Færsluflokkur: Bloggar

Bútasaumur og Róland brosti

Þessi úrslitaleikur fer í sögubækurnar fyrir þrennt:

1.) Fyrir slagsmálin. Get ekki dæmt um það hvernig þessi mál þróuðust en það er greinilegt að sérsamböndin þurfa að efla gæslu á svona viðburðum.

irak_200322

2.) Fyrir bútasaum í beinni útsendingu RÚV. Brjánn og Patrekur alblóðugir eftir samstuð. Sláturgerð á hliðarlínu vakti athygli þeirra sem stóðu að útsendingu RÚV. Blóð út um allt - sumir þola rauða litinn illa.

3.) Róland Eradze markvörður Stjörnunnar brosti í leiknum.  Enda ástæða til. Þvílíkir yfirburðir Stjörnunnar. Wink 


mbl.is Átök á áhorfendapöllum Laugardalshallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær samkeppni

Það kemur fyrir að betri helmingurinn sofnar í sófanum þegar við horfum á sjónvarpið. Getur verið kostur. Eins og í kvöld.

Horfði um stund á útsendingu á SÝN frá pókerkeppni og það er maður sem lýsir tilþrifunum á íslensku. Hvar eru áhorfstölurnar þegar slíkt efni er á boðstólum. poker%20cards

Er þetta ekki betra en X-Faktorinn og kannski með svipað áhorf.

Það sem gladdi mig mest var að samkeppnin í sjónvarpsbransanum er gríðarleg. Á sama tíma og spilaður var póker á SÝN var einnig leikinn póker á Skjá 1.

Og það efni var textað....

Ég gleymdi mér alveg yfir þessum ósköpum...frábært sjónvarpsefni. 


Lyklakippa

Það var ekki við öðru að búast þegar þessir gaurar koma saman á ný.

Reyndi að kaupa miða í gegnum U2 síðuna fyrir nokkrum misserum  -skráði mig í u2 klúbbinn og fékk lyklakippu og allt.481e3af5a4a435c3

Helv. heimasíðan krassaði síðan þegar byrjað var að selja á netinu og lyklakippann sökkaði feitt.

Tölvukerfið hefur staðið Police af sér í þetta skiptið.

Mikið væri nú gaman að heyra í þessum köppum live.

Kannski koma þeir í Egilshöll, hver veit??? enda hægt að græða vel á ölsölu á þeim bænum.

Það kostaði aðeins 750 kall fyrir lítinn Faxehortitt á Roger Waters tónleikum sem ég fór á í fyrra. Og ég keypti tvoCrying

Gjafprís. 


mbl.is Seldist upp á alla tónleika The Police í Bretlandi á klukkustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hvati" í Monkey Bay

Ég vissi ekki fyrr en í dag að þessi stofnun væri til.

ÞSSSSSSSSÍ...eða eitthvað svoleiðis.

Ríkisapparatið er stærra en maður heldur.Monkey%20Bay

Sighvatur Björgvinsson? (hver man eftir honum?), var reiður í viðtali við Stöð 2 í hádeginu.

Tæknimenn þar á bæ fá prik fyrir myndatextann sem var birtur þegar símaviðtal var tekið við Sighvat.

Þar stóð: Sighvatur Björgvinsson talar frá Monkey Bay í Malawi.  Myndin hér til hliðar er samkvæmt google frá þessum fallega stað.

Ég brosti út í annað, gott staðarnafn, en staðurinn virðist fallegur. 


mbl.is Utanríkisráðuneytið hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra ÞSSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alex er flott nafn

Alex  -flott nafn.

Munaði engu að miðbarnið hefði fengið það nafn.

sprtrib3

Axel varð niðurstaðan - enn flottara.

Skemmtilegur endir á leik Arsenal og PSV, fyrir okkur Tottenham-mennina.

Spurning um að  kaupa  Philips flatskjá?

Þeir komu sterkir inn eftir þetta kvöld.

 

 

 


mbl.is PSV sló Arsenal út úr Meistaradeild Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í einu af 400 efstu sætunum

Það er áhugavert að kíkja af og til á  lista yfir vinsælustu bloggarana á Moggablogginu. 

Hef það sem markmið að vera einn af 400 efstu.numbers

Hvetjandi kerfi.

Sigmar í Kastljósinu trónir á toppnum og hefur tekið við af Denna sem hefur flutt sig yfir á bloggið á Vísi.

Hef ekki séð neina talningu á Vísisblogginu eða lista yfir hverjir eru að skora hátt. Væri það ágæt leið fyrir Vísismenn að setja slíka talningu inn á bloggsvæðið á Vísi? Upp með sokkana..  


David Navarro? eða David Navarro?

David Navarro er þekktur tónlistarmaður - var í Nirvana (sem er bara bull, sjá athugasemd hér fyrir neðan)  og kom við sögu í Rock Star þáttunum. Nafni hans úr spænska liðinu Valencia á Spáni, 27 ára gamall knattspyrnumaður, David Navarro fór á kostum í leikslok í viðureign Valencia og Inter frá Mílanó í kvöld í Meistaradeildinni. Navarro er í gráa æfingagallanum á myndunum hér fyrir neðan. Tónlistarmaðurinn er í  fínni sveiflu á lífrænt ræktuðu frá  Köben  hér á  myndinni til hliðar.navarro_01

Sýn hefur sinnt boxíþróttinni ágætlega og það var skemmtileg blanda í kvöld þar sem að markalaust jafntefli spænska og ítalska liðsins fór úr böndunum í leikslok.

Algjör farsi þar á ferð. Þar sem að slagsmálin bárust inn í búningsklefa. Fínar myndir frá þessum atburði í sjónvarpinu en ég bjóst alltaf við því að UEFA myndi ritskoða þetta dæmi og hætta að sýna frá slagsmálunum.

UEFA mun eflaust úrskurða marga leikmenn í keppnisbann í kjölfar atburðarins. Frábær viðbót við annars viðburðaríkt keppnistímabil á Ítalíu og hressir aðeins upp á Spánarsparkið...Logi Ólafsson átti setningu kvöldsins í Meistaradeildinni.

Það er ekki aðeins spurning um hvort Frank Rijkaard ætti að skipta um leikaðferð í hálfleik. Hann ætti líka að skipta um hárgreiðslu," sagði Logi. 

 apIBMORG_SPAIN_SOCCER_CH_1IXDT

MDF58184 MDF58181MDF58172MDF58169MDF58155


mbl.is Chelsea slapp áfram gegn Porto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

365, 36error6,

Það hefur lítið farið fyrir umfjöllun um gríðarlegt tap Dagsbrúnar á síðasta rekstrarári. Jón Axel Ólafsson fyrrum útvarpsmaður er með fínar pælingar á heimasíðu sinni um það mál. enron_captain

Steingrímur Sævarr Ólafsson er með bein í nefinu að gagnrýna sitt eigið batterí á nýja blogginu sínu.  Hann fær eitt prik fyrir það en annað er dregið af honum fyrir helv. bókina sem hann heldur alltaf á í nýja starfinu sínu.

Denni er duglegur að blogga á nýja staðnum og dagurinn í dag er met að ég held. Kannski hefur hann tekið það alvarlega sem Ingvi Hrafn Jónsson segir um Vísisbloggið og það fær ekki háa einkunn hjá Ingva Hrafni. En það er gott fyrir alla að hafa samkeppni á þessu sviði sem öðru.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvort stórspurningamanninum Denna tekst að hjartahnoða vísisbloggið  úr dauðadái.Þeir hljóta að vera hundrað sinum fleiri í það minnsta sem blogga á mbl. Að minnsta kosti heimsóttu mitt blogg á fyrsta degi á moggabloggi fleiri en höfðu á vísisbloggi á 6 vikum. Annars er Dennablogg því miður svipur hjá sjón, eftir að hann varð Ritstjóri Íslands í dag. Annars bíð ég á hverjum degi eftir því að einhver stórtíðindi gerist með Vísi.is,sem alltaf er verið að boða að eigi að gerast. Finnst síðan útlitslega litlaus og óspennandi,ljósárum á eftir mbl.is,þrátt fyrir að þar séu innanborðs menn úr hópi mestu reynslubolta íslenskrar blaðamennsku eins og  Oli Tynes bróðir minn og Halli Thorst.


Hagvöxtur

Það er eitthvað undarlegt að gerast í höfðinu á mér.

Stjórnmálin verða á vegi mínum hvert sem ég fer.Hagvoxtur-voxtur-thjodarutgajda-1995-2007

Í dag sem oftar hlustaði ég á Rás 2 á leið minni upp á Skaga úr Rvík.

Þar var verið að ræða um væntanlegar úrbætur á samgöngum í Rvík.

Gísli Marteinn Baldursson var í viðtali og hann sagði m.a. frá því að gríðarleg fjölgun á einkabílum hefði átt sér stað á síðustu 12 árum á meðan R-listinn réði ríkjum í borginni ?

Stundum finnst mér svör stjórnmálamanna loðin og undarleg - stundum leiðinleg.

En eru það góð rök að setja fjölgun einkabíla í Rvík í samhengi við R-listann og Strætó. Ekki það að mér sé ekki sama um R-listann og hans gjörðir.

Hagvöxtur?? Er hann ekki líklegri sökudólgur..

Er ég kannski alveg að missa af samhenginu? 


Einu sinni sá ég þingmann

Ég var að hlusta á útvarpið á leið til vinnu í morgun þar sem að Sæunn Stefánsdóttir úr Framsóknarflokknum og Björgvin G.Sigurðsson úr Samfylkingu voru að ræða um störf Alþingis. Picture 001

Þar var m.a. rætt um þá staðreynd að almenningur hefur ekki eins mikið álit á störfum Alþingis og á árum áður. Þau voru bæði með ágætar skýringar á þeirri þróun.

Sæunn sagði að mikil vinna fylgdi starfinu og það væri mikilvægt fyrir Alþingismenn að hafa tíma til þess að hitta kjósendur þegar hlé væri gert á þingfundum.

Í þessum löngu hléum sem gerð eru með reglulegu millibili á hverju ári. Ég fór að velta því fyrir mér að ég hef aldrei hitt þingmann í slíku hléi.

Einu sinni sá ég Jóhann Ársælsson með barnabarnið sitt í íþróttaskóla FIMA á Akranesi. Gísla S. Einarsson sá ég stundum uppi á golfvelli. Ræddi ekki við hann um stjórnmál.

Magnús Hafsteinsson býrí næstu götu við mig en ég hef bara séð hann á jakkafötunum að elta kanínurnar sem eru í hans eigu í garðinum mínum. Ræddi ekkert við hann.

Aðra þingmenn hef ég aldrei hitt samt hef ég kosið frá árinu 1987.   


mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband