Færsluflokkur: Bloggar

Ísak missti tönn - gestablogg

Ég var að reyna að skutla mér og ég skutlaði mér svo fast að tönnin skaust út, búið." 

Gestablogg eftir Ísak Örn Elvarsson sem var að missa fyrstu tönnina í dag, rétt rúmlega 5 ára gamall.  

Before                                                                                and             after 

tönn tönn 2


Afton eða Aften...

Ég vissi ekki að norska knattspyrnan væri svona gríðarlega vinsæl að blaðamenn sænska Aftobladet væru að gefa Veigari Páli prik og stjörnur.. stóðst ekki mátið...

þetta var fréttum á visir.is 

Blaðamaður Aftonbladet gaf Veigari Páli níu í einkunn sem er afar sjaldséð............................................................................................. 



Barkley með ljótustu golfsveifluna?

Sumir kylfngar eru með mjög sérstaka golfsveiflu og þá sérstaklega þeir sem hafa aldrei fengið leiðsögn um hvernig best sé að slá golfboltann.1135854843

Ég held að eftir 20 ár þá verði varla til kylfingar með sveiflu sem hægt er að brosa af. Allir búnir að láta laga sig hjá golfkennara.

Við lékum okkur að því sem krakkar að stæla sveiflur hjá ýmsum á Akranesi, "Gulli Magg" var í uppáhaldi hjá okkur, enda karlinn með frábæra sveiflu. "Fúsi skæs" var líka vinsæll og fleiri mætti nefna.

Charles Barkley var á sínum tíma einn af mínum "mönnum" í NBA-deildinni. Og hann er stórkostlegur á golfvellinum. Ljótasta golfsveifla sögunnar? Kemur sterkur inn í þá umræðu.

Tékkið á þessu myndbandi. Og hér eru fleiri

 

Og menn hafa reynt að kenna Barkley réttu aðferðina.


Ísköld lokasetning

Síðasta setningin í þessari frétt er snilld.  - Ískaldur húmor.

Að öðru:

Íslenskuverkefni í 8. bekk var til umræðu við matarborðið um daginn á mínu heimili. Orðið skrudda, hvað þýðir það?

5 ára drengur svarar: "Ég veit það. Það er gömul kelling."  -

Laukrétt. 


mbl.is Salernið varð að vinsælum ferðamannastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tilfinning að sigra -

Það er nú bara þannig að menn blogga ekki í marga daga þegar Tottenham tapar fyrir Arsenal enn og aftur

Sigurtilfinningin var þó til staðar á sunnudaginn.

Fasteignasalarnir fengu spark í rassinn á Garðavelli - og þeim þótt það bara gott. Gameplanið hjá okkur Alexander Högna klikkaði örlítið, við ætluðum að klára málið á 13. braut.

En við létum þá kveljast fram yfir 14.

Það er snilld að vinna bara eina holu á 14 holum í holukeppni.

Teddi veðurfræðingur fær prik fyrir að benda okkur á að sunnudagurinn yrði hlýr og notarlegur.

Það var svo kalt að þegar Bogi setti boltann í vatnið á 10. braut þá fleytti hann kerlingar á klakanum.. skemmtilegur árstími. Myndirnar tala sínu máli. Tveggja stiga hiti kl. 8:30 á sunnudagsmorgni. Hver segir að golf sé ástríða?

BOGI
 HAKON


Óli Adda?

Er Ólsarinn Ólafur Adolfsson og núverandi Apótekari á Akranesi að hrista upp í kerfinu með eftirminnilegum hætti?

Auglýsing hans í Fréttablaðinu í dag er snilld.

oli_adolfs

oli adolfs

 


mbl.is Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Lyfjum og heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgetraunin

Föstudagsgetraunin.

Hvaða listi er þetta?  Verðlaun, ársmiði í blaðamannastúku Laugardalsvallar.   

    e,s það er greinilegt að verðlaunin hræða þá sem vilja taka þátt. Svarið er sáraeinfalt. Þetta er listi yfir  fjölmiðla í Lettlandi. Ef við erum heppnir þá verða þeir ekkert voðalega margir í Laugardalnum í október þegar Ísland mætir Lettum á Þjóðarleikvanginum. Kannski verðum við bara inni eftir allt saman. 

 

    * The Baltic Times

    * Baltische Rundschau

    * Business & the Baltics

    * Chas

    * Datoru Avize

    * Diena Online

    * Digital Times

    * EN

    * Energetikas Vestnesis

    * Internet digest of Newspaper SM Weekly

    * Kapitala

    * Kurzemes Vards

    * Laba

    * Laikraksts Vakara Ziòas

    * Latgales Laiks

    * Latvian University Bulletin

    * Latvijas Avize

    * Latvietis Latvija

    * Latvijas Vestnesis

    * Lauku Avize

    * Nasha

    * Neatkariga Rita Avize

    * Ogres vestis

    * Plesums

    * Reklama

    * Tovary Optom

    * Universitates Avize

    * Utopija

    * Zemgales Zinas


Áfengi í boði fyrir útvalda - nema í golfinu

Áfengi er ekki aðgengilegt fyrir hinn almenna áhorfanda sem fer á lands - eða deildarleik hér á Íslandi. Samt sem áður er áfengi í boði fyrir útvalinn hóp á landsleikjum í flestum íþróttagreinum. Sem eru þá kallaðir heiðursgestir.

Ég hef ekkert á móti því að þeir geti fengi sér bjór, rautt eða hvítt vín eða hvað sem er í boði í VIPPINU.

Það sem ég undra mig á er að íþróttahreyfingin komist upp með að mismuna fólki með þessum hætti. KSÍ, HSÍ og KKÍ eru öll með sömu reglurnar og hefðirnar.

Það stakk mig að sjá mann sem var á leið inn á Laugardalsvöll s.l. miðvikudag með tvö börn með í för. Hann var stöðvaður og öryggisvörður grandskoðaði í bakpoka hans áður en hann fór inn. "Að hverju ertu að leita," spurði maðurinn. "Áfengi," svaraði öryggisvörðurinn. "Við erum bara með nesti og kakó á brúsa," sagði maðurinn og var hálfhissa á þessu umstangi.

Þetta er í raun ótrúlegt ástand.

Hversvegna er Íslendingum ekki treyst til þess að umgangast bjór og léttvín á íþróttaleikjum?

Þeim er treyst til þess í leikhúsum, á rokktónleikum, en ekki á íþróttaleikjum. Það er alveg ljóst að stór hluti þeirra sem fer á landsleik í fótbolta mætir til leiks í þannig ástandi að það er  "kaupstaðarlykt" af mönnum. Og þar sem aðgengi að bjór er ekkert þá drekka menn ótæpilega áður en þeir fara inn á völlinn. Hafið þið séð "líkin" sem eru fyrir utan Laugardalsvöllinn áður en landsleikir hefjast. Leyndarmálið er nú ekki meira en það að menn sitja í hópum rétt utan við völlinn og drekka bjór. Er það betra en að selja þessa vöru inni á vellinum og hafa ástandið eðlilegra?

ÍSÍ þarf að mínu mati að fara yfir þessi "heiðursgesta" og VIPP-menningu í hreyfingunni. Ég skil ekki afhverju almenningur lætur þetta yfir sig ganga?

Aðeins fáir og útvaldir einstaklingar mega drekka á leikjum en aðrir ekki?

Hvað rugl er það?

Það er aðeins ein íþróttagrein sem sker sig úr á þessu sviði þar sem allir eru jafnir. Golfið. Þar er kaldur á krana, kaldur í dós, kaldur í flösku í flestum ef ekki öllum golfskálum landsins. Hvítt og rautt fyrir þá sem það vilja. Og það er enginn að kvarta yfir því enda enginn ástæða til. Allir helsáttir. Og það sem meira er. Það þurfa allir að borga fyrir þann kalda.  

Skál.


Spontant ákvörðun

Dæmigert "spontant" ákvörðun hjá Íslendingum. Ég hélt að það væri lítið upp úr því að hafa að ræna banka í dag, eru ekki smápeningar uppi við hjá gjaldkerunum í dag miðað við það sem var áður.

Allt rafrænt.

Ég ætla að nota tækifærið og birta mynd sem ég stal af öðru bloggi.

Hlýt að eiga rétt á því þar sem að einhver papparazzi ljósmyndari er farinn að skjóta myndum af stétt íþróttafréttamanna. Líf okkar allra hefur breyst. Maður getur ekki farið í Einarsbúð lengur án þess að vera hundeltur af ljósmyndurum.

Við getum samt sem áður verið alveg vissir um að þessar myndir verða aldrei birtar í dagblöðum á Íslandi. Þau eru einfaldlega ekki nógu stór til þess að birta myndir af mönnum í þessum stærðarflokki.

Gleðin skín úr hverju andliti á þessari mynd sem tekin var í fréttamannaaðstöðunni í Laugardalnum á miðvikudaginn. Græna Moggaúlpan alveg að virka hjá síðuhaldara, Þorsteinn Gunnarsson spakur með derhúfuna en Arnar Björnsson kann þetta enda alinn upp á Húsavík. Slíkir ísbirnir þurfa ekki húfu. 

e.s ég gleymdi að nefna "sílin" sem eru að vaxa í þessari stétt. Hörður fotbolti.net og Maggi aðalmaðurinn á þeirri síðu eru að sjálfsögðu ekki með húfu á landsleik. Það er alveg glatað fyrir menn á þessm aldri og Höddi hefur reyndar ekki verið mikið klæddur á þeim viðburðum sem ég hef verið á að undanförnu. Menn mæta bara í bol í 3 gráður á Akranesi. Sjómaður.  

seth


mbl.is Tveir Bjarnar í steininum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klístraður handbolti og faxtæki

Þá er klístraður handbolti farinn í gang.

N1-deildin í kvenna og karlaflokki. Konurnar fóru af stað í kvöld. 

Margir spenntir fyrir handboltanum en við á íþróttadeild Morgunblaðsins þurfum nú að fara að leita aftur að faxtækinu okkar. Ég var á vaktinni í kvöld og þurfti eiginlega að leita og tékka hvort við værum með svona tæki?

HSÍ er eina sérsambandið sem er ekki með úrslit og leikskýrslur í rafrænu formi. Ótrúlegt að staðan sé svona árið 2007. Ég held reyndar að þeir ætli sér að skutla HSÍ inn á 21. öldina fljótlega..... (e.s þeir voru ekki lengi að því. Tvær skýrslur komnar á Excel-skjali. Tíðindi úr Laugardalnum og vel gert HSÍ:)

Topp gaur á Seltjarnarnesinu faxaði samviskusamlega leikskýrsluna úr leik Gróttu og HK í kvöld. Í fjórum eintökum. Alveg pottþétt. Hann hefur kannski ekki kunnað á græjuna enda fáir sem nota faxið í dag.

Ég held samt að hann hafi ekki staðið yfir tækinu og ekki skilið afhverju helv. skýrslan kom alltaf aftur og aftur út úr tækinu í stað þess að fara upp á Mogga. Við fengum allavega fjórar skýrslur en ekkert fax kom úr Fram-heimilinu og Vodafonehöllinni Wink

Fyrir þá sem eru búnir að gleyma þá eru faxtæki svona...

fax1130l


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband