Snillingur

SOS barnagolf 31 ma� 004

Hver er kylfingurinn?

207 dagar til jóla.

Spurning dagsins. Hver er maðurinn á myndinni?

SOS barnagolf 31 ma� 052

 


Sápustykkið er áttunda undur veraldar

Ingvar Helgason var eitthvað að sprikla með pulsur og svoleiðis úti á plani í dag á hálendinu við Rauðavatn. Sá þáDSC00105 ekki en ég velti því fyrir mér afhverju IH plöggar ekki meira út á þetta eintak.

Það er ekkert verið að grínast með endinguna á þessu sápustykki. Japanskt stál eða bolvískt? Þessi Micra flýgur um eins og vindurinn. Með grænan miða, endurskoðun, ekki vegna bilunar. Málmþreyta í botni bifreiðarinnar. Ég óttast um örlög eigandans þegar botninn dettur úr þessu eintaki.

 

 

 

Svo er verið að tala um sjö undur veraldar, þegar þessi silfurgræni er til..?

SevenWondersOfTheWorld


Akranes skelfur..

Þessi var stór. Ég er staddur á Akranesi og húsið mitt nötraði hressilega í þessum skjálfta sem var á ferðinni 15:48. Ég var einnig staddur á Akranesi þegar stóru skjálftarnir komu 17. júní árið 2000. Þetta var mjög svipað.  Frekar óþægilegt.

Pétur góður - 10 bestu

Hrós. Þátturinn 10 bestu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld var fín skemmtun. Skagamaðurinn Pétur Pétursson hélt mér við efnið, 10 ára fótboltastrák og 14 ára fótboltastelpu. Vel unnið og mjög þarft að rifja upp það sem liðið er.

Góð byrjun hjá þeim í gamla Tónabæ.. meira síðar

viðbót..

Ég hef líklega verið 9-10 ára gamall þegar ég horfði á æfingu með "stjörnunum" í ÍA liðinu 1977 eða 1978. Þar var Kirby að þjálfa. Æfingin var búinn. Allir farnir af aðalvellinum, nema Pétur og Kirby. Sá gamli gaf endalaust af fyrirgjöfum frá hægri á mark sem var við hornfánann. Þar sátum við púkarnir og horfðum á Pétur skalla flesta þessa bolta í netið. Daginn eftir hefur Pétur örugglega mætt í Sementsverkssmiðjuna og staflað sementspokum.. og leikur um kvöldið..

Á þessum tíma sá maður ekki mikið af sjónvarpsefni með Pétri. En 30 mörk með Feyenoord á einni leiktíð með einu sterkasta liði Evrópu á þeim tíma er árangur sem fáir hafa leikið eftir..

Svo er Pétur líka lipur kylfingur og eðalljósmyndari.. 

 

 


Beyglaður stuðari í Belgrad

Júróvisjón. mhmhmhmhmhm..ég spái því að eftir 2-3 ár verði Austur-Vestur skipting á þessari keppni. Grannar skiptast á stigum og gríðarlega ólikir straumar í gangi hjá rúmlega 40 þjóðum sem tóku þátt.

Þetta rússneska lag er ömurlegt og ég gæti ekki raulað eina laglínu úr þessu lagi ef ég ætti að bjarga lífi mínu.. franska lagið var fínt, Spánverjinn var ferskur og tyrkneska lagið var að vinna á eftir 1., 2., 3 öl.. en danska lagið var með grúv sem ég var að fíla...

Sænska söngkonan minnti mig á beyglaðann stuðara á Volvo xc90- allt úr botoxplasti...man ekki hvað lagið heitir enda skiptir það engu máli úr þessu..Charlotte.jpg-RESIZE-s925-s450-fit

Íslensku söngvararnir stóðu fyrir sínu. eðalsöngvarar..en það verður aldrei nóg í þessari keppni það sem eftir er.. ég spái því að Bretar, Spánverjar, og Þjóðverjar leggi það til að nú sé nóg komið af þessu rugli..

Austur og Vestur júróvísjón verður staðreynd eftir nokkur ár.. 


Lokað vegna veðurs

Geisp.....

Þar til síðar... 

428349221_916061533b


Djamm, jamm

Akranes hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í fréttum RÚV á mánudag var rætt við ungan mann sem hafði miklar áhyggjur af fjölda útlendinga í bænum. Þeir voru aðallega fyrir á skemmtiSTAÐNUM. Drengurinn hafði áhyggjur af því að ástandið myndi versna enn frekar ef 10 einstæðar mæður frá Palestínu myndu flytja á Akranes  - ásamt börnum sínum. Jebb.

Ég væri að móðga meðalgreinda tilraunarottu með því að líkja heilabúi rottunnar við baunina í ...... Stundum missir maður hökuna niður í bringuna.. þetta var slíkt móment..

10 flóttakonur koma á Skagann með börnin sín. Þessar fjölskyldur óska eftir húsaskjóli, mat, skólavist og tíma til þess að aðlagast nýju landi og umhverfi. Kannski verða einhverjar búsettar í langan tíma á Akranesi, kannski ekki. Þeirra er valið. Hvað er vandamálið?

Akraneskaupstaður þarf að plögga bigtime á næstu mánuðum til þess að laga ímynd samfélagsins.

Í dag er ímyndin neikvæð. Því miður.


Titleist fyrir hobbita

Punchað fjögur járn dugði ekki til þess að koma golfbolta í gegnum gler frá Formaco í gær á fundi GSÍ á Hvaleyrarvelli. Tók þrjá bolta, sá fyrsti fór á milli auglýsingaspjaldsins og glersins, en í því næsta klíndi ég boltanum í hægri vinkilinn á rúðunni. Maður kannaðist við brothljóðið. Svona eins og á Merkurtúninu í gamla daga þegar boltinn fór yfir grindverkið hjá Helga Júlíussyni og í gróðurhúsið.

Spilaði Hvaleyrina eftir fundinn og var alveg hrikalega lélegur. Aðrir í hollinu mun betri og sumir helvíti góðir. Ég er með járnasett sem heitir Titleist Forged eitthvað, stiff járnsköft, og þetta á víst að vera alveg rosalega fínt. Höggin hjá mér með þessu dóti eru stórfurðuleg og eigandinn, Árni K. Þórólfsson, er vinsamlegast beðinn um að ná í þetta drasl og skila Cobra (Greg Norman) settinu sem hann stal af mér á 18. flöt á Garðavelli nýlega eftir að hann lék á 108 höggum, edrú. Já, 108...

Eftir að hafa skoðað betur Titleist kylfurnar þá kemur það í ljós að þær eru hannaðar fyrir íþróttadeild RÚV. Þar koma nokkrir til greina. Sem sagt. Allt of stuttar kylfur og höggin eftir því. Koma svo brói, skila gamla settinu og taka þetta hobbita Titleist sett til baka. :-)

 


Verður slökkt á handbolti.is?

Það voru ýmis tíðindi af ársþingi HSÍ um helgina. Breytingar á keppnisfyrirkomulaginu, fjögurra liða úrslitakeppni, og formaðurinn verður áfram í eitt ár til viðbótar. Hlynur Sigmarsson fékk drjúgt fylgi í kosningum um formann HSÍ en hann bauð sig fram gegn sitjandi formanni.

Hlynur tapaði og ætlar hann að hætta afskiptum af handbolta. Slæmt fyrir handboltahreyfinguna að missa mann af skútunni sem hefur gríðarlegan áhuga á íþróttinni og lætur verkin tala.1193491907

Ég velti því fyrir mér hvað verður um "barnið" hans Hlyns, fréttasíðuna handbolti.is?

Verða ljósin slökkt á þeirri fréttaveitu í framhaldinu?

Þessi fréttasíða er mesta lífsmark hanboltahreyfingarinnar á undanförnum misserum. Vonandi taka einhverjir við keflinu..


Kebab og G

Í gær fann ég G-blettinn á 18. flötinni á Garðavelli á Akranesi.

Ég sagði félögum mínum í hollinu hvar hann er rétt áður en ég vippaði boltanum í átt að holunni af um 8 metra færi.

Þegar boltinn hvarf ofaní holuna leið mér vel...

Á sama golfhring reyndi mótherji minn að setja mig úr sambandi með því að fara úr að ofan á 5. teig.Kebab....ggghh

Ósmekkleg og óíþróttamannslegt.

Enda líktist hann kebabkjötfarsi á teini  - svona ber að ofan.

Staðan er því 1:0 í einvígi ársins.  

 

 

 


Í gammósíum á Fjölnisvöll

„Þið ungu menn vitið ekki hvað gammósíur eru," sagði Bjarni Fel í gær við mig í hálfleik á leik Fjölnis og KR þegar ég var að væla yfir kulda í fjölmiðlaaðstöðunni. Ég þakkaði Bjarna fyrir hrósið að kalla mig ungan mann. Hann er kannski farinn að sjá svona illa. Ég benti honum á að ég væri lölega kominn á fimmtugsaldurinn í lok ársins. Bjarni lítur greinilega á mig sem grænjaxl í stéttinni eftir 8 ára veru. Það gleðiefni. Takk fyrir það Bjarni. En hvað eru gammósíur?

Kvenkynsnafnorðið gammósíur hefur þrenns konar merkingu:

   1. háar skóhlífar (úr gúmmí)

   2. legghlífar

   3. síðar, þröngar prjóna- eða teygjubuxurleggings-bl

Hann hefur líklega átt við nr. 3. Ég var ekki í slíkum fatnaði. Gerir það næst þegar ég fer á Fjölnisvöllinn. Men in thigts. 

Ég er rétt núna að ná hita í fingurna eftir að hafa norpað úti á svölum með fartölvuna fyrir framan mig á Fjölnisvellinum. Loftræstingin var fín í fjölmiðlaaðstöðunni sem er náttúruleg og umhverfisvæn. Eins og á „Þjóðarleikvanginum". Þú situr einfaldlega úti.  

Það var líklega ekki nema 6 stiga hiti. Og þegar menn sitja á sínum f...rassi í 90 mínútur þá er aðeins eitt sem gerist við slíkar aðstæður. Þér verður kalt. 2 lítrar af kaffi héldu mestu skjálftaköstunum niðri en ég komst að því að Dell tölvur þola alveg helling af sultardropum, sem láku í gríð og erg niður á lyklaborðið. Helvíti hressandi..

Ég gleymdi stóru úlpunni sem fjölmiðlamenn fengu á dögunum frá Landsbankanum. Ég er reyndar svo stór þegar ég hef klætt mig í þá úlpu að ég þarf að fara í umhverfismat áður en ég get mætt á leik í því „tjaldi".

Leyfiskerfi KSÍ er líklega með Fjölni á undanþágu í einhvern tíma. Það verður eflaust ekki slegist um að fara á leiki þarna í sumar í blaðamannastéttinni ef aðstöðunni verður ekki lokað með gleri. Þetta slapp fyrir horn í gær en ef það rignir hressilega....

Fjölnismenn gerðu allt til þess að redda málum. Rafmagn, fjöltengi, netsamband, stóll, borð og leikskýrsla. Grunnþarfir fjölmiðlamanna. Og þetta skilaði sér allt fyrir rest. Netið var reyndar úti og inni. Því verður kippt í liðinn.

Kaffið er reyndar lífsnauðsynlegt. Miðað við meðalþyngd íþróttafréttamannastéttarinnar eru kruðerí og rækjusamlokur  óþarfi.  Slíkt kransæðakítti verður aðeins til þess að flýta fyrir alvarlegri kransæðastíflu hjá flestum..(HBG...)


Var það eitthvað fleira?

Staður: Flugvél Iceland Express á Keflavíkurflugvelli þriðjudaginn 22. júlí, síðdegis, á leið til Billund. 

Flugþjónn við sætaröð 16 hækkar röddina og spyr karlmann á besta aldri hvort hann vilji eitthvað að drekka.

 Karlmaðurinn svarar: "Já takk. Einn Viking." - 

Flugþjónninn brosir og hækkar enn og aftur röddina þegar hann spyr: "Var það eitthvað fleira"

Karlmaðurinn svarar: "Nei takk." - og fer að hugsa hvers vegna í fjandanum flugþjónninn tali svona hátt.

Ég er með milljón dollara svarið.. ekki láta miðbarnið sjá um að panta flugmiða á netinu þar sem að hægt er að haka við "farþegi með heyrnarskerðingu" (lókadjókur)..

Reyndar er þetta þekkt vandamál hjá fyrrverandi íþróttakennurum á sjötugsaldri sem eru hættir að kenna en ekki hætti að vinna.... 

 

 


Harlem hreinni en Rvík

 Egill Helgason ofurkrulla á RÚV er að skoða veröldina.

Bloggar frá New York.

Hef aldrei komið þangað en ég tók eftir þessu..

Við fórum í Harlem í fyrradag. Meira að segja þar eru göturnar hreinni en í Reykjavík.

 

 

 


Óli Stef virkaði betur en...

Hvítasunnuhelgi.

Ekkert golf. Helvítis vinnan að þvælast fyrir að þessu sinni.

Sá leik HK gegn FH, vinnutengt. Örvfættir leikmenn út um allt í liði FH. Er ekki kvóti á svona hlutum..

Minnti á nokkra leiki með Skallagrím í gamla daga þegar Guðmundur K. Guðmundsson, Þórður Helgason og Henning Freyr Henningsson voru saman inni á vellinum með Skallagrím. 3/5 hluti leikmanna örvhentir. Íslandsmet. Næstum því.

Frábær aðstaða fyrir fjölmiðla í nýju stúkunni í Kópvogi. Þeir buðu líka upp á te. Enskir dagar í Kópvogi.MBL0084421

Sá Gunnar Birgisson og allt. Hann er haltur.  Stoðkerfið eitthvað að láta undan bassanum.

Fór á lokahóf KKÍ. Áratugur frá síðustu heimsókn. Gott kvöld. Sálin hans Jóns míns virkaði þreyttari en ég rétt fyrir kl. 03. Talaði reyndar meira um golf en körfubolta. Ríkharður Hrafnkels. Skilurðu.

Svaf yfir Wigan - Man Utd á sunnudaginn..

Geisp.

Datt ekki í hug að horfa á Tottenham - Liverpool. Hver mun nenna að horfa á enska boltann eftir 10 ár ef þeir fatta ekki að launaþakið reddaði NBA-deildinni....

Ólafur Stefánsson virkaði betur á mig en Alkaseltzerinn. Og hann er örvhentur. Maulaði Alkaseltzerinn eins og Smarties fram eftir degi....

Vá. Hvað getur maður sagt. Óli er eins og íslenska veðrið. Maður veit aldrei við hverju má búast. 

Íþróttaafrek ársins.. so far..

Kannski verður Óli aftur í stuði í Póllandi í undankeppni ÓL í Peking.. ég vona það. 

 


Hmhmhmhm

Hvernig útskýra menn þetta.

Leikmaður ársins kemst ekki í úrvalsliðið?Ult1

Frekar undarlegt.

Kannski hefur þetta komið fyrir áður??


mbl.is Pavla og Heimir leikmenn ársins hjá HSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur að glamra á gítarinn!

Ég verð að mæla með þessum unga manni...

Er sjálfur búinn að leggja stúdentsgjöfinni (gítarnum) um stundarsakir eftir að hafa horft á þetta.


DV skrúfar fyrir sportið

Frétt af vef samtaka íþróttafréttamanna. 

DV hyggst leggja niður íþróttakálf sinn sem fylgt hefur blaðinu undanfarin misseri en þar hafa þrír íþróttafréttamenn unnið í fullu starfi og haldið úti myndarlegu blaði. Í staðinn verða tveir íþróttafréttamenn færðir yfir á dv.is og sjá þar um íþróttaskrif og einn fer yfir í almennar fréttir. Verður mikil eftirsjá í íþróttakálfi DV, ekki síst um helgar þar sem mátti lesa mörg skemmtileg og ítarleg viðtöl við íþróttafólk - og jafnvel íþróttafréttamenn. Einnig var ítarleg umfjöllun um enska boltann á mánudögum sem var geysi vinsæl. DV verður ekki samt eftir þessar breytingar.

 


Andlegt ofbeldi lögreglunnar á Akranesi

Lögreglan á Akranesi beitir andlegu ofbeldi.

Varð fyrir því sjálfur í gær.

Fór í minn ársfjórðungslega hjólreiðatúr sem á alltaf að vera upphafið að nýjum og breyttum lífsstíl.. (oghvaðmeðþaðaðéghafifariðsíðastþann5.janúar).

Veðrið var frábært og þegar svitinn byrjaði að leka niður ennið á mér velti ég því fyrir mér afhverju í fjandanum ég væri að puða á þessu hjóli. Í stað þess að vera slá golfbolta í blíðunni.

Ég hjólaði eins og vindurinn niður á æskustöðvarnar, neðri-Skagann. Þar varð ég fyrir andlegu ofbeldi frá lögreglunni. Púlsinn var nálægt því í 200 slögum á mínútu. Vindurinn feykti hárinu aftur (jea right), vöðvarnir í lærunum voru að missa meðvitund í mjólkursýrubaðinu og ég þaut áfram sem aldrei fyrr.

Lögreglan var stödd við hraðamælingar við Brekkubæjarskólann og að sjálfsögðu mældu þeir hraðann á mér. Ég átti von á því að fá háa fjársekt enda staddur á svæði þar sem að hámarkshraðinn er 30 km/klst.22572903

Ég steig enn fastar á fótstigin og reyndi að forðast "leysigeislann" sem lögreglan skaut á mig.

Ég fann fyrir skotinu og stuttu síðar heyrði ég fyrrum nemenda minn sem var þarna að störfum kalla.. þú ert á 21 kílómetra hraða á klukkustund.. og það vantaði bara að hann endaði setninguna með ..hlunkurinn þinn.

Ég trúði því ekki sem ég heyrði....helvítis kjaftæði.. ég var á miklu meiri hraða.. þetta flokkast undir andlegt ofbeldi... 21 km/klst. Kómón.....


Aukin þyngd = betra golf

Ég er með kenningu.. eftir því sem menn verða þyngri því betri verða þeir í golfi.

Samanber þessa færslu þar sem að Hilmar Þórlindsson fyrrum stórnotandi á harpixefnum grísaði sig í hel í rokinu í Leirunni. Hilmar hefur ekki alveg sagt skilið við harpixið enda er golfkennarinn Brynjar Geirsson með hann í uppfærslu nánast daglega.

Ég hef ekki séð Hilmar spila en 92 högg í Leirunni í klinkveðri er fínn árangur.

Reyndar fékk ég senda ræmu sem vert er að horfa á.

Þessi maður er rokkstjarna golfsins.. og þá er ég ég ekki að tala um Dennis Rodman..

Ég klikkaði á þættinum hans Henry í dag.. hlusta kannski á hann þegar hann hefur breikað 100 á holum.. þeir sem hafa séð Henry spila golf vita   af hverju hann er íþróttafréttamaður... 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband