Færsluflokkur: Bloggar

Það er ekki allt að fara til fjandans

Hver heldur því fram að allt sé að fara til fjandans í uppeldi barna á Íslandi? Var að lesa það í blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu, að 3.400 kr. söfnuðust í hlutaveltu sem Arnar Ingi, 5 ára, Hekla Mist, 7 ára, og Alexandra Petrea, 7 ára, stóðu fyrir og Rauði krossinn fékk peningagjöfina. Þau hefðu getað keypt sér mánaðaráskrift að enska boltanum en í staðinn láta þau gott af sér leiða.

Selfoss er einnig með dugmikla krakka.   Haraldur Gíslason, Guðmundur Bjarki Sigurðsson, Bjarki Leósson og Konráð Jóhannsson. Margrét Lea Haraldsdóttir, Anna Kristín Leósdóttir og Irena Birta Gísladóttir. Unnur Lilja Gísladóttir, Þóra og Sigrún Jónsdætur, Margrét og Steinunn Lúðvíksdætur og Katharína Jóhannsdóttir söfnuðu 50,500 kr. í verslunarrekstri í sumar og gáfu þau Stróki á Selfossi gasgrill. Strókur er félag sem er með ýmsa dagskrá fyrir fólk með geðraskanir. - Fimmtíuþúsundkall eru margir peningar en ég tek hattinn ofan fyrir svona snillingum..

Þessir litlu molar á bls. 24 í Mogganum í dag sýna að það er ekki allt að fara til fjandans á Íslandi.

 

 


Jess, jess, jess... þessi var í beinni á SÝN

Ég skil vel að forráðamenn 365 séu ánægðir með að enski boltinn sé kominn heim..og þeir eru vissulega að sinna þessu eins vel og þeir geta - 4:4:2 þátturinn á laugardögum er t.d. mjög gott framtak..

ég velti því hinsvegar fyrir mér hvernig fréttamatið á fréttastofu 365 sé miðað við þá breytingu sem hefur orðið á fréttaflutningi af enska boltanum á einu ári. Í fyrra var greint frá úrslitum úr enska boltanum á 10 sekúndum...en þeim mun meiri tíma eytt í þær deildir sem eru í boði fyrir áskrifendur 365. Er fjallað meira um þá viðburði sem eru sýndir í beinni á 365 og nánast ekkert um hina viðburðina?

ég er líka mjög undrandi að í hvert sinn sem sagt er frá einhverjum viðburði þá er tekið fram að þessi eða hinn leikur hafi verið í "beinni" á Sýn eða SÝN2. Var ekki byrjað að sýna beint frá fótboltaleikjum hér á Íslandi 1986, 1982 úrslitaleikur HM í svarthvítu..?   -eru til menn og konur sem segja JESS þegar þessi frasi kemur. "þessi leikur var í beinni á SÝN.."

Fréttamenn SKY taka það ekki fram að Man. Utd.  - Liverpool hafi verið í beinni á SKY..er þetta séríslenskt eða hvað?..


Golf er snilld..

Þar sem að Arsenal var að spila í enska boltanum var að sjálfsögðu ekkert horft á boltann í dag.

Stóra feðgamótið var því sett á laggirnar á Hamarsvelli í Borgarnesi, 9:20 var fyrsta höggið slegið og þrátt fyrir að vera með 9 ára gutta með í förn og einn sem fær frítt í strætó vegna aldurs þá kláruðum við dæmið á 3 1/2 tímum. 

Golf er snilld, þar sem að 9 ára pjakkar geta leikið með afa og pabba - og haft gaman af því. Fyrri 9 holurnar voru góðar hjá öllum en það var aðeins erfiðara á síðari 9 enda fleiri "nýjar" holur og flatirnar eins og hrökkbrauð.

Hamarsvöllur á eftir að verða flottur...og það var gríðarleg traffík á vellinum í dag.

Axel Fannar átti lengsta drævið í hollinu á 12. braut, rúmlega 150 metra högg hjá stráknum.

 
Högg dagsins átti Þórólfur Ævar á "hótelholunni" þeirri 17. Ég sá að hótelstjórinn opnaði dafi og axel i golfiyrnar þegar hann sá karlinn á teig -enda á hann fína beyglu í bárujárninu á hótelinu eftir "draghögg" aldarinnar. Hótel hamar sándar vel þegar dúndrað er í bárujárnið.

Í dag "feidaði" kallinn boltann alveg upp við stöng af 175 metra færi - ísí 3-tré. Fuglinn lét á sér standa...of stuttur.. kannast við það.

Á morgun tekur alvaran við.. þá er Gevalia stórmótið á dagskrá á Hamarsvelli.... bíð spenntur eftir að sjá drævin hjá Árna "litla" bróður mínum. Þau eru víst rosaleg......  


Hlandvolgt mál

Ég hafði stórar áhyggjur af því í dag að litli "bílskúrs-kælirinn" frá ömmu minni verði fjarlægður á næstu dögum úr bílskúrnum hjá mér.. en ég hef reyndar minni áhyggjur af því núna því ég veit að þeir Bingi og Villi kæmu græjunni ekki út þar sem að draslið er svo mikið í skúrnum..

hlandvolgt mál þarna á ferðinni og ótrúlega vanhugsað...


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skál fyrir Eiríki þriðja

Samkeppnisaðilarnir heimta að fá línu vegna Stella Media Masters sem fram fór á Akureyri um s.l. helgi. Harði diskurinn var ekki alveg í lagi eftir helgina en núna er þetta allt að lagast.

Hrósið fær Eiríkur Ásgeirsson íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu -

þrátt fyrir að hann hafi fengið 3 punkta og "skammarverðlaunin". Media Masters gengur einmitt út á þetta.. hitta aðra, spila golf og skemmta sér. Óháð því hvort það gangi eitthvað að slá helv. boltann..

Eiríkur getur gengið stoltur af velli, hann var flottur í tauinu og lúkkaði bara vel þegar hann gekk stuttar vegalengdir á milli högga.. max 80 metrar að mér skilst. Ég vona að Eiríkur hafi brotið niður veggi í fjölmiðlageiranum fyrir þá sem eru óöruggir með golfið sitt og þora ekki á Media Masters...

að öðru... það er alveg brunnið að mæta í svona mót og sjá gaura sem eru með Gatorade og banana á lofti á 4 holu fresti.,,, slíkt á að vera frávísun á Media Masters..og það á jafnvel að vera með áfengismæli á 5 holu fresti og dæma kylfinga úr leik sem eru ekki yfir eðlilegum mörkum í svona keppni.

spilaði á golfmóti körfuboltamanna í Borgarnesi fyrr í sumar og þar var mér sagt frá því að það væri í lagi að vera með Gatorade orkudrykk og banana.. fyrir mér er það líka frávísun.. og vatn á líka að vera bannvara á slíkum mótum... skál fyrir Eiríki þriðja


Að öðru.........................

Ég hef einnig samið um sátt í meiðyrðamáli sem höfðað var gegn mér síðdegis í dag. Bessastaðabeikon var kannski ekki góð hugmynd að vörumerki, þrátt fyrir að bróðir minn búi á Álftanesi. -

Hef ákveðið að láta af þessum áformum.....að öðru..

á kjörstað í Laugardalnum í kvöld var sagt frá því að um 4000 miðar hafi verið seldir á landsleik Íslands gegn Kanada. Í þessari færslu frá því gær var ég undrandi á því hve margir miðar voru þá þegar seldir. Hið sanna er að sponsorar KSÍ kaupa miða fyrir hvern leik, 200 miða í hverju hólfi, og þeir koma þeim síðan á sína viðskiptavini.

Það er sorglegt að þeir sem fá miða gefins nenna ekki að mæta..kannski ekkert hægt að gera í þessu. RÚV var líka með heljarinnar kynningu á beinu útsendingunni frá leiknum í Laugardal.. eða þannig.. Leikurinn eins og bragðlaus kartöflustappa frá Krydd og Kavíar í mötuneyti Árvakurs... - þú verður saddur en ekkert spes..


mbl.is Paris Hilton semur í meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildran á NAD

Gildran...var alveg búinn að steingleyma þeim..kannski sit ég á gullpotti, ég á nefnilega vínilplöturnar þeirra frá A-Ö..þeir seldu plöturnar sínar grimmt rétt fyrir kl. 3 að nóttu eftir ball á Akranesi fyrir ca 20 árum....

kannski að maður grafi NAD plötuspilarann upp og hlusti á Gildruna.. Steðmenn eru að sjálfsögðu off...Hvað fær maður fyrir ómetanlegt safn af Gildrunni á vínýl???


mbl.is Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grísa sig í hel

Fyrir þá sem hafa gaman af körfubolta þá er alveg hægt að grísa sig í hel í þessu sporti. E.s ég hef sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Bessastaðabeikon.......... hvernig líst ykkur á það?.

 


Þvílík lengd á þessum drjólum

Vandamálið að ná honum ekki upp í upphafshöggunum í golfi er alþekkt-

þá á ég við boltaflugið, var einhver að misskilja mig? Taldi mig hafa leyst gátuna á Jaðarsvelli þar ég notaði símastaura sem tí - tæknileg mistök sem ég gerði í Nevada Bob.. Þvílík lengd á þessum drjólum.. þá á ég við tíinn.. sá þessi á netinu.. þau lækna kannski öll vandamál??

golfstuffcheaper_1961_6119655


Ótrúleg eftirspurn eftir lélegustu sætunum

Ísland - Kanada er ekki leikurinn sem mun slá áhorfendamet í Laugardalnum. Reyndar hefur farið lítið fyrir sölutölum hjá KSÍ....kíkti á midi.is í kvöld og sá að eitt hólfið, E-hólfið, er stappfullt...mhmhm það er víst heiðursstúkan..

Kíkti á hin hólfin og það er skemmtileg mynstur á bláu (seldu) sætunum á miði.is í minni stúkunni en svo virðist sem að búið sé að "selja" öll sæti hólfum M-S sem eru efst í stúkunni? Bestu sætin eða hvað - öll sætin sem eru næst vellinum í þessum hólfum eru auð enn sem komið er.. þori að veðja Callaway drævernum mínum að þetta er fiff hjá KSÍ og Midi.is..

Það er líklega búið að selja um 1000 miða á leikinn og líklega eru 400-500 boðsgestir þar til viðbótar... Kannski að það slefi í 2.500 þegar uppi er staðið.. en takið eftir því á morgun hve fáir verða í minni stúkunni... samkvæmt sölutölum á að vera búið að selja 1.500 miða bara þeim meginn.. uh  right..

Samkvæmt lauslegri talningu í N-Vesturkjördæmi í kvöld er staðan þannig á miði.is

I-hólfið ca 160 miðar seldir

H-hólfið ca 260 miðar seldir

G-hólfið ca 250 miðar seldir

F-hólfið 28 miðar seldir

E-hólfið uppselt - heiðursstúka

D-hólfið 49 miðar seldir

C-hólfið ca 210 miðar

B-hólfið ca 200 miðar

A-hólfið ca 150 miðar.

 

Minni stúkan

J hólfið 0 miðar

K hólfið 0 miðar

L hólfið 11 miðar

M-hólfið ca 250 miðar

N-hólfið ca 250 miðar

O-hólfið ca 250 miðar

P-hólfið var læst gat ekki skoðað það..

R-hólfið ca 250 miðar

S-hólfið ca 250 miðar

T-hólfið ca 250 miðar

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband