Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 3.6.2007
Grillaður máfur.......
Mikil umræða hefur átt sér stað um sílamáfinn við Reykjavíkurtjörnina og nú er byrjað að fækka þeim með skipulögðum hætti.
Ég tók þátt í því að fækka máfinum sem starfsmaður Tónabæjar sumarið 1990. Fór sem oftar með krakka á leikjanámsskeiði niður að Tjörn með gamalt brauð frá einhverjum bakara. Gargandi vargfugl át allt brauðið og ég grýtti grjóti inn í þvöguna og hitti einn.... málið er fyrnt og því játa ég brotið.
Í heimabæ mínum, Akranesi, sást varla til sólar fyrir máfi þegar sanddæluskipið dúndraði skeljasandi inn á geymslusvæði Sementsverkssmiðjunnar. Mörg þúsund fuglar tylltu sér niður á þak efnisgeymslu verkssmiðjunnar og biðu eftir því að sandsílunum yrði dælt upp í sandþrónna. Einn hugmyndaríkur maður fékk þá hugmynd að best væri að fækka máfinum með því að hleypa straum í bygginguna og "grilla" máfaskarann á meðan hann beið. Einföld aðgerð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3.6.2007
Bull í Efstaleiti
"Önnur umferð Íslandsmótsins í golfi stendur nú yfir á Korpúlfsstaðarvelli," sagði Benedikt Rafn Rafnsson í síðdegisfréttum RÚV í dag.
Sjitt.... slæmt að missa af þessu Íslandsmóti..
Kannski er verið að sýna "Með allt á hreinu" þarna í Efstaleitinu......,
Benni hefur eflaust ekki mátt segja, Kaupþingsmótaröðin....
Dagskrá Kauþingsmótaraðarinn 2007:
- 19. - 20. maí, Garðavelli
- 02. - 03. júní, Korpúlfsstaðavelli
- 23. - 24. júní, Hólmsvelli í Leiru
- 26. - 29. júlí, Íslandsmót, Hvaleyrarvelli
- 25. - 26. ágúst, Íslandsmót í holukeppni, Urriðavelli
- 07. - 09. sept., Vestmannaeyjavelli
- 22. - 23. sept., Lokamót allra flokka, Grafarholti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3.6.2007
Webber tekur tíma
Gott mál að fá LeBron James og félaga í úrslit. Ég velti því fyrir mér hvað Chris Webber er að hugsa í dag. Það á ekki að liggja fyrir honum að vinna meistaratitil..
Time Outið sem hann bað um í úrslitaleik NCAA með með Michigan háskólanum gleymist aldrei og núna var kallinn búinn að fá sig lausan frá 76'ers til þess að eiga möguleika á meistaratitli með Pistons. Hann fer kannski bara í Dallas eða Spurs..
![]() |
Cleveland í úrslitaviðureign NBA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2.6.2007
Bauninn er búinn að vera....
Púff... Gaurinn sem reyndi að lemja dómarann er 29 ára gamall Dani og hann býr í Svíþjóð..Lögreglan er með hann í haldi.. vonandi sem lengst. Morten Olsen þjálfari danska landsliðsins vildi ekki ræða um fótbolta á fundi með fréttamönnum eftir leikinn.
Hann var ekki í stuði.. skiljanlega...
Danska lögreglan fékk upplýsingar um SMS-skeyti sem gengur á milli manna í Köben en þar eru menn beðnir um að koma að heimili aulans sem reyndi að lemja dómarann. Og skilaboðin eru skýr...En heimilisfangið er ekki til samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla.
![]() |
Úrslitin í leik Dana og Svía ekki staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2.6.2007
"Kögglavinafélagið"
Ég held að það væri best að Danir tækju aftur völdin á Íslandi....þeir kunna að berja frá sér og sýna hörku. Kannski aðeins of mikið af því góða á Parken í kvöld og stuðningsmaðurinn er búinn að ráða sig í vinnu á Kárahnjúkum...
Eftir að hafa horft á Ísland gera jafntefli gegn Liechtenstein í dag þá kannast maður varla við íslensku víkingana og "kögglavinafélagið" var hvergi sjáanlegt. Það sást varla tækling og menn voru í tómu rugli megnið af leiknum. Árni Gautur varði vel í öðrum leiknum í röð og án hans framlags hefði íslenska liðið tapað.
Gríðarleg vonbrigði.
Eiður Smári Guðjohnsen var langt frá sínu besta og mér finnst stundum að aðrir leikmenn gefi á Eið og "bíði síðan eftir því að hann geri eitthvað" - svona Óla Stefáns syndróm sem við þekkjum úr handboltanum.
Leikurinn gegn Svíum á miðvikudag á Råsunda verður erfiður og ég býst við því að það verði leikinn 10 manna varnarleikur á vítateignum eins og við sáum gegn Spánverjum í "blíðunni" á Mallorca.
By the way.. golf er ömurleg íþrótt í 20 metrum á sekúndu...
![]() |
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1.6.2007
Ölvaður Smjörvi við Melabúðina?
Pétur úr Melabúðinni í Vesturbænum hvetur alla til
þess að taka til hendinni í hreinsunarátaki á laugardaginn.
Hann segir m.a.
Ég heiti Pétur og er oft kenndur við Melabúðina? -
hmhmhmhmhm er gaurinn þá oft fullur í vinnunni? eða svona símjúkur....?
Ég er með tillögu um útvarpsauglýsingu sem gæti átt við Jörundarholtið á Akranesi.
Ég heiti seth og hef oft verið kallaður Smjörvi.. enda er ég alltaf símjúkur...
Fékk græn númer á bílinn minn um daginn úr kínverska sendiráðinu .. CD 166... (sem þýðir constant drunk) -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31.5.2007
Kolbrún Bergþórsdóttir á Moggann?
Ég missti af atburðum dagsins í hinu stórkostlega mötuneyti Árvakurs við Hádegismóa.
Þessi vinna er alltaf að þvælast fyrir..
Heyrði hinsvegar að Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður á Blaðinu hefði ekki lýst yfir neinni sérstakri ánægju með atburðarás dagsins.
Þar sem ÓÞS var ráðinn sem yfirmaður hennar á ritstjórn Blaðsins.
Hitastigið var farið að lækka í matsalnum rétt fyrir kl. 13 þegar seth mætti á svæðið en Kolbrún var að sögn viðstaddra ekki mjög kát þegar hún yfirgaf svæðið.
Ég spái því að Kolbrún verði ráðinn sem aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. - það vantar konu í það starf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27.5.2007
Brynja...ég elska þig ekki
Fór í biðröð í gær við Aðalstrætið á Akureyri til þess að prófa hinn margrómaða Brynjuís.
Valið var einfalt, lítill í brauðformi með venjulegri dýfu.
Dýfan var fín en ísinn var langt frá því að vera sá "besti" sem ég hef prófað.
Það var vatnsbragð af ísnum... eitthvað vantaði. Vonbrigði.
Brynja.... ég elska þig ekki....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 27.5.2007
Höggbylgja frá Jaðarsvelli
Það gæti verið að höggbylgjan sem barst frá okkur bræðrum frá Jaðarsvelli hafi átt þátt í því að hreyfa við snjónum í Hlíðarfjalli.
Snjóflóð 27. maí?.
Fleiri stórundarlegir atburðir áttu sér stað á þessu svæði í dag.
Fjórir fuglar í röð hjá bræðrunum Thorolfsson í Texas Scramble.
Flatirnar eins og úti á Álftanesi og A. Knútur Thorolfsson átti ekki í vandræðum með að sulla þessu í. Fjögur dræv frá Árna enduðu meira að segja á braut.
Fyrir þá sem trúa þessu ekki þá endar þessi saga á því að það er víst hægt að fá double bógí í Texas Scramble....
Niðurstaðan, 61 högg nettó, en mótið vannst á 57 höggum nettó. Helv. dúbble bógííííð...
![]() |
Snjóflóð í Hlíðarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 25.5.2007
Matarlím sem átti að vera steinbítur
Ef tekið er mið af vaxtarlagi mínu þá telst ég varla matvandur.
Kröfurnar sem ég geri til mötuneytis Morgunblaðsins eru einfaldar. Ég stefni að því að verað saddur.
Í fyrsta sinn í dag þá kláraði ég ekki af disknum eins og mamma mín kenndi mér. (þá var ég 20 kg. með skólatösku). Mamma hvetur mig ekki til þess að klára af disknum í dag.
Þetta leit vel út, Krydd og Kavíar???:
Pestó og sesam steinbítur með piparsveppasósu ...með brúnum kryddgrjónum. Salat dagsins. Sveppasúpa með madeira.
En ef eitthvað bragðast eins og gamalt matarlím eða endurvinnsla á pappír sem er skammt á veg komin þá borðaði ég það í dag. Grár og klesstur viðbjóður...
5:2 sigur 4. flokks kvenna hjá ÍA gegn Fylki gladdi augað í kvöld. Frábærar stelpur í báðum liðum sem kunna að spila fótbolta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)