Færsluflokkur: Bloggar

Vísir skúbbar í kvennaboltanum

Dregið hefur verið í milliriðla evrópukepppni félagsliða kvenna. Valsstúlkur voru í pottinum eftir frækilega frammistöðu þeirra í milliriðlum í Færeyjum fyrir skömmu. Milliriðlarnir verða leiknir í Belgíu en auk Vals eru Everton, Frankfurt og Rapide Wezemaal frá Belgíu í riðlinum. Leikið verður daganna 11. - 16. október.
 
 
Frá því á þriðjudag hefur þetta legið fyrir..
 
Íþróttir | mbl.is | 14.8.2007 | 17:09

Valskonur unnu stórsigur í síðasta leiknum

Valur vann í dag hollensku meistarana í Den Haag, 5:1, í síðasta leik sínum í fyrstu umferð Evrópukeppninnar, en leikið var í Færeyjum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, á 7. og 19. mínútu, og Dagný Brynjarsdóttir kom Val í 3:0 tæpum tíu mínútum fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik bætti Nína Ósk Kristinsdóttir við tveimur mörkum áður en þær hollensku skoruðu sitt eina mark.

Valskonur höfðu reyndar fyrir leikinn tryggt sér sæti í annarri umferð riðlakeppninnar, en hún fer fram dagana 11.-16. október. Þar mætir liðið þýsku meisturunum í Frankfurt, enska liðinu Everton og Belgíumeisturum Wezemaal.


Tilþrif............

Tilþrif........

Eiríkur þriðji

Fjölmiðlamótið í golfi á Akureyri var vel heppnað þrátt fyrir að menn hefðu skilað sér seint inn eftir rástíma.. sumir voru um 6 tíma að klára Jaðarsvöll.. það er afrek..Að venju voru verðlaunin mun fleiri en keppendur....skál fyrir því.

Heilsan var þokkaleg í morgun þegar við Brynjar Gauti ljósmyndari vorum vaktir á gistiheimilinu kl. 9. "sharp". Þar fyrir utan stóð maður með posavél og var að rukka fyrir gistinguna.. góð tímasetning eða þannig...Þið hefðuð átt að sjá svipinn á stúlkunni sem opnaði fyrir okkur herbergið á föstudaginn þegar við komum á svæðið - bara eitt rúm? - hún brosti og spurði: "Viljið þið fá aukadýnu?,". Jebb - málið var þá dautt.

Verð að koma því að: Eiríkur Ásgeirsson blaðamaður á Fréttablaðinu verður framvegis nefndur Eiríkur þriðji...meira af því síðar.


Bjór verður ekki seldur á risatónleikum Kaupþings

Skúbb - Það verður ekkert öl á boðstólum fyrir almenning sem sækir risatónleika Kaupþings á Laugardalsvelli á morgun.

Veitingarnar verða hefðbundnar "pulsa og kók", súkkulaði, kaffi og gos.

Velti því fyrir mér hvort það verði sama uppi á teningnum í VIPPINU og baksviðs... Sem sagt ekkert bjórsull á Laugardalsvellinum fyrir almenning.

En eflaust verður rautt, bjór og svalandi hvítvín í boði fyrir hina útvöldu.....Forsvarsmenn fjölmiðlamótsins í golfi sem fram fer á morgun á Akureyri hafa lofað því að ekkert áfengi verði selt á meðan keppni fer fram og eftir að henni lýkur... áfengið verður ekki selt - það verður gefið....


Ég náð'onum loksins upp

Getuleysi mitt í upphafshöggunum í golfíþróttinni hafa valdið mér áhyggjum.

Ég hef átt í vandræðum með að ná honum upp.

Boltinn hefur flogið lágt og skrúfast jafnvel niður til vinstri.

Ógeðslegustu högg sem eru til.

Ein lítil breyting skilaði þvílíku flugi í dag í Grafarholtinu að annað eins hefur ekki sést.

Hátt draw af og til  - þvílík sjón.

Þannig að ég er farinn að ná honum upp aftur. Viagra hvað?


Bolurinn Henry?

Bolur Bolsson var góður - ekki alltaf jafnleiðinlegur eins og margir aðrir bloggarar.. En það læðist að mér sá grunur að þarna hafi verið á ferðinni Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu. Ég legg kippu undir að þetta sé rétt hjá mér..

e.s. málið er dautt.. Henry játar "glæpinn".... Ég nennti ekki að lesa alla þessa langloku hjá honum en ég hef það á tilfinningunni að Moggabloggið sé álíka kúl og Glæsibær eða Bingó í Tónabæ...


Saklaus kveðja eða hlutdrægni?

"Ég vona að ykkur gangi vel uppi á Skaga á fimmtudaginn og að þið blandið ykkur almennilega í toppbaráttuna,"  sagði aðstoðarmaður VBV við Leif Garðarsson þjálfara Fylkis í þættinum Mín Skoðun í dag. Saklaus kveðja? eða einlæg ósk aðstoðarmannsins um að öðru liðinu vegni illa í þessari viðureign.

Það hefði toppað þetta ef þeir hefðu hringt í Gaua Þórðar í kjölfarið... mhmhmhmhmh..og sagt síðan við hann, gangi þér vel gegn Fylki...?????

Það yrði allt vitlaust ef íþróttafréttamenn tækju þetta upp í skrifum sínum í aðdraganda leikja að draga taum annars liðsins. Það má kannski allt í útvarpi... það er enginn að hlusta??


Lavigne er frunsukrem?

Helv.. gengur það illa hjá mér að muna hverjir eru hvað í þessum celeb heimi.. ég hélt alltaf að  Avril Lavigne væri frunsukrem...nú veit ég betur...hún er í Nylon...

 

 

 


mbl.is Hleypur um berrössuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannah samkjaftar aldrei

Það er ekki oft sem maður situr í grasbrekkunni á Fylkisvellinum og horfir á leik.

Græni blaðamannaskúrinn var ekki mitt svæði í kvöld enda var stórfjölskyldan á leiknum eftir Esjugönguna. (Við komumst í grunnbúðirnar en reynum við tindinn síðar. Krækiberin töfðu gönguna).

Ég hef ekki séð Fylki spila frá því í fyrstu umferð Íslandsmótsins en það var stórkostlegt að heyra og fylgjast með varnarmenninum David Hannah í leiknum í kvöld. Maðurinn þagnar ekki... alltaf að segja sínum mönnum til, dómarinn fær að heyra það og allir aðrir sem í kringum hann eru. Eina skiptið sem hann þagnaði var þegar hann lá í grasinu í framlengingunni og virtist illa meiddur.

Reynsluboltinn lá eins lengi og hann þurfti en kom síðan eldsprækur inná. Ég held að fáir tali meira í fótboltaleik en Hannah. Hann hefur aldrei samkjaftað...

Græni eiturgræni vinnuskúrinn sem hefur verið aðstaða fyrir fjölmiðlamenn til bráðabirgða í nær áratug var þéttsetinn. Ég nappaði kaffibolla og það tveimur áður en Bjarni Fel náði að snúa sér við. "Benedikt, Benedikt, það er hornspyrna á Fylkisvelli," var það síðasta sem ég heyrði áður en ég laumaðist út með kaffið.

Talandi um áreiti í vinnunni. Hvernig eiga menn að geta unnið í litlu rými þegar verið er að lýsa í útvarpi frá sama svæði.. Óþolandi. Ef þetta heldur svona áfram er líklegt að nýtt Geirfinnsmál sé í uppsiglingu. Útvarpsmenn munu hverfa. Ég var nálægt því á leik FH-KR að mig minnir í fyrra. Einn gaur frá KR-útvarpinu í blaðamannaaðstöðunni í Kaplakrika og sá talaði samfellt í farsímann í 45 mínútur. Þegar hann þagnaði í hálfleik benti ég honum með mikilli kurteisi að "drulla" sér í burtu.. Hvað er í gangi.. að lýsa í útvarpi við hliðina á blaðamönnum sem eru að reyna að einbeita sér að verkefninum og punkta eitthvað hjá sér.. þetta var röfl.. tuðið kemur síðar.

 



mbl.is Halldór skoraði tvö og kom Fylki í undanúrslit VISA-bikarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstir með fréttirnar?

Slagorð visir.is  -fyrstir með fréttirnar er helv. erfitt viðureignar og stundum er visir.is alls ekki fyrstur með fréttirnar..

Ísland án eiturlyfja 2000 var líka helv. góð hugmynd en líklega óraunhæft.. 

Ég ætla ekki að berja á kollegum mínum þarna á visi.is þeir eru örugglega að gera sitt besta en það er ekki stafur um að GKG og Kjölur fögnuðu sigrum í sveitakeppninni í golfi í dag.

Íslandsmeistarar sem sagt.. þetta var stórkostlegt tuð.. röflið kemur síðar..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband