Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 13.9.2007
Græn slumma í beinni útsendingu
Ég held að önnur eins slumma hafi ekki verið hrist úr koki áður í beinni útsendingu í sjónvarpi áður.
Ég hélt um tíma að það myndi fækka um einn í Samtökum íþróttafréttamanna um miðjan fyrri hálfleik í leik Vals og KR í Landsbankadeild kvenna í dag.
Hrafnkell Kristjánsson á RÚV átti slummuna en hann virtist vera að kafna og hóstaði eins og stórreykingamaður í nokkrar sekúndur. Hann virtist hafa jafnað sig en byrjaði síðan aftur. Stórkostlegt sjónvarpsefni en sem betur fer slasaðist Hrafnkell ekki illa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13.9.2007
20 millj. reyndu að ná í miða á sama tíma
![]() |
Led Zeppelin kemur fram á tónleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13.9.2007
Ótrúlegt
Þetta er ótrúlegt. Ég er einn af fjölmörgum sem fer þessa leið nánast daglega í og úr vinnu. Aurskriða? í Kollafirði?. Aldrei átti maður von á þessu.
Hvassviðri hefur verið einkenni Kollafjarðarins en það leynast greinilega hættur allstaðar. Sem betur voru fáir sem slösuðust í rútunni en konurnar ætluðu greinilega ekki að láta neitt stöðva ferð þeirra til útlanda.
Rútur geta verið skemmtilegar en einnig koma upp atvik þar sem bílstjórar missa stjórn á ástandinu. Ég var fyrir mörgum árum í skólaferðalagi með unglinga úr Borgarnesi á leið til Reykjavíkur, og í Hvalfirði var gríðarleg hálka. Skammt frá Ferstiklu var mikið fjör í bílnum en kennaraliðið og þar á meðal ég hafði séð það miklu verra. Ástandið var því þolanlegt -enn sem komið er. Bílstjórinn var eitthvað trekktur og hann snarnegldi niður á miðjum veginum og rauk sjálfur aftur í bílinn áður en hann stöðvaði. -til þess að lesa krökkunum pistilinn.
Rútan rann til hliðar á veginum í hálkunni og var í þann veginn að fara útaf þegar hann áttaði sig á mistökunum.
Ástandið í rútunni var eldfimt í kjölfarið og bílstjórinn fékk "hárþurrku" meðferð frá mér þrátt fyrir að aldursmunurinn væri mikill á okkur.
Ég gekk aftur í rútuna og ræddi við unglingana.
Allir spakir og við héldum ferð okkar áfram. Þá sagði einn sprækur Borgnesingur.
"Hei, Elvar, ég veit núna hvar neyðarhemillinn er á rútunni,".
Góður.
Það var skipt um bílstjóra í Reykjavík. Hann óskaði sjálfur eftir inná skiptingu - líklega meiddur.
![]() |
Þjóðvegurinn í Kollafirði ruddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13.9.2007
"Ég ætla sko ekki að fara í Liverpúl í leikskólann,"
Ég vona að við verðum í "Höllinni" eða á grasinu á æfingu í dag pabbi," sagði 5 ára pjakkurinn í gærmorgun en hann sparkar í bolta með 8. fl. líkt og fleiri krakkar í fótboltabænum Akranesi.
"Það er miklu betra en að vera í íþróttahúsinu - þar get ég ekki tæklað," bætti hann við. Svona er að vera yngstur og eiga fyrirmyndir sem tækla manna alla daga þegar færi gefst.
Í morgun láku tárin niður kinnar mínar þegar sá stutti var að klæða sig úr Liverpool -búningnum sem hann átti að nota í íþróttatímanum í leikskólanum. Gleðitár altso.
"Ég ætla sko ekki að fara í Liverpúl í leikskólann," sagði hann. "Nú afhverju," svaraði ég enda góð tíðindi fyrir okkur sem hafa staðið í Tottenham trúboði undanfarin ár með misjöfnum árangri, (33% árangur).
"Það stendur Axel aftan á búningnum. Ég ætla sko ekki að fara í þessum búning. Ég vil fá Ísak aftan á búninginn," sagði Ísak. Ég vissi að tvær barnatennur eru lausar í drengnum en ég vissi ekki að hann kynni að lesa. Það er greinilega tími til kominn að endurskoða þetta vaktaplan á íþróttadeild Morgunblaðsins. Menn eru aldrei heima hjá sér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13.9.2007
Tjáningarfrelsið er dásamlegt
Svona gera menn ekki og miðað við það sem sést á myndbandsupptöku frá þessu atviki á sá stóri von á löngu banni.
Að öðru.
Eins og einhverjir hafa frétt þá hafa félagar í Samtökum Íþróttafréttamanna látið í ljós óánægju með nýja útiaðstöðu fyrir fréttamenn á Laugardalsvelli. Það mál er enn í vinnslu. Eflaust hafa einhverjir verið ósáttir við að félagsmenn SÍ hafa notað bloggsíður til þess að skrifa um ástandið.
Tjáningarfrelsið er samt sem áður dásamlegt. Kannski fæ ég þriggja leikja bann og 100.000 kr. sekt eftir þessa færslu?
Ég ætla að hrósa KSÍ fyrir að hafa gert sitt besta á leiknum í kvöld gegn N-Írum. Gæslan var í lagi, borðin voru þurr og tuskur til staðar fyrir þá sem vildu. Meira að segja boðið upp á regnfatnað fyrir gesti og gangandi. Nokkir pennar frá N-Írlandi fóru glaðir af vellinum í Landsbankarvindjökkum og Errea regnbuxum.
Veðrið var þokkalegt án þess að ég viti hvort KSÍ hafi samið sérstaklega um það. Ég held að það hefði allt orðið vitlaust aftur ef regnið hefði látið á sér kræla líkt og á Spánarleiknum. Flestir N-Íranna voru með tölvur í gangi en íslenska pressan sem var tölvutengd fékk húsaskjól að þessu sinni.
Fjöltengin voru enn laus út um allt.. en það stendur víst til bóta.
Samt sem áður er staðsetning á þessari aðstöðu með þeim hætti að vatn og vatnsveður á eftir að verða aðalvandamálið.
Ég hef víða setið utandyra á vinnuferðum mínum undanfarin 7 ár. Á Þúsaldarleikvanginn í Cardiff, á AOL-leikvanginn í Hamborg, á Råsunda í Stokkhólmi, á Ullevål í Osló og fleiri staði mætti nefna.
Allir þessir vellir eru með útiaðstöðu fyrir blaðamenn.
En stóri munurinn er að allir vellirnir eru með þessa aðstöðu alveg uppi í rjáfri á stúkunum og litlar líkur eru á því að menn fái vatnsveður á tölvurnar og annað sem þessu fylgir.
Blaðamannaaðstaðan á Laugardalsvelli er mikið neðar en var áður en vellinum var breytt.
Í "denn" sátu þeir sem þurftu að vera úti á Laugardalsvelli alveg uppi við rjáfur og vatn og vatnsveður var aldrei vandamál. Þetta er vandamálið í hnotskurn. Og á þeim tíma var ekki búið að gera alþjóðasamning sem varð til þess að íslenska pressan verður úti á Laugardalsvelli og sú erlenda inni. Þegar gamla stúkan var til þá var þessu öfugt farið, heimamenn inni og erlendir gestir úti. Mér fannst það fín hefð.
Samt er hundfúlt að mæta í vinnusvæði með tölvu og geta átt von á því að skemma vélina og geta ekki komið fréttum af gangi mála á vefinn. Þarna liggur hundurinn grafinn. Þeir sem áttu von á því að seth myndi hætta að blogga geta gleymt því. Fjörið er rétt að byrja.
![]() |
Scolari sló leikmann Serbíu í andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 12.9.2007
Fékk ábendingu um að ég væri klikk
Ég fékk vinsamlega ábendingu frá betri helmingnum að ég væri klikkaður, hver les leyfiskerfi KSÍ í frístundum? Núna er þessu stóra blauta íþróttafréttamannamáli lokið. Það er öllum skítsama úr þessu og veðrið maður, veðrið. Jía.
Ég held að maður taki bara DV á þetta í kvöld. En þeir skrifuðu um eitthvað stórmót í handbolta frá Íslandi, fengu ekki að fara út, og blaðamennirnir sem voru lítt sáttir við ákvörðun yfirmanna sinna kvittuðu undir með þessum hætti. "xxx," skrifar úr sófanum í Þverholti.
Kannski verðum við bara allir upp á Hádegismóum í dag, græjum leikinn í gegnum sjónvarpið, og látum það duga. "
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar úr gula sófanum í Hádegismóum við Rauðavatn." Þetta lítur vel út...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 12.9.2007
"Ég vorkenni ekki íslenskum blaðamönnum að þurfa að sitja úti,"
Íslendingar eru gestrisnir og vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. KSÍ er að sjálfsögðu á þessari línu og þeir fjölmörgu blaðamenn sem hingað koma á landsleikina gegn Spánverjum og N-Írum fá flestir húsaskjól á Laugardalsvelli. Enda mikilvægt að láta gestum líða vel og njóta leiksins við bestu aðstæður.
Íslenskir íþróttafréttamenn sem skrifa um íþróttir í dagblöð eru sjómenn stéttarinnar. Við stöndum úti á dekki í hvaða veðri sem er á meðan kollegar okkar úr ljósvakastéttinni sitja inni í hlýjunni, tala útlensku og éta vínarbrauð. Við herðumst á þessu og kynnumst íslenskri náttúru.
Reyndar sat einn reyndur garpur úr ljósvakastéttinni á meðal okkar í frilufts aðstöðunni á Spánarleiknum. Arnar Björnsson. Égheld reyndar að hann hafi verið í upptöku á þættinum Tekinn....menn sitja ekki sjálfviljugir í nýju blaðamannaaðstöðunni í grenjandi rigningu.
En hvað eru menn að væla. Við fáum frítt á leikinn, veitingar eru í boði, kaffi og samlokur, og sætin eru á besta stað á vellinum. Helv. frekja í stétt íþróttafréttamanna að ætlast til þess að fá að sitja inni við vinnu sína.
Svona er þetta í útlöndum og þá er alveg hægt að gera slíkt hið sama á Íslandi. "Ég vorkenni ekki íslenskum blaðamönnum að þurfa að sitja úti," sagði formaður KSÍ í útvarpsþættinum á fotbolti.net í gær. Ég geri því ráð fyrir því að formaðurinn verði með okkur í blaðamannastúkunni í kvöld og komist að því sem allir vissu.. rigningin á Íslandi kemur úr öllum áttum.
![]() |
Kominn tími á sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 11.9.2007
Partýtjald í blaðamannastúkuna
Stóra blauta íþróttafréttamannamálið hefur vakið heimsathygli...og menn ætla ekki að deyja ráðalausir fyrir morgundaginn. Við ætlum að drösla þessari græju upp í stúkuna og græja málin. Hitablásari verður á staðnum enda nóg af framlengingarsnúrum.
Húkkum tjaldinu í VIPPIÐ að ofanverðu og varamannaskýlin að neðanverðu. Tengjum bjórdæluna í VIPPIÐ., og bjóðum sauðsvörtum almúganum sem var böstaður í hliðinu með einn til tvo kalda upp á LAGER.
Málið er dautt og allir helsáttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11.9.2007
Leyfiskerfi KSÍ minnist ekki orði á þak, veggi eða gler..
Hér eru nokkur atriði úr 52 síðna doðranti frá KSÍ sem lið í Landsbanka og 1. deild karla þurfa að uppfylla. Leyfiskerfi KSÍ.
Í kafla um aðstöðu fyrir fréttamenn vekur það athygli að það er ekki stafur um að þessi aðstaða eigi að vera með þaki, veggjum og gleri..
Öll lið í Landsbankadeild karla eru með aðstöðu sem er með þaki, veggjum og gleri. Ekki á Þjóðarleikvanginum...
1D C
Aðstaða fjölmiðla á leikvangi staðsetning fréttamannastúku
Fréttamannastúka skal vera til staðar og helst í miðri aðalstúku. (Laugardalsvöllur uppfyllir þetta)
Staðsetning skal vera sem best og aðeins heiðursstúka skal vera betur staðsett. (Staðsetningin er fín, eina vandamálið er að það rignir á okkur sem erum að reyna að vinna þarna).
Þar skal sjá fyrir góðri lýsingu og nauðsynlegum tengingum og gjarnan hita.(Lýsingin er ekki vandamál, blautar rafmagnssnúrur en við værum alveg til í hita)
Auðvelt aðgengi skal vera til og frá annarri aðstöðu fjölmiðlamanna, s.s. að
herbergi fyrir fundi með fréttamönnum. (Laugardalsvöllur uppfyllir þetta)
Viðunandi aðstaða þarf að vera fyrir fjölmiðlafólk (fréttamannastúka og
herbergi fyrir fréttamannafundi).
Nota skal eftirfarandi viðmiðanir:
-Fréttamannastúka skal vera með minnst 10 sætum. (Laugardalsvöllur uppfyllir þetta)
-Sæti skulu vera með borðum sem rúma a.m.k. fartölvu, minnisblokk og síma.
(Laugardalsvöllur uppfyllir þetta en það er spurning um að stækka aðeins borðin til þess að koma fyrir golfregnhlíf, lúffum og handklæði).
-Herbergi fyrir fréttamannafundi skal hafa minnst 12 sæti fyrir fréttamenn.
(Laugardalsvöllur uppfyllir þetta).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 11.9.2007
Þetta bláa er rigning
Þetta bláa á myndinni er rigning.,og þetta fjólubláa er enn meiri rigning. Samkvæmt spá á belgingur.is fyrir síðdegið á miðvikudag.
Það verður hressandi að fá þetta í andlitið í blaðamannaaðstöðunni á næsta landsleik. En hvað um það. Við erum Íslendingar og kvörtum ekki.
Landsleikur Íslands - N-Írlands hefst 18:05...Kannski verður stóra blauta fréttamannamálið enn stærra eftir morgundaginn?
Hér til hliðar er mynd af íslenskum íþróttafréttamanni sem er með hlutina á hreinu - og klæðir sig eftir veðri. Spurning dagsins er: Hver er maðurinn?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)