og þá er hægt að lesa greinarnar. Þetta monthorn var í boði REI og það er von á meiru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Hvar er gamli fréttatíminn á Stöð 2?????
Hvar er gamli góði fréttatíminn á Stöð 2? Einu sinni var ég búinn að læra á að íþróttirnar væru á sínum stað, gullfiskaminnið mitt er reyndar búið að gleyma því hvar íþróttirnar voru í þeirri dagskrá.
Ég er alveg hættur að nenna að setja mig inn í þetta nýja fréttadæmi....
Það er alltaf verið að kynna að eitthvað sé alveg að koma, veður, íþróttir, yfirlit frétta, kynning á því sem verður í Íslandi í dag.....
Og ég er alveg hættur að nenna að bíða eftir því að eitthvað sé alveg að koma - og skipti síðan yfir á RÚV....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Duglegur að reikna
"Pabbi, er ekki 6 plús 6 jafnt og 12," sagði sá fimm ára við mig úr aftursætinu á dögunum.
"Jú það er alveg rétt hjá þér," sagði ég og grunaði hann um að hafa lært þetta eins og páfagaukur af eldri systkynum sínum.
"Pabbi," heyrðist á ný úr aftursætinu. "Er þá 12 + 12 jafnt og 24?," spurði sá stutti.
"Já, það er alveg rétt hjá þér. Þú ert duglegur að reikna," svaraði ég stoltur.
Sonurinn hélt áfram: "Er þá 6 plús, 6 plús, 6 plús, 6 jafnt og 24?."
"Já, já, það er alveg hárrétt hjá þér." svaraði ég og leit í baksýnisspegilinn.
Þá sá ég hvaða tölur sá stutti var að leggja saman.
Kassinn með Egils Gullinu var einnig í öryggisbelti í aftursætinu - líkt og hitt gullið mitt.
Hver segir að stærðfræði þurfi að vera leiðinleg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9.10.2007
seth skrifar frá Kvíabryggju
Fróðleiksmoli dagsins. Eftir dóminn sem ég hlaut í gær er ljóst að ég verð að blogga frá Kvíabryggju næstu árin. Var einhver sem trúði þessu?
Maður að nafni Seth M. Ferranti er frægasti "fangelsisblaðamaðurinn" í Bandaríkjunum en ég rakst á nafn hans á körfuboltasíðunni hoopshype.com.
Hann er sérfræðingur um körfubolta og skrifar í stóra fjölmiðla um íþróttina. Hann hefur setið inni frá árinu 1993 en hann fékk 25 ára dóm á sínum tíma vegna aðildar að stóru fíkniefnamáli.
Seth hefur stundað háskólanám undanfarin ár og skrifaði m.a. bókina Prison Stories árið 2005.
Hinn íslenski Seth hefur nú ekki mikla þekkingu á fangelsismálum Íslands en ef í hart fer þá fer maður bara að blogga og skrifa frá Kvíabryggju í framtíðinni. Skemmtileg tenging.
Það voru tæknimenn Morgunblaðsins eiga sök á því að ég fékk netfangið seth sumarið 2000. SEÞ á útlensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)