Hassreykingar eru leyfðar í Efstaleitinu

Mistök eru til þess að læra af þeim. Elín Hirst og félagar hennar á RÚV áttu "klippingu" aldarinnar þegar hætt var að sýna frá úrslitaleik í bikarkeppni kvenna í fótbolta hér um árið.. rétt áður en vítaspyrnukeppnin fór fram.

RÚV var með sama prógrammið í dag þegar komið var að lokum Opna breska meistaramótsins..hass_2138015466

Sergio Garcia búinn að koma sér í glompu á lokaholunni.. spennan í hámarki.. hvað gerir Spánverjinn??? - tja ég veit það ekki.. við fengum ekki að sjá það...RÚV fór í auglýsingar...

Ég vil fá að vita hvað þeir eru að reykja þarna í Efstaleitinu, ég hélt að það væri búið að banna reykingar í opinberum byggingum en þeir eru þá bara að fá sér jónu........arg hvað ég varð reiður.......annars bara góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þetta með auglýsingarnar sem dundu yfir þegar spennan var mest á síðustu holunni hjá Garcia var alveg með ólíkindum. Ef ég hefði ekki séð þetta með eigin augum, þá héldi ég að þetta væri bara eitthvert kjaftæði.

Hlynur Þór Magnússon, 23.7.2007 kl. 01:30

2 identicon

Hefur þú fylgst með sjónvarpi í Danmörku frændi, já eða því sænska ????  Það er mikið um auglýsingahlé á Íslandi á ólíklegustu tímum ........ en ekkert í líkingu við sumar stöðvar hér.

Ásta Laufey - ný dönsk (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 10:11

3 identicon

Sæll Elvar, já þetta var alveg ótrúlegt, þetta er stærsta golfmót ársins og svo koma auglýsingar á úrslitastundu. Þetta er svona svipað og það væri 4-4 í vító í úrslitaleik meistaradeildarinnar í fótbolta og svo kæmu bara auglýsingar þegar það væri verið að taka 5 spyrnuna :)alveg út í hróa.

Robbi (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Þakka heimsóknina Hlynur, Ásta og Robbi...þetta auglýsingahlé var einstakt...takk fyrir túkall.. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 24.7.2007 kl. 22:05

5 identicon

Ég get sagt þér hvernig þessi Pablo kláraði dæmið, ég nebblega horfði á það í þýðversku sjónvarpi. Hann skal ég segja þér spilaði barasta upp í gaffalinn og dúkkaði svo laufið... án þess að hika! Og þá veistu það og getur bara farið aftur út að mála.

Melgi Har (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 21:48

6 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Helgi hvað ert þú að reykja...

Sigurður Elvar Þórólfsson, 31.7.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband