Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 28.7.2007
Aukið álag á íþróttafréttamenn
Þetta þýðir bara aukið álag á íþróttafréttamenn landsins... hver skilur ítölsku by the way..talandi um íþróttafréttamenn...
Við sem erum í samtökum íþróttafréttamanna fengum boð frá KSÍ með tölvupósti kl. 15:51 í gær þess efnis að okkur væri boðið að vera viðstaddir vígslu nýrra KSÍ höfuðstöðva í Laugardag.
Takk fyrir túkall..boðið sent með 26 stunda fyrirvara og menn vinsamlegast beðnir um að láta vita ef þeir ætluðu að mæta.
Ég ætla hér með að láta vita með formlegum hætti að ég sá ekki boðsbréfið fyrr en hálftími var liðinn af opnunarhófinu í dag.
Það kemur fyrir að íþróttafréttamenn skoða ekki tölvupóst í 1-2 daga þegar þeir eru í fríi...
Samsæriskenning nr. 1. Ég held að einhver stór sponsor KSÍ hafi ekki getað fyllt þau sæti sem í boði voru...þeir hafa látið vita rétt fyrir kl 15:30 í gær og þá var íslensku íþróttapressunni boðið að taka þátt....kannski hef ég ekki rétt fyrir mér en kenningin er góð. og ég kenni Henry Birgi alfarið um að okkur ekki boðið að drekka frítt í boði KSÍ... skál fyrir því Platini og Henry..
![]() |
Emil seldur frá Lyn til Reggina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 28.7.2007
700 vitlaus innköst á Rey Cup
Fylgdist með nokkrum leikjum á Rey Cup í Laugardalnum um helgina. Laugardalurinn er algjör paradís. Fór úr logninu í dalnum í rokið á Hvaleyrinni.. þvílíkur munur..
Á Rey Cup eru erlendir dómarar að störfum. Sá ágæta enska konu dæma leik hjá dóttur minni í 4. fl. í gær. Eðalstöff þar á ferðinni. Hún er efst á jólakortalista allra þjálfara í 4. fl. kvenna.
Hún dæmdi 700 sinnum vitlaust innkast, 500 sinnum rangstöðu og þar af 450 sinnum þar sem að leikmaður sólaði alla varnarmennina og skaut sjálfur að marki. Bara stuð á Rey Cup...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23.7.2007
Hassreykingar eru leyfðar í Efstaleitinu
Mistök eru til þess að læra af þeim. Elín Hirst og félagar hennar á RÚV áttu "klippingu" aldarinnar þegar hætt var að sýna frá úrslitaleik í bikarkeppni kvenna í fótbolta hér um árið.. rétt áður en vítaspyrnukeppnin fór fram.
RÚV var með sama prógrammið í dag þegar komið var að lokum Opna breska meistaramótsins..
Sergio Garcia búinn að koma sér í glompu á lokaholunni.. spennan í hámarki.. hvað gerir Spánverjinn??? - tja ég veit það ekki.. við fengum ekki að sjá það...RÚV fór í auglýsingar...
Ég vil fá að vita hvað þeir eru að reykja þarna í Efstaleitinu, ég hélt að það væri búið að banna reykingar í opinberum byggingum en þeir eru þá bara að fá sér jónu........arg hvað ég varð reiður.......annars bara góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 23.7.2007
Nýr formaður Arsenalklúbbsins....
Ég er búinn að finna mann sem verður að taka að sér formennsku í Arsenalklúbbnum á Íslandi.
Fyrrum formaður Arsenalklúbbsins á Íslandi náði þeim árangri að vera á 198 myndum af alls 200 í bók sem klúbburinn gaf út fyrir nokkrum árum. (Ég skoðaði bara myndirnar þar sem ég get ekki lesið mikið um Arsenal)..
Einn efnilegasti íþróttafréttamaður Fréttablaðsins er sjálfkjörinn í þetta embætti.
Í grein sem hann ritaði í helgarblað Fréttablaðsins tókst honum að vera á öllum fjórum myndunum í greininni sem hann skrifaði sjálfur....ég er viss um að útgefendur á Íslandi eru sáttir við þessa þróun því að ljósmyndarar verða ekki lengur nauðsynlegir í framtíðinni.. við sem erum að bulla í blöðin tökum bara sjálfir myndir af okkur og málið er dautt..
Ég skora á Hjalta stórkylfing að ná 5 myndum í næstu úttekt þar sem hann kemur við sögu þegar hann tekur púlsinn á mínum mönnum, Skagamörkunum....
e.s ég veit að Henry Birgir og Gloria eru í sumarfríi og strákarnir á ritstjórn Fréttablaðsins eru greinilega í miklu stuði án þeirra.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23.7.2007
Svart á hvítu
Kemur á óvart eða þannig... í "denn" í hinum ýmsu sumarvinnum kynntist ég Járnblendinu með ýmsum hætti.
Málaði meira að segja stálbitanana sem eru fyrir ofan reykháfana á verkssmiðjunni. Það var slökkt á ofnunum á meðan við vorum að vinna en það var verið að hreinsa ofnana.
Félagar mínir hjá "Málningarþjénustunni" voru ekkert að láta vita af því að það væri best að forða sér þegar einhver flauta fór í gang þarna á verkssmiðjusvæðinu...ýlfrið í lúðrinum var skerandi og skömmu síðar sat maður sótsvartur í 45 metra hæð á örmjóum stálbita..
Þessi hljóðmerki gáfu víst til kynna að það væri von á "bombu" frá þeim sem voru að hreinsa ofninn. Ég lærði af reynslunni.
Járnblendið hefur mátt glíma við "mannleg" mistök í gegnum tíðina og sumarið 1998 var ég við vinnu uppi á þaki verkssmiðjunnar nánast allt sumarið þar sem við vorum að skipta um þakplötur.
Á þeim tíma sá maður það "svart" á hvítu hve mannlegir brestir eru algengir. Úff..
Að lokum vil ég koma því á framfæri að þrátt fyrir að vatnsból Akurnesinga sé í næsta nágrenni við tvær risaverkssmiðjur á Grundartangasvæðinu þá hef ég ekki orðið var við að heilsu minni hafi hrakað af vatnssdrykkjunni. Sjá myndina hér til hliðar.
Æ ég gleymdi að Viking er bruggaður á Akureyri... hef ekki smakkað vatn á Akranesi frá 1. mars árið 1989...
![]() |
Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22.7.2007
Ótrúleg færni....
Kannski að gaurinn geti málað staurinn í leiðinni??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21.7.2007
Breytingar....
Ég er búinn að vinna í þrjá daga eftir sumarfrí og ég verð að viðurkenna að ég er ekki kominn í gírinn fyrir vinnuna. Dropinn holar steininn og allt það.
Ég tók ekki eftir miklum breytingum á vinnustaðnum, jú auðvitað, það er búið að rýma til fyrir innrás Blaðsins á 2. hæðina hjá okkur.
Öll dýrin í skóginum eru að verða vinir og Blaðsmenn verða í næsta nágrenni við mig.. kannski að maður rekist á eitthvað gott skúbb í sportinu hjá þeim..
Plássið sem Blaðið er með er ekki mikið miðað við það svæði sem ritstjórn Morgunblaðsins nær yfir. Ég velti því fyrir mér hvort þetta ætti eftir að snúast við á næstu 5-10 árum?
Að ritstjórn Morgunblaðsins verði kominn út í horn á 2. hæð með útsýni yfir Rauðavatn.. en Blaðsmenn búnir að ná yfirráðum við kaffihornið.
Eitt fá þeir aldrei, það er 14 tommu Sony sjónvarpið sem er í vinnubásnum mínum..aldrei.aldrei....e.s. hvernig er hægt að spila golf eins og hálfviti í logni og 16 stiga hita???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20.7.2007
Rétt tæp 4 kg. af frönskum á dag...
560 kg. - Það er þokkalegt.
Ég velti því fyrir mér hver grunnorkuþörfin sé hjá manni sem er 560 kg.
Hve miklu hann brennir á meðan hann liggur útaf og gerir ekki neitt?
Ef ég hef hitt naglann á höfuðið þá þarf slíkur maður um 9.200 hitaeiningar bara til þess að fullnægja grunnorkuþörfinni.
(15,3 x þyngd (kg)) + 679 = kkal/dag).
Það má leysa með því að borða rétt tæp 4 kg. af frönskum kartöflum á dag.
Hann gæti einnig sleppt frönsku kartöflunum og fengið sér rétt tæplega 1,5 l. af kokteilsósu í staðinn.
Nú ef hugmyndaflugið er í lagi þá getur hann einnig borðað um 2 kg. af frönskum og haft rúmlega hálfan ltr. af kokteilsósu.
Ef hann er þyrstur þá getur hann uppfyllt grunnorkuþörfina með því að drekka rúmlega 450 ltr. af kaffi á dag. Það eru 20 hitaeiningar í einum lítra af kaffi..
En aðalmálið er að graurinn er að léttast en ég vildi sjá hvernig hjartað í þessum manni er að vinna..það hlýtur að vera sterkasti vöðvinn í þessum líkama....
![]() |
Þyngsti maður heims léttist um 200 kg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19.7.2007
Körfugen
Það er greinilega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það kemur ekki fram í þessari grein í dag að Margrét Kara er dóttir Sturlu Örlygssonar sem lék lengi í úrvalsdeildinni með Njarðvík, Tindastól, Þór og fleiri liðum.
Föðurbróðir hennar er einn þekktasti körfuboltamaður Íslands, fyrr og síðar, Teitur Örlygsson, Gunnar Örlygsson fyrrum þingmaður var einnig góður á parketinu í Ljónagryfjunni en hann er bróðir þeirra Teits og Sturlu.
Bróðir Margrétar, Örlygur Aron Sturluson, var gríðarlega efnilegur leikmaður, en hann lést af slysförum í janúar árið 2000.
![]() |
Lauk stúdentsprófi á tveimur árum og æfir af krafti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.7.2007
Rassmussen........
![]() |
Rasmussen enn fremstur í Frakklandshjólreiðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)