Eyjólfur að hressast?

Það hefur mikið verið rætt um að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari nái226533_mediumsquare ekki að "mótivera" leikmenn landsliðsins fyrir leiki. Öskur, klapp og læti í búningsklefanum er nóg fyrir suma en ég held að þannig sé því ekki háttað hjá landsliðinu. Sumir hafa sagt að Eyjólfur sé leiðinlegur og nái ekki að rífa liðið með sér í baráttuna. Ég hef bara náð að kynnast betri hlið Eyjólfs og hann er langt frá því að vera leiðinlegur.

Haustið 1998 settist ég á skólabekk og bekkurinn minn í Noregi var fámennur og góður. Egil Drillo Olsen var einn af þeim sem kenndi okkur en hann var á þeim tíma búinn að koma norska landsliðinu í hæstu hæðir.

Í úrslit HM í Bandaríkjunum 1994 og Frakklandi 1998. Ef að Drillo er týpa til þess að ná upp stemmningu í landsliði þá er Eyjólfur skemmtikraftur. Drillo var ótrúlega "litlaus", lágstemmdur og lét aldrei fara mikið fyrir sér. En hann er klár kall.

Ég held að vandamál íslenska landsliðsins sé það að leikmenn liðsins eru margir búnir að ná því markmiði að komast að hjá "góðu" liði í Evrópu. Fjárhagsleg framtíð þeirra er tryggð og sá "sölugluggi" sem opnast í kringum landsleiki Íslands er ekki eins mikilvægur og áður. Landsleikir eru ekki eins mikilvægir og þeir voru áður. Það er því lítið um tæklingar, olnbogaskot og skallaeinvígi út við hornfánann. Það rennur varla blóðið í sumum leikmanna íslenska liðsins og því þarf að breyta. Fleir ný og fersk andlit sem nenna að hafa fyrir hlutunum. 


Pissbjór á Parken

Í dag átti ég gott samtal við danskan blaðamann sem var eitthvað að pumpa mig um stöðuna í EM-riðlinum. Ég hló nú bara. En skaut eitthvað út í loftið. N-Írar og Svíar fara áfram úr þessum riðli og Spánverjar sitja eftir.parken

Við ræddum aðeins um ástandið í Danaveldi eftir uppákomuna gegn Dönum þar sem að einn maður eignaðist 5 mill. óvini þegar hann reyndi að lemja dómarann. 

Ég spurði blaðamanninn hvort gæslan hefði ekki brugðist í þessu tilviki og hann var sammála því. Það sem var merkilegast við samtalið var að þrátt fyrir að bjór sé seldur á Parken þá er bjórinn bara pissvatn.

Blaðamaðurinn sagði að á fundi með forsvarsmönnum danska knattspyrnusambandsins og fulltrúum frá rekstraraðilum Parken hafi það komið í ljós að Danir hafa drukkið köttinn í sekknum á undanförnum árum. Bjórinn er sem sagt með minna áfengismagn en Íslandshreyfingin fékk í NV-kjördæmi, 1,5-2 % styrkleiki. Ég myndi frekar drekka Pepsi Max en pissbjór á Parken.......


Góð landkynning

Ég er ekki í vafa um að fimmta markið sem Ísland fékk á sig í gær á Råsunda á eftir að verða ein mesta landkynning sögunnar.

Horfði á Eurosport seint í gær og þar var fimmta markið sýnt aftur og aftur.

Þessi farsi á eftir að lifa lengi...Ívar fór ekki í felur eftir leikinn eins og svo margir hefðu gert.. ég tek hattinn ofan fyrir honum. Maður með breitt bak.

Fótboltinn er undarleg íþrótt og ég held að það eigi eftir að taka langa tíma að byggja upp gott landslið. Ég held að Eyjólfur eigi ekki eftir að fá vinnufrið fyrir næstu verkefni og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi hætta. Ég myndi allavega ráðleggja honum að hætta og finna sér tíma fyrir golfið. 

Ég legg til að erlendur þjálfari verði ráðinn í starf landsliðsþjálfara....


mbl.is Ívar Ingimarsson, varnarmaður Íslands, tekur á sig sökina af þremur af fimm mörkum Svía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband