Þriðjudagur, 24.4.2007
Flöskuskeyti frá Bahamas
Hlustaði sem oftar á Rás 2 á leið í vinnu, Ólafur Páll Gunnarsson með fína spretti, en hann hefur eflaust ekki ráðið því að Pósturinn er búinn að kaupa innslag í þáttinn.
Þóra úr Stundinni Okkar fær nú að ropa einhverja pistla frá Bahamas. Allt í boði Póstsins....
Horfði oft á Stundina með börnunum mínum. Þar var Birta (Þóra) að tala við börn og gerði það vel.
Þóra hljómaði ekki vel í útvarpinu í dag, og um tíma fannst mér ég vera að hlusta á gamla upptöku úr Stundinni Okkar.
Vonandi sendir Þóra bara flöskuskeyti í framtíðinni frá Bahamas.
Sem skilar sér seint og illa. - þetta var allavega vont útvarp.
Auglýsingaborðinn hér til hliðar er að sjálfsögðu óviðeigandi tenging við þessa frétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24.4.2007
Nadal ósigrandi á möl
Það er alltaf gaman þegar eitthvað bull kemur fram í hita leiksins í íþróttafréttum. Þar sem að gríðarleg íþróttadagskrá var í gær á RÚV á mánudegi var ekki von á öðru en að eitthvað færi úrskeiðis.
Federer tapaði í fimmta sinn í röð gegn Nadal.
Nadal hefur verið ósigrandi á möl og hefur unnið 66 leiki á því undirlagi," sagði Lovísa ísköld í 22 TVfréttum RÚV.
Annars hefur Hans Steinar komið helv. sterkur inn á þessu sviði.
"Zach Johnson kom fyrstur í mark á Mastersmótinu í golfi."
Það mun fátt toppa þetta. Johnson lafmóður eins og Labradorhundur á 18. flöt á Augusta?
"Ég skil ekki afhverju Pat Riley lætur Shaq taka öll þessi víti." - hmhmhmhm....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 24.4.2007
Smá skonsa
Ég hef ekki séð þetta myndbrot úr Íslandi í dag, en eftir lýsingunni að dæma þá er þetta ágæt lýsing á heimavist frá árinu 1970. Kynntist því sjálfur sem nemandi á ÍKÍ Laugarvatni. Smá skonsur fyrir tvo nemendur, en vissulega var boðið upp á sturtu, og salerni í hverju herbergi.
Að sjálfsögðu er ekki boðlegt að vera með fjögur salerni og fjórar sturtur fyrir 40+ manns.
Það er víða þar sem að framboð á húsnæði er lítið sem ekkert. Sem námsmaður í Osló gerði maður sér að góðu að vera í 38 m2, reyndar vorum við fjögur í þeirri íbúð. Stækkuðum við okkur eftir eitt ár og fórum í 42 m2. Það eru ekki nema 10,5 m2 á mann. Lifðum það af og rúmlega það. Ég held að flestir íslenskir verktakar sem eru með menn í vinnu tímabundið geri sitt besta til þess að útvega þeim sómasamlegar vistaverur.
![]() |
Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)