Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 24.9.2007
"Viltu þá bara ekki hafa það skinkubát"
Ég er nývaknaður eftir bjórkvöld Árvakurs sem fram fór s.l. laugardag.
Borðaði Hlölla bát seint um nóttina eftir gott rölt um Sódómu Reykjavík.
Ég þekki eina sem ætlaði að kaupa sér Línubát á Hlölla en það máttu ekki vera rækjur í bátnum.
"Ég ætla að fá einn Línubát en engar rækjur," sagði hún.
Gaurinn sem var að afgreiða var frekar hissa.
"Ég ætla að fá einn Línubát en engar rækjur?" -
Hann hugsaði sig aðeins um og svaraði síðan: "Viltu þá bara ekki hafa það skinkubát og málið er dautt." -
E.s. ég var alveg rólegur á Hlölla í þetta skiptið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 22.9.2007
Simmi og Jói og Milton Bell
Möllerinn fær prik fyrir þetta, "Mulligan" kallast það í golfinu, að fá að endurtaka högg á fyrsta teig sem misheppnast... -
Ég velti því fyrir mér hvort útvarpsmennirnir Simmi og Jói fái "Mulligan" á það sem þeir sögðu í dag í þætti sínum.
"Ætli skákmennirnir í Namibíu noti bara svart þegar þeir tefla?" - Sagði Jói þegar hann vitnaði í þessa frétt á mbl.is. Uss, uss, uss, uss, uss.. ég veit að Milton Bell fyrrum félagi minn úr úrvalsdeildarliði ÍA veturinn 1995-1996 hefði ekki sætt sig við slíkan "djók".
Í Valsmótinu haustið 1995 tók hann einn leikmann kverkataki og reyndi að drepa hann eftir að orð um litarhátt og mömmu hans heyrðust frá viðkomandi í hita leiksins.
Bellarinn er ekki á myndinni hér til hliðar en samt sem áður er þetta Milton Bell..
![]() |
Kristján biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 22.9.2007
Fjármálageimsjávarverkfræði 203
"Pabbi, hvað kostaði sófinn sem við vorum að kaupa."
Ég: "Hann kostaði 150.000 kr."
"Borgaðir þú hann með kortinu þínu?"
Ég: "Já".
"Hjúkk, þá eigum við alla peningana okkar eftir."
Þetta peningastúss þarf ekki að vera flókið...........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21.9.2007
Ekkert sérstakur á gítar en þetta lag er erfitt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 21.9.2007
Næstum því alvöru viðtal við Mourinho
Mourinho verður ekki lengi atvinnulaus. "Hr. Hroki" eins og margir hafa kallað hann. Ég rakst á Mourinho eftir landsleik á Laugardalsvelli sumarið 2004, í Baldurshaganum, undir stúku Laugardalsvallar. Man ekki alveg eftir hvaða leik það var, líklega 3:1-tapleikinn gegn Búlgaríu þar sem að snillingurinn Dimitar Berbatov skoraði tvívegis.
Hann var ljúfur sem lamb og ég spurði hann um Eið Smára, íslenska landsliðið og eitthvað fleira. Hann var kominn á flug og ég var sá eini sem hafði komið auga á hann.....spennan í hámarki..einkaviðtal við Múra..nei, nei,
Viðtalið rann út í sandinn þegar Auðun Blöndal birtist þarna með Sveppa á upptökuvélinni. Mourinho hafði ekki húmor fyrir þeirra spurningum og hann yfirgaf svæðið án þess að kveðja......
Þetta eru einu samskipti mín við Mourinho fram að þessu en gaurinn er elskaður af bresku pressunni.. enda talar hann í fyrirsögnum........ég vona að hann taki við enska landsliðinu..
![]() |
Mourinho: Bíð við símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20.9.2007
Eiturhernaður og uppköst í vinnunni
Ég var nálægt því að æla á gólfið í vinnunni í dag.
Hópur manna í kringum mig fór að tala um Arsenal og ég komst ekki hjá því að sitja þarna í frönsku lauksúpunni eitt stundarkorn.
Höfuðið á mér fór að hitna og ég var ekki einu sinni að hugsa, það suðaði í eyrunum á mér og ég rétt náði að standa upp og forða mér frá þessum eiturhernaði.
Á Mogganum vinna allt of margir sem eru með vandræðanlegan áhuga á grönnum miðaldra Frakka og einhverjum strákpjökkum sem hann hefur gaman af því að horfa á........mhmhmhmhmhmh..
Ég þarf að láta blaðamannafélagið tékka á því hvort þetta sé ekki brot á öryggisreglum á vinnustaðnum...mengun á háu stigi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 20.9.2007
Eigum von á heimsókn frá barnaverndarnefnd............
Ísak Örn er áfram í aðalhlutverki.
Núna var hann að reyna að troða bolta í körfuhring eins og pabbi hans gerði á árum áður.
Hann lenti víst illa og fékk að kynnast slysó á sjúkrahúsinu í fyrsta sinn.
Fimm spor í ennið og málið er dautt.
Ég veit ekki hvort að Herdís Storgård sé ánægð með þetta..kannski eigum von á heimsókn frá barnaverndarnefnd - hann lítur nú ekkert alltof vel út drengurinn eins og staðan er núna.
Lemstraður og tannlaus.. rétt rúmlega 5 ára.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 19.9.2007
Myndband af markinu
Hér er myndband af markinu hjá Nott. Forest.
![]() |
Leicester gaf eitt mark í forgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19.9.2007
Skondið hjá DV
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18.9.2007
Snilld hjá Rosenborg
Snilld. Chelsea með 29 marktilraunir... gegn mínum mönnum frá Noregi.
Ég brosi nú bara út í annað.
Roar Strand í hægri bakverðinum, hann er svo gamall að hann fær frítt í strætó í Þrándheimi. Rosenborg kemur úr bæjarfélagi sem telur 162,000 manns. Ef allt hele klabbið er tekið með í kringum borgina þá er hægt að bæta við 100.000 manns. Sem sagt, Rosenborg er íslenska landsliðið.
Ég fékk tækifæri að dvelja í eina viku veturinn 1998-1999 hjá Rosenborg með bekknum mínum frá íþróttaháskólanum í Osló.
Aðferðafræðin hjá þessum snillingum er til eftirbreytni.
Í stuttu máli gengur allt út á samvinnu, finna hæfileika hjá mönnum og að skora mörk..... Meistaradeildin verður spennandi ef þetta heldur svona áfram....
![]() |
Rosenborg náði jafntefli á Stamford Bridge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)