Pissbjór á Parken

Í dag átti ég gott samtal við danskan blaðamann sem var eitthvað að pumpa mig um stöðuna í EM-riðlinum. Ég hló nú bara. En skaut eitthvað út í loftið. N-Írar og Svíar fara áfram úr þessum riðli og Spánverjar sitja eftir.parken

Við ræddum aðeins um ástandið í Danaveldi eftir uppákomuna gegn Dönum þar sem að einn maður eignaðist 5 mill. óvini þegar hann reyndi að lemja dómarann. 

Ég spurði blaðamanninn hvort gæslan hefði ekki brugðist í þessu tilviki og hann var sammála því. Það sem var merkilegast við samtalið var að þrátt fyrir að bjór sé seldur á Parken þá er bjórinn bara pissvatn.

Blaðamaðurinn sagði að á fundi með forsvarsmönnum danska knattspyrnusambandsins og fulltrúum frá rekstraraðilum Parken hafi það komið í ljós að Danir hafa drukkið köttinn í sekknum á undanförnum árum. Bjórinn er sem sagt með minna áfengismagn en Íslandshreyfingin fékk í NV-kjördæmi, 1,5-2 % styrkleiki. Ég myndi frekar drekka Pepsi Max en pissbjór á Parken.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Mér sýnist margir tala um að gaurinn hafi drukkið 15-20 bjóra á Parken, ég las einhversstaðar að hann var búinn að því áður en hann mætti á svæðið.

Rúnar Birgir Gíslason, 7.6.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband