Smá skonsa

Ég hef ekki séð þetta myndbrot úr Íslandi í dag, en eftir lýsingunni að dæma þá er þetta ágæt lýsing á heimavist frá árinu 1970. Kynntist því sjálfur sem nemandi á ÍKÍ Laugarvatni. Smá skonsur fyrir tvo nemendur, en vissulega var boðið upp á sturtu, og salerni í hverju herbergi.

Að sjálfsögðu er ekki boðlegt að vera með fjögur salerni og fjórar sturtur fyrir 40+ manns.

Það er víða þar sem að framboð á húsnæði er lítið sem ekkert. Sem námsmaður í Osló gerði maður sér að góðu að vera í 38 m2, reyndar vorum við fjögur í þeirri íbúð. Stækkuðum við okkur eftir eitt ár og fórum í 42 m2.  Það eru ekki nema 10,5 m2 á mann. Lifðum það af og rúmlega það. Ég held að flestir íslenskir verktakar sem eru með menn í vinnu tímabundið geri sitt besta til þess að útvega þeim sómasamlegar vistaverur.


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband