Þriðjudagur, 20.2.2007
Spears svarar í símann hjá 365
Stafræn bylting, jea right.
Digital Ísland er böl og óútreiknanlegur fjandi. Var að reyna að horfa á Lille - Man Utd. á Sýn í kvöld.
Allt frosið og Wayne Rooney líktist Craig Bellamy á 16. teig (bjór).
Karl faðir minn, einlægur stuðningsmaður Man. Utd. var ekki ánægður með ástandið. Hann var þó saddur eftir sprengikjetið og baunirnar -ástandið var því þokkalegt.
Á sama tíma voru fín gæði á SÝN Extra 1 og 2 þar sem Real Madrid - Bayern München og PSV - Arsenal voru í beinni.
Ég hringdi í þjónustuver 365, tæknileg aðstoð. Ungur maður, drengur , eða nýliði svaraði eins og hann gat. En hann hafði engin svör.
Fyrsta spurningin var þessi:
"Hvers vegna er útsending SÝNAR í einhverju rugli á meðan SÝN Extra 1 og 2 er í fínum málum?"
Gaurinn vann fyrir kaupinu sínu og fór að spyrja til baka:
365.) Er loftnetið í lagi.
seth: "Já ég keypti risastórt örbylgjuloftnet í október fyrir mörg þúsund kr."
365.) Settir þú loftnetið upp sjálfur?
seth: "Nei, fagmaður, rafeinda - og rafvirki. Eðalmaður."
365.) Sér loftnetið sjóinn?
seth: "Hvað áttu við?"
365.) Sér loftnetið sjóinn?, er sjórinn nálægt húsinu þínu?
seth: Nei, erum í svona 500-800 metra fjarlægð frá sjónum. Og Akranes er sko hinu meginn við Faxaflóann. Örbylgjusendingin þarf að fara yfir sjóinn og loftnetinu er beint í átt til Reykjavíkur - skiluru..loftnetið vísar í átt að Reykjavík en ekki Snæfellsjökli," sagði ég og var reiður.
"Veistu að ég ég hef hringt oft í þjónustuverið og spurt um svipaða hluti. Svörin eru aldrei eins. Ég þarf bara að fá að vita afhverju SÝN sést ekki hjá mér en ég get horft á SÝN Extra 1 og 2. Það er eina vandamálið."
365.) Heyrðu ég ætla ekkert að vera ljúga að þér. Ég hef ekki hugmynd um hvað er að.
seth: "Ok það er heiðarlegt svar. Það er þá ekki bara af því það er þriðjudagur. -Þetta Digital Ísland er algjört krapp," sagði ég.
365.) Veistu að sumir eru bara ótrúlega óheppnir með þessi mál.
seth: "Hvað áttu við?"
365.) Það er bara misjafnt hvernig útsendingar okkar nást.
seth: "Ég var einmitt að hringja í þig út af því.. vertu sæll..."
![]() |
Britney Spears farin í meðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 20.2.2007
Pissað á kennara
Craig Bellamy og 9-járnið kemur upp í hugann þegar maður les þetta piss um kennara, laun og starfsdaga þeirra.
Ég veit ekki hvort umræddur blaðamaður hefur starfað í grunnskóla sem kennari.
Ég get fullyrt að það er mun auðveldara að vera blaðamaður en kennari. Hef samanburðin eftir 8 ár í starfi sem kennari.
Þrítugur umsjónarkennari sem ber ábyrgð á 20 börnum fær um 220.000. kr. á mánuði og launatafla kennara er sorglegt plagg.
Skipulagsdagar í grunnskóla minna barna eru 13 alls samkvæmt skóladagatali en 8 þeirra eru utan þess tíma sem börnin eru í skóla. Í raun eru aðeins þrír skipulagsdagar þar sem ég sem foreldri þarf að gera ráðstafanir.
Og er það ekki eðlilegur hluti af pakkanum?
Hvenær eiga kennarar að skipuleggja starfið eftir að það er hafið?
Á kvöldin?
Skólar eru lifandi vinnustaðir þar sem að margt getur breyst á stuttum tíma og kennarar þurfa tíma til þess að funda og skipuleggja sitt starf.
Þriggja mánaða sumarfrí er nefnt sem staðlað sumarfrí kennara í áðurnefndu pissi.
Það var á þeim tímum sem sjónvarpið var í fríi á fimmtudögum.
Sumarfrí kennara er 8-9 vikur í rauntíma og miðað við staðsetningu Íslands á jörðinni þá væri það mannvonska að stytta sumarleyfi grunnskólabarna niður í 6 vikur.
Ég styð kjarabaráttu kennara heilshugar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 19.2.2007
Konur og skák, part II
Konur og skák. Fyrir nokkru velti ég því fyrir mér afhverju það er keppt í kvennaflokki í skák?
Fékk ekki nein viðbrögð frá konum um þetta atriði.
Konur hafa unnið hörðum höndum að bættri stöðu sinni í samfélaginu sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Afhverju hafa ekki konur óskað eftir því að fá að keppa í opnum flokki í skák og bridge.
Í mörgum íþróttum er líkamlegur styrkur helsta vopn þeirra sem þær stunda og konur ættu undir högg að sækja í þeim samanburði. Sumar konur en alls ekki allar.
Í skák og bridge er útsjónarsemi og almenn þekking það sem skilur á milli þeirra bestu og næst bestu.
Ég skora á konur að taka þetta mikilvæga jafnréttismál upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19.2.2007
Dennis Rodman á son
Það ískrar í manni að fá endalaust fínar fréttir af Liverpool. Bellamy gæti verið sonur Dennis Rodman, þeir hafa kannski fengið svipað uppeldi.
Ég veit ekki hvernig týpa John Arne Riise er en norskir fjölmiðlar hafa elt hann á röndum undanfarin ár. Hann dregur víst skuldahala á eftir sér, sendir vafasöm SMS-skilaboð og lendir í slagsmálum við John Carew í rútu norska landsliðsins.
Ein þekktasta fyrirsæta Noregs var allt annað en ánægð með tölvupóst sem að Riise sendi henni rétt fyrir jólin.
"Lefty" var að bjóða henni út að borða og sendi þessa ágætu mynd.
Kannski að Bellamy hafi fengið sama boð frá Riise. Veit ekki. Kannski er röddin hans Riise svona skelfileg að það réttlæti golfæfingar. Tja.
![]() |
Bellamy fær þunga sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 18.2.2007
Breiðavík og atvinna
Héraðsfréttablaðið Skessuhorn heldur úti fínum fréttavef.
Þar er að finna skondna frétt af bifreiðakaupum útgerðarfélags frá Rifi á Snæfellsnesi.
Í ljósi frétta síðustu daga og vikna þá held ég að eigendur þessa fyrirtækis þurfi á "peppræðu" að halda.
Fréttin er góð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17.2.2007
Pétur lukkutröll
Pétur Örn Guðmundsson, Buffari, er ekki lukkutröll í Júróvísion þrátt fyrir góðar rispur í bakröddunum.
Pétri er ekki ætlað að fara til útlanda í ár.
5 sénsar af 9 og ekkert í topp þremur. Tja. Erik Hawk í Helsinki.. er það bara ekki málið.
![]() |
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17.2.2007
Furðufugl
Sem áhugamaður um golf þá spyr maður sig hvort Bellamy hafi fengið par, skolla eða fugl?
Ég skýt á furðufugl.
Sakna þess enn að enginn hefur lagt fram svar við spurningunni.
Afhverju er keppt í kvennaflokki í skák?
![]() |
Bellamy lamdi Riise með golkylfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16.2.2007
Loftsteinn í hausinn
Fínar fréttir af deCODE Genetics.
Loftsteinn í hausinn?, eru ekki meiri líkur á því en að hlutabréfin hækki hjá Kára og félögum? Samt sem áður. Góðar fréttir.
Sakna þess enn að enginn hefur lagt fram svar við spurningunni.
Afhverju er keppt í kvennaflokki í skák?
![]() |
Hækkun á bréfum deCODE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.2.2007 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 16.2.2007
Harley, leður og Jabbar á trýninu
Pétur Gunnarsson, fyrrum vinnufélagi minn á Morgunblaðinu, er að rifja upp rimmu Gunnars Örlgygssonar og Magnúsar Hafsteinssonar á blogginu sínu.
Hef aldrei verið í návist Gunnars og Magnúsar þegar þeir hafa talað saman.
Magnús, mótórhjólið og fjölskyldan mín fórum í sömu ferð með gömlu Norrænu sumarið 2000 yfir hafið frá Bergen. Það var ekki planað.
Ógleymanleg ferð. Fer aldrei aftur sjóleiðina.
Fellibylur eða rest af slíku fyrirbæri skall á helv. dallinum rétt eftir að lagt var í hann.
Var að reyna að horfa á Norge gegn Spánverjum í beinni frá EM.
Gafst upp í hálfleik, þar sem ég gat ekki haldið lengur í súluna sem ég notaði til þess að halda mér og stólnum á sínum stað. Aumingjaskapur af minni hálfu. En gamla Norræna var 48 tímum of sein til Seyðisfjarðar.
Magnús var spakur í matsalnum í leðurgallanum, gúffaði í sig rækjusamloku og færeyskum bjór að mig minnir. Sjóari þar á ferð.
Hef ekki séð hann hjóla eftir það.
Gunnar var mikil skytta í körfunni hjá Njarðvík. Fékk sjaldan að eiga við hann í vörninnni. Gunnar sá að mig minnir illa og lék með svona "Jabbar" græju á trýninu í mörgum leikjum.
Stundum gleymdi hann gleraugunum og var ekki einu sinni með linsur í leikjum.
Þeir sem best þekkja til segja að Gunnar hafi aldrei leikið betur en þegar hann var linsulaus á parketinu í "Ljónagryfjunni" í Njarðvík.
Ég held að Ívar Páll Jónsson ,fyrrum Moggamaður, gæti komið með skemmtilega nálgun á raunveruleikaþætti þar sem að Gunnar og Magnús kæmu við sögu.
Sakna þess að enginn hefur lagt fram svar við spurningunni. Afhverju er keppt í kvennaflokki í skák?
![]() |
Talandi salerni minna menn á að aka ekki ölvaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.2.2007 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16.2.2007
Kaffi og með því
Njóttu dagsins í vinnunni. Eða þannig. Orri Harðarson er með fína lýsingu á fyrsta og jafnframt síðasta vinnudegi sínum á DV. Orri er með betra tóneyra en þeir þarna á DV og auðvitað líka á RÚV.
Fréttastefið skilur þar á milli.
Orri var nokkuð lipur í körfubolta í denn, fór með hann í keppnisferð til Grindavíkur að mig minnir fyrir rúmum tveimur áratugum. Reyndar er Orri örvhentur...en hann getur víst ekkert gert að því. Sumir segja að það sé kostur.
Sá í gær að Jónína Ben hefur verið á fínum veitingastað í London - örugglega góður matur, gott rauðvín, kaffi og með því... blogginu hennar var allavega breytt töluvert eftir gærkvöldið. Tja...... lýsi eftir vitnum.
Fékk fyrstu meldinguna í gestabókina í dag og viti menn, karl faðir minn búinn að þefa bloggið mitt upp.
Hef ekki sagt einum manni frá þessu bulli - og slatti af fólki fer hér inn af og til. Igor verður með fasta pistla í framtíðinni hér á þessum stað og þá sérstaklega um verkun á sviðalöppum.
Sviðalappir eru og eiga að vera bannvara.
Reyndar var það kanínukjöt sem vakti áhuga hans á blogginu. Matur er það eina sem sumir hugsa um. Jú og kannski eldhúsinnréttingar.
Ég sakna þess að enginn hefur lagt fram svar við spurningunn. Afhverju er keppt í kvennaflokki í skák?
![]() |
Lögreglan lýsir eftir vitnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.2.2007 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15.2.2007
Brot á fánalögum
Íslenskir íþróttamenn eru einstakir. Og oftast fámenn hjörð í fremstu röð á heimsvísu. Það má ekkert fara úrskeiðis, enginn annar til þess að taka við keflinu.
Á meðan aðrar þjóðir eiga marga fulltrúa á mótum á borð við Evrópumótaröðina í golfi eigum við einn fulltrúa. Sem þarf að standa sig. Og hann fær ekki einu sinni íslenska fánann á skorkortið sitt á vefsíðu Asíumótaraðarinnar. Er þetta ekki gróft brot á fánalögunum.
Eiður Smári Guðjohnsen, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólöf María Jónsdóttir, og auðvitað handboltalandsliðið...Ég held reyndar að Íslendingar líti á liðið sem einstakling í fremstu röð. Og ekki gleyma Kristni Björnssyni skíðamanni. Norðmenn áttu alltaf fullt af keppendum á heimsbikarmótunum og ef einn datt þá tók sá næsti við keflinu. Íslendingar eru einstakir.
![]() |
Birgir á parinu eftir þrjár brautir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14.2.2007
Góður hann Herbert Guðmundsson
The Media Watchdog Group hafa líklega ekki verið til þegar þessi ágæti maður var að skrifa fréttir af hæstráðendum á Íslandi í DV og Vísi.
Gargandi snilld, bráðfyndið en grafalvarlegt. Eða þannig.
Ég veit ekki hvort þetta sé einstakt tilfelli.
Svei mér þá. Tek aldrei upp símann í vinnunni aftur.
![]() |
Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.2.2007
Algjör grís
Það þarf enga hæfileika til þess að fara holu í höggi.
Bara heppni.
Allavega í mínu tilviki þann 13. maí 2006. - þegar rúmlega þriggja áratuga bið eftir draumahögginu lauk.
Henda boltanum á teiginn, rífa fleygjárnið úr pokanum. Dúndra í boltann, beint á pinna, bakspuni og sá hvíti hverfur ofaní holuna. Golf er hrikalega einföld íþrótt. Bolvíska Stálið var með í för og lýsir hann atvikinu hér.
![]() |
Hola í höggi af um rúmlega 340 metra færi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13.2.2007
Fannar frá Ósi
Fannar Helgason frá Ósi er lengst til hægri á myndinni. Fannar er leikmaður ÍR í úrvalsdeildinni í körfubolta og er gæddur þeim hæfileika að vera stór. Eitt af því sem er ekki hægt að kenna í íþróttum.
Fannar er flottur. Og sem fyrrum kennari og þjálfari hans Fannars mun ég aldrei gleyma því að skeyta "frá Ósi" fyrir aftan nafn kappans á myndatextum í Morgunblaðinu. Ós er fallegur staður rétt utan við Akranes.
Sauðmeinlaus djókur. Það eru ekki allir sem fá mynd af sér í Mogganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.2.2007
Snilld, gargandi snilld
Án efa besta frétt aldarinnar....
Sting var líka alveg við það að verða leiðinlegur svona einn -
![]() |
The Police í tónleikaferð um heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12.2.2007
Nostalgía frá árinu 1980
Internetið er ótrúlegt. Fann þessa gömlu mynd á ljósmyndasafni Akraness. Og í upplýsingum um myndina fann ég netfangið hjá gömlum skólafélaga sem ég hef ekki séð í tuttugu ár. Sendi línu á hann og fékk svar um hæl. Magnað. Myndin er af sigurliði ÍA árið 1980 á Íslandsmótinu, 5. fl. karla. 1:0-sigur gegn Val í úrslitaleik. Held reyndar að ég hafi lítið komið við sögu í leiknum. Flottir búningar - en ég veit ekki alveg hvað Halli Hinna (lengst til hægri í efri röð) var að hugsa á þessum tímapunkti.
Efri röð frá vinstri: Halldór Jónsson þjálfari (sést varla í hann) Ægir Jóhannsson, Rögnvaldur Sverrisson, Örn Gunnarsson, Stefán Þór Viðarsson, Árni Þór Hallgrímsson, Valdimar Sigurðsson, Alexander Högnason, Haraldur Hinriksson.
Fremri röð f.v: Ingimar Erlingsson, Sveinbjörn Rögnvaldsson, Sigursteinn Gíslason, Sveinbjörn Allansson, Ólafur Skúli Guðmundsson, Þórhallur Rafns Jónsson, Sigurður Már Harðarson, Sigurður Elvar Þórólfsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10.2.2007
Lífið er of stutt fyrir Tottenham
Ég held að það sé rétt að lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham.
Ef ég mætti ráða þá færi Emil Hallfreðsson beint inn í liðið í næsta leik.
Kræst.
Þessir gaurar eru uppteknari af því að búningurinn verði ekki skítugur en að leggja sig fram.
En þetta er að sjálfsögðu allt erlendu fjárfestunum hjá Sheffield United að kenna.
Er ekki einhver útlendingur sem á ársmiða á leiki hjá Sheffield United?
Ég hitti Sigurð Sigursteinsson í dag og við vorum eiginlega báðir undir það búnir að svona gæti farið. Svei mér þá. Á að reka Martin Jol?
![]() |
Manchester United og Chelsea unnu sína leiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10.2.2007
Vökva þarf grasrótina
Geir Þorsteinsson fær góða kosningu í dag í formannskjöri KSÍ. Þingfulltrúar félaga landsins ráða þarna ferðinni en það var gott að þrír aðilar gáfu kost á sér.
Halla vissi að sjálfsögðu að hún ætti á brattann að sækja en innkoma hennar hristi upp í kerfinu og vakti athygli á því sem þarf að laga hjá KSÍ.
Ég er ánægður með þá sem voru kjörnir í stjórn KSÍ.
Guðrún Inga Sívertsen, Halldór B. Jónsson, Vignir Þormóðsson og Stefán Geir Þórisson. Halldór er líklega einn mesti vinnuþjarkur sem KSÍ hefur átt. Hann er með puttann á slagæðinni og veit nánast um allt sem er í gangi þar á bæ.
Stefán, lögfræðingur, var á sínum tíma í Stoke-dæminu og mun styrkja starf KSÍ.
Guðrúnu þekki ég ekki neitt og ég hef bara talað við Vigni í gegnum síma.
Guðrún, Vignir og Stefán eru ný í stjórn KSÍ og ég held að ferskir vindar fylgi þeim.
Grasrótina í starfi KSÍ þarf að vökva vel á næstu misserum og 280 millj. kr. eigið fé er gullkista sem félögin í landinu eiga að njóta góðs af.
Halla minnti á að jafna þarf hlut kvenna í hreyfingunni og ég held að KSÍ hafi áttað sig á því. Það er alltaf hægt að gera betur.
Aðalmálið fyrir KSÍ er að átta sig á því að félagsliðin og það starf sem unnið er hjá þeim er það sem skiptir mestu máli.
![]() |
Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.2.2007
Sófakartöflur
Verður þetta jólagjöfin í ár - fyrir mig? Börnin mín eru mikið á ferðinni í íþróttum en ég er sá latasti á heimilinu.
Ég held að karlmenn sem hafa á áhuga á ensku knattspyrnunni væri ágætur markhópur fyrir svona hjól.
Heilbrigðisráðherra ætti kannski að setja ströng skilyrði fyrir áskrift af enska boltanum - sófakartöflurnar sem eru í netabolnum heima að horfa á enska boltann yrðu að svitna á svona hjólum til þess að fá að sjá sitt lið.
Ég velti einu fyrir mér. Hvaða gaur er þetta sem er að sýna hjólin? - Vafasamur í meira lagi. En hugmyndin er góð.
![]() |
Gáfnahjól til höfuðs offitu barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 7.2.2007
Konur, skák og mát
Í útvarpsþætti fyrir nokkrum vikum var verið að ræða um stöðu kvenna í samfélaginu og ég datt inn í þessar pælingar.
Hvers vegna er keppt í kvennaflokki í skák?
Estrógen vs testósterón í íþróttakeppni getur verið ójafn leikur. Líkamlegur styrkur er oftar en ekki sá þáttur sem skilur á milli. Því er sjálfsagt að mínu mati að vera með kynjaskiptar keppnir í mörgum íþróttagreinum.
En í skákinni eru önnur lögmál.
Afhverju er ekki einn opinn flokkur í skákinni enda er skákinn hugaríþrótt.
Annars sef ég alveg ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki fengið svar við þessari spurningu.
![]() |
Lögsækja má Wal-Mart fyrir kynjamismunun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)