Þriðjudagur, 6.3.2007
David Navarro? eða David Navarro?
David Navarro er þekktur tónlistarmaður - var í Nirvana (sem er bara bull, sjá athugasemd hér fyrir neðan) og kom við sögu í Rock Star þáttunum. Nafni hans úr spænska liðinu Valencia á Spáni, 27 ára gamall knattspyrnumaður, David Navarro fór á kostum í leikslok í viðureign Valencia og Inter frá Mílanó í kvöld í Meistaradeildinni. Navarro er í gráa æfingagallanum á myndunum hér fyrir neðan. Tónlistarmaðurinn er í fínni sveiflu á lífrænt ræktuðu frá Köben hér á myndinni til hliðar.
Sýn hefur sinnt boxíþróttinni ágætlega og það var skemmtileg blanda í kvöld þar sem að markalaust jafntefli spænska og ítalska liðsins fór úr böndunum í leikslok.
Algjör farsi þar á ferð. Þar sem að slagsmálin bárust inn í búningsklefa. Fínar myndir frá þessum atburði í sjónvarpinu en ég bjóst alltaf við því að UEFA myndi ritskoða þetta dæmi og hætta að sýna frá slagsmálunum.
UEFA mun eflaust úrskurða marga leikmenn í keppnisbann í kjölfar atburðarins. Frábær viðbót við annars viðburðaríkt keppnistímabil á Ítalíu og hressir aðeins upp á Spánarsparkið...Logi Ólafsson átti setningu kvöldsins í Meistaradeildinni.
Það er ekki aðeins spurning um hvort Frank Rijkaard ætti að skipta um leikaðferð í hálfleik. Hann ætti líka að skipta um hárgreiðslu," sagði Logi.
![]()
![]() |
Chelsea slapp áfram gegn Porto |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.3.2007 kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 6.3.2007
365, 36error6,
Það hefur lítið farið fyrir umfjöllun um gríðarlegt tap Dagsbrúnar á síðasta rekstrarári. Jón Axel Ólafsson fyrrum útvarpsmaður er með fínar pælingar á heimasíðu sinni um það mál.
Steingrímur Sævarr Ólafsson er með bein í nefinu að gagnrýna sitt eigið batterí á nýja blogginu sínu. Hann fær eitt prik fyrir það en annað er dregið af honum fyrir helv. bókina sem hann heldur alltaf á í nýja starfinu sínu.
Denni er duglegur að blogga á nýja staðnum og dagurinn í dag er met að ég held. Kannski hefur hann tekið það alvarlega sem Ingvi Hrafn Jónsson segir um Vísisbloggið og það fær ekki háa einkunn hjá Ingva Hrafni. En það er gott fyrir alla að hafa samkeppni á þessu sviði sem öðru.
Það verður áhugavert að fylgjast með hvort stórspurningamanninum Denna tekst að hjartahnoða vísisbloggið úr dauðadái.Þeir hljóta að vera hundrað sinum fleiri í það minnsta sem blogga á mbl. Að minnsta kosti heimsóttu mitt blogg á fyrsta degi á moggabloggi fleiri en höfðu á vísisbloggi á 6 vikum. Annars er Dennablogg því miður svipur hjá sjón, eftir að hann varð Ritstjóri Íslands í dag. Annars bíð ég á hverjum degi eftir því að einhver stórtíðindi gerist með Vísi.is,sem alltaf er verið að boða að eigi að gerast. Finnst síðan útlitslega litlaus og óspennandi,ljósárum á eftir mbl.is,þrátt fyrir að þar séu innanborðs menn úr hópi mestu reynslubolta íslenskrar blaðamennsku eins og Oli Tynes bróðir minn og Halli Thorst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6.3.2007
Hagvöxtur
Það er eitthvað undarlegt að gerast í höfðinu á mér.
Stjórnmálin verða á vegi mínum hvert sem ég fer.
Í dag sem oftar hlustaði ég á Rás 2 á leið minni upp á Skaga úr Rvík.
Þar var verið að ræða um væntanlegar úrbætur á samgöngum í Rvík.
Gísli Marteinn Baldursson var í viðtali og hann sagði m.a. frá því að gríðarleg fjölgun á einkabílum hefði átt sér stað á síðustu 12 árum á meðan R-listinn réði ríkjum í borginni ?
Stundum finnst mér svör stjórnmálamanna loðin og undarleg - stundum leiðinleg.
En eru það góð rök að setja fjölgun einkabíla í Rvík í samhengi við R-listann og Strætó. Ekki það að mér sé ekki sama um R-listann og hans gjörðir.
Hagvöxtur?? Er hann ekki líklegri sökudólgur..
Er ég kannski alveg að missa af samhenginu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6.3.2007
Einu sinni sá ég þingmann
Ég var að hlusta á útvarpið á leið til vinnu í morgun þar sem að Sæunn Stefánsdóttir úr Framsóknarflokknum og Björgvin G.Sigurðsson úr Samfylkingu voru að ræða um störf Alþingis.
Þar var m.a. rætt um þá staðreynd að almenningur hefur ekki eins mikið álit á störfum Alþingis og á árum áður. Þau voru bæði með ágætar skýringar á þeirri þróun.
Sæunn sagði að mikil vinna fylgdi starfinu og það væri mikilvægt fyrir Alþingismenn að hafa tíma til þess að hitta kjósendur þegar hlé væri gert á þingfundum.
Í þessum löngu hléum sem gerð eru með reglulegu millibili á hverju ári. Ég fór að velta því fyrir mér að ég hef aldrei hitt þingmann í slíku hléi.
Einu sinni sá ég Jóhann Ársælsson með barnabarnið sitt í íþróttaskóla FIMA á Akranesi. Gísla S. Einarsson sá ég stundum uppi á golfvelli. Ræddi ekki við hann um stjórnmál.
Magnús Hafsteinsson býrí næstu götu við mig en ég hef bara séð hann á jakkafötunum að elta kanínurnar sem eru í hans eigu í garðinum mínum. Ræddi ekkert við hann.
Aðra þingmenn hef ég aldrei hitt samt hef ég kosið frá árinu 1987.
![]() |
Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5.3.2007
Rauðar rósir
Það er að hellast yfir mig kosningavalkvíði - er alveg að tapa mér í djúpum pælingum, hver sagði hvað við hvern og afhverju? Hver gerði hvað við hvern og afhverju?
Er alveg Lost að hafa ekki séð Silfrið í marga mánuði og ekki lesið stjórnamálapælingarnar hér á Moggablogginu.
Gísli S. Einarsson núverandi bæjarstjóri á Akranesi leysti valkvíðann með einföldum hætti hjá mér árið 1987.
Hann og stuðningsmenn hans voru með fínt partý á gamla Hótelinu á Akranesi. Kvöldið varð til þess að Gísli og gamli Alþýðuflokkurinn fékk atkvæðið.
Held meira að segja að ég hafi sagt ömmu Buggu, mömmu og pabba frá glæpnum og þau voru bara ánægð.
Ég er enn að bíða eftir því að fá boð um gott partý hjá þeim flokkum sem bjóða fram hér í n-vesturkjördæmi.
Lofa engu um atkvæðið en það vantar meira stuð í kosningabaráttuna.
![]() |
Stjórnarandstaðan boðar til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5.3.2007
Hitti naglann á höfuðið
Hver hefði trúað því að umbrotsmaður á Morgunblaðinu, sem heldur með Fylki og er rétt í meðallagi góður í golfi, hafi hitt naglann á höfuðið á lokakafla leiks West Ham og Tottenham í gær.
Ágætur blaðamaður úr Kópavoginum, Hjálmar Jónsson, stökk hæð sína í loft upp þegar Zamora koma West Ham í 3:2. Útlitið var bjart, Hjálmar var í stuði.
Þá kom gullkornið frá umbrotsmanninum snjalla.
"Tottenham vinnur 4:3," sagði hann. Skömmu síðar skoruðu mínir menn tvö mörk í röð. Stalteri stráði salti í sárin. Já, Stalteri.....
Það heyrðist ekkert það sem eftir var kvöldsins frá Hjálmari - Hann sagðist vera upptekinn við vinnu. Rétt fyrir miðnætti var Hjálmar eðlilegur á ný. Það tekur á að halda með West Ham.
Skil það vel. Þvílíkur leikur.
![]() |
Dökkt útlit hjá West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3.3.2007
Einföld íþrótt
Hlé var gert hjá verkamönnum á Bjargi á Akranesi þegar þessi leikur fór fram í dag. Um það var ekki samið í kjarasamningum verktaka.
Úrslit leiksins voru með þeim hætti að ekki verður gert meira úr því máli.
Knattspyrna er frekar einföld íþrótt.
Fær stuðningsmenn til þess að borða nagla ef því er að skipta.
Ég hef enga skoðun á úrslitum leiksins sem stuðningsmaður Tottenham.
En samt sem áður er alltaf gaman að sjá stuðningsmenn Liverpool kvarta og kveina eftir slíka tapleiki.
Það eru ótrúlega margir sem halda með Liverpool. Ég veit ekki afhverju.
Á myndinni má sjá stuðningsmann Liverpool borða nagla eftir tapið í dag.
Einnig má sjá afleiðingar þess þegar húsbóndinn ætlar að mála eldhúsinnréttinguna enn og aftur en sú sem ræður öllu ákveður að nú sé nóg komið að "make up" aðgerðum.
Og rétti húsfreyjan þeim gamla hamar og sleggju til þess að verkið yrði með þeim hætti sem hún óskaði.
Við óskum húsfreyjunni á Bjargi til hamingju með árangurinn - eldhúsi verður snilld.
Annars var þetta nú ekkert sérstakt (HBS, England, haustið 2005.)
![]() |
John O'Shea tryggði Man.Utd. sigur á Anfield |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1.3.2007
Kleinur hríðlækka
Ég varð áþreifanlega var við mikla lækkun á kleinum í dag 1. mars.
Fór í Brauða og Kökugerðina á Akranesi og yngsta barnið sem er að verða 5 ára fékk fría kleinu hjá Alla bakara.
Þeir fóru í sjómann, kleinan var lögð undir, og minn maður vann að sjálfsögðu.
Kannski var þetta bara blöff hjá bakaranum.
Tja ég veit ekki.
Gleymdi að taka með mér strimilinn og kanna það á vefsíðunni neytendasamtakahagsmunasamtökumneytendaneytendastofu.is
Er alveg ferlega slakur í svona verðkönnunum og eftirfylgni.
![]() |
Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.3.2007
1. mars 1989 - ógleymanlegur
Ég held að 1. mars þoli varla að fá viðhengið "matarskattarlækkunardagurinn" ofaná "1. bjórdaginn" -.
Þórir Ólafsson fyrrum skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi gerði skemmtileg stjórnsýsluleg mistök þegar hann samdi við stjórn nemendafélagsins um tímasetningu á "opnum dögum" vorið 1989.
Það voru dagarnir 1., 2. og 3. mars.
Mættum lítið á þessa "opnu daga" að mig minnir.
Mjöðurinn var hinsvegar aðalviðfangsefni flestra.
Miðvikudag, fimmtudag, föstudag og síðan kom helgi að mig minnir.
Til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.3.2007
Stærðin skiptir máli
Kvennalið Hauka er sannarlega stórglæsilegt á forsíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag. Fimmdálka mynd á forsíðu og allir í stuði.
Að sjálfsögðu eru kollegar okkar á íþróttadeild Fréttablaðsins með umfjöllun og mynd af Haukaliðinu...
Á ágætu ljósmyndanámskeiði sem Einar Falur stóð að í síðustu viku sagði hann að stærðin skipti máli. Það var nánast það eina sem ég man frá námskeiðinu.
Ég held svei mér þá að hann hafi hitt naglann á höfuðið miðað við liðsmyndina sem birtist í Fréttablaðinu í dag...
Eins og þið sjáið á myndinni hér til hliðar er liðsmyndin af Haukaliðinu í eindálknum neðst til hægri á íþróttasíðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Guðjón og kraftaverkin?
Menn eru oft lengi að jafna sig eftir höfuðhögg og fjallaloftið við Rauðavatn hefur líka einkennileg áhrif á blaðamenn hér á Morgunblaðinu sem og á Blaðinu.
Í grein Blaðsins í dag um félagaskipti knattspyrnumanna á Íslandi kemur bersýnilega í ljós að nýtt fjölnotaíþróttahús á Akranesi er að skila stórkostlegum árangri - aðeins nokkrum mánuðum eftir að húsið var tekið í notkun.
Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA er þekktur fyrir að ná árangri með unga leikmenn en samkvæmt frétt Blaðsins eru 8 nýir leikmenn komnir til ÍA.
Tvíburarnir Alexander og Indriði - sem eru reyndar ekki nema 11 ára og gerðu það gott á Shell mótinu á Akureyri í fyrra. Friðrik Arthúr Guðmundsson er einnig nefndur sem nýr leikmaður - hann er 12 ára og fjandi góður.
Ég er gríðarlega stoltur af uppbyggingarstarfi Skagamanna.
![]() |
Ráðleggur Terry að taka því rólega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Yfirlýsing
Frá og með 1. mars árið 2007 er undirritaður hættur stuðningi sínum við Golden State Warriors í NBA-deildinni. Tim Hardaway, Chris Mullin og Mitch Richmond voru hetjurnar sem heilluðu á sínum tíma en eftir að Hardaway kom út úr skápnum sem maður með "hommafælni" er ekki ástæða til þess að elta þetta lið lengur.
Síðuhaldari hefur ekki gert upp við sig hvaða lið fær stuðning hans. Valið stendur á milli Dallas Mavericks eða Phoenix Suns. Ástæðan einföld. Steve Nash heldur með Tottenham og hefur leikið með báðum þessum liðum. Ætla að sofa á þessu í einhverja daga.
Akranesi 28. febrúar, 2007.
Sigurður Elvar Þórólfsson
![]() |
Fowler á leið til Bandaríkjanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 28.2.2007
Nei ég hef ekki séð Mýrina
Ég missti af Fídel Kastró. Veit ekki hvort það hafi langtíma áhrif á geðheilsuna að sjá eða heyra ekki í Kastró af og til.
Komst að því um helgina að ég er hrikalega lélegur í því að fara í bíó.
Hef ekki séð Mýrina eða snjómyndina sem gerist í virkjun norðan heiða.
Ég hef ekki séð eina sekúndu af X-Factor og heldur ekki af Íslandi í dag eftir breytingar.
Þáttur BBC um Jörðina á mánudögum á RÚV er aftur á móti þáttur sem ekki má missa af. Snilld.
Eina myndin sem ég hef séð í vetur er James Bond og það í A-sal Regnbogans Það er alveg hægt að gera betur í þessum efnum. Ekki spurning.
Það væri ráð fyrir dagblöðin að ráða blaðamenn í að skrifa stutta lýsingu á því sem er að gerast í ýmsum framhaldsþáttum sem virðast allir vera á sama tíma.
Lost er að verða eins og Dallas - það gerist ekkert. Datt inn í þann þátt í síðustu seríu en ég hef misst áhugann.
Heroes lofar góðu og CSI klikkar aldrei.
Legg til að einhver taki það helsta úr Lost og skrifi um það í blöðunum - þá verða mánudagskvöldin auðveldari á mínu heimili. Ég myndi lesa slíka grein -ekki spurning.
![]() |
Kastró í beinni útsendingu í útvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27.2.2007
Getuleysi?
Rakst á fína frétt í Blaðinu í morgun um Henrik Stenson, atvinnukylfing frá Svíþjóð.
Þar segir:
Henrik Stenson hætti leik á móti eftir níu holur vegna getuleysis fyrir fimm árum:
Samkvæmt reglum má vera með 14 kylfur í pokanum. Sköftin á kylfunum eru mismunandi. Sum eru mjúk, önnur stíf og enn færri mjög stíf. Þau eru flest úr stáli en á síðari árum hafa grafítefni verið vinsæl.
![]() |
Kastljósinu beint að Birgi á nuddbekk í Indónesíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26.2.2007
Scheffer í hlutverki sveitahundsins
Ég velti því fyrir mér hvaða dóm ég fengi ef ég færi að "plaffa" niður hunda sem ganga lausir og hafa valdið mér og minni fjölskyldu ónæði á undanförnum árum.
Þessar pælingar skutu upp kollinum um helgina við veitingasöluna við Geysi.. þar var risastór Scheffer hundur í hlutverki sveitahundsins.... hljóp meðfram veginum og gelti á allt sem hreyfðist.
Það var ekkert "krúttlegt" við þessa skepnu.
Á þessum hlaupaferðum var hundurinn í 20-30 metra fjarlægð frá göngustígnum að hverasvæðinu við Geysi.
Ég greip þéttingsfast í hönd barnsins sem var með mér í för og reif það með mér yfir götuna í átt að hverasvæðinu.
Ég var sannfærður um að Schefferkvikindinu væri meinilla við hveralykt. Góð áætlun...
Það reyndist rétt en ég er viss um að 50 manna hópur ferðamanna hefði stokkið hæð sína í anda Gunnars á Hlíðarenda hefði "kálfurinn" komið á skriði í áttina að þeim. Ójá ég fatta það núna. Þeir voru enn í rútunni og þorðu ekki út.
Food and fun hvað?
Vorið 1999 var ég í svipuðum pælingum þegar risastór "bikkje" stal matnum okkar af grillinu við Sognsvatn í Osló. Ekkert merkilegur matur í boði, Gilde pulsur, en helvítið gúffaði 5 pulsum ofaní sig á 0,24 sek.
Norskt met.
Skömmu síðar kom grindhoruð kolvetnisæta í hlaupagallanum út úr skóginum og kallaði á kvikindið sem var þá að sleikja út um fyrir framan okkur. Ég öskraði eitthvað á kellinguna, afsakið orðbragðið, sem átti hundinn en líklega var ég ekki nógu góður í norskunni á þeim tíma - hún sýndi engin viðbrögð. Hún þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að gefa skepnunni að éta.
Það sauð á mér. Sjóðheitt grill, kaldur Ringnes, en engar pylsur.
Í framhaldinu datt mér í hug hvort ekki væri hægt að ráða einhvern aðila í að "hreinsa" til á svæðinu, Sopranos lausnina, en ég róaðist aðeins niður við próflesturinn þá um vorið þrátt fyrir að hafa kannað ýmsa möguleika.
Hundar eru fínir, ef þeir eru bundnir eða í ól. Lassie er líka ágæt, en þeir hundar sem ganga lausir og hrella börnin mín eru ekki á jólakortalistanum.
![]() |
Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23.2.2007
OHF-barinn
Stundum er mikið að gera í vinnunni og mistökin renna í gegnum allar síur og eldveggi
Íþróttafréttamenn á RÚV voru utan við sig í gærkvöld þegar úrslitin úr einum leik í úrvalsdeild karla voru fréttaefnið.
Fjölnir - Þór Þorlákshöfn. Framlengdur leikur og Fjölnir hafði betur.
Fréttastofa RÚV, öryggisventill okkar allra var með þetta alveg á hreinu.
Þessi úrslit skiptu miklu máli fyrir fjölmennasta íþróttafélag landsins og að sjálfsögðu fyrir íbúa Þorlákshafnar. Bæði lið í fallbaráttu.
Adolf Ingi í útvarpsfréttum kl: 22:
Og Haukar lögðu Fjölni með 78 stigum gegn 72. ?
Tja...ég veit ekki alveg hvaðan þetta kom hjá Dolla.
Lovísa í sjónvarpsfréttum kl: 22.
Og Fjölnir og Þór frá Þorlákshöfn gerðu jafntefli ?
Tja... jafntefli í körfubolta, ekki til.
Það tíðkaðist á árum áður í blaða - og fréttamannstéttinni að fá sér aðeins neðan í því af og til. Og jafnvel í vinnunni.
Er búið að opna OHF-barinn í Efstaleiti?
Ef svo er. Þá á að bjóða fólki í heimsókn.
![]() |
Daniel Baldwin edrú í 92 daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22.2.2007
Handrukkari með hund
Einu sinni sagði góður maður við mig að ég ætti aldrei að skrifa neitt þegar ég væri reiður. Hef reynt að halda mig við þá reglu.
Er því í ágætu skapi þegar ég skrifa þessa færslu en ég hef meiri áhyggjur af því hvað sé að gerast í toppstykkinu á atvinnumanninum í handbolta sem pissar yfir íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is
Atvinnumaðurinn verður neðstur á vinalista mínum hér til hliðar þar til síðar. Var jafnvel að velta því fyrir mér að eyða gaurnum.
Ákvað þess í stað að fá nágranna hans til þess að hrella hann eitthvað fram eftir vetri þar til hann þrífur upp hlandið.
Það eru til ýmsar aðferðir til þess.
![]() |
Tottenham mætir Braga í UEFA-bikarnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22.2.2007
Hundar, konur, karlmenn

Í dag fylgdi sérblað um konur með Blaðinu -
Morgunblaðið verður með sérblað um hunda.
Hvenær verður sérblað um karlmenn?
Tja. erfitt að segja - Jú ætli það sé ekki erfitt að selja auglýsingar í slík sérblöð þegar ekki má auglýsa bjór, klám og netaboli.
E.s. Hef boðað komu mína á hótel Sögu laugardagskvöldið 3. mars.
Umsókn mín er í meðferð hjá hótelstýru og beljubóndanum í bændakofanum.
Keypti einu sinni Tígulgosann - og lærði dönsku með því að lesa gráu síðurnar í Rapport.
Kemst líklega aldrei inn á helv. hótelið.
![]() |
Federline fer fram á flýtimeðferð í forræðismáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21.2.2007
Áfall að vera kallaður framsóknarmaður
Þessi færsla er ekki skrifuð af seth. Það komst einhver yfir lykilorðið mitt.
Ég sé að það eru fleiri sem heimsækja síðuna en áður. seth er í kringum 120. sætið á listanum yfir vinsælustu síður blog.is. Það eina sem angrar mig er að Framsóknarblaðið í Vestmannaeyjum er á svipuðum slóðum. Verð að finna leiðir til þess að koma mér neðar á listann eða ofar. Fyrri leiðin er mun auðveldari.
Eitt mesta áfallið sem ég hef orðið fyrir í vinnunni var þegar ég var kallaður framsóknarmaður seint á föstudagskvölid.
Rétt fyrir deadline. Ástæðan var sú að ég þekkti Björn B. Jónsson, hinn ágæta formann UMFÍ, á mynd sem var send á ritstjórn Morgunblaðsins.
Og kollegar mínir lugu að sjálfum sér að þeir vissu ekki hver maður er. Þeir vildu ekki láta bendla sig við XBéið.
Hef ekki getað þvegið af mér XBéið frá þeim tíma og að auki var vinnustöðin sem ég hef afnot af á Mogganum með tölvu sem hét BINGI (Björn Ingi Hrafnsson).
BINGI er farinn yfir móðuna miklu og nýr og snarpari gripur settur upp í staðinn. Enn og aftur. Ég er ekki framsóknarmaður.
![]() |
Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21.2.2007
Hjartað hætti að slá um stund
"Innbrotið" er líklega fyrnt og því er allt í lagi að segja þessa sögu. Gamla settið, foreldrar mínir, voru að rifja upp skemmtilegt atvik í gær eftir saltketið og baunirnar.
Sveitavargarnir voru á ferð í Höfuðborginni fyrir um 17 árum. Veturinn 1990. Frumburður þeirra var þá að leigja íbúð í vesturbænum, í Faxaskjóli að mig minnir. Hún lánaði foreldrum sínum lykil að íbúðinni þar sem þau ætluðu að gista. Eftir heimsókn hjá Dóra frænda óku þau um hánótt út að Faxaskjóli.
Karl faðir minn tók upp lykilinn en það gekk illa að opna kjallaraíbúðina. Öll trix í bókinni voru prófuð hvað lykilinn varðar en ekkert gekk. Mútta fann opinn glugga á þvottahúsinu og sá gamli renndi sér þá leiðina í þvottahúsið.
Þar var barnavagn og fannst honum það ekki passa - en kannski voru hinar stelpurnar (meðleigjendurnir) að geyma þetta dót - hugsaði hann. Gömlu konunni var hleypt inn og þau fóru að bera inn töskurnar í forstofuna. Það var ljós á ganginum og sá gamli fór inn í íbúðina og opnaði herbergið þar sem að frumburðurinn hafði aðsetur.
Þegar þau litu inn var fullt af barnadóti á gólfinu? Þau horfðu furðu lostinn á hvort annað. Hjartað í þeirri gömlu hætti að slá um stund. Þau voru í röngu húsi.
Gamla settið læddist út í myrkrið með farangurinn. Gengu að næsta húsi við hliðina, tóku upp lykilinn - og viti menn. Hann passaði. Samkvæmt mínum heimildum gekk þeim illa að sofna vegna hláturs
- en sagan er góð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)