Færsluflokkur: Bloggar

Scheffer í hlutverki sveitahundsins

Ég velti því fyrir mér hvaða dóm ég fengi ef ég færi að "plaffa" niður hunda sem ganga lausir og hafa valdið mér og minni fjölskyldu ónæði á undanförnum árum.

Þessar pælingar skutu upp kollinum um helgina við veitingasöluna við Geysi.. þar var risastór Scheffer hundur í hlutverki sveitahundsins.... hljóp meðfram veginum og gelti á allt sem hreyfðist.

Það var ekkert "krúttlegt" við þessa skepnu. 

Á þessum hlaupaferðum var hundurinn í 20-30 metra fjarlægð frá göngustígnum að hverasvæðinu við Geysi.

Ég greip þéttingsfast í hönd barnsins sem var með mér í för og reif það með mér yfir götuna í átt að hverasvæðinu.

Ég var sannfærður um að Schefferkvikindinu væri meinilla við hveralykt. Góð áætlun...

Það reyndist rétt en ég er viss um að 50 manna hópur ferðamanna hefði stokkið hæð sína í anda Gunnars á Hlíðarenda hefði "kálfurinn" komið á skriði í áttina að þeim. Ójá ég fatta það núna. Þeir voru enn í rútunni og þorðu ekki út. 

Food and fun hvað?

Vorið 1999 var ég í svipuðum pælingum þegar risastór "bikkje" stal matnum okkar af grillinu við Sognsvatn í Osló. Ekkert merkilegur matur í boði, Gilde pulsur, en helvítið gúffaði 5 pulsum ofaní sig á 0,24 sek.

Norskt met.

Skömmu síðar kom grindhoruð kolvetnisæta í hlaupagallanum út úr skóginum og kallaði á kvikindið sem var þá að sleikja út um fyrir framan okkur. Ég öskraði eitthvað á kellinguna, afsakið orðbragðið, sem átti hundinn en líklega var ég ekki nógu góður í norskunni á þeim tíma  - hún sýndi engin viðbrögð. Hún þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að gefa skepnunni að éta.

Það sauð á mér. Sjóðheitt grill, kaldur Ringnes, en engar pylsur. 

Í framhaldinu datt mér í hug hvort ekki væri hægt að ráða einhvern aðila í að "hreinsa" til á svæðinu, Sopranos lausnina, en ég róaðist aðeins niður við próflesturinn þá um vorið þrátt fyrir að hafa kannað ýmsa möguleika.

Hundar eru fínir, ef þeir eru bundnir eða í ól. Lassie er líka ágæt, en þeir hundar sem ganga lausir og hrella börnin mín eru ekki á jólakortalistanum.  


mbl.is Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OHF-barinn

Stundum er mikið að gera í vinnunni og mistökin renna í gegnum allar síur og eldveggi –

Íþróttafréttamenn á RÚV voru utan við sig í gærkvöld þegar úrslitin úr einum leik í úrvalsdeild karla voru fréttaefnið.

Fjölnir  - Þór Þorlákshöfn. Framlengdur leikur og Fjölnir hafði betur.

Fréttastofa RÚV, öryggisventill okkar allra var með þetta alveg á hreinu.

Þessi úrslit skiptu miklu máli fyrir fjölmennasta íþróttafélag landsins og að sjálfsögðu fyrir íbúa Þorlákshafnar. Bæði lið í fallbaráttu.tl_gt_222

Adolf Ingi í útvarpsfréttum kl: 22: 

“Og Haukar lögðu Fjölni með 78 stigum gegn 72.” ?

Tja...ég veit ekki alveg hvaðan þetta kom hjá Dolla.  

Lovísa í sjónvarpsfréttum kl: 22.

“Og Fjölnir og Þór frá Þorlákshöfn gerðu jafntefli” ?

Tja... jafntefli í körfubolta, ekki til.

Það tíðkaðist á árum áður í blaða - og fréttamannstéttinni að fá sér aðeins neðan í því af og til. Og jafnvel í vinnunni.

Er búið að opna OHF-barinn í Efstaleiti?

Ef svo er. Þá á að bjóða fólki í heimsókn.

 


mbl.is Daniel Baldwin edrú í 92 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handrukkari með hund

Einu sinni sagði góður maður við mig að ég ætti aldrei að skrifa neitt þegar ég væri reiður. Hef reynt að halda mig við þá reglu.

Er því í ágætu skapi þegar ég skrifa þessa færslu en ég hef meiri áhyggjur af því hvað sé að gerast í toppstykkinu á atvinnumanninum í handbolta sem pissar yfir íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is

Atvinnumaðurinn verður neðstur á vinalista mínum hér til hliðar þar til síðar. Var jafnvel að velta því fyrir mér að eyða gaurnum.

Ákvað þess í stað að fá nágranna hans til þess að hrella hann eitthvað fram eftir vetri þar til hann þrífur upp hlandið.

Það eru til ýmsar aðferðir til þess.

 


mbl.is Tottenham mætir Braga í UEFA-bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar, konur, karlmenn

woman-and-dog-763978

Í dag fylgdi sérblað um konur með Blaðinu  -

Morgunblaðið verður með sérblað um hunda.

Hvenær verður sérblað um karlmenn? 

Tja. erfitt að segja - Jú ætli það sé ekki erfitt að selja auglýsingar í slík sérblöð þegar ekki má auglýsa bjór, klám og netaboli. 

E.s. Hef boðað komu mína á hótel Sögu laugardagskvöldið 3. mars.

Umsókn mín er í meðferð hjá hótelstýru og beljubóndanum í bændakofanum.

Keypti einu sinni Tígulgosann  - og lærði dönsku með því að lesa gráu síðurnar í Rapport.

Kemst líklega aldrei inn á helv. hótelið. 


mbl.is Federline fer fram á flýtimeðferð í forræðismáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall að vera kallaður framsóknarmaður

Þessi færsla er ekki skrifuð af seth. Það komst einhver yfir lykilorðið mitt.

Ég sé að það eru fleiri sem heimsækja síðuna en áður. seth er í kringum 120. sætið á listanum yfir vinsælustu síður blog.is. Það eina sem angrar mig er að Framsóknarblaðið í Vestmannaeyjum er á svipuðum slóðum. Verð að finna leiðir til þess að koma mér neðar á listann eða ofar. Fyrri leiðin er mun auðveldari. 

Eitt mesta áfallið sem ég hef orðið fyrir í vinnunni var þegar ég var  kallaður03_1 framsóknarmaður seint á föstudagskvölid.

Rétt fyrir deadline. Ástæðan var sú að ég þekkti Björn B. Jónsson, hinn ágæta formann UMFÍ, á mynd sem var send á ritstjórn Morgunblaðsins.

Og kollegar mínir lugu að sjálfum sér að þeir vissu ekki hver maður er. Þeir vildu ekki láta bendla sig við XBéið.

Hef ekki getað þvegið af mér XBéið frá þeim tíma og að auki var vinnustöðin sem ég hef afnot af á Mogganum með tölvu sem hét BINGI (Björn Ingi Hrafnsson).

BINGI er farinn yfir móðuna miklu og nýr og snarpari gripur settur upp í staðinn. Enn og aftur. Ég er ekki framsóknarmaður. 


mbl.is Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartað hætti að slá um stund

"Innbrotið" er líklega fyrnt og því er allt í lagi að segja þessa sögu. Gamla settið, foreldrar mínir, voru að rifja upp skemmtilegt atvik í gær eftir saltketið og baunirnar.

Sveitavargarnir voru á ferð í Höfuðborginni fyrir um 17 árum. Veturinn 1990. Frumburður þeirra var þá að leigja íbúð í vesturbænum, í Faxaskjóli að mig minnir. Hún lánaði foreldrum sínum lykil að íbúðinni þar sem þau ætluðu að gista. Eftir heimsókn hjá Dóra frænda óku þau um hánótt út að Faxaskjóli.

Karl faðir minn tók upp lykilinn en það gekk illa að opna kjallaraíbúðina. Öll trix í bókinni voru prófuð hvað lykilinn varðar en ekkert gekk. Mútta fann opinn glugga á þvottahúsinu og sá gamli renndi sér þá leiðina í þvottahúsið. key%20(3)

Þar var barnavagn og fannst honum það ekki passa - en kannski voru hinar stelpurnar (meðleigjendurnir) að geyma þetta dót - hugsaði hann. Gömlu konunni var hleypt inn og þau fóru að bera inn töskurnar í forstofuna. Það var ljós á ganginum og sá gamli fór inn í íbúðina og opnaði herbergið þar sem að frumburðurinn hafði aðsetur.

Þegar þau litu inn var fullt af barnadóti á gólfinu? Þau horfðu furðu lostinn á hvort annað. Hjartað í þeirri gömlu hætti að slá um stund. Þau voru í röngu húsi.

Gamla settið læddist út í myrkrið með farangurinn. Gengu að næsta húsi við hliðina, tóku upp lykilinn  - og viti menn. Hann passaði. Samkvæmt mínum heimildum gekk þeim illa að sofna vegna hláturs 

- en sagan er góð.   


Spears svarar í símann hjá 365

Stafræn bylting, jea right.

Digital Ísland er böl og óútreiknanlegur fjandi. Var að reyna að horfa á Lille - Man Utd. á Sýn í kvöld.antenna

Allt frosið og Wayne Rooney líktist Craig Bellamy á 16. teig (bjór).

Karl faðir minn, einlægur stuðningsmaður Man. Utd. var ekki ánægður með ástandið. Hann var þó saddur eftir sprengikjetið og baunirnar  -ástandið var því þokkalegt. 

Á sama tíma voru fín gæði á SÝN Extra 1 og 2 þar sem Real Madrid - Bayern München og PSV - Arsenal voru í beinni.

Ég hringdi í þjónustuver 365, tæknileg aðstoð. Ungur maður, drengur , eða nýliði svaraði eins og hann gat. En hann hafði engin svör.

Fyrsta spurningin var þessi:

"Hvers vegna er útsending SÝNAR í einhverju rugli á meðan SÝN Extra 1 og 2 er í fínum málum?"

Gaurinn vann fyrir kaupinu sínu og fór að spyrja til baka:

365.) Er loftnetið í lagi.

seth: "Já ég keypti risastórt örbylgjuloftnet í október fyrir mörg þúsund kr."

365.) Settir þú loftnetið upp sjálfur?

seth: "Nei, fagmaður, rafeinda - og rafvirki. Eðalmaður."

365.) Sér loftnetið sjóinn?

seth: "Hvað áttu við?"

365.) Sér loftnetið sjóinn?, er sjórinn nálægt húsinu þínu?

seth: Nei, erum í svona 500-800 metra fjarlægð frá sjónum. Og Akranes er sko hinu meginn við Faxaflóann. Örbylgjusendingin þarf að fara yfir sjóinn og loftnetinu er beint í átt til Reykjavíkur - skiluru..loftnetið vísar í átt að Reykjavík en ekki Snæfellsjökli," sagði ég og var reiður.

"Veistu að ég ég hef hringt oft í þjónustuverið og spurt um svipaða hluti. Svörin eru aldrei eins. Ég þarf bara að fá að vita afhverju SÝN sést ekki hjá mér en ég get horft á SÝN Extra 1 og 2. Það er eina vandamálið." 

365.) Heyrðu ég ætla ekkert að vera ljúga að þér. Ég hef ekki hugmynd um hvað er að.

seth: "Ok það er heiðarlegt svar. Það er þá ekki bara af því það er þriðjudagur.  -Þetta Digital Ísland er algjört krapp," sagði ég.

365.) Veistu að sumir eru bara ótrúlega óheppnir með þessi mál.

seth: "Hvað áttu við?"

365.) Það er bara misjafnt hvernig útsendingar okkar nást.

seth: "Ég var einmitt að hringja í þig út af því.. vertu sæll..." 


mbl.is Britney Spears farin í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissað á kennara

Craig Bellamy og 9-járnið kemur upp í hugann þegar maður les þetta piss um kennara, laun og starfsdaga þeirra.microstars-MSE1361

Ég veit ekki hvort umræddur blaðamaður hefur starfað í grunnskóla sem kennari. 

Ég get fullyrt að það er mun auðveldara að vera blaðamaður en kennari. Hef samanburðin eftir 8 ár í starfi sem kennari. 

Þrítugur umsjónarkennari sem ber ábyrgð á 20 börnum fær um 220.000. kr. á mánuði og launatafla kennara er sorglegt plagg. 

Skipulagsdagar í grunnskóla minna barna eru 13 alls samkvæmt skóladagatali en 8 þeirra eru utan þess tíma sem börnin eru í skóla. Í raun eru aðeins þrír skipulagsdagar þar sem ég sem foreldri þarf að gera ráðstafanir.

Og er það ekki eðlilegur hluti af pakkanum?

Hvenær eiga kennarar að skipuleggja starfið eftir að það er hafið?

Á kvöldin?

Skólar eru lifandi vinnustaðir þar sem að margt getur breyst á stuttum tíma og kennarar þurfa tíma til þess að funda og skipuleggja sitt starf.

Þriggja mánaða sumarfrí er nefnt sem staðlað sumarfrí kennara í áðurnefndu pissi.

Það var á þeim tímum sem sjónvarpið var í fríi á fimmtudögum.

Sumarfrí kennara er 8-9 vikur í rauntíma og miðað við staðsetningu Íslands á jörðinni þá væri það mannvonska að stytta sumarleyfi grunnskólabarna niður í 6 vikur.

Ég styð kjarabaráttu kennara heilshugar.
 


Konur og skák, part II

Konur og skák. Fyrir nokkru velti ég því fyrir mér afhverju það er keppt í kvennaflokki í skák?

Fékk ekki nein viðbrögð frá konum um þetta atriði.cqueen

Konur hafa unnið hörðum höndum að bættri stöðu sinni í samfélaginu sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Afhverju hafa ekki konur óskað eftir því að fá að keppa í opnum flokki í skák og bridge.

Í mörgum íþróttum er líkamlegur styrkur helsta vopn þeirra sem þær stunda og konur ættu undir högg að sækja í þeim samanburði. Sumar konur en alls ekki allar.

Í skák og bridge er útsjónarsemi og almenn þekking það sem skilur á milli þeirra bestu og næst bestu.

Ég skora á konur að taka þetta mikilvæga jafnréttismál upp.  


Dennis Rodman á son

Það ískrar í manni að fá endalaust fínar fréttir af Liverpool. Briiseellamy gæti verið sonur Dennis Rodman, þeir hafa kannski fengið svipað uppeldi. 

Ég veit ekki hvernig týpa John Arne Riise er en norskir fjölmiðlar hafa elt hann á röndum undanfarin ár. Hann dregur víst skuldahala á eftir sér, sendir vafasöm SMS-skilaboð og lendir í slagsmálum við John Carew í rútu norska landsliðsins. 

Ein þekktasta fyrirsæta Noregs var allt annað en ánægð með tölvupóst sem að Riise sendi henni rétt fyrir jólin.

"Lefty" var að bjóða henni út að borða og sendi þessa ágætu mynd.

Kannski að Bellamy hafi fengið sama boð frá Riise. Veit ekki. Kannski er röddin hans Riise svona skelfileg að það réttlæti golfæfingar. Tja.   


mbl.is Bellamy fær þunga sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband