
Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 23.4.2007
Herskylda er aðalkosningamálið
Jafnréttisbaráttan heldur áfram og Sóley Tómasdóttir er ekki hætt að telja hausana sem fá boðsbréf í Silfrið hjá Agli. Hættu nú að telja Sóley, þetta reddast allt fyrir rest?
Ég gerði innrás á athugasemdakerfið hjá Tómasdóttur á dögunum, sú innrás var tæknileg mistök af minni hálfu.
Það er eitt sem að Sóley gæti tekið upp í kosningabaráttunni, og ég er viss um að hún myndi slá í gegn með því að leggja til eins árs herskyldu fyrir 19 ára stráka.
Líkt og gert er í Noregi en stelpur þurfa ekki að fara ótilneyddar í norska herinn. Veit ekki afhverju!
Þar sem við erum ekki með her þá legg ég til að strákarnir verði allir settir í vinnu á leikskólum landsins.
Þar verður þeim kennt að spila á gítar -og verkefni þeirra væri einfalt - að halda uppi stuði samhliða öðrum störfum á leikskólanum.
Leikskólamenning Norðmanna er með allt öðrum hætti einfaldlega þar sem að nokkrir unglingspiltar eru ávallt til staðar á meðan þeir taka út herskylduna. Svei mér þá ef þetta gæti ekki verið aðalkosningamál vorsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22.4.2007
Wenger með tommustokkinn á lofti
Jermaine Jenas átti mark helgarinnar í enska boltanum.
Vallarstjórinn á White Hart Lane á hrós skilið fyrir að leggja það á sig að stækka mörkin í aðdraganda leiksins gegn Arsenal.
Vel að verki staðið hjá vallarverðinum.
Wenger er víst með tommustokkinn úti á velli að mæla. Stangarskotin voru nokkur -
Færslan er í boði Samfylkingarinnar... XS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20.4.2007
Pravda var ljótur timburhjallur
Arna Schram hittir naglann á höfuðið í þessari færslu -
Pravda sem brann til kaldra kola í gær var ljótur kofi.
Það góða við þetta allt saman að Austurstræti verður í framtíðinni með betri ásýnd. Villi Borgarstjóri var eins og Rudy Giuliani fyrrum borgarstjóri NY í gær. Mættur í átökin og stappaði stálinu í mannskapinn.
Það væri gaman fyrir Reykjavík að eiga eftir 300 ár eitthvað álíka flott og húsin við bryggjuna í Bergen.
Eða gamla bæinn í Stokkhólmi.
Þessi færsla var að sjálfsögðu í boði Frjálslyndaflokksins sem yfirbauð XB seint í gær. Það er allt til sölu fyrir rétt verð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19.4.2007
Spóinn var að vella á dönsku
Það er ekki oft sem ég sé fullorðið fólk sem er hætt að vinna (fyrirgefið - hætt að kenna), vera með grátstafi í kverkum yfir tæknilegum mistökum á RÚV.
Karl faðir minn (Þórólfur Ævar Sigurðsson), var eins og lítið barn í sófanum í Jörundarholtinu í kvöld og beið hann eftir heimildamynd eftir Pál Steingrímsson.
Spóinn - spóinn var að vella.
Ógleymanlegur svipur á ÞÆS þegar þulan tilkynnti að Spóinn yrði ekki á dagskrá vegna tæknilegra mistaka.
(Hef ekki séð önnur eins vonbrigði frá því að Ísak Örn, sem er 5 ára gamall, sá að ástralski kappaksturinn var á dagskrá í stað barnaefnis á laugardegi.)
Þess í stað var sýndur þáttur um eina vinsælustu söngkonu Dana, Sanne Salomonsen, sem kom fyrst fram í sjónvarpi sex ára, gaf út sína fyrstu plötu 17 ára og á nú að baki 35 ára farsælan feril.
Eini tengdasonur ÞÆS er danskur, Ole er eðalgripur, og það var skemmtileg tilviljun að við vorum með fjóra danska krakka í heimsókn hjá okkur í kvöld.
En þetta var aðeins of mikið af dönsku fyrir þann gamla, sem er nota bene er hættur að kenna. ÞÆS leggur mikla áherslu á að hann er ekki hættur að vinna.
Ég er enn að hlægja, þetta var bara bráðfyndið.
Hann hefði kannski átt að ssssstjékka betur á heimasíðu Saaaaaaanne.
Hún á flottann leðurgalla.
Eða er þetta bara latex???
Að sjálfsögðu var þessi færsla í boði Framsóknarflokksins og fjárlaganefndar Alþingis. Bönns af monní þar á ferðinni. Munið bara að kjósa XBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBXBX - djók.
Bloggar | Breytt 20.4.2007 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.4.2007
Bönns af monní
Til hamingju -
Það var ekki karl faðir minn sem var gestur nr. 10.000 á seth.blog.is -
Seldi sálu mína og verð hér eftir með stanslausan áróður fyrir Framsóknarflokkinn á þessu bulli.
Gestur nr. 10.000 er því fyrsta kynningarverkefnið hér á seth.blog.is. og það var að sjálfsögðu formaður fjárlaganefndar. seth.blog.is fær bönns af monní fyrir þetta gigg. Jíha.
Þetta er að sjálfsögðu Birkir Jón Jónsson, sem hefur stundað nám í stjórnmálafræði frá árinu 2000.
Hann notar víst sömu sultuna í hárið og Trumparinn í USA. Birkir Jón er á myndinni til hægri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.4.2007
Þegar Bayless varð hvítur
Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður er að rifja upp flugferð á Ísafjörð á bloggi sínu. Það er ekkert grín að fljúga vestur.
Verð í þessu samhengi að rifja upp fína ferð körfuboltaliðs ÍA árið 1997 til Ísafjarðar. Þetta var um miðjan vetur, í febrúar að mig minnir.
Ronald Bayless bandaríski leikmaðurinn í okkar liði vissi ekk betur en að ferðalagið yrði þægilegt þrátt fyrir hvassviðri og skafrenning. Hann var því grunlaus á leið okkar fyrir Hvalfjörð á leið í flugið.
Flugvélin var frekar lítil, rúmaði þó heilt körfuboltalið.
Bayless sagði ekki orð eftir flugtakið, enda hristist vélin heilmikið og veðrið var vont. Bayless stökk út úr vélinni eftir lendingu en hann var ekki kátur þegar hann vissi að við vorum bara að millilenda á Þingeyri. Tveir glaðir sjómenn bættust í hópinn.
Ferðin yfir í Skutulsfjörðinn var frábær, eða þannig. Og hörundsdökki bakvörðurinn okkar var hvítur í framan þegar við lentum á Ísafirði.
Það er hægt að fljúga mjög nálægt klettum og fjallshlíðum þrátt fyrir vont veður.
Hann reimaði síðan á sig skóna, skoraði 40 stig í sigurleik ÍA.
Framhaldið var enn eftirminnilegra. Veðurtepptir á Ísafirði í 3 daga. Úff.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.4.2007
Henry Birgir kann að telja

Hér á eftir er færsla Henrys um talninguna á Vísi.
Kemst ekki hjá því að minnast á þennan dýnamíska teljara sem fylgir síðunni. Þegar ég var að lemja þessa síðu saman í gærkvöldi, og hvergi kom fram að þessi síða væri til, þá voru heimsóknir þegar komnar í 400. Er það alveg eðlilegt?
Veit að margir fá mikið út úr því að fá sem flestar heimsóknir á síðuna sína og metnaðurinn til að klifra vinsældalistann á Moggablogginu leynir sér ekki hjá fjölmörgum bloggurum sem beita ýmsum brögðum til að vekja athygli á blogginu sínu.
Svo virðist sem taktík Vísis við að fá fólk yfir til sín frá Mbl sé sú að smyrja ofan á heimsóknartölurnar. Það er mín reynsla enda ekki break að tæplega 1000 manns séu búin að skoða þetta blogg sem tíu manns vita af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 18.4.2007
KR fáni vekur reiði á Akranesi
KR er enn að fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfu og fögnuður þeirra nær alla leið upp á Akranes.
Málið er til umfjöllunar hjá héraðsfréttamiðlinum Skessuhorni.
Góð frétt.
Ekki margir sem hafa þorað að flagga KR-fánanum í "Slippnum" fram til þessa.
Ég veit ekki hvernig staðan er á starfsmannalistanum í Slippnum þessa dagana en þessi vinnustaður hefur í gegnum tíðina verið einn "heitasti" guli bletturinn á Akranesi. Eldheitir stuðningsmenn ÍA með logsuðutæki og slípirokka á ferð og flugi í skipasmíðastöðinni.
Heyrði einu sinni afa minn segja frá því að einhver kjáni hafi flaggað KR-fánanum á miðjum sjötta áratug síðustu aldar í "Slippnum".
KR-ingurinn mætti aldrei aftir í vinnuna.
Sú lygasaga gekk um bæinn að hann hafi endað með fæturna í blautri steypu í stálbala að ítölskum mafíósa sið. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en á síðari stigum flökkusögunnar var sagt frá því að floteiginleikar og siglingahæfi stálbalans hafi ekki verið upp á það allra besta. Hann sökk eins og steinn. En þetta var að sjálfsögðu allt saman helv. lygi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17.4.2007
"Við sáum ekki rassgat,"
KR kórinn söng með tilþrifum í úrslitakeppninni gegn Njarðvík.
Þessi frasi var oft á vörum þeirra;
"Það heyrist ekki rassgat,"
"Það heyrist ekki rassgat"
"Það heyrist ekki rassgat"
"Það heyrist ekki rassgat".
Ætla að bæta einu við þetta úr blaðamannastúkunni.
"Við sáum ekki rassgat,"
"Við sáum ekki rassgat,"
"Við sáum ekki rassgat,"
"Við sáum ekki rassgat,"
"Við sáum ekki rassgat,"
- til hamingju KR.
Flott úrslitakeppni og frábærir stuðningsmenn sem stóðu allir beint fyrir framan blaðamannastúkuna. Skiptir engu máli úr þessu. Allir í stuði.
![]() |
Einar: Körfuboltinn hefur færst upp á annað stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16.4.2007
Magnús sáttur
S.l. föstudag sá ég bros á andliti blaðamanns á Blaðinu.
Hann var glaður.
Samruni.
Fjölmiðlarnir við Hádegismóa ein stór fjölskylda.
Magnús Geir Eyjólfsson, skrautfjöður Blaðsins, var þokkalega sáttur.
Hann sér fram á nýja og breytta tíma.
Hádegismatur við Hádegismóa á nýjum kjörum.
Magnús verður aldrei svangur aftur.
![]() |
Lækkun á matvælaverði skilar sér misjafnlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)