Föstudagur, 9.11.2007
Það vantar barstóla í Borgarfjörð
Ég er að taka til í bílskúrnum og í því samhengi auglýsti ég nokkra hluti sem fást gefins. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Ég hef mest þurft að tjá mig á ensku við þá sem hafa hringt en í gær fékk ég skemmtilegt símtal úr Borgarfirðinum.
Borgfirðingurinn: "Sæll - ert þú að auglýsa þrjá stóla gefins?" -
"Já það er rétt," -
Borgfirðingurinn: "Ertu búinn að gefa þá?" -
"Nei"
Borgfirðingurinn: "Gott ég er að spá í að taka þá með mér á morgun. Ég er á leið til Reykjavíkur" -
"Ok"
Borgfirðingurinn: "Heyrðu. Er hægt að stilla þessa stóla eitthvað, hækka þá og lækka?"
"Hmmmm, nei það held ég ekki. Þetta eru bara venjulegir baststólar frá IKEA"
Borgfirðingurinn: "Ég fer nú ekki að gera mér ferð á Akranes til þess að sækja baststóla úr IEKA? Þetta eru sem sagt ekki barstólar?" - stólarnir eru enn úti í skúr ef einhver hefur áhuga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8.11.2007
Talið niður....
Vegna fjölda áskorana.
Þá verður talið niður til jóla á þessu bulli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8.11.2007
Öll dýrin í skóginum eru vinir
Skessuhornið er með fínan fréttavef sem ég skoða daglega.
Í dag er þar að finna frétt um að hjónin Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir hafi fengið menningarverðlaun Akraness í ár.
Þau hafa fengið yfir 4.000 heimsóknir í Haraldarhús frá opnun þess en í því safni er stiklað á stóru í glæsilegri sögu Haraldar Böðvarssonar & Co.
Verð að koma því að ég var starfsmaður HB & Co í fjóra mánuði veturinn 1986 að mig minnir.
Á myndinni er það Magnús Þór Hafsteinsson formaður menningar- og safnanefndar sem afhendir þeim hjónum viðurkenningu fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Þetta móment fannst mér skondið. Öll dýrin í skóginum vinir. Magnús hefur ekki legið á skoðunum sínum þegar kemur að síðustu árum í sögu HB & Co.
Magnús hefur m.a. sagt: "HB fjölskyldan" og sú kynslóð sem þar ræður för, hafi brugðist trausti bæjarbúa þegar Haraldur Böðvarsson hf. rann inn í Brim." -
og eflaust er hægt að finna fleira sem Magnús hefur gagnrýnt HB og Co fyrir á síðustu árum. Nenni ekki að leita að því á vefnum. - en gott fréttamóment á Skessuhornsvefnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7.11.2007
Ritdeila um Laddasjóvið
Henry ofurbloggari, framsóknarmaður og stórkylfingur, stendur í mikilli ritdeilu eftir innslag hans um Laddasjóvið í Borgarleikhúsinu.
Henry tekur það skýrt fram að hann sé ekki einn af þeim sem standa í því að kaupa sér miða á annars ágæta sýningu Ladda. Örlögin gripu í taumana og Henry endaði bara alveg óvart á Laddasjóvinu...
Ég fór með fjölskyldunni á þetta sjóv s.l. vor og það var bara helv. gott dæmi. Ég lét konuna mína um það að kaupa miðana - tek þetta fram af gefnu tilefni. Ég tók ekki þátt í því að kaupa miða á Ladda.
Örugglega alveg hrikalega lummó að standa í því að kaupa miða á annað eins hallæri og Laddasjóvið. :-)
Henry myndskreytti bloggfærsluna með myndum úr Borgarleikhúsinu en núna hafa þær verið fjarlægðar. Eftir að Howser (líklega Hjörtur Howser) benti á að það sé ekki leyfilegt að taka myndir í leikhúsum og birta þær.
Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þetta endar. Kannski að Stefán ofurbloggari á Akureyri og félagi Henrys í Framsóknarflokknum blandi sér í þessa stórkostlegu ritdeilu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7.11.2007
Varnarlína AC Milan smyr þessu á ofaná brauð
Ég ætla aldrei aftur að láta jólaskap Húsasmiðjunnar fara í taugarnar á mér. Í Morgunblaðinu í dag sá ég auglýsingu sem leysir öll vandamál.
Þessi vara vinnur á sjö þáttum öldrunar og ég veit að varnarlína AC Milan smyr þessu ofaná brauð alla daga.
Við erum að tala um Skin Caviar luxe eye lift cream - ég er reyndar ekki viss um að þeir sem þurfa mest á þessu að halda geti munað þessa romsu, Skin Caviar luxe eye lift cream -
Þessi vara gerir allt: mýkir, þéttir, styrkir, verndar, dregur úr þrota og dökkum baugum, og gefur lyftingu og ljóma. Ef þetta er ekki tilefni til þess að bregða sér á kynningu á morgun í Kringlunni - þá veit ég ekki hvað.
mýkir, þéttir, styrkir, verndar, dregur úr þrota og dökkum baugum, og gefur lyftingu og ljóma.
by the way. Þar sem ég er eini yfirlýsti aðdáandi norsku knattspyrnunnar þá hefur farið hljótt um afrek Rosenborgar í gær gegn Valencia.
Þessir gaurar eru að koma skemmtilega á óvart.
Norski boltinn hefur mátt þola blammeringar og fordóma frá íþróttasérfræðingum sem gætu tekið að sér að leika alla hobbitana í næstu Lord of the Rings mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5.11.2007
Húsasmiðjan í jólaskapi
Húsasmiðjan er í jólaskapi nú þegar. Sá auglýsingu frá þeim í sjónvarpinu á sunnudaginn. Jólastemmarinn alveg í botni. Jíha.... hvað er eiginlega í gangi?
Helv. vitleysa er þetta.
Það eru eru alveg 20 dagar þangað til að 24. NÓVEMBER rennur upp.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5.11.2007
Naglinn á höfuðið
Þarna hittir ÞÖK naglann á höfuðið.......áherslurnar eru að breytast.
Bestu ljósmyndarar landsins eru nánast daglega að taka myndir af snyrtivörum, túrtöppum, Kornfleks pökkum og einhverju álíka spennandi efni. Fréttaljósmyndun er smátt og smátt að hverfa...stafrænt vandamál?
![]() |
Óánægðir fréttaljósmyndarar þurfa að mynda gardínustangir og kleinur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 4.11.2007
Henry Birgir með í vörinni?
Stórkostlegt sjónvarp. Var að svissa á milli stöðva áðan og datt inn á leik í NFL-deildinni í beinni á Sýn. Henry Birgir að lýsa og annað liðið í stórsókn. Og hvað gerist?
Myndin frá USA dettur út og það er klippt beint á Henry sem var EKKI tilbúinn í átökin.
Ég er viss um að hann var að fá sér í vörina eða taka úr vörinni þegar hann var settur í loftið.
Hægri höndin var grunsamlega lengi undir borðinu. Ég tippa á að eðalstöff frá Svíþjóð hafi verið þarna í aðalhlutverki.
Helvíti gott atriði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4.11.2007
Snilld
Ég held með Jonna.
Enda er hann Skagamaður. Þeir eru allstaðar.......
Snilld að láta drauminn rætast og ég er ekki frá því að áhugi minn á Palmer Audi formúlunni hafi aukist um mörg hundruð prósent að undanförnu.
Kannski að ég endi í tómu rugli eins og íþróttafréttaritarinn á Vísi.is.
![]() |
Jón Ingi undirstrikar getu sína í keppni við miklu sterkari ökumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4.11.2007
Dýrasti djókur ársins hjá Barða?
Barði Jóhannsson tónlistarmaður er með dýrasta djók ársins.
Snilldartaktar í annars ömurlegri keppni sem fram fer á laugardagskvöldum. Laugardagslögin.
Rándýrt prójekt fer nú í vaskinn.
Barði rúllaði þessu upp í gær og aðrir eiga ekki séns úr þessu. "Ég eyddi alveg þremur tímum í að semja lagið," sagði Barði í gær. Snilld. Og lagið er örugglega stolið. Hvað með það.
Ég hef misst af stórum hluta keppninnar fram að þessu en í gær horfði ég á þessa keppni ásamt unglingnum á heimilinu. Fær maður skilorðsbundinn dóm fyrir að viðurkenna svona glæp?
Hey, hey, hey, we say ho, ho, ho...er núna límt á heilaselluna sem er í lagi.
Gargandi snilld..nei það er víst sá frasi sem mest notaður á SÝN.
Þegar bútar úr lögunum sem er búið að flytja í þessari keppni voru spilaðir í gær þá er ég á þeirri skoðun að það þurfi ekkert að halda þessari keppni áfram.
Út með Barða og gangið hans. Gerum grín að þessu öllu saman...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 3.11.2007
Stórkostleg úrslit gegn BORO
Stórkostleg úrslit hjá mínum mönnum gegn hinu gríðarlega sterka og sigursæla liði Middlesbrough.
Ákefðin og baráttan einkenndi allt Tottenham liðið og ég hef bara aldrei séð aðra eins breytingu.
Eða þannig.
Það eru kannski margir búnir að gleyma því að Martin Jol tók að sér Tottenham þegar einhver frönsk pulsa hætti med en gang - fyrrum landsliðsþjálfari Frakka.
Man ekki einu sinni eftir því hvað hann heitir. Jol náði ágætum árangri en ég held að vandamálið sé ekki knattspyrnustjórinn.
Það eru æðstu yfirmenn klúbbsins. Sultur upp til hópa.
Ramos kom skilaboðunum áleiðis í dag - eða þannig. En ég endurtek. Stórkostleg úrslit, 1:1, gegn Boro á útivelli. Það eru ekki öll lið sem geta það. Ég vil að Mark Hughes taki við Tottenham. Maður sem er með bein í nefinu og lætur verkin tala...................................................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 3.11.2007
Góð hugmynd.........
Hugmyndin er góð hjá lögreglunni í Hampshire á Englandi. Útfærslan er aftur á móti vafasöm vegna staðsetningar á útblástursrörinu. Smellið á M2 til þess að stækka myndina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31.10.2007
Lummó í stígvélum í rigningu
Ég hef áttað mig á því að Norðmenn eru alveg ferlega lummó. Á þeim þremur dögum sem ég var í Bergen sá ég bæði unglings stelpur og einnig ráðsettar konur í stígvélum í rigningunni.
Og þær þrömmuðu meira að segja inn í tískuvöruverslanir í stígvélum. Sæi þetta gerast á Íslandi. Við kunnum okkur og förum í okkar bestu föt ÁÐUR en við förum í búðirnar. Og aldrei í stígvélum.
Hvað er það að fara í stígvélum inn í Vera Moda? eða H&M.
Við eigum einfaldlega að sýna þessum verslunum meiri virðingu og vera í blautum skóm og bleytan á aftanverðum skálmunum á 15.000 kr. gallabuxunum á helst að ná upp í hnésbótina. Annað er alveg glatað. Stígvél í rigningu. Ertu ekki að djóka?
Og Norðmenn eru sko ekki með PR málin og auglýsingamálin á hreinu. Ég sá t.d. ekki eina, ég endurtek, ekki EINA auglýsingu í sjónvarpi þar sem að Jón Gnarr eða Pétur Jóhann voru í aðalhlutverki.
Hvað er það?
Hvernig geta Norðmenn búist við að geta selt eitthvað án þess að hafa Gnarr eða PJ í aðalhlutverki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30.10.2007
Fy faen
Alveg er það nú dásamlegt að finna hreina loftið á Íslandi leika um andlitið þegar maður stígur út úr Leifsstöð klyfjaður af farangri.
Regnið tók líka á móti manni, klakinn og sandurinn á göngustígnum var ekkert að hjálpa til við að draga töskuna.
Og síðan mundi ég ekki eftir því hvar ég hafði lagt bílnum.
Fann hann eftir að hafa kveikt á perunni.
Samlæsingin virkaði ekki.
Skrýtið.
Opnaði með lyklinum.
Setti blautar töskur í aftursætið og ég var sjálfur hundblautur.
Lykillinn í. Og það gerðist ekkert. Rafmangslaus.
Inn í flugstöð aftur. Enn blautari fyrir vikið.
Dásamlega kurteis ungur Securitas starfsmaður skutlaði mér út á plan aftur og hann ætlaði að gefa mér rafmagn, start eða hvað sem þetta kallast.
Við dunduðum við þetta í hálftíma.
Ekkert gerðist. Og klukkutími var liðinn.
Það komu tveir til viðbótar frá Securitas og ekkert gerðist.
Þá sagði einn þeirra að það væri kannski betra að fá lánaða startkapla hjá bílaleigu inn í stöð. Þessir sem við vorum að nota voru víst eitthvað lélegir.
Ég kíkti á þá. Vá. Þeir héngu saman á einum vír. Ekkert skrýtið að dæmið hafi gengið illa.
Nýju kaplarnir komu skömmu síðar. Og bílinn í gang med det samme. Jæja.
Þá var allt klárt. Nefnilega ekki.
Það var eitthvað mjög undarlegt hljóð í vélinni. Blautt kerti eða eitthvað svoleiðis bílamál. Náði að skrölta af stað eftir að hafa dvalið í 1 1/2 tíma úti á bílaplaninu.
Kom Runólfi í 70 max upp á Skaga.
Helvíti var þetta hressandi heimkoma - fy faen..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30.10.2007
Tjukk, feit, full og seriegull
Tjukk, feit, full og seriegull...þetta er frasi sem að stuðningsmenn Brann hafa kyrjað í nokkra vikur í Bergen og víðar.
Ég hélt fyrst að þeir væru að syngja um mig þegar ég kom þangað um helgina.
Þykkur, feitur, veit ekki til þess að hafa náð því að vera fullur en ég var í Íslandsmeistaraliði ÍA í 5. fl... Kannski voru þeir að syngja um mig eftir allt saman. Hef farið á nokkra stóra leiki í fótboltanum í Evrópu og það er engu líkt að vera á heimaleik hjá Brann.
Ótrúlegt að Norðmenn kunni að skemmta sér svona á fótboltaleik. Á þessu sviði erum við langt á eftir frændum okkar.
Ha de..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27.10.2007
Gunni Gylfa, Willum eða Eggen?
Hver verður í brúnni á Parken í nóvember? Willum, Óli Jó, eða Gaui Þórðar. Stórt er spurt.
Hvað um Teit Þórðarson?
Hvernig væri að láta Gunna Gylfa bara stjórna þessu í síðasta leiknum. Þá verður þetta ekkert vesen.
Skipta bara í gamlir vs. ungir á æfingum og sigurliðið fær að byrja inná.
Þetta verður erfiður leikur fyrir hvaða þjálfara sem er.
En ég tippa á að Willum verði með liðið í þessum leik.
Ég myndi vilja sjá Nils Arne Eggen fyrrum þjálfara Rosenborgar taka við íslenska landsliðinu. Hann er fæddur árið 1941. Karl í krapinu. Gerði Rosenborg að meisturum 11 ár í röð.....bara hugmynd.
![]() |
Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27.10.2007
LOST? eða ótrúleg tilviljun..
Ég las frétt á baksíðu Morgunblaðsins þegar ég var á leið frá Íslandi með Icelandair. Þar var fjallað um fjallagarp sem hefur á stuttum tíma komist í fremstu röð á Íslandi.
Myndin með fréttinni var frekar smá en ég þóttist þekkja kauða. Ásgeir Jónsson. Hann var á sama tíma og ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fyrir 20 árum.
Ég leit upp úr blaðinu í flugvélinni og langt frá mér stóð maður. Ég nuddaði augun og trúði ekki því sem ég sá. Maðurinn var ótrúlega líkur Ásgeiri Jónssyni.
Ég hélt að ég væri í miðjum LOST þætti.
Ég var samt ekki alveg viss en þetta reyndist rétt.
Við tókum hvað hefur þú verið að gera síðustu 20 ár? á meðan við biðum eftir töskunum.
Ótrúleg tilviljun og í raun bara fyndið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24.10.2007
Skagamaður -að sjálfsögðu...
Hakan á mér datt niður í bringu þegar ég las þessa frétt (það eru ekki nema 4 cm. þarna á milli þegar ég sit).
Ég vissi að Skagamaðurinn væri í meistari í karate, tölvugúru og plokkaði bassann af og til.
En akstursíþróttamaðurinn Jón Ingi Þorvaldsson? Magnað og ég er handviss um að hann á eftir að ná árangri.
Þetta verður kannski til þess að ég fer að fylgjast með akstursíþróttum?
Tja.
Það er nefnilega það.
![]() |
Annar íslenskur ökumaður í Palmer Audi-formúluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24.10.2007
Kusum naktir í búningsklefanum
Ég veit ekki hvernig framkvæmdin á kjöri leikmanns ársins í Landsbankadeildinni fer fram.
Það sem ég veit er að leikmenn fá kjörseðil og velja sjálfir besta leikmanninn en geta ekki valið leikmann úr sínu liði.
Ég veit hinsvegar hvernig þetta kjör er í úrvalsdeildinni í körfubolta. Ég tók þátt í nokkrum kosningum, og ferlið er svona:
Umslag með öllum atkvæðaseðlunum er sent á fyrirliða eða forsvarsmann félagsins.
Fyrirliðinn fær umslagið og deilir út atkvæðaseðlunum til leikmanna á æfingu.
Leikmenn setjast niður í búningsklefanum, hlið við hlið.
Sumir gátu bara kosið naktir, reyndar voru mjög margir sem kusu naktir. Veit ekki afhverju.
Ýmsar spurningar vöknuðu. Hver er besti nýliðinn?, besti dómarinn?, þjálfari ársins?, besti leikmaðurinn?, úrvalslið ársins. Sumir þurftu aðstoð við að rifja upp gang mála á leiktíðinni.
Oftar en ekki er skortur á pennum á svæðinu. Mjög algengt tæknilegt vandamál
Það kom fyrir að atkvæðaseðlarnir voru mun fleiri en leikmennirnir sem eru á æfingu.
"Hver vill meira" spyr fyrirliðinn og einhver tekur 5-6 seðla til viðbótar og fyllir þá út.
Það hefur einnig komið fyrir að fyrirliðinn sat nánast einn með alla kjörseðlana og fyllti þá út sjálfur.
Atkvæðaseðlunum var síðan safnað saman í eitt umslag sem fyrirliðinn sá um að senda á KKÍ.
Mjög opin kosning og það var mjög auðvelt að hafa áhrif á valið hjá yngri leikmönnum.
Ég er ekki að segja að þetta sé svona í fótboltanum. Vonandi er kerfið miklu betra þar á bæ. En maður veltir því samt sem áður fyrir sér hvernig þetta er framkvæmt..
Val á besta leikmanni og þjálfara ársins í öllum boltagreinunum verður alltaf umdeilt.
Ég held að Keflavík hafi í gegnum tíðina fengið ótrúlega fáar viðurkenningar á lokahófi KKÍ - miðað við afrek liðsins. Sigurður Ingimundarson hefur t.d. aldrei fengið viðurkenninguna, þjálfari ársins. Þrátt fyrir fjóra Íslandsmeistaratitla frá árinu 1997.
Samsæri?
Veit það ekki. En þetta er samt sem áður ótrúleg staðreynd.
Ég held að Sigga sé alveg sama um titilinn þjálfari ársins á meðan hann landar öðrum titlum sem þjálfari.
E.s. myndin sem fylgir færslunni er ekki af mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 22.10.2007
Er þetta gaurinn?
Þetta er kannski bílstjórinn á græna Súbarúnum, YL-607.
Þessi er allavega með smá graut í hausnum og reynir að bjarga málunum í lokatriðinu sem er frábært. Taka tölvuskjáinn og ljósrita hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)