Kómísk innheimta

Á Bylgjunni í morgun voru Kolbrún og Heimir Karlsson að ræða um Kompásþáttin sem var á dagskrá í gær. Fólk að hringja inn og þjóðarsálarfílingurinn alveg í botni. Allt að verða vitlaust!

Nóg um það. Búið að mjólka þetta mál alveg í botn.

Það sem mér fannst fyndið var að í næsta augýsingahléi var fyrsta auglýsingin frá Momentum innheimtuþjónustu! !

Tilviljun eða bara djúpur húmor?


Að láta verkin tala

Sumir tala um að gera hitt og þetta. Aðrir láta verkin tala. Ég veit um marga sem hafa látið sér detta það í hug að smíða svona hús. Veit bara um einn sem hefur staðið við það.

Hákot er ekki til sölu enda er það á hinum sögufræga stað Lundgaard á Jótlandi.

Nánari upplýsingar um arkitektúr og annað sem því fylgir má nálgast hjá sundlaugarverðinum í Bjarnalaug á Akranesi. 

husi.jpg


Rússnesk blótsyrði

Alexander Ermolinskij fyrrum liðsfélagi minn úr körfuboltanum notaði óspart rússneskt blótsyrði þegar það átt við og ég notaði það blótsyrði mikið á laugardaginn þegar ég horfði á síðari hálfleik Tottenham gegn hinu gríðarlega sterka liði Wigan í enska boltanum.

Það er nefnilega það, á botninum með 2 stig eftir 5 leiki og Portsmouth á útivelli í næstu umferð.

Juande Ramos er í sjóðheitu sæti enda búinn að versla big time í sumar og selja slatta af ágætum leikmönnum. Margir af þessum nýju eru bara í ruglinu (Roman Pavlyuchenko og David Bentley) en ég er ánægður með markvörðinn Gomes. Karakter sem á eftir að binda þetta lið saman. 

Sá yngsti á heimilinu sér hlutina í öðru ljósi hann ætlar bara að halda með Aston Villa, allavega í dag og kannski á morgun..

Hlustaði mikið á útvarpið um helgina og ég gaf SME sénsinn á sunnudag á Bylgjunni í nýja þættinum. Sprengisandur heitir hann víst. Hann lofaði að vera grimmur en mér fannst hann meyr. Það voru allir svo sammála og happý. Ég var alltaf að bíða eftir að finna grilllyktina í gegnum útvarpið en það kemur kannski síðar.

Golfmót íþróttafréttamanna fór fram á Garðavelli 12. september s.l. Að venju mættu ekki allir sem voru búnir að skrá sig og ég fékk hinn fertuga Alexander Högnason til þess að fylla í skarðið. Ég get fullyrt að Alexander átti stóran þátt í því að Eiríkur á Vísi.is var í sigurliðinu en það verða eftirmálar af þessum sigri þar sem grunur leikur á því að Eríkur hafi fallið á lyfjaprófi. 

 

 


Afrekskylfingar my ass

Það er fátt sem toppar Ryderkeppnina í golfi. Betra sjónvarpsefni er varla til en ég hef áhyggjur af íslensku mótaröðinni.

Í dag fór fram lokamótið á Kaupþingsmótaröðinni, meistaramót meistarana, þar sem að stigahæstu kylfingar í öllum aldursflokkum mættu til leiks á Hvaleyrarvelli.

Það er skömm að því að skoða úrslit mótsins. Aðeins þrír kylfingar mættu til leiks í mfl. karla og tveir þeirra luku leik.Í hverjum flokki var 6 stigahæstu kylfingunum boðið til leiks. 

Ég efast ekki um að unglingarnir og eldri kylfingarnir sem mættu til leiks hafi leikið við sömu aðstæður og þeir sem eru í mfl. karla.

Það var 100%mæting í yngsta aldursflokknum 13-14 ára í drengjaflokki og aðeins eina stelpu vantaði í sama aldursflokk. Og það voru 5 keppendur í 70 ára og eldri í karlaflokki. Svona mætti lengi telja.

Þvílíkt rugl og ég spyr hvað er að gerast? Ömurlegur endir á keppnistímabilinu.


Zlatan bestur?

Getur verið að besti knattspyrnumaður heims sé Svíi?

Ég hef trú á því að Zlatan Ibrahimovic verði aðalmaðurinn í Meistaradeild Evrópu í vetur með Inter frá Mílanó. Ótrúlegur leikmaður og hrokagikkur dauðans. 

Ég spái því að Inter verði í baráttunni um sigurinn í Meistaradeildinni og að Jose Mourinho nái markmiðum sínum sem hann náði ekki með Chelsea.

Allavega verður skemmtilegt að fylgjast með liðinu í vetur, Móri í stuði í kjaftinum og Zlatan á eftir að salla inn mörkunum og leggja þau upp. 

Að lokum. Tottenham á víst að leika í kvöld gegn Wisla Krakow frá Póllandi. Uss,uss, uss, þessi leikur verður eins og gengi íslensku krónunnar.. óútreiknanlegur..

Reyndar var ég búinn að gleyma því afhverju mínir menn komust í Evrópukeppnina en svo mundi ég eftir sigrinum í framrúðubikarnum þarna í vor..

 


Óðinn á RÚV með metnaðarfulla yfirlýsingu

Ég hlustaði á áhugavert spjall Einars Þorsteinssonar, fyrrum íþróttafréttamanns á RÚV, við Óðinn Jónsson fréttastjóra RÚV í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær.

Ég lagði þann skilning í viðtalið að Óðinn telur að íþróttafréttirnar á RÚV hafi fram til þessa ekki verið í sama gæðaflokki og aðrar fréttir RÚV.

(Óðinn):„Með þessari sameiningu þá fer íþróttafréttaþjónustan undir þessa sömu stjórn, sömu fréttastjórnina. Það má segja þá að á þessari nýju fréttastofu RÚV þá verða gerðar sömu gæðakröfur til íþróttafrétta og annarra frétta. Þetta er metnaðarfull yfirlýsing í sjálfu sér og við sem erum í faginu vitum hvað hún þýðir."

(Einar) „Hvað þýðir það fyrir þá sem ekki eru í faginu?"

(Óðinn): „Það þýðir það að íþróttafréttir eiga að lúta sömu gæðalögmálum. Þær eiga að vera jafngóðar, þær eiga að vera jafnvandaðar, þær eiga að vera jafnhlutlausar, og þær eiga að vera jafnágengar, og þær eiga að vera jafnkrefjandi og kryfjandi eins og aðrar fréttir."

 

 

 


"Nei, ertu eitthvað klikkaður."

Ég held að íslenskt menntakerfi sé í góðu lagi og þá sérstaklega í Grundaskóla á Akranesi. Í gær bauð ég frumburðinum sem er 14 ára gull og græna ef hún myndi taka upp á því að halda með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hún fengi borða á Subway á hverjum mánudegi í allan vetur og eina skilyrðið var að mæta í Tottenhambúning í skólann á hverjum einasta mánudegi.

Svarið var: "Nei, ertu eitthvað klikkaður."

Skynsöm stelpa enda erfitt að vera tengd tveimur félögum sem eru í neðsta sæti í karlafótboltanum. ÍA og Spurs.

Nú óttast ég að stuðningur miðbarnsins við félagið sé í frjálsu falli eins og hlutabréfin í Eimskip.Hann var eitthvað efins í gærkvöld og sérstaklega eftir að Gomes "undirsig" markvörður blúbbaði á ögurstund.

Sá yngsti er enn í vinnslu en hann er ekki auðveldur viðureignar. Gerði létt grín að mínum mönnum í gær á síðasta korterinu gegn Aston Villa. "Pabbi, er Tottenham að tapa fyrir Arsenal?," spurði hann blásaklaus. Hann var kominn í rúmið, háttaður og tannburstaður 34 sekúndum síðar.

Kannski að lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham? 

 


Ræs!

Síðbúið sumarfrí að hefjast og aldrei að vita nema að eitthvað blogg detti hér inn af og til á næstu dögum.

Er á leið í bankann að tékka á stöðunni.. keypti slatta í Eimskip fyrir ári síðan og restina setti ég í FL-Group....


guinness og írskir

Írskir dagar. Hver fann upp á þessu?

Magnað götugrill. Stórgóð Lopapeysa við gömlu Akraborgarbryggjuna.

Sunnudagurinn var erfiður. Hverjum er ekki sama. Get sofið þegar ég verð gamall.

Og ekki gleyma Guinness.. alveg ný vídd.. maðurinn sem drullaði yfir Texas skramble mótin á fimmtudaginn ætti að skammast sín.

Þetta er ótrúlega einföld íþrótt..

guinness-draft


Kem aftur.....

Er á lífi. Ef einhver hafði áhyggjur. Hef varla nennt að lesa blogg og hvað þá að skrifa blogg.

 

loka.jpg

 

 

 


Met á mbl.is

193 dagar til jóla.. best að hafa það á hreinu. Er hættur að tuða og röfla.

Bloggið er í uppnámi. Fæ kannski verktaka í þetta! 

Ánægjulegar tölur á modernus.is s.l. tvær vikur fyrir okkur sem skrifum íþróttafréttir á mbl.is.

Aldrei áður hafa fleiri lesið fréttirnar og í s.l. viku voru 82.270 sem komu í heimsókn.

Gott mál.


Grunnorkuþörf.....

Ég hef ekki haft tíma til að bulla.

Hér kemur smá hvað, ef og hefði pæling.ours-blanc-011

Ísbjörninn "krúttlegi" stormað inn á Sauðárkrók til þess að uppfylla grunnorkuþörf dagsins!

Ég veit að stór hluti af Skagfirðingum hafa æft frjálsíþróttir í æsku og eru snöggir..en..

Plaff, plaff, plaff.. var það ekki eina rétta lausnin?

Hvað gera menn á Spitsbergen?

 


Snillingur

SOS barnagolf 31 ma� 004

Hver er kylfingurinn?

207 dagar til jóla.

Spurning dagsins. Hver er maðurinn á myndinni?

SOS barnagolf 31 ma� 052

 


Sápustykkið er áttunda undur veraldar

Ingvar Helgason var eitthvað að sprikla með pulsur og svoleiðis úti á plani í dag á hálendinu við Rauðavatn. Sá þáDSC00105 ekki en ég velti því fyrir mér afhverju IH plöggar ekki meira út á þetta eintak.

Það er ekkert verið að grínast með endinguna á þessu sápustykki. Japanskt stál eða bolvískt? Þessi Micra flýgur um eins og vindurinn. Með grænan miða, endurskoðun, ekki vegna bilunar. Málmþreyta í botni bifreiðarinnar. Ég óttast um örlög eigandans þegar botninn dettur úr þessu eintaki.

 

 

 

Svo er verið að tala um sjö undur veraldar, þegar þessi silfurgræni er til..?

SevenWondersOfTheWorld


Akranes skelfur..

Þessi var stór. Ég er staddur á Akranesi og húsið mitt nötraði hressilega í þessum skjálfta sem var á ferðinni 15:48. Ég var einnig staddur á Akranesi þegar stóru skjálftarnir komu 17. júní árið 2000. Þetta var mjög svipað.  Frekar óþægilegt.

Pétur góður - 10 bestu

Hrós. Þátturinn 10 bestu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld var fín skemmtun. Skagamaðurinn Pétur Pétursson hélt mér við efnið, 10 ára fótboltastrák og 14 ára fótboltastelpu. Vel unnið og mjög þarft að rifja upp það sem liðið er.

Góð byrjun hjá þeim í gamla Tónabæ.. meira síðar

viðbót..

Ég hef líklega verið 9-10 ára gamall þegar ég horfði á æfingu með "stjörnunum" í ÍA liðinu 1977 eða 1978. Þar var Kirby að þjálfa. Æfingin var búinn. Allir farnir af aðalvellinum, nema Pétur og Kirby. Sá gamli gaf endalaust af fyrirgjöfum frá hægri á mark sem var við hornfánann. Þar sátum við púkarnir og horfðum á Pétur skalla flesta þessa bolta í netið. Daginn eftir hefur Pétur örugglega mætt í Sementsverkssmiðjuna og staflað sementspokum.. og leikur um kvöldið..

Á þessum tíma sá maður ekki mikið af sjónvarpsefni með Pétri. En 30 mörk með Feyenoord á einni leiktíð með einu sterkasta liði Evrópu á þeim tíma er árangur sem fáir hafa leikið eftir..

Svo er Pétur líka lipur kylfingur og eðalljósmyndari.. 

 

 


Beyglaður stuðari í Belgrad

Júróvisjón. mhmhmhmhmhm..ég spái því að eftir 2-3 ár verði Austur-Vestur skipting á þessari keppni. Grannar skiptast á stigum og gríðarlega ólikir straumar í gangi hjá rúmlega 40 þjóðum sem tóku þátt.

Þetta rússneska lag er ömurlegt og ég gæti ekki raulað eina laglínu úr þessu lagi ef ég ætti að bjarga lífi mínu.. franska lagið var fínt, Spánverjinn var ferskur og tyrkneska lagið var að vinna á eftir 1., 2., 3 öl.. en danska lagið var með grúv sem ég var að fíla...

Sænska söngkonan minnti mig á beyglaðann stuðara á Volvo xc90- allt úr botoxplasti...man ekki hvað lagið heitir enda skiptir það engu máli úr þessu..Charlotte.jpg-RESIZE-s925-s450-fit

Íslensku söngvararnir stóðu fyrir sínu. eðalsöngvarar..en það verður aldrei nóg í þessari keppni það sem eftir er.. ég spái því að Bretar, Spánverjar, og Þjóðverjar leggi það til að nú sé nóg komið af þessu rugli..

Austur og Vestur júróvísjón verður staðreynd eftir nokkur ár.. 


Lokað vegna veðurs

Geisp.....

Þar til síðar... 

428349221_916061533b


Djamm, jamm

Akranes hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í fréttum RÚV á mánudag var rætt við ungan mann sem hafði miklar áhyggjur af fjölda útlendinga í bænum. Þeir voru aðallega fyrir á skemmtiSTAÐNUM. Drengurinn hafði áhyggjur af því að ástandið myndi versna enn frekar ef 10 einstæðar mæður frá Palestínu myndu flytja á Akranes  - ásamt börnum sínum. Jebb.

Ég væri að móðga meðalgreinda tilraunarottu með því að líkja heilabúi rottunnar við baunina í ...... Stundum missir maður hökuna niður í bringuna.. þetta var slíkt móment..

10 flóttakonur koma á Skagann með börnin sín. Þessar fjölskyldur óska eftir húsaskjóli, mat, skólavist og tíma til þess að aðlagast nýju landi og umhverfi. Kannski verða einhverjar búsettar í langan tíma á Akranesi, kannski ekki. Þeirra er valið. Hvað er vandamálið?

Akraneskaupstaður þarf að plögga bigtime á næstu mánuðum til þess að laga ímynd samfélagsins.

Í dag er ímyndin neikvæð. Því miður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband