Færsluflokkur: Bloggar

"Ég er að tala"

getfile"Ég er að tala," sagði Guðjón Guðmundsson í frekar hvössum tón eftir auglýsingar í hálfleik.

Vissi greinilega ekki að hann var í "loftinu" og lét það flakka.

Hápunktur leiksins að mínu mati. En helv. er þetta lélegt hjá Sýn að auglýsa að Forsetabikarinn í golfi sé á dagskrá Sýnar en þegar útsendingin hefst þá er allt hele klabbið á Sýn Extra.

Fyrir menn sem búa í dreifbýlinu þá er styrkurinn á merki Sýnar Extra í svipuðum gæðum og fylgi Framsóknarflokksins..

Ég bendi á spjallsíðu kylfings.is, þar logar allt...

 

 


mbl.is Valur - Gummersbach 24:33
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hakan datt niður á maga

"Pabbi. Veistu að það tók 32 ár að byggja Golden Gate brúnna?" sagði sá fimm ára í dag við mig. Bara svona upp úr þurru....golden-gate-bridge-picture-2

Ég hætti að borða og hakan datt niður á maga

(það eru reyndar ekki nema um 4 cm. þarna á milli þegar ég sit) -  

Tja ég hafði ekki hugmynd um þessa staðreynd.

Kannski fer hann að halda með Golden State í NBA eins og sá gamli.

Hver segir að það sé ekki fróðleikur í sjónvarpinu.  


KR-ingar eru bestir

Ég átti ekki von á því að skrifa svona fyrirsögn nema einhver væri með byssu við gagnaugað á mér. Samtök íþróttafréttamanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að KR sé best. Bingó.


Samtök íþróttafréttamanna ákváðu í vor að verðlauna það lið sem stæði sig best hvað varðar  aðbúnað og vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn boltasumarið 2007.  Ljóst er að mörg félög standa sig með mikilli prýði í þessum efnum en hjá nokkrum félögum er pottur brotinn.

 KR-ingar fengu flest atkvæði í kosningu íþróttafréttamanna að þessu sinni um bestu fjölmiðlaaðstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, afhenti Páli Sævar Guðjónssyni, fjölmiðlafulltrúa og vallarþuli KR-inga, verðlaunaskjöld frá SÍ. Páll Sævar sagði við þetta tilefni að hann líti á þetta sem mikla viðurkenningu fyrir KR-inga sem hefðu ávallt lagt sig fram um að búa sem best að íþróttafréttamönnum. „Mjörg margir sjálfboðaliðar í KR koma að þeirri miklu vinnu að undirbúa heimaleikina og þetta er viðurkenning til okkar allra," sagði Páll. palli

ÍA varð í 2. sæti í kjörinu en þessi tvö félög skáru sig nokkuð úr.

 Íþróttafréttamenn voru beðnir að koma með rök fyrir kosningunni og hér má sjá nokkur ummæli um aðbúnaðinn á KR-velli í sumar:

** Allt fyrsta flokks, þ.e. aðstaða, leikskýrsla, viðmót og hressing

** Allt pottþétt í hverjum leik. Leikskýrsla á einu blaði, net, hrein aðstaða, kaffi, kruðerí og gátlistinn pottþéttur í hverjum leik

** KR-ingar hafa staðið sig vel í allt sumar og gátlisinn sem sendur var fyrir mótið enn við lýði.

** Viðmót KR-inga gagnvart blaðamönnum til fyrirmyndar

** Vel haldið utan um aðstöðu fyrir blaða-og fréttamenn. Allt klárt löngu fyrir leik og allir hlutir á hreinu.

** Boðið upp á þá nýbreytni að bjóða blaðamönnum í léttan mat með spjalli og upplýsingapakki fyrir leik.

Tvö félög skáru sig úr hvað varðar lélegustu aðstöðuna boltasumarið 2007 en það voru Víkingur og FH. Hér má sjá nokkur ummæli um aðstöðua sem þessi félög buðu upp á: 

Víkingur:

** Alltaf vesen með netið enda routerinn öfugu megin, aðstaða lítil og þröng. Ekki alltaf kaffi og vandræði með skýrslur.

** Víkingur tívmælalaust með lökustu aðstöðuna þó að hún hafi verið bætt. Þrengsli og vesen með netsamband.

** Slæm aðstaða fyrir skrifandi blaðamenn og ljósvakamiðlamenn

FH:

** Allt of lítið, borð í fáránlegri hæð og oft erfitt að komast að leikmönnum eftir leik.

** Lítið pláss, póstar fyrir gluggum og völlurinn sést illa allur. Innstungur af skornum skammti, loftlaust og að hátalarar séu uppi á skúrnum er til skammar.

** Hvað þarf ekki að bæta í Kaplakrika? Alltof lítil aðstaða, stólarnir oftast óþægilegir ef þeir fyrir hendi og hátalarar ofan á blaðamannaskúrnum óþolandi.

 


Hver á rástíma í dag?

Ég sá að það voru fjórir skráðir til leiks á Korpuna í dag kl. 14., og tvær konur áttu rástíma kl. 13 í Grafarholtinu.storm07

Ég hringdi á báða staðina og ætlaði að taka viðtöl við þessa snillinga sem spila golf í svona veðri. Það varð ekkert úr því.

Kylfingar eru ekki hálfvitar. Það er ekki kjaftur að spila golf í svona veðri.


Blúbber frá Bylgjunni

Ég ætla að óska útvarpsstöðinni Bylgjunni til hamingju með gott framtak. Þeir eru stórhuga og ætla sér að vera með stórt golfmót fyrir Íslendinga á Englandi.

Í þessari auglýsingu er stiklað á stóru hvað er í boði í þessari ferð.

(ætla ekki að telja upp villurnar í auglýsingunni, en þær eru margar)

Það vekur athygli í auglýsingunni að veitt verða glæsileg verðlaun á Bylgjumótinu fyrir þá sem leika best, með og án forgjafar.money%20tree

(50 þúsund króna gjafabréf frá Smáralind og 20 þúsund krónur í peningum frá Bylgjunni.) 

Hugmyndin er góð en ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því að samkvæmt áhugamannareglum þá er þetta bannað.

Áhugamaður í golfi má ekki veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Bingó.


Ekkert núll og nix

Leikur Vals og Aftureldingar í N1-deildinni í handbolta sem fram fór í gær var eftirminnilegur. Leiktíminn var "spænskur"  -20:30. Leikurinn sjálfur var jafnáhugaverður og 10 fréttir sjónvarpsins á RÚV. Geisp. 

Það var planið að vera með beina textalýsingu frá Vodafonehöllinni, en þráðlausa netið var í pikkles í fyrri hálfleik. Vodafone hvað? - og upphaf síðari hálfleiks tafðist um ca 20 mínútur vegna bilunar í leikklukku.

Valsmenn deyja ekki ráðalausir. Þulur leiksins sem sat við hliðina á mér tók að sér að tilkynna hvernig staðan var í hátalarakerfinu, og hann gerði það vel.

Ég stakk upp á því við kollega mína sem sátu í blaðamannastúkunni að við tækjum að okkur að mynda tölustafi með líkamanum og gefa þannig til kynna hver staðan var.

Í stöðunni 20:19 fyrir Aftureldingu sagði ég við Dag á DV að við gætum myndað töluna 20, ég yrði 2 og hann 0.

Dagur hafði alveg húmor fyrir þessu en við hefðum verið helv. góðir saman í stöðunni 0:0................


Katie Melua borðar líka baunir

Örugglega helv. lygi hjá breska smiðnum..farting

Hann hefur brutt megrunarlyf eins og Smarties og logið síðan um allt saman til þess að komast í Sun og News of the world.

Ég er viss um að gasið úr afturendanum á honum sé álíka áhugavert og öll lögin með Katie Melua. Kannski að hún borði sex dósir á dag og það sem hún er að syngja er bara ropi?

Ef ég heyri eitt lag í viðbót með henni þá.... 


mbl.is Óvenjulegur megrunarkúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólainnkaupunum er lokið

Ég fór í dag og kláraði jólainnkaupin. Búið og gert.

Keypti gjafir handa öllum í fjölskyldunni.

Þetta var frekar auðvelt og ég get ekki annað en verið ánægður með sjálfan mig. Vel gert.

Ég keypti baðvigt handa sjálfum mér,

Callaway FT5 dræver handa konunni,

Mizuno MP60 3-pw járnasett handa dótturinni,

Cleveland 588 47, 52, 56 og 60 gráðu fleygjárn handa miðbarninu og Scotty Cameron pútter fyrir þann yngsta.

Að auki fær pabbi burðarpoka frá Mizuno, mamma var að óska eftir golfskóm frá Adidas... þetta er allt klárt í skúrnum..... meira síðar


Stöðnun í golfinu...

Golfvertíðinni er að ljúka hérna á Íslandi og það er varla að maður nenni út í 2 stiga hita til þess að slá. Kíkti á golf.is í dag og fór yfir gang mála fráshingogetsloose árinu 2001 þegar golfferillinn byrjaði af einhverju viti.

Var að gutla í þessu sem krakki og unglingur en spilaði nánast ekki neitt á árunum 1993-2001.

Fór í fyrsta mótið eftir langt hlé sumarið 2001, endaði árið með 12,2 í forgjöf. 

Það er ljóst að ég þarf að fara æfa, lifi ekki lengi á því að eiga sama afmælisdag og Tígurinn Woods... það er stöðnun í gangi ef litið er yfir forgjöfina í lok hvers árs frá árinu 2001.

En það eru bjartir tímar framundan, fertugsafmæli á næsta ári og að sjálfsögðu fær maður nýjar græjur frá fjölskyldunni..sem verða afhentar löngu fyrir 30.12....anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone,anyone...

12,2 -   2001.

8,9 -     2002.

7,2  -    2003.

6,1 -     2004.

5,4       2005.

5,1       2006.

4,5*     2007.

5,0       2007.

* 3. júlí, 73 högg, +1 af gulum á Garðavelli.


Einn fyrir HBG

Gunnar Heiðar skoraði fyrir Våleranga

 
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir norska liðið Våleranga. Gunnar skoraði síðara mark liðsins í 2-0 sigri á Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
 
Våleranga komst yfir í leiknum í kvöld strax á fyrstu mínútu en Gunnar Heiðar bætti við öðru marki tíu mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi.
 
Gunnar kom til Våleranga fyrir tæpum mánuði síðan á lánssamningi frá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover 96. Fyrir hjá liðinu er landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason en hann lék í markinu í kvöld.
 
Våleranga er í 6. - 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig en 21. umferð er lokið. Brann er í efsta sæti með 45 stig og sex stiga forskot á Stabæk sem er í öðru sætinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband