Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 16.4.2007
Einn maður ábyrgur
Ég trúi því að það sé aðeins einn maður
á bak við 29% aukningu H/M í mars.
Sá kann að versla mikið á stuttum tíma.
Ég rölti sjálfur um svæðið bæði á þriðjudag og miðvikudag. Keypti mikið af fötum í H&M. Kemur bara þrælmikið á óvart.
![]() |
Mikil sala hjá H&M |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14.4.2007
Dragúldnir slagarar
Kannski er maður ekki eins gamall og maður heldur.
Unga fólkið í dag fílar gamla dragúldna slagara sem hafa farið ótal sinnum í gegnum endurvinnslu. Gamla vinyl plötusafnið er kannski einhvers virði?
RÚV er alveg að blóðmjólka framhaldsskólana í dagskrárgerðinni - spurningakeppnin í nokkrar vikur á föstudögum og síðan tekur þetta við.
Þetta lagar kannski rekstrarhallann...ódýrir skemmtikraftar.
Gaurarnir úr MH með Pink Panther eru langflottastir.
Helga og Hera, hehehehehehe, eða þannig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13.4.2007
7,5 km. hjá báðum kynjum og málið er dautt
Karlar keppa í 15 km. göngu og konur í 5. km. göngu á Íslandsmótinu í Hlíðarfjalli.
Er þetta ekki gargandi ójafnrétti?
Væri ekki hægt að díla um 7,5 km. hjá báðum kynjum og málið er dautt. Að mínu mati er þetta eitt stærsta kosningamál vorsins.
![]() |
Sigurgeir fagnaði Íslandsmeistaratitli í 15 km. göngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12.4.2007
Byggt yfir fallhlífarstökkið
Ég veit ekki hvernig hægt er að toppa yfirbyggð knattspyrnuhús.
Jú, það mætti líka byggja yfir fallhlífarstökkið.
Börn og unglingar sem stunda fótbolta á Akranesi og víðar hafa það gott.
Tók að mér að stjórna æfingum hjá 5. fl. karla í gær í Akraneshöllinni.
Úti var grenjandi rigning og rok. Skítaveður. Strákarnir spörkuðu í boltann í 7 stiga hita í Akraneshöllinni. Logn, þurrt og frábært undirlag.
Djöfull væri maður góður í boltanum ef þessi aðstaða hefði verið til fyrir 30 árum.
Man eftir voræfingum á malarvellinum í skítakulda og haglél dundi freknóttum kinnum. Boltinn fauk út á Langasand á frosnum vellinum, kaldir puttar, köld eyru og bláar tær. Kannski varð þetta til þess að herða mannskapinn.
Hef heyrt af því að Skagamenn ætli að verða fyrstir allra til þess að byggja yfir fallhlífarstökkið. Það væri snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11.4.2007
Aðstoðarmaðurinn er Framsóknarmaður
Fyrir sléttu ári síðan var grasið á flötum Garðavallar á Akranesi farið að grænka og leikið var á sumarflötum í lok apríl.
Útlitið er ekki eins gott þegar litið er yfir völlinn í dag. Það er blautt og verður áfram blautt.
Helv. veðrið. eða réttara sagt. Helv. rigningin.
Trampólínið komið út í garð - jea right- sumarið á næstu grösum.
Var að leita að einhverjum hlutum til þess að halda því á sínum stað í SV-hvassviðrinu.
Get huggað mig við það að á Mallorca er líka stundum rigning.
Er alvarlega að spá í að hætta að hlusta á íþróttaþátt VBV.
Var að fatta það að aðstoðarmaður hans, Matti, hefur svipuð áhrif á mig og Framsóknarflokkurinn. Úff...." - Tek útvarp Sögu framyfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10.4.2007
Gott útvarp
Fékk skammir frá helsta styrktaraðila seth.blog.is fyrir gamalt stöff á þessari síðu.
Reyni að vinna úr því í snarhasti.
Hlustaði á útvarp Sögu í morgun, nauðugur, var að keyra gamla settinu í flug í Keflavík. Ekkert nýtt á ferðinni á Sögu sem er eins og ég hef sagt áður frá blogg gamla fólksins. Arnþrúður talaði við hlustendur og sumir þeirra fannst mér vera tæpir á geði og aðrir hljómuðu drukknir. Gott útvarp.
Skipti á Rás 2 þegar ég fékk sjálfstæða hugsun á ný og þar vantaði íþróttafréttamannn í hljóðver kl 11:30 - ekkert í gangi og engar skýringar. Ohf. hvað? Upp með sokkana RÚVARAR.
Páskahelgin var fín í sveitinni fyrir austan fjall. Ótrúleg uppskera hjá börnunum þegar gengið var þvert í gegnum golfvöllinn á Flúðum. Við fundum alls 60 golfbolta og fórum ekki á æfingasvæðið hjá Halldóri. Allir sáttir - og páskaegg nr. 7 eru of stór fyrir 5 ára gutta. MAstersmótið var að sjálfsögðu hápunktur helgarinnar - og gott fyrir golfíþróttina að Tiger Woods vann ekki - Zach Johnson???????? Hver er það?
Horfði í stutta stund í gær á formenn stjórnmálaflokkanna í gær á RÚV. Úff, ekkert sem þarf að endursýna að mínu mati. Þoli ekki þegar menn komast upp með að svara ekki spurningum. Það væri ráð að setja upp þátt sem heitir "Ég spyr eins og kjáni" - fréttamaður og stjórnmálamaður - einn á einn...og fréttamaðurinn endurtekur spurninguna þar til að svar fæst. Svona Ali G - vinkill á þetta.
Njarðvík - KR var meira spennandi en stjórmálin - allavega í stutta stund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5.4.2007
Bjór og rauðvín í Einarsbúð
Í fyrsta lagi,bla bla bla bla.... Í öðru lagi bla, bla bla, og í þriðja lagi, bla, bla, bla, bla, Jón Baldvin Hannibalssson er sá fyrsti sem vakti áhuga minn á stjórnmálum.
Hann var reffilegur kall sem talaði af sannfæringu og krafti.
Kaus hann einu sinni en það var kaupstaðarlykt af þeim kjósanda þegar sú ákvörðun var tekin - keypt atkvæði hjá 18 ára nýliða.
Það vantar svona kalla í stjórnmálin í dag.
Steingrímur Sigfússon er stundum með svipaða takta en hann kemur í veg fyrir að ég geti keypt mér bjórkippu eða rauðvínsflösku í Einarsbúð.
Forsjárhyggja og tóm leiðindi. Óumhverfisvænt - gæti sparað mér ferð í Ríkið eftir búðarrápið. Er samt enn í vafa um hvað eigi að kjósa í vor.
Ég fylgdist með stjórnmálaumræðu í Noregi á árunum 1998-2000. Veit ekki afhverju, var ekki með kosningarétt, en þar var kona sem heitir Kristin Halvorsen í sjónvarpsþætti, hún er í dag fjármálaráðherra Noregs og er hún í SV, Sosialistisk Venstreparti.
Það sem vakti athygli mína við Halvorsen var að hún talaði aldrei um það sem "hafði gerst" í stjórnartíð meirihlutans -(hún var í minnihluta).
Hún talaði bara um það sem hennar flokkur hafði fram að færa. Og hvernig þau ætluðu að koma því í verk. Punktur.
Það fannst mér áhugavert og ótrúlegt hve fáir stjórnmálamenn tala með slíkum hætti.
Ég fæ kjánahroll þegar stjórnmálamenn fara að ræða um að allt hafi verið í tómu tjóni árið 1989 í tíð vinstri stjórnar og svo öfugt.
Hver man eftir svona atvikum - fólk sem hlustar á útvarp Sögu alla daga.
Svona svipað og að ræða um hvort það hafi verið hornspyrna eða markspyrna í bikarúrslitaleik KR og Fram árið nítjánhundruðogeitthvað. Hverjum er ekki sama?
Þetta er allt liðin tíð.
Ég vil fá að vita hvaða flokkur ætlar að koma með bjórinn og léttvínið í Einarsbúð.
Þegar þeirri rannsóknarvinnu er lokið þá mun ég kjósa þann flokk. Allt annað er aukatriði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4.4.2007
"Hökktóttir"
Lofboltinn hjá KKÍ sem minnst var á í síðustu færslu er að sögn Friðriks Inga Rúnarssonar framkvæmdastjóra KKÍ vegna sjónvarpssamnings KKÍ og Sýnar. Meistaradeildin er í gangi þriðjudag og miðvikudag, engar beinar útsendingar því á dagskrá hjá KKÍ og fimmtudagurinn, skírdagur, því eini rökrétti dagurinn að þeirra mati.
Svo sem ágæt rök, en Friðrik sagði að það væri kannski betra í framtíðinni að leika lengur fram á vorið í úrslitakeppninni og sleppa þessu páskastússi alveg.
Ég er sammála því. Fínt að tengja saman úrslitakeppnina og upphafið á Landsbankadeildinni í fótbolta sem hefst upp úr miðjum maí.
Að öðru: Hlusta stundum á þátt VBV á X-FM, stundum góður og stundum slakur. Í gær sagði Hans Steinar Bjarnason fína setningu. Hann var að tala um fótbolta eða körfuboltalið. Man það ekki.
"Þeir eru svo hökktóttir." -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3.4.2007
Loftbolti hjá KKÍ
Ég hef hrósað Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir fréttaflutning á heimasíðu KKÍ og einnig fyrir hve vel er staðið að tölfræði og öðru slíku hjá sambandinu. Sérsamband í fremstu röð á þessu sviði.
KKÍ leikur hinsvegar illilega af sér þegar kemur að uppröðun leikja í úrslitakeppni karla nú um páskahátíðina.
Tveir oddaleikir eru á skírdag og mikil spenna í röðum þeirra liða sem þar leika.
Ekkert verður fjallað um þá leiki í dagblöðum landsins á föstudaginn langa - þar sem að dagblöðin koma ekki út þann dag.
Úrslitaeinvígið hefst á öðrum degi páska og þá eru fréttahaukar landsins mættir til vinnu á flestum stöðum. Ég er því undrandi á því að KKÍ velur skírdag sem lokakvöld á frábærum rimmum í undanúrslitum úrslitakeppninnar.
Leikirnir eru vissulega gott sjónvarpsefni en það er ekki næg umfjöllun. Þegar tækifæri gefst fyrir körfuknattleiksíþróttina að baða sig í sviðsljósinu án samkeppni frá öðrum greinum geigar skotið hjá forráðamönnum KKÍ.
Stundum er slíkt kallað loftbolti eða airball?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29.3.2007
Ekið yfir blaðamann
"Keyrðu rútuna yfir hann," eða eitthvað í þá áttina sagði Steve McLaren þjálfari enska landsliðsins í rútu fyrir utan ólympíuleikvanginn í Barcelona í fyrrakvöld. Þar var á ferð breskur blaðamaður og það var eins og hrægammur hafi gengið fyrir framan enska þjálfarann. Hann horfði á blaðamanninn og bað síðan bílstjórann að keyra yfir gaurinn. Sky fréttastofan er búinn að rúlla þessu myndbroti í dag á hálftíma fresti.
Stuðningsmenn enska landsliðsins öskruðu á þjálfarann og leikmenn liðsins í hálfleik þegar staðan var 0:0 gegn Andorra - þjóð sem gæti ekki einu sinni fyllt Old Trafford ef allir íbúar landsins mættu á völlinn. Það var meira að segja sölumaður í skíðadeild og garðyrkjumaður í landsliði Andorra.
Breska pressan ætlar sér að bola McLaren í burtu og það virðist sem það sé að takast. Endalaus vandræði með þetta enska lið. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru bara ekki eins góðir og þeir halda.
Það hefur mikið verið fjallað um hermennina sem eru í haldi í Íran og olíuverðið hefur flogið upp eftir þetta atvik. SKY hefur varla fjallað um annað undanfarna daga. Þar hefur aðallega verið rætt um einu konuna í hópnum og allt kapp lagt á að ná henni fyrst til Bretlands. Og helstu rökin eru þau að hún er móðir. Ég velti því fyrir mér hvort það séu ekki einhverji feður í þessum 15 manna hópi? Allt í lagi að skilja pabbana eftir - þeir redda sér.
Fékk að kynnast miðnæturstemningunni hjá Spánverjum á miðvikudaginn. Hverjum datt í hug að leika kl. 22 að kvöldi. Panik, læti og stressaðir spænskir blaðamenn sem berjast við að lemja inn efni í fartölvurnar fyrir sín blöð. Þetta er ótrúlegt kerfi og ekki til eftirbreytni.
Mallorca er annars fín, Palma kemur á óvart, fallegur bær, en veðrið maður, veðrið. Þetta er náttúrulega bara fyndið. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á leiknum á miðvikudaginn og það rignir enn. Fór því lítið fyrir því að skoða bæinn og nánasta umhverfið. Lærði nýtt orð i ferðinni. Mohito.
![]() |
Lampard reiknar með að spila gegn Watford |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)