Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 3.9.2007
Burðargeta nefsins á Michael Jackson
Til þess að þetta bullblogg verði hipp og kúl þá er sjálfsagt að gera eitthvað sem allir hafa gert áður.
Spurning dagsins er: Hvað er verið að útskýra á þessari mynd?
Verðlaun: Gömul Cobra golfregnhlíf, svört, sem er með burðargetu í takt við nefið á Michael Jackson. Sem sagt lúinn gripur. - Skjóttu.
Aukaspurning: Úr hvaða lagi er þetta textabrot, verðlaun, frí áskrift að mbl.is það sem eftir er..
Its close to midnight and something evils lurking in the dark
Under the moonlight you see a sight that almost stops your heart
You try to scream but terror takes the sound before you make it
You start to freeze as horror looks you right between the eyes,
Youre paralyzed
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 3.9.2007
Rétt talið?
Ef KSÍ væri lýðveldi og áhorfendatölurnar væru kjörseðlar í þingkosningum þá myndi ég vilja að óháð nefnd fylgdist með talningunni.. Á fjölmörgum vinnutengum ferðum mínum á völlinn hef ég oft verið undrandi á fjölmenninu á sumum völlum - stundum finnst mér að áhorfendatölurnar gætu allt eins verið úr kjörkassa í einræðisríki....ég fæ kannski tiltal fyrir þetta skot?
Hörður Magnússon íþróttafréttamaður minntist á þetta í gær í beinni útsendingu í Víkingur-Valur.. hann stuðaði ekki þjóðina eins og Gey dæmið hjá Dolla í Japan.
Skemmtilegur pirringur í Hödda þegar hinn þrautreyndi Guðmundur Hilmarsson vinnufélagi minn á Morgunblaðinu var með Magnús Gylfason í viðtali eftir leikinn. Höddi var frekar pirraður að fá ekki Magga á undan í sjónvarpsviðtal.... og hálfskammaði fyrrum liðsfélaga sinn úr FH fyrir að vera svona "ósvífinn" að taka Magnús í viðtal á undan SÝN. Bara stuð.....
![]() |
Metið féll í Víkinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 2.9.2007
Magnaður sigur
Í dag sá ég skemmtilegasta fótboltaleik ársins - ÍA - Valur.. úrslitaleikur í 4. fl. kvenna. ÍA sigraði, 6:3, í hörkuleik þar sem að eitt rautt spjald fór á loft. Eflaust hafa stuðningsmenn Vals verið ósáttir við að rauða spjaldið fór á loft en dómarinn fór einfaldlega eftir reglunum, markvörður fellir sóknarmann sem var slopinn einn í gegn og á aðeins eftir að komast framhjá markverðinum.
Skagastelpurnar leika því til úrslita næsta laugardag um Íslandsmeistaratitilinn. Kvennaboltinn í blússandi sókn á Akranesi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 1.9.2007
Gerðu eins og þjálfarinn segir þér......
Þetta lið er magnað...duglegir leikmenn sem fara í einu og öllu eftir því sem þjálfarinn segir.
Ég þekki einn leikmann liðsins mjög vel, sá leikmaður hefur ALDREI farið að sofa fyrir kl. 22 á þessu ári, vaknað síðan kl. 8 til þess að fá sér morgunmat og fara í göngutúr... hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi....unglingar sem fara eftir tilmælum..
Það er allt lagt undir, úrslitakeppni 4. fl. kvenna á Íslandsmótinu, fyrsta verkefnið gegn Stjörnunni gekk vel, 4:0, og Valur næst á dagskrá á sunnudaginn.
Úrslitaleikur um hvort liðið leikur um gullið á Íslandsmótinu.
Kvennaboltinni í blússandi sókna á Akranesi..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.9.2007
Survival
Niðurtalningin er byrjuð.. 1. sept. ég hef því viku til þess að finna vetrarfatnað fyrir landsleikinn gegn Spánverjum þann 8. sept. Það er hálf öld síðan fyrst var leikið á Laugardalsvelli og ég býst við að þá hafi íþróttafréttamenn fengið að sitja inni einhversstaðar á vellinum.
Í dag er þetta rosalega svona "erlendis" hjá KSÍ. Alveg eins og í útlöndum..nema helv. hitastigið. Og ekki reyna að segja mér að þessi aðstaða sé á Ullevaal í Ósló. Þar hef ég verið og þar er boðið upp á hitalampa sem eru rétt fyrir ofan hausinn á blaðamönnum sem eru úti.. svona KFC hitalampar. (þar er komin skýringin á blettaskallanum).
Fréttamenn sem skrifa í blöð og á netmiðla sitja í gömlu heiðursstúkunni en ljósvakamiðlarnir fá toppaðstöðu uppi í rjáfri fyrir ofan nýju stúkuna.
Hálfri öld frá því að völlurinn var vígður er aðstaða íþróttafréttamanna verri en áður.. djöfulsins vitleysa..
Það verður fínt að sitja með fartölvuna í 4 stiga hita og rigningu, úti... grifflur, trefill, húfa, og þessi vetrargalli sem er á myndinni hér til hliðar eru hluti af Survival kittinu sem samtök íþróttafréttamanna hafa sett saman og munu félagsmenn fá þetta afhent fyrir leik - gegn 700.000 kr. greiðslu.
Að sjálfsögðu verður veitt vel í blaðamannastúkunni. XO koníak og kaffi, bjór sem búið er að opna úr VIPPINU og bara stuð..
Það er svo mikið "erlendis". Jea..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.9.2007
Allt Matta Hallgríms að kenna
Skilaboðin eru skýr.. ströggl enn og aftur á þessu blessaða Tottenham liði sem hefur fylgt manni í marga áratugi. Kannski er þetta allt Matthíasi Hallgrímssyni að kenna. Hann sem þjálfari 6. fl. rétt eftir 1970 sagði ávallt í upphafi æfinga. "Þeir sem halda með Tottenham fá sér bolta og leika sér frjálst í nokkrar mínútur, hinir hlaupa 3 hringi í kringum malarvöllinn." Snilld...
Í skoðanaglugga hér til hliðar er spurt að því hvort lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham? Ég veit það svei mér þá ekki.. Martin Jol verður kannski á lausu á næstunni og tekur við KR?
![]() |
Liverpool í toppsætið eftir 6:0 sigur á Derby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31.8.2007
Grafalvarlegt ástand í Vesturbænum -
KR er í vandamálum - því er ekki hægt að neita. á vefsvæðinu krreykjavik.is er þessi pistill..... væri ekki hægt að lesa þetta sem næsta áramótaávarp eða eitthvað slíkt... málið er grafalvarlegt í Vesturbænum...
---
Veistu fyrir hvað KR stendur kæri leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður? Veistu hvaða þýðingu það hefur að vera KR-ingur? Veistu hvaða máli KR skiptir fyrir okkur í Vesturbæ Reykjavíkur? Okkur sem höfum alist upp í Vesturbænum, æft í yngri flokkum félagsins og síðan mætt á leiki liðsins til að styðja það í sætu og í súru.
VIÐ ERUM KR! STUÐNINGSMENN KR!
Veistu?
Í hvert sinn sem þú klæðir þig í búning KR-liðsins, þennan svarthvítröndótta þá ertu ekki einn. Sérhver stuðningsmaður KR klæðir sig í búninginn með þér. Þú hefur hvern stuðningsmann félagsins á bak við þig. Sú eina krafa sem við gerum er að þú leggir þig fram, berjist fyrir félagið og getir stoltur gengið af velli.
Tap er ekki það versta í heimi. Uppgjöf er mun verri. Sérhver sigurvegari hefur tapað leik og það er óbeit hans á því tapi sem knýr hann áfram til sigurs. Vilji og löngun. Þegar þú klæðir þig í búning KR-liðsins þá skaltu vita að þú ert ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti. Þú ert hlekkur í langri og gylltri keðju fyrrum leikmanna þessa félags, sem hafa margir gefið allt sitt í leikinn. Enn í dag munum við nöfn þeirra leikmanna sem gáfu allt í leikinn. Hin nöfnin eru skráð í sögu KR en okkur stuðningsmönnum gleymd. Það eru þeir sem hafa beinin, hafa viljan og hafa kraftinn sem lifa í hugum okkar.
Það eru forréttindi að vera KR-ingur. Ekki sjálfsögð forréttindi því þú þarft að vinna fyrir þeim, þú þarft að sinna þeim og síðan en ekki síst að minna þig reglulega á að þú sem KR-ingur hefur skyldum að gegna gagnvart félaginu. Vinna sinna og minna!
Hvort sem stuðningsmaður eða þá ekki síður sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður ertu skuldbundinn af verkum genginna KR-inga. Þeir settu viðmiðin hátt. Þeir sköpuðu stærsta og mesta knattspyrnufélag landsins. KR. Við sem á eftir komum berum þær byrðar að ekkert annað en það besta dugir. Það eru erfiðar en ánægjulegar byrðar!
Leikmenn vinna leiki. Þjálfarar tapa leikjum og dómarar eyðileggja þá. Stjórnir koma og fara. Dómarar hafa ekki eyðilagt leiki okkar í sumar. Þjálfarar hafa ekki tapað leikjum okkar og leikmenn hafa ekki unnið leikina. Stjórnin ber aðeins ábyrgð á því að skapa mönnum og þjálfurum rétta vinnuumhverfi.
Stuðningsmenn KR hafa unnið margan leikinn í ár og án efa þá alla. Leikmenn liðsins hafa verið minntir á þýðingu þess að vera KR-ingur rækilega af stúkunni í allt sumar. En þeir hafa ekki hlustað! Hakan hefur verið rígnegld niður í bringuna og hlustin lokuð. Þetta verður að breytast!
Leikmenn og þjálfari KR-liðsins verða að hlusta á okkur. Okkur stuðningsmenn félagsins. Okkur sem svíður inn að beini slakt gengi liðsins, okkur sem líðum vítiskvalir við hvert mark á okkur, hvert misnotað færi.
Enginn efast um að knattspyrnumenn hafa þann metnað að leggja sig fram, að hafa vilja til að vinna. En í dag eru leikmenn KR-liðsins hræddir. Þeir eru hræddir við mistök, þeir eru hræddir við leikinn. Það á ekki að vera svo. Leikmenn KR eiga aðeins að hræðast einn hlut og það er; Hvernig við stuðningsmenn KR minnumst þeirra!
Þið leikmenn og þjálfari KR. Þið eigið skilyrðislausan stuðning okkar meðan þið klæðist svarthvítröndóttu treyjunni en munið það að þið fáið aðeins að klæðast henni til að uppfylla væntingar okkar og vonir. Þið hafið það í höndum ykkar að skapa ykkur nafn í minni okkar!
Þið hafið þrjá leiki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31.8.2007
Sleggjukast kvenna
Ég var að horfa á HM í frjálsum - sleggjukast kvenna. Stórkostlegt sjónvarpsefni. Ég dáist af þeim starfsmönnum sem sjá um að mæla köstin á þessum mótum í sleggju, kringlu og spjótkasti.
Svona svipað og vera í marki í handbolta. Sem ég hef aldrei skilið.
Eins gott að þeir sem starfa við að mæla í sleggjunni séu með athyglina í lagi - menn gera líklega bara ein mistök í þessu starfi? -
Ég var líka að velta því fyrir mér hvernig flöt á golfvelli myndi líta út ef sleggjan myndi lenda á flötinni eins og golfbolti. Það mynda varla duga að laga það með flatargaffli.?
Annars hafa slys átt sér stað í spjótkastinu... ekki fyrir viðkvæma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 31.8.2007
Ha?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 30.8.2007
RÚV, Bjarni Fel og íþróttaminjasafnið
RÚV verður með svakalega innlenda dagskrá í vetur og eru það góðar fréttir. Ég ætla að benda þeim á að senda bara myndatökumanna á alla leiki í Landsbankadeildinni það sem eftir er mótsins og taka upp samtöl þeirra sem eru að lýsa leikjum útvarpinu.
Bara fyndið. "Bjarni?, heyrir þú í mér?. Nei, ég heyri bara í sjálfum mér. Ekkert í þér." Hallgrímur er á Víkingsvelli, Hallgrímur heyrir þú í mér?,,, nei Hallgrímur heyrir ekki í okkur. Ásgeir ertu þú tilbúinn í Kaplakrika?.... nei Ásgeir heyrir ekki í mér.. ég held þá bara áfram að lýsa héðan af KR-velli.
- nett skáldasaga frá lýsingu RÚV en innihaldið er það sama. Tæknileg mistök.. skemmtiefni að heyra goðsögnina Bjarna Fel. vera í þessu brölti. Hinn stórskemmtilegi Gísli Skessa Út og Suður Einarsson átti í sömu vandræðum á Akranesvelli í kvöld.
Skondið að hlusta á þetta tæknistúss enda eru RÚVARNIR með tæknibúnað sem flestir safnarar eru að leita að. Ég veit að Gísli keyrir alltaf mjög hratt framhjá Byggðasafni Akraness þegar hann er með RÚV græjurnar í bílnum... þeir vilja ólmir fá þetta dót á íþróttaminjasafnið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)