Færsluflokkur: Íþróttir
Þriðjudagur, 20.1.2009
Lögin sem komust ekki áfram
Ég horfði á forkeppni Júróvísjón á laugardagskvöldið. Skammast mín ekkert fyrir það.
Samúð mín er hjá þeim lagahöfundum sem sendu inn lög í þessa keppni og KOMUST EKKI ÁFRAM.
Hversu slök voru þau? Pældu í því.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9.12.2008
Ódýr frunsulyf?
Minnisleysi og skortur á upplýsingum um gang mála er rauði þráðurinn í þeim fréttum sem voru efst á baugi í dag. KPMG, Glitnir, FL Group, feðgatengsl, og allur sá pakki...
Í Síðdegisútvarpi Rásar 2 um daginn var sagt frá því að bestu lyfin gegn Alzheimers séu ódýr frunsulyf. Spurning um að dreifa slíkum vörum á þá sem eiga að stýra uppgjöri bankahrunsins..
og það var gaman að fylgjast með rimmu Lúðvíks og Atla í Kastljósi kvöldsins.. mér sýndist að Atli hafi skorað helling af mörkum án þess að hafa mikið fyrir því...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2.12.2008
Viltu fara yfir stöðuna?
Heimsótti heimabanka Glitnis í dag.
Gat ekki annað en brosað af auglýsingu sem er á vef Glitnis.
Svona í ljósi aðstæðna...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15.11.2008
Hvar eru konurnar?
Ég horfði á Útsvar á RÚV í gær. Skagamenn.
Mitt bæjarfélag að keppa við Kópavog.
Í mínu liði var maður sem hefur ekki búið á Akranesi í 30 ár!..........
Það fannst mér skrýtið og undarlegt.
Nenni ekki að fylgjast með framhaldinu.
Kópavogsliðið skipað þremur "eilífðargettubetur" vitringum sem eflaust vinna þetta eins og í fyrra...
Ég spyr líka.
Hvar eru konurnar?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12.11.2008
Skeggvöxtur og íþróttir?
Evrópumeistaramót í skeggvexti var önnur af alls TVEIMUR íþróttafréttum RÚV í 20 fréttum sjónvarpsins.
Ég hef reynt að láta það eiga sig að tuða yfir því sem fram fer á öðrum íþróttafréttamiðlum - en keppni sérvitringa sem safna andlitshárum er kannski frétt en ekki íþróttafrétt.....
RÚV hefur gefið upp boltann... skora á einhvern hér á landi að setja upp EM í rassháravexti og toppa það síðan með HM í pungháravexti... það væri PÚÐUR í því... allt í beinni á RÚV?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7.11.2008
18 er talan
Auðvitað eru stýrivextir á Íslandi í 18%. Það eru víst 18 sjússar í vískíflöskunni......hvað um það...
Ísland er öðruvísi.. samanber þessi samantekt..
Golfmót. 8. nóvember. Á Íslandi. Garðavelli, Akranesi, á sumarflötum. Mæti, ekki spurning..
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5.11.2008
Tæringaráhrif brennisteinsvetnis í andrúmslofti
Ég var að stússast í sjónvarpsmálunum á heimilinu í dag og datt óvart inn í útsendingu frá Alþingi. Alveg satt.
Fylltist öryggistilfinningu að heyra það sem þar fór fram.. hmhmhmhmhm..
Allt í tómu tjóni á klakanum...og störf þingsins voru að sjálfsögðu í samræmi við ástandið.
Störf þingsins 05. nóv.
Tæringaráhrif brennisteinsvetnis í andrúmslofti.
Sæstrengir í friðlandi Surtseyjar.
Útbýting þingskjala:Mengunarmælingar við Þingvallavatn.
Húsaleigusamningur ríkisins og ríkisstofnana
Lífsýnasöfn, 123. mál.
Jamm...ég átti nefnilega erfitt með svefn í gær þar sem ég velti fyrir mér tæringaráhrifum brennisteinsvetnis í andrúmslofti....
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3.11.2008
Nígeríumaður hækkar stýrivexti
Obafemi Martins hækkaði stýrivextina á Íslandi um 2% í kvöld.
Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk Newcastle í 2:0-sigri gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham er því aftur á botninum, 20. sæti. Þýðir það ekki 20 % stýrivexti? ef kenningin er rétt...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.11.2008
Línulegt samhengi stýrivaxta og velgengni
Ég sé að stýrisvaxtahækkunin er strax farin að virka vel - í London....
Ég spái því að það verði línulegt samhengi á milli stýrivaxta Seðlabankans og stöðu Tottenham í deildinni..
Bendi því til staðfestingar að Spursliðið er í 18. sæti eftir 2:1 sigur gegn hinu liðinu frá Everton....
þessu rauða með Carlsbergmerkinu framaná.. man ekki í augnablikinu hvað þeir heita...
Hver þarf lán frá Rússlandi eftir sigurmarkið frá Pavlyuchenko ... óborganlegt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)