Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 11.8.2007
Milljón kall fyrir að ná inn á 365
Þetta ætlar að verða smásaga sem endar aldrei... Sky vs. 365.... ég var að hlusta á Simma og Jóa í útvarpinu um daginn þar sem þeir eru að bjóða milljón kall í verðlaun fyrir þá sem svara rétt í símann ef þeir hringja..
"Simmi og Jói," er kallið sem gefur vel af sér..
ég legg til að þeir félagar gefi einnig þeim sem ná inn í þjónustuver 365-miðla, Sýnar eða hvað þeir vilja kalla þetta, milljón kall. Ég hef reynt og kræst.. þetta er ömurlegasta þjónustuver landsins..
ég heyrði af einum sem er búinn að græja enska boltann snyrtilega.. borgar ekki krónu en er samt sem áður með enska í gegnum Digital Ísland.. hehehehehehe....
![]() |
Lögbannskröfu hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 11.8.2007
Lífið er of stutt til þess að halda með Tottenham
![]() |
Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10.8.2007
golf.issssssssss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10.8.2007
Hestur féll á lyfjaprófi í Tour de France
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10.8.2007
Micran hefði ekki þolað þessa skvettu
Ég er ekki viss um að Nissan Micra tuðrann hans Kristjáns Jónssonar íþróttafréttamanns (a.k.a. bolvíska stálið) hefði þolað þetta hnjask..
Stálið á mjög sérstaka útgáfu af Micra sem er nett sandblásinn á toppnum eftir skvettu úr Óshlíðinni, sandblásinn er kannski ekki rétta orðið.. beyglaður....
Micran er ekki til sölu en liturinn er ómótstæðilegur. Miðað við óeðlilegan áhuga Stálsins á franska handboltþjófnum með síðu lokkana þá er alveg spurning um að breyta nafninu stálið í "franski þjófurinn."
að öðru: ég er ákaflega ánægður með að fólk nenni að lesa þetta bull hjá mér og þessi áhugi hefur fleytt mér yfir þann þröskuld að vera með vinsælla blogg en Simmi í Kastljósinu.. það hefur tekist...reyndar er Simmi hættur að blogga en það er allt önnur saga
![]() |
Stórir grjóthnullungar féllu á Óshlíðarveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 10.8.2007
Afhverju er SÝN ekki með í áhorfskönnunum?
Enski boltinn er heitt umræðuefni hjá mörgum.. SÝN 2 er með pakkann og þeir sem vilja horfa þurfa að borga meira en þeir gerðu í fyrra á Skjánum.
Áskriftarkerfið er frekar flókið en SÝN 2 kostar 4.200 á mánuði miðað við 12 mánaða bindingu. (M12). SÝN og SÝN 2 kosta 7.100 á mánuði miðað við M12.
Ég hef ekki séð áhorfskannanir frá SÝN eða Skjánum á undanförnum misserum og reyndar hefur SÝN ekki verið með í áhorfskönnun í mörg herrans ár.
Ég velti því fyrir mér afhverju það sé?
Ég man eftir einni slíkri og þar var niðurstaðan sú að SÝN var með skelfilega lítið áhorf.. ef ég man rétt þá var vinsælasti þátturinn með uppsafnað áhorf í kringum 5% og rétt tæp 2% horfðu á þann viðburð í beinni útsendingu.
Ef þetta efni er svona ótrúlega vinsælt þá ætti það að vera einfalt mál að henda SÝN 2 inn í næstu áhorfskönnun og SÝN einnig. Eða er staðreyndin sú að 5000-7000 heimili eru með SKY og þar fyrir utan eru pöbbarnir alltaf fullir þegar stórleikir eru sýndir.
Það væri gaman að fá samanburðinn í áhorfinu.. Dagblöð og tímarit komast ekkert hjá því að vera stöðugt undir smásjánni hvað lesturinn varðar en það er ekki boðið upp á sömu spennu í ljósvakamiðlunum..
e.s. ég væri líka til í að fá að vita hve margir heimsækja eyjan.is.
Hef ekki séð neinar tölur um vinsældir þeirra..
þetta var tuð.. röflið kemur síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 9.8.2007
Dúndur
Feðgaferð á leik Fram og ÍA reyndist skemmtun - en fyrsti klukkutíminn var erfiður. Nammið búið hjá þeim yngsta og hann var búinn að setjast í alla stólana í VIP-stúkunni.. takið eftir því VIP.
Fór að sjálfsögðu í blaðamannaboxið og kannaði aðstæður.
Helv. flott hjá þeim í Dalnum.. og að sjálfsögðu var boðið upp á veitingar í hálfleik sem voru ekkert slor..
Fékk mér bara kaffi en Stella var ísköld á kantinum fyrir þá sem vildu. Var ekki með símann til þess að taka myndir en þær eru víst til.
Sá yngsti þurfti á klósettið í stöðunni 1:0 og við misstum af öðru marki Fram. Sá í þeirri ferð að einhver hefur VIPPAÐ yfir sig í fyrri hálfleik því að vaskurinn á karlaklósettinu var eins og ég man eftir þeim korter í þrjú í Logalandi á sveitaballi - allur útældur...
Það er ekki að spyrja að því...besti bjór í heimi er alltaf ókeypis og þá er bara að dúndra eins miklu í sig og hægt er... skemmtilegt að aðeins útvaldir fá að drekka bjór í þessu íþróttastússi hér á Íslandi.
Ég skrifaði um besta bjór í heimi þann 13. mars s.l. og þar minntist ég á þetta óréttlæti sem Íslendingar búa við hvað varðar aðgengi að áfengi á íþróttaviðburðum. Þetta er bara djók. Ég skora á einhverja aðila að taka sig saman og mæta með eina kippu af bjór í poka á alla helv. leiki í Landsbankadeildinni það eftir er tímabilsins.... og sjá hvað menn ætla að gera í þessum málum..
Sumir eru jafnari en aðrir í þessum efnum.. Jón múrari og Siggi málari fá ekki að komast í bjórinn en við sem erum í VIPPINU fáum bjór.. líklega verður mér aldrei hleypt í Fram-Vippið aftur en ég hef ekki áhyggjur af því á næsta ári... þeir verða líklega á Valbjarnarvellinum.....
![]() |
Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9.8.2007
Evrópustaðall í sturtu
Staður og stund: Laugardalslaug, sturtuklefi, fyrir mörgum árum..
Ungur maður gerir sig klárann eins og aðrir, fer í sturtu... hann stendur þarna alveg spakur þegar einhver maður kemur að honum. Maðurinn horfir á unga manninn og mælir hann út - hátt og lágt.
Ungi maðurinn verður hálfvandræðalegur..en þá horfir maðurinn aftur á hann og frekar miðsvæðis á líkama unga mannsins. Hvað er í gangi hugsar sá ungi.
Þá gengur maðurinn að sturtunni og horfir enn meira á miðsvæðið.
"Fellur þetta sem hangir á þér undir Evrópustaðalinn?" var spurninginn sem ungi maðurinn fékk.. Og þessi er sönn.. það fylgdi því ekki hvort hann átti við að græjann væri of lítil eða of stór..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9.8.2007
Rauðhærður Íri
Djöf.. getur maður verið heimskur.. ég hélt alltaf að Pete Doherty væri leikmaður Arsenal. Rauðhærður, írskur, vinstri bakvörður. Þessi sem vann keppnina um rauðhærðasta Íslendinginn á írskum dögum 2003...
Eins og ég hef lýst yfir áður er markmiðið að verða betri í slúðrinu og þetta er annað skrefið af 12 í þeim efnum.
E.S kattarkonan er búinn að fá húsnæði en hún var stödd á þessari rallkeppni í Finnlandi en þessi beygja virðist vera nokkuð erfið.
![]() |
Moss kallar Doherty svikarottu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 8.8.2007
Kona leitar sér að leiguíbúð
Þessi ágæta kona hringdi og var að leita sér að íbúð til leigu.. hún er víst með nokkra ketti en það á ekki að vera vandamál..hún gefur þeim að borða daglega - hún sendi myndband og allt..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)