Laugardagur, 21.7.2007
Breytingar....
Ég er búinn að vinna í þrjá daga eftir sumarfrí og ég verð að viðurkenna að ég er ekki kominn í gírinn fyrir vinnuna. Dropinn holar steininn og allt það.
Ég tók ekki eftir miklum breytingum á vinnustaðnum, jú auðvitað, það er búið að rýma til fyrir innrás Blaðsins á 2. hæðina hjá okkur.
Öll dýrin í skóginum eru að verða vinir og Blaðsmenn verða í næsta nágrenni við mig.. kannski að maður rekist á eitthvað gott skúbb í sportinu hjá þeim..
Plássið sem Blaðið er með er ekki mikið miðað við það svæði sem ritstjórn Morgunblaðsins nær yfir. Ég velti því fyrir mér hvort þetta ætti eftir að snúast við á næstu 5-10 árum?
Að ritstjórn Morgunblaðsins verði kominn út í horn á 2. hæð með útsýni yfir Rauðavatn.. en Blaðsmenn búnir að ná yfirráðum við kaffihornið.
Eitt fá þeir aldrei, það er 14 tommu Sony sjónvarpið sem er í vinnubásnum mínum..aldrei.aldrei....e.s. hvernig er hægt að spila golf eins og hálfviti í logni og 16 stiga hita???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20.7.2007
Rétt tæp 4 kg. af frönskum á dag...
560 kg. - Það er þokkalegt.
Ég velti því fyrir mér hver grunnorkuþörfin sé hjá manni sem er 560 kg.
Hve miklu hann brennir á meðan hann liggur útaf og gerir ekki neitt?
Ef ég hef hitt naglann á höfuðið þá þarf slíkur maður um 9.200 hitaeiningar bara til þess að fullnægja grunnorkuþörfinni.
(15,3 x þyngd (kg)) + 679 = kkal/dag).
Það má leysa með því að borða rétt tæp 4 kg. af frönskum kartöflum á dag.
Hann gæti einnig sleppt frönsku kartöflunum og fengið sér rétt tæplega 1,5 l. af kokteilsósu í staðinn.
Nú ef hugmyndaflugið er í lagi þá getur hann einnig borðað um 2 kg. af frönskum og haft rúmlega hálfan ltr. af kokteilsósu.
Ef hann er þyrstur þá getur hann uppfyllt grunnorkuþörfina með því að drekka rúmlega 450 ltr. af kaffi á dag. Það eru 20 hitaeiningar í einum lítra af kaffi..
En aðalmálið er að graurinn er að léttast en ég vildi sjá hvernig hjartað í þessum manni er að vinna..það hlýtur að vera sterkasti vöðvinn í þessum líkama....
![]() |
Þyngsti maður heims léttist um 200 kg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19.7.2007
Körfugen
Það er greinilega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það kemur ekki fram í þessari grein í dag að Margrét Kara er dóttir Sturlu Örlygssonar sem lék lengi í úrvalsdeildinni með Njarðvík, Tindastól, Þór og fleiri liðum.
Föðurbróðir hennar er einn þekktasti körfuboltamaður Íslands, fyrr og síðar, Teitur Örlygsson, Gunnar Örlygsson fyrrum þingmaður var einnig góður á parketinu í Ljónagryfjunni en hann er bróðir þeirra Teits og Sturlu.
Bróðir Margrétar, Örlygur Aron Sturluson, var gríðarlega efnilegur leikmaður, en hann lést af slysförum í janúar árið 2000.
![]() |
Lauk stúdentsprófi á tveimur árum og æfir af krafti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.7.2007
Rassmussen........
![]() |
Rasmussen enn fremstur í Frakklandshjólreiðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17.7.2007
Alveg spakur með barn í maganum
Allir spakir á Akranesi og í Keflavík... góðar fréttir..
þar sem að sættir eru aðalmálið í þessari frétt er rétt að nefna það að ég varð ekki aðeins fyrir "árás" frá "sturluðum" pabba á Nikulásarmótinu á Ólafsfirði um helgina.
Ég varð einnig fyrir andlegu ofbeldi frá 4-ára gömlum pjakki.
Helgi Már Bjarnason sat spakur á öxlum föðurs síns er við gengum af sparkvöllunum í átt að tjaldsvæðinu.
Guttinn leit á mig og mældi mig hátt og lágt.
Hann var ekki lengi að átta sig á hlutunum og spurði:
"Ert þú með barn í maganum?".
Ég sagði ekki fleira það kvöldið.. og hann hitti tvær flugur í sama höfuðið að mati aðstandenda minna sem voru ekki langt frá og hlógu eins og vitleysingar.. þetta kallar maður stuðning eða þannig.
Helgi Már er snillingur...
![]() |
Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17.7.2007
Gott plott.....
Þetta er frábært plott hjá Stöð 2 og Einari Bárðar....
- það er alveg nauðsynlegt að fá sér áskrift að Stöð 2 í haust.....
Fékk þetta í pósti í morgun.....bara skondið....
A very loud, unattractive, mean-acting woman walked into Wal-Mart with her two kids, yelling obscenities at them all the way through the entrance.
The Wal-Mart Greeter said pleasently: "Good morning and welcome to Wal-Mart. Nice children you have there. Are they twins?"
The ugly woman stopped yelling long enough to say, "Hell no, they ain´t."
"The oldest one´s 9 and the other one´s 7. Why the hell would you think they´re twins? Are you blind, or just stupid?"
"I´m neither blind nor stupid, Ma´am", replied the greeter. "I just couldn´t believe you got laid twice. Have a good day and thank you for shopping at Wal-Mart."
![]() |
Emilía hættir í Nylon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17.7.2007
Afreksmaður?
Beckham var ekki á Ólafsfirði um s.l. helgi á Nikulásarmótinu í fótbolta en margir snillingar spörkuðu í bolta á því móti. Í gær var innslag í Íslandi í dag þar sem að fullyrt var að afreksstefna væri ráðandi í þjálfun yngri barna í íþróttum...
Þar var rætt við einhvern mann sem var með sumarbúðir fyrir krakka sem hafa ekki náð að festa sig í sessi í íþróttum..gott framtak en ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu að íþróttafélög leggi gríðarlega áherslu á afreksstarf......
Það eru vissulega til þjálfarar sem vinna eftir slíkri línu en ég fullyrði að meirihluti þeirra sem sinna barna og unglingastarfi leggja mesta áherslu á að sem flestir fái verkefni við sitt hæfi....
Fréttin var að mínu mati "einhliða" og það var vegið að því ágæta starfi sem unnið er í grasrótinni hjá íþróttafélögum landsins..
e.s. ég rakst á hund rétt utan við Þelamörk á sunnudaginn... fannst eins og ég hefði séð mynd af honum í einhverju blaði fyrir nokkru.. tók hundinn upp í, gaf honum pulsu í Varmahlíð.. hef ekki séð hann síðan...(Lúkas IV).
![]() |
Óvíst hvort Beckham verði með gegn Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16.7.2007
Pabbi þinn er fífl........
Æi fáðu þér pulsu og hættu að frussa svona... sagði ég við heljarmenni á Ólafsfirði í gær...og ég sagði manninum að halda sér saman og reyna að hafa gaman af lífinu....ég var einnig tilbúinn að berjast fyrir lífi mínu ef hann myndi ráðast á mig...
Þetta fífl var líklega eina foreldrið á Nikulásarmótinu á Ólafsfirði sem hagaði sér eins og kjáni á hliðarlínunni..
það er langt síðan að ég hef heyrt annað eins orðbragð á hliðarlínu á krakkamóti og ég lét þetta viðrini heyra það. "Reyndu nú að slaka á og hvetja þína menn," sagði ég en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni..maðurinn var nánast froðufellandi og öskraði eitthvað í áttina til mín..nú auðvitað þetta var mikilvægasti leikurinn á ferlinum hjá stráknum hans í keppni 6. flokks....
9 ára púkar að reyna að hafa gaman af því að spila fótbolta og á sama tíma er einn pabbi að missa sig á hliðarlínunni...ég hefði átt að rennitækla gaurinn í golfskóm með járntökkum..
-ég verð að hrósa einum pabbanum úr þessu liði en hann sat spakur í brekkunni fyrir ofan völlinn en þegar hann sá að þetta farið úr böndunum gekk hann að sínu fólki og bað það um að róa sig...
gott mál en þessi gaur sem var froðufellandi var allt annað en sáttur.. af tillitssemi við barnið sem þessi pabbi var að "styðja" við bakið á þá læt ég það vera að nefna liðið sem þessi maður var að "styðja"..
ef ég sé hann aftur við sömu iðju þá smelli ég af honum mynd og skrifa skýrslu um kauða..... annars var mótið fínt.. allir sáttir þrátt fyrir ískalda norðangjólu.....
![]() |
Heinze vill yfirgefa United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12.7.2007
Slappt uppfyllingarefni....
Einhver sem kýs að kalla sig Tryllti henti inn athugasemd við síðustu færslu og þar óskar hann eftir upplýsingum um gang mála hjá mer á Meistaramótinu í golfi.. það er sjálfsagt....ég verð aðeins með á fyrstu tveimur keppnisdögunum.. fer á morgun á stórmótið á Ólafsfirði fyrir 6. flokk karla í knattspyrnu... starfsmaður mótanefndar setti mig sem uppfyllingarefni í ráshóp í meistaraflokk fyrstu tvo dagana og Helgi Dan Steinsson klúbbmeistari frá því í fyrra tilkynnti mér á fyrsta teig að ég væri aumingi ef ég spilaði ekki með þeim á hvítu teigunum...það var að sjálfsögðu ekkert mál..en helv. er þetta allt öðruvísi af öftustu teigum og þá sérstaklega á par 3 brautunum 8. og 18. Var frekar slappur í golfinu í gær.. 86 högg.. alveg spakur á fyrri 9 (10.-18.) en eftir fuglinn á 1. braut fór að halla undan fæti. Setti einn útaf á 2. braut og fékk 8., og skollar og skrambar litu dagsins ljós eftir það... - en þetta var bara helv. gaman og í dag er stefnan sett á að gera betur.. meira síðar Tryllti..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Allt eðlilegt - golf.is á hliðinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Skagamenn mikið í grasinu?
Það ætlar að ganga illa að kenna stuðningsmönnum ÍA að nýta sér stúkuna á Akranesvelli...grasbrekkann heillar fleiri og þá sérstaklega þá sem eru með börn..
það var skemmtilegt að sjá einn starfsmann sitja í nýjasta hluta stúkunnar í gær í bikarleiknum gegn Víking. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu en vissulega sitja fleiri í stúkunni þegar það rignir.
Þetta er annar leikurinn á stuttum tíma þar sem ég tylli mér í grasbrekkuna og er eins og "hver annar" áhorfandi en ekki í vinnunni. Það er allt önnur upplifun á leiknum að láta sig "fljóta" með í stað þess að telja skot á mark og rangstöður.
Skagaliðið er með 5 leikmenn í vörn en sem betur fer eru týpur í liðinu sem geta tekið af skarið í sóknarleiknum.
Jón Vilhelm Ákason er einn þeirra.. það er alltaf eins og hann sé að detta þegar hann er á hlaupum en drengurinn er áræðinn og sigurmarkið hjá honum í gær var með því flottara sem sést hefur á Akranesvelli lengi. Vonandi fær ÍA leik gegn Keflavík í næstu umferð á Akranesvelli....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10.7.2007
Mannvonska og VIPP
Frábært að tveir íslenskir ofurhugar reyni við Ermasundið nánast samtímis....tilviljun að þeir bera báðir nafnið Benedikt.....að öðru.. það er allt að verða vitlaust í blog(g)heimum útaf skrifum Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ á heimasíðu ÍSÍ....áfengið og VIP-gestir eru m.a. umfjöllunarefni Ólafs..eftirfarandi klausa úr pistli hans Ólafs vakti athygli mína
Um allan heim telst svokallað v.i.p. nauðsynlegur og sjálfsagður hluti íþróttaviðburða, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Íslensk íþróttahreyfing er að verða alþjóðlegri líkt og flest önnur svið okkar samfélags. Velvilji og stuðningur styrktaraðila er alþjóðlegt einkenni íþróttahreyfingarinnar sem sannarlega nýtur minni opinberra framlaga en ýmsir telja. Það ætti því að vera sameinlegt hagsmunamál okkar allra að hlúa að þeim atriðum sem efla íþróttir fremur en að grafa undan þeim. Bið ég okkar frábæru stétt íþróttafréttamanna að reyna með jákvæðum og fordómalausum hætti að sjá þá hlið mála. Það býr engin mannvonska að baki þessu fyrirkomulagi.
Ég er ósammála Ólafi að það felist engin mannvonska að baki því að VIP gestir fái aðgang að áfengi á meðan "aðrir" gestir fá ekki aðgang að áfengi.. Þetta er nefnilega bara svona ON/OFF dæmi.
Eru 8.000 áhorfendur sem mæta á landsleik í fótbolta ekki að sýna velvilja og stuðning með því að greiða sig inn á völlinn..hvað þurfa menn að greiða til þess að komast í VIPPIÐ? -
Það væri reyndar gott ráð að byrja á því að bera helv. helling af áfengi í blaðamannastéttina á öllum viðburðum hér eftir........það er góð og gömul hefð sem hefur því miður hefur ekki verið haldið hátt á lofti á undanförnum árum.....ég veit að þetta myndi svínvirka....
Svo erum við líka alltaf í bestu sætunum á vellinum, fáum frítt á völlinnn..og sjáum stundum alveg allt sem fram fer í "vinnunni"... -
ÍSÍ er með um 170.000 félagsmenn í sínum röðum..frábært starf unnið á mörgum sviðum í grasrótinni og í afreksstarfinu... en hversvegna er áfengi á íþróttaviðburðum TABÚ árið 2007??? Er litið svo á að VIPPARAR kunni að fara með áfengi en aðrir ekki?
Ólafur bendir réttilega á að margir viðburðir á vegum hins opinbera eru "fljótandi" í áfengi án þess að mikið sé fjallað um það í fjölmiðlum..það er alveg rétt en hver er munurinn á því að selja bjór í leikhúsi, á tónleikum, listaviðburði eða íþróttaviðburði?..á þessum viðburðum er fólk eins og ég og þú..og til þess að koma í veg fyrir miskilning þá er ég ekki að mæla með því að unglingar fái aðgang að áfengi á slíkum viðburðum.
Stutt saga af ógleymanlegri ferð á HM í Portúgal...
Á HM í handbolta í Portúgal árið 2003 sat ég ásamt vinnufélaga mínum með pappaspjald á fótunum í áhorfendastúku í milliriðli keppninnar...það var blaðamannastúkan.. sveittur Spánverji í netabol hvatti sitt lið af krafti og sá til þess að það var ekki "vinnufriður" - en því má ekki gleyma að við fengum jú frítt inn og það var bjór í boði fyrir alla sem það vildu....VIPpARA, blaðamenn og líka sveitta Spánverja í netabol...
![]() |
Þurfti að hætta þegar 2,4 km voru eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10.7.2007
Púff - líkbíll og gott par...
Púff - þetta var erfið helgi.. magnað brúðkaup hjá Árna og Björgu...og eftirminnilegir atburðir aðfaranótt sunnudags... - þið hefðuð átt að sjá svipinn á afgreiðslukonunni í bílaapótekinu í Kópavogi þegar ég mætti á bílnum sem var fullur af bjórkútum úr brúðkaupinu og bað um Alkazeltser...hmhmhmhm..... bíllinn var líkbíll í orðsins fyllstu merkingu.....smekkfullur af kútum og dælubúnaði...
Miðnæturgolfið í gær var einnig skemmtilegt.. tveir danskir snillingar að upplifa eitthvað sem þeir hafa aldrei gert áður.. sá gamli (Þórólfur Ævar) átti högg dagsins.. setti hann inn á grín í drævinu á 10. á Garðavelli um 230 metrar.. helv. gott hjá manni á þessum aldri... við leituðum að boltanum í um 5 mínútur áður en við áttuðum okkur á því að hann var á flötinni... segi honum það seinna að ég henti boltanum inn á flötina af um 20 metra færi þegar ég fann hann í röffinu.. djók...
Birgir Arnar Birgisson stórkylfingur úr Leyni átti einnig fín tilþrif í gær.. týndi upphafshögginu á 3. braut sem er par 3.. hann sló þriðja höggið af teig.. og setti boltann ofaní holuna af um 120 metra færi.. þetta heitir gott par...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7.7.2007
frévefmorgbl.is -eða mbl.is
Ég er ekki í vafa um að Fréttavefur Morgunblaðsins er mun öflugra vörumerki en mbl.is -eða hvað? By the way þetta var ekki ég...
![]() |
Ökumaður yfirbugaður eftir hraðakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Flísinn 2008
Verður nokkur á þessu balli?? Ég hélt að 99% þjóðarinnar væri í brúðkaupsveislu á þessum tíma... allavega ég.
Á næsta ári verður nýtt nafn komið á Lopapeysuballið..enda allir í flíspeysum... Flísinn 2008......
![]() |
Fjöldi unglinga stefnir á Írska daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Mark ársins?
Íþróttaheimurinn logar eftir atburði gærkvöldsins á Akranesvelli.
- Ég skoðaði mark ársins (so far) margoft í gær á myndbandi og mín upplifun er að þetta hafi verið slys.
Eftir að Bjarni skýtur boltanum í átt að markinu þá skokkar hann rólega inn að miðjunni á sitt varnarsvæði og mér fannst hann ekki einu sinni horfa á boltann þegar hann var á leiðinni að markinu. Leikmaður sem reynir að skora af þessu færi hlýtur að fylgjast grannt með framvindu mála á meðan boltinn er á leið að markinu.
Bjarni er sá eini sem veit hvort þetta var óviljaverk eða ekki. Ég trúi því ekki að hann hafi gert þetta viljandi.
Það eru margar kjaftasögu sem eru í gangi um það sem gerðist fyrir utan búningsklefana í gær. Menn lamdir og fúkyrði látin falla..
Gísli Gíslason fyrrum bæjarstjóri og núverandi formaður mfl. ÍA var í hlutverki sáttarsemjara og stóð sig bara vel að mér fannst.
Ég stóð fyrir utan girðinguna í um 5 metra fjarlægð og fylgdist með því sem gerðist. Bjarni fór fyrstur inn og Guðmundur Steinarsson náði að komast inn áður en hurðinni var lokað um stundarsakir. Bjarki Guðmundsson fyrrum markvörður ÍA og núverandi varamarkvörður Keflavíkur talaði hátt líkt og margir aðrir en ég held að þetta hafi ekki verið eins "heitt" og menn láta í veðri vaka.
Nokkrir leikmenn Keflavíkur gengu rólegir upp að vallarhúsinu en það voru fáir sem voru mjög æstir og reiðir að mér fannst.
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sagði í sjónvarpsviðtali eftir leikinn að B. Guðjónsson hefði orðið sér til skammar "enn og aftur" og ég væri til í að fá nánari útskýringar hjá Kristjáni á því hvað hann átti við með "enn og aftur". Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu á lokasprettinum í sumarfríinu.
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Hollendingar með lausnina?
Er þetta rétta lausnin?
Áttu Skagamenn að bregðast við með sama hætti og er sýnt í þessu myndbroti? Snillingur á ÍA spjallinu benti á þetta atvik...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4.7.2007
Slæs, húkk eða fade?
Sat spakur með popp og kók í grasbalanum á Akranesvelli í kvöld í sumarfríinu og horfði á leik ÍA og Keflavíkur.
Lokamínútur leiksins eru það skrautlegasta sem maður hefur séð í mörg ár.
Það verður rifist um mark Bjarna næstu árin..og fyrir fjölmiðla er þetta atvik "veisla".. fyrir kylfinga er vert að skoða boltaflugið hjá Bjarna og ég held að þetta hafi verið slæs sem átti að vera húkk...
- Ég held að flestir Skagamenn hefðu viljað að ÍA liðið hefði einfaldlega leyft Keflavík að skora og minnka muninn í 2:1 - allir sáttir.
En eru fordæmi fyrir slíku?
Ég man allavega ekki eftir því og það var létt kaos í gangi þarna úti á vellinum.
- Einar Orri Einarsson leikm. nr. 13 í liði Keflavíkur gerði heiðarlega tilraun til þess að "jarða" Bjarna undir lok leiksins.
Ljótt hefndarbrot.
Menn eru fljótir að gleyma. Ingvi Rafn Guðmundsson leikmaður Keflavíkur er nýbyrjaður að leika á ný eftir fótbrot fyrir tveimur árum í leik gegn ÍBV þar sem Ingvi var fórnarlambið..Það mátti litlu muna að illa færi í samskiptum Einars og Bjarna.
Guðmundur Steinarsson gerði atlögu að Íslandsmeti í 100 metra hlaupi þegar hann reyndi að ná Bjarna sem fór rakleitt upp í búningsklefa eftir leikinn.
Slíkur sprettur hefur ekki sést á hlaupabrautinni á Akranesvelli frá Landsmótinu árið 1975. Guðmundur náði reyndar ekki Bjarna..
Áhorfendur hópuðust að innganginum við búningsklefana en rammgerð UEFA girðing hélt múgnum frá aksjóninu. Eða þannig.
Einn vippaði sér yfir girðinguna án þess að nokkur skipti sér að því.
Þetta er annað árið í röð þar sem að allt fer úr skorðum í leik ÍA og Keflavíkur.
Í fyrra voru það Hjörtur Hjartarson og Guðmundur Mete sem áttu sviðsljósið. Hitti reyndar á Hjört á leiknum og hann var alveg spakur. Þeir félagar mætast á miðvikudagin í bikarnum, Þróttur og Keflavík...
Hef ekki trú á því að hinn rólegi Hjössi fari á límingunum í þeim leik.
Ég bíð spenntur eftir næsta leik þessara liða - úrslit í bikarnum væri fínn leikur?
![]() |
Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 4.7.2007
Klöppum fyrir því
Gult er liturinn í ár. Sólin og grasið tóna vel saman á golfvellinum á Akranesi. Græni liturinn varla til staðar og flatirnar eru harðar sem grjót. Vantar þrumuveður á Akranes í hvelli.
-Það kom aldrei þrumuveður á Mallorca eins og búið var að lofa.
Beið spenntur. -
Íslendingar í flugvélum eru hættir að vera fullir á leið til og frá útlöndum. Flugdólgarnir hvergi sjáanlegir en það er ótrúlegt að heyra fólk heldur uppi þeim sið að klappa þegar lent er.
Var alveg búinn að gleyma þessari upplifun enda langt síðan ég fór í leiguvél.
Er þetta séríslenskt fyrirbæri?
![]() |
Þrumur og eldingar á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3.7.2007
Nýr lífsstíll - 14 dagar á Tunglinu
Það tókst. Hálfur mánuður á Alcudia ströndinni á Mallorca án þess að vera "tengdur" við umheiminn. Og slökkt á símanum. Gat alveg eins verið á tunglinu hvað íslenskar fréttir varðar.
Þetta er hægt og bráðnauðsynlegt.
Félagarnir San Miquel og G&T voru bara helv. góðir á kantinum.
Mæli með Alcudia fyrir fjölskyldufólk...rólegt, frábær strönd og nóg um að vera. -
Æfingabúðirnar með G&T og San Miquel skiluðu af sér besta 18. holu hring ársins í dag... - 73 kall takk fyrir túkall, einn yfir pari, og forgjöfin lækkaði í 4,5.
Vildi að það væri jafnauðvelt að losa sig við helv. björgunarhringinn sem hélt mér á floti á ströndinni. En þetta skilaði sér vel í golfinu. Þyngdarpunkturinn er á betri stað en áður.
Nýr lífsstíll í næstu viku eða þar næstu... búinn að lofa þvílíkt upp í ermina á mér..
Bloggar | Breytt 4.7.2007 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)