Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 30.8.2007
Öskrandi hás
Ég held að þetta sé efni fyrir þá sem fá frítt í strætó vegna aldurs. E-Street Bandið og Brúsi öskrandi hás að hvæsa "Born in the USA" og allur sá pakki.
Ég segi pass en eflaust eru margir sem gleðjast yfir þessum fréttum. Hvenær fer U2 að túra aftur? Skráði mig í U2 klúbbinn áður en síðasta tónleikaferð hófst og maður ætlaði að næla sér í miða á undan öllum hinum. Það var ekki að spyrja að því. Tölvukerfið á u2.com bráðnaði eftir nokkrar sekúndur þegar salan hófst. Örugglega eitthvað Macca drasl þar á ferðinni...
![]() |
Bruce Springsteen í tónleikaferð með E Street Band |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 30.8.2007
Vítakast var það heillinn
"Og Zaza Pachulia skorar úr síðara vítakastinu," sagði í 10 fréttum sjónvarpsins á RÚV í gær þegar lokakaflinn í leik Íslands og Georgíu var sýndur. Vítakast - kóm ón - þetta eiga menn að vita?????? -
Vítaskot var það heillinn. -
Visir.is svaf á verðinum í gær. Alls ekki fyrstir með fréttirnar af landsleiknum - það var ekkert komið um leikinn þegar ég kíkti á visir.is rétt fyrir kl. 2 í nótt. Kannski að hinn ágæti ritari KKÍ taki málið upp á næsta stjórnarfundi. Vísvitandi verið að sneiða framhjá fréttum af körfunni....allsherjar plott hjá fjölmiðlum landsins..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 29.8.2007
Henry Birgir er framsóknarmaður
Ég get sannað að Henry Birgir Gunnarsson er framsóknarmaður.....
Hann skiptir um skoðun jafnoft og Birkir Byrgismálssoneitthvaðégmanekkihversson.
Meira síðar..
Bloggar | Breytt 30.8.2007 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 29.8.2007
Savage á aldrei slæman dag
"Algengt að stjörnur þjáist í einsemd og vanlíðan þar sem þær hleypi fáum handan ímyndar sinnar og haldi jafnvel grímunni gagnvart sínum nánustu."
Þá hefur maður fengið svör við ýmsum vandamálum sem Robbie Savage er að glíma við hjá Blackburn. Reyndar hefur Savage aldrei átt slæman dag.
![]() |
Segir Owen hafa átt slæman dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29.8.2007
Sparkað í afturendann á fasteignasölum
Yfirburðir 68'árgangsins í golfi eru gríðarlegir og leikreynsla úr öðrum íþróttum er vanmetin þegar keppt er í holukeppni.
Fasteignasalarnir Bogi Mölby Pétursson og Hákon Svavarsson voru með bros á vör eftir 12 holur í öðrum af alls þremur úrslitaleikjum þessa tímabils gegn síðuhaldara og Alexander Högnsyni. Bogi og Hákon unnu fyrstu viðureignina á heimavelli okkar á Akranesi en það kom í ljós síðar að útreikningur á forgjöf var rangur enda ekki séns að þeir geti unnið okkur nema með svindli.
Þeir starfa jú við þetta alla daga
Leikplanið gekk fullkomlega upp hjá 68'árgangnum. -
Reynum að hafa þetta jafnt eftir 9 holur þannig að þeir gefist ekki upp eftir fyrri hringinn," sagði Alexander enda rigndi eins og hellt væri úr fötu og Hákon er ekki mikið fyrir það að blotna - hárgreiðslan gæti farið úr skorðum.
Leyfum þeim að ná sér aðeins á strik eftir 12-13 holur," sagði fótboltakappinn á 5. braut.... það gekk einnig eftir... "síðan spörkum við í afturendann á þeim á lokasprettinum með "íþróttasálarfræði" og taktískum leik."
Það var ekki að spyrja að því. Eftir 16. holu í Hvaleyrinni vorum við búnir að snúa leiknum okkur í hag...unnum þrjár holur í röð og á 17. teig var búið að ganga frá heilabúi Hákons með þeim hætti að hann gat varla slegið boltann.. 2/0 game óver...
Þetta heitir REYNSLA.. og af henni eigum við nóg.. Burgerinn og sá kaldi í leikslok var besta máltíð ársins - enda í boði lúseranna. Djöfull er golf einföld íþrótt.
Við heimkomuna var okkur fagnað samkvæmt venju.. með flugeldasýningu..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 28.8.2007
Ótrúlega ógeðfelld árás....
Þessi færsla hjá Ragnari Gunnarssyni úr Borgarnesi er ekki við hæfi.. ótrúlega ógeðfelld árás á Samfylkinguna í Reykjavík og íþróttafélagið Val.
Útvarp Saga á eftir að loga eins og skógareldar í Grikklandi út af þessu bulli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28.8.2007
Wilson Muga eða Savage?
Þetta er þriðja skrefið af alls tólf hjá mér hvað varðar "öppdeit" á fína og fræga fólkinu í Hollí..
Ég hélt alltaf að Robbie Savage væri bara leikmaður Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Bý á Akranesi og það er eitthvað í vatninu hérna. Tvær stóriðjur sem pumpa blýi í vatnsbólið okkar í Akrafjalli.
Ég vissi ekki að Savage gæti flogið svona á milli eins og Becks og leikið í Hollívúdmyndum og allt.
Savage er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og það er því ekkert skrýtið að hann sé vinsæll í USA.
Ég veit samt ekki hvað Mark Hughes boltabulla og knattspyrnustjóri Blackburn segir við öllum þessum þvælingi á Savage. Hann hefur bara heilsað að hætti sjómanns úr Vestmannaeyjum - það sést á nefinu á Savage. Ég vona að hann verði klár í slaginn um næstu helgi í enska boltanum.
![]() |
Owen Wilson óskar eftir að fá tíma til þess að ná bata í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 27.8.2007
Tré tapast og fréttir hverfa
Slatti af trjám sem hafa horfið í Heiðmörkinni...það er á fleiri stöðum þar sem eitthvað týnist..
Í morgun var áhugverð frétt á visir.is þar sem tekið var fram að Reynir Traustason ætti að starfa með Sigurjóni Egilssyni á DV.
Fréttin er ekki lengur á fréttavefnum?????? - skúbb dagsins var kannski bara eins og Internetið... bóla.
Uppfærsla...13:43: Reynir Traustason er ekki týndur.....skúbbið stendur sig og er ekki bóla. Gott mál...
![]() |
Telja að yfir 800 tré hafi tapast í Heiðmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 27.8.2007
Old school ...tveir góðir......
Afhverju fékk ég aldrei svona í jólagjöf?
Dominique Wilkins náði aldrei að slá í gegn því hann tapaði alltaf í samanburðinum við Michael Jordan - en þeir komu inn í NBA á svipuðum tíma. Wilkins var skemmtikraftur, og gat stokkið yfir heilu liðin áður en hann tróð boltanum í körfuna. En vann aldrei titil í NBA.......
Það voru fleiri leikmenn sem voru "heitir" á þessum árum í Atlanta Hawks... Spudd Webb að sjálfsögðu.. vann troðkeppnina og allt.. Aðeins 1,69 m. á hæð og vann troðkeppnina árið 1986. Körfuhringurinn er í 3,05 m. hæð. Spudd var maðurinn og á myndinni má sjá að hann var ekki með neitt harpix í lúkunum að reyna troða með "Einari" eins og svo margir aðrir í þessum hæðarflokki. Þess má geta að síðuhaldari er 1,83 m. þrátt fyrir að menn úr læknastétt hafi úrskurðað að 1,79 m. sé hin opinbera tala. Bölvað kjaftæði og ég gat líka troðið (með harpix, aleinn í húsinu, og oftar en ekki á minikörfunar)...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 27.8.2007
Sveittur hamborgari á raðgreiðslum
Afhverju datt mér þetta ekki í hug. Staðarskáli er að sjálfsögðu gullmolinn sem á eftir að auka hagnað N1 verulega á næstu áratugum.
Vegasjoppa dauðans - og allir sem hafa rennt sér með fjölskylduna inn á slíka staði vita að þar er verðlagið í takt við allt annað hér á Íslandi. Okur... Fiskur og franskar eða , sveittur hamborgari á raðgreiðslum og lítið gosglas á yfirdráttarvöxtum.
Núna fattar maður það afhverju strákarnir frá Rússlandi sem voru að spila körfubolta með okkur í gamla daga sátu úti í rútu og borðuðu nestispakka eins og góðir Norðmenn gera. Á meðan létum við hinir hafa okkur að fíflum í vegasjoppum út um allt land.....
Ekki skrýtið að matvöruverslanir og veitingastaðir á Íslandi auglýsi það sérstaklega að "nýtt greiðslukortatímabil" sé hafið. Alveg magnað..
Ætli það sé búið að selja Olíustöðina í Hvalfirði?, Botnskálinn er farinn., ég ætla að tékka á Ferstiklu.. það er góður bissness - allir hættir að fara í gegnum Hvalfjarðarrörið ekki satt? Ferstikla...það er málið enda er flest fólk fífl..
![]() |
N1 kaupir Staðarskála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)