Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 5.3.2007
Rauðar rósir
Það er að hellast yfir mig kosningavalkvíði - er alveg að tapa mér í djúpum pælingum, hver sagði hvað við hvern og afhverju? Hver gerði hvað við hvern og afhverju?
Er alveg Lost að hafa ekki séð Silfrið í marga mánuði og ekki lesið stjórnamálapælingarnar hér á Moggablogginu.
Gísli S. Einarsson núverandi bæjarstjóri á Akranesi leysti valkvíðann með einföldum hætti hjá mér árið 1987.
Hann og stuðningsmenn hans voru með fínt partý á gamla Hótelinu á Akranesi. Kvöldið varð til þess að Gísli og gamli Alþýðuflokkurinn fékk atkvæðið.
Held meira að segja að ég hafi sagt ömmu Buggu, mömmu og pabba frá glæpnum og þau voru bara ánægð.
Ég er enn að bíða eftir því að fá boð um gott partý hjá þeim flokkum sem bjóða fram hér í n-vesturkjördæmi.
Lofa engu um atkvæðið en það vantar meira stuð í kosningabaráttuna.
![]() |
Stjórnarandstaðan boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5.3.2007
Hitti naglann á höfuðið
Hver hefði trúað því að umbrotsmaður á Morgunblaðinu, sem heldur með Fylki og er rétt í meðallagi góður í golfi, hafi hitt naglann á höfuðið á lokakafla leiks West Ham og Tottenham í gær.
Ágætur blaðamaður úr Kópavoginum, Hjálmar Jónsson, stökk hæð sína í loft upp þegar Zamora koma West Ham í 3:2. Útlitið var bjart, Hjálmar var í stuði.
Þá kom gullkornið frá umbrotsmanninum snjalla.
"Tottenham vinnur 4:3," sagði hann. Skömmu síðar skoruðu mínir menn tvö mörk í röð. Stalteri stráði salti í sárin. Já, Stalteri.....
Það heyrðist ekkert það sem eftir var kvöldsins frá Hjálmari - Hann sagðist vera upptekinn við vinnu. Rétt fyrir miðnætti var Hjálmar eðlilegur á ný. Það tekur á að halda með West Ham.
Skil það vel. Þvílíkur leikur.
![]() |
Dökkt útlit hjá West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3.3.2007
Einföld íþrótt
Hlé var gert hjá verkamönnum á Bjargi á Akranesi þegar þessi leikur fór fram í dag. Um það var ekki samið í kjarasamningum verktaka.
Úrslit leiksins voru með þeim hætti að ekki verður gert meira úr því máli.
Knattspyrna er frekar einföld íþrótt.
Fær stuðningsmenn til þess að borða nagla ef því er að skipta.
Ég hef enga skoðun á úrslitum leiksins sem stuðningsmaður Tottenham.
En samt sem áður er alltaf gaman að sjá stuðningsmenn Liverpool kvarta og kveina eftir slíka tapleiki.
Það eru ótrúlega margir sem halda með Liverpool. Ég veit ekki afhverju.
Á myndinni má sjá stuðningsmann Liverpool borða nagla eftir tapið í dag.
Einnig má sjá afleiðingar þess þegar húsbóndinn ætlar að mála eldhúsinnréttinguna enn og aftur en sú sem ræður öllu ákveður að nú sé nóg komið að "make up" aðgerðum.
Og rétti húsfreyjan þeim gamla hamar og sleggju til þess að verkið yrði með þeim hætti sem hún óskaði.
Við óskum húsfreyjunni á Bjargi til hamingju með árangurinn - eldhúsi verður snilld.
Annars var þetta nú ekkert sérstakt (HBS, England, haustið 2005.)
![]() |
John O'Shea tryggði Man.Utd. sigur á Anfield |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1.3.2007
Kleinur hríðlækka
Ég varð áþreifanlega var við mikla lækkun á kleinum í dag 1. mars.
Fór í Brauða og Kökugerðina á Akranesi og yngsta barnið sem er að verða 5 ára fékk fría kleinu hjá Alla bakara.
Þeir fóru í sjómann, kleinan var lögð undir, og minn maður vann að sjálfsögðu.
Kannski var þetta bara blöff hjá bakaranum.
Tja ég veit ekki.
Gleymdi að taka með mér strimilinn og kanna það á vefsíðunni neytendasamtakahagsmunasamtökumneytendaneytendastofu.is
Er alveg ferlega slakur í svona verðkönnunum og eftirfylgni.
![]() |
Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.3.2007
1. mars 1989 - ógleymanlegur
Ég held að 1. mars þoli varla að fá viðhengið "matarskattarlækkunardagurinn" ofaná "1. bjórdaginn" -.
Þórir Ólafsson fyrrum skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi gerði skemmtileg stjórnsýsluleg mistök þegar hann samdi við stjórn nemendafélagsins um tímasetningu á "opnum dögum" vorið 1989.
Það voru dagarnir 1., 2. og 3. mars.
Mættum lítið á þessa "opnu daga" að mig minnir.
Mjöðurinn var hinsvegar aðalviðfangsefni flestra.
Miðvikudag, fimmtudag, föstudag og síðan kom helgi að mig minnir.
Til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.3.2007
Stærðin skiptir máli
Kvennalið Hauka er sannarlega stórglæsilegt á forsíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag. Fimmdálka mynd á forsíðu og allir í stuði.
Að sjálfsögðu eru kollegar okkar á íþróttadeild Fréttablaðsins með umfjöllun og mynd af Haukaliðinu...
Á ágætu ljósmyndanámskeiði sem Einar Falur stóð að í síðustu viku sagði hann að stærðin skipti máli. Það var nánast það eina sem ég man frá námskeiðinu.
Ég held svei mér þá að hann hafi hitt naglann á höfuðið miðað við liðsmyndina sem birtist í Fréttablaðinu í dag...
Eins og þið sjáið á myndinni hér til hliðar er liðsmyndin af Haukaliðinu í eindálknum neðst til hægri á íþróttasíðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Guðjón og kraftaverkin?
Menn eru oft lengi að jafna sig eftir höfuðhögg og fjallaloftið við Rauðavatn hefur líka einkennileg áhrif á blaðamenn hér á Morgunblaðinu sem og á Blaðinu.
Í grein Blaðsins í dag um félagaskipti knattspyrnumanna á Íslandi kemur bersýnilega í ljós að nýtt fjölnotaíþróttahús á Akranesi er að skila stórkostlegum árangri - aðeins nokkrum mánuðum eftir að húsið var tekið í notkun.
Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA er þekktur fyrir að ná árangri með unga leikmenn en samkvæmt frétt Blaðsins eru 8 nýir leikmenn komnir til ÍA.
Tvíburarnir Alexander og Indriði - sem eru reyndar ekki nema 11 ára og gerðu það gott á Shell mótinu á Akureyri í fyrra. Friðrik Arthúr Guðmundsson er einnig nefndur sem nýr leikmaður - hann er 12 ára og fjandi góður.
Ég er gríðarlega stoltur af uppbyggingarstarfi Skagamanna.
![]() |
Ráðleggur Terry að taka því rólega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Yfirlýsing
Frá og með 1. mars árið 2007 er undirritaður hættur stuðningi sínum við Golden State Warriors í NBA-deildinni. Tim Hardaway, Chris Mullin og Mitch Richmond voru hetjurnar sem heilluðu á sínum tíma en eftir að Hardaway kom út úr skápnum sem maður með "hommafælni" er ekki ástæða til þess að elta þetta lið lengur.
Síðuhaldari hefur ekki gert upp við sig hvaða lið fær stuðning hans. Valið stendur á milli Dallas Mavericks eða Phoenix Suns. Ástæðan einföld. Steve Nash heldur með Tottenham og hefur leikið með báðum þessum liðum. Ætla að sofa á þessu í einhverja daga.
Akranesi 28. febrúar, 2007.
Sigurður Elvar Þórólfsson
![]() |
Fowler á leið til Bandaríkjanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Nei ég hef ekki séð Mýrina
Ég missti af Fídel Kastró. Veit ekki hvort það hafi langtíma áhrif á geðheilsuna að sjá eða heyra ekki í Kastró af og til.
Komst að því um helgina að ég er hrikalega lélegur í því að fara í bíó.
Hef ekki séð Mýrina eða snjómyndina sem gerist í virkjun norðan heiða.
Ég hef ekki séð eina sekúndu af X-Factor og heldur ekki af Íslandi í dag eftir breytingar.
Þáttur BBC um Jörðina á mánudögum á RÚV er aftur á móti þáttur sem ekki má missa af. Snilld.
Eina myndin sem ég hef séð í vetur er James Bond og það í A-sal Regnbogans Það er alveg hægt að gera betur í þessum efnum. Ekki spurning.
Það væri ráð fyrir dagblöðin að ráða blaðamenn í að skrifa stutta lýsingu á því sem er að gerast í ýmsum framhaldsþáttum sem virðast allir vera á sama tíma.
Lost er að verða eins og Dallas - það gerist ekkert. Datt inn í þann þátt í síðustu seríu en ég hef misst áhugann.
Heroes lofar góðu og CSI klikkar aldrei.
Legg til að einhver taki það helsta úr Lost og skrifi um það í blöðunum - þá verða mánudagskvöldin auðveldari á mínu heimili. Ég myndi lesa slíka grein -ekki spurning.
![]() |
Kastró í beinni útsendingu í útvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27.2.2007
Getuleysi?
Rakst á fína frétt í Blaðinu í morgun um Henrik Stenson, atvinnukylfing frá Svíþjóð.
Þar segir:
Henrik Stenson hætti leik á móti eftir níu holur vegna getuleysis fyrir fimm árum:
Samkvæmt reglum má vera með 14 kylfur í pokanum. Sköftin á kylfunum eru mismunandi. Sum eru mjúk, önnur stíf og enn færri mjög stíf. Þau eru flest úr stáli en á síðari árum hafa grafítefni verið vinsæl.
![]() |
Kastljósinu beint að Birgi á nuddbekk í Indónesíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)