Þriðjudagur, 31.7.2007
Teitur sigurvegari
Ég held að fáir þjálfarar sem hafa verið reknir frá stórliði á borð við KR hafi gengið frá sínum málum við fjölmiðla líkt og Teitur Þórðarson gerði í gær.
Eftir gærkvöldið fannst mér eins og hann væri sigurvegari kvöldsins. Margir aðrir í hans stöðu hefðu ekki gefið færi á sér...
Sterk persóna sem fór aldrei út fyrir rammann. Hrósaði KR í hástert og var langt frá því að vera bitur. Þetta fór vel í marga að ég held.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 31.7.2007
Þetta var svona útvarpsmaður
Staður og stund: Fjölmiðlamót í golfi á Flúðum fyrir nokkrum árum:
Sól og fínt veður, einn í hollinu sló boltann upp í sólina, og við heyrðum bara í boltanum en sáum varla. Enda meira uppteknir af Viking.
Gaurinn spurði: Hvernig var þetta?
Eddi svaraði: Þetta var svona útvarpsmaður.
Nú hvað áttu við spurði gaurinn?
Höggið hljómaði ágætlega en leit alveg skelfilega út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 31.7.2007
Örninn losaði um spennu og stökk hæð sína
Ólafur Ágústsson vallarstjóri í Hvaleyrinni átti fína spretti í beinu útsendingunni frá Íslandsmótinu í höggleik. Hápunkturinn var þegar Örn Ævar Hjartarson brá sér á salernið á leið sinni að 18. teig á lokadeginum. "Örn Ævar ætlar greinilega að losa um einhverja spennu," sagði Óli þegar Örn skellti sér inn á salernið.. ég misskildi Óla eitthvað....voru fleiri sem gerðu það?
Örn Ævar átti einnig stökk ársins. Magnaði þegar hann reyndi að hoppa úti í röffinu á 18. til þess að kíkja yfir "hraunfjallið" hægra meginn við brautina. Góð og heiðarleg tilraun. Terry Acox fyrrym körfuboltagormur úr ÍA hefði verið stoltur af þessari tilraun Arnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 28.7.2007
Aukið álag á íþróttafréttamenn
Þetta þýðir bara aukið álag á íþróttafréttamenn landsins... hver skilur ítölsku by the way..talandi um íþróttafréttamenn...
Við sem erum í samtökum íþróttafréttamanna fengum boð frá KSÍ með tölvupósti kl. 15:51 í gær þess efnis að okkur væri boðið að vera viðstaddir vígslu nýrra KSÍ höfuðstöðva í Laugardag.
Takk fyrir túkall..boðið sent með 26 stunda fyrirvara og menn vinsamlegast beðnir um að láta vita ef þeir ætluðu að mæta.
Ég ætla hér með að láta vita með formlegum hætti að ég sá ekki boðsbréfið fyrr en hálftími var liðinn af opnunarhófinu í dag.
Það kemur fyrir að íþróttafréttamenn skoða ekki tölvupóst í 1-2 daga þegar þeir eru í fríi...
Samsæriskenning nr. 1. Ég held að einhver stór sponsor KSÍ hafi ekki getað fyllt þau sæti sem í boði voru...þeir hafa látið vita rétt fyrir kl 15:30 í gær og þá var íslensku íþróttapressunni boðið að taka þátt....kannski hef ég ekki rétt fyrir mér en kenningin er góð. og ég kenni Henry Birgi alfarið um að okkur ekki boðið að drekka frítt í boði KSÍ... skál fyrir því Platini og Henry..
![]() |
Emil seldur frá Lyn til Reggina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 28.7.2007
700 vitlaus innköst á Rey Cup
Fylgdist með nokkrum leikjum á Rey Cup í Laugardalnum um helgina. Laugardalurinn er algjör paradís. Fór úr logninu í dalnum í rokið á Hvaleyrinni.. þvílíkur munur..
Á Rey Cup eru erlendir dómarar að störfum. Sá ágæta enska konu dæma leik hjá dóttur minni í 4. fl. í gær. Eðalstöff þar á ferðinni. Hún er efst á jólakortalista allra þjálfara í 4. fl. kvenna.
Hún dæmdi 700 sinnum vitlaust innkast, 500 sinnum rangstöðu og þar af 450 sinnum þar sem að leikmaður sólaði alla varnarmennina og skaut sjálfur að marki. Bara stuð á Rey Cup...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23.7.2007
Hassreykingar eru leyfðar í Efstaleitinu
Mistök eru til þess að læra af þeim. Elín Hirst og félagar hennar á RÚV áttu "klippingu" aldarinnar þegar hætt var að sýna frá úrslitaleik í bikarkeppni kvenna í fótbolta hér um árið.. rétt áður en vítaspyrnukeppnin fór fram.
RÚV var með sama prógrammið í dag þegar komið var að lokum Opna breska meistaramótsins..
Sergio Garcia búinn að koma sér í glompu á lokaholunni.. spennan í hámarki.. hvað gerir Spánverjinn??? - tja ég veit það ekki.. við fengum ekki að sjá það...RÚV fór í auglýsingar...
Ég vil fá að vita hvað þeir eru að reykja þarna í Efstaleitinu, ég hélt að það væri búið að banna reykingar í opinberum byggingum en þeir eru þá bara að fá sér jónu........arg hvað ég varð reiður.......annars bara góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 23.7.2007
Nýr formaður Arsenalklúbbsins....
Ég er búinn að finna mann sem verður að taka að sér formennsku í Arsenalklúbbnum á Íslandi.
Fyrrum formaður Arsenalklúbbsins á Íslandi náði þeim árangri að vera á 198 myndum af alls 200 í bók sem klúbburinn gaf út fyrir nokkrum árum. (Ég skoðaði bara myndirnar þar sem ég get ekki lesið mikið um Arsenal)..
Einn efnilegasti íþróttafréttamaður Fréttablaðsins er sjálfkjörinn í þetta embætti.
Í grein sem hann ritaði í helgarblað Fréttablaðsins tókst honum að vera á öllum fjórum myndunum í greininni sem hann skrifaði sjálfur....ég er viss um að útgefendur á Íslandi eru sáttir við þessa þróun því að ljósmyndarar verða ekki lengur nauðsynlegir í framtíðinni.. við sem erum að bulla í blöðin tökum bara sjálfir myndir af okkur og málið er dautt..
Ég skora á Hjalta stórkylfing að ná 5 myndum í næstu úttekt þar sem hann kemur við sögu þegar hann tekur púlsinn á mínum mönnum, Skagamörkunum....
e.s ég veit að Henry Birgir og Gloria eru í sumarfríi og strákarnir á ritstjórn Fréttablaðsins eru greinilega í miklu stuði án þeirra.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23.7.2007
Svart á hvítu
Kemur á óvart eða þannig... í "denn" í hinum ýmsu sumarvinnum kynntist ég Járnblendinu með ýmsum hætti.
Málaði meira að segja stálbitanana sem eru fyrir ofan reykháfana á verkssmiðjunni. Það var slökkt á ofnunum á meðan við vorum að vinna en það var verið að hreinsa ofnana.
Félagar mínir hjá "Málningarþjénustunni" voru ekkert að láta vita af því að það væri best að forða sér þegar einhver flauta fór í gang þarna á verkssmiðjusvæðinu...ýlfrið í lúðrinum var skerandi og skömmu síðar sat maður sótsvartur í 45 metra hæð á örmjóum stálbita..
Þessi hljóðmerki gáfu víst til kynna að það væri von á "bombu" frá þeim sem voru að hreinsa ofninn. Ég lærði af reynslunni.
Járnblendið hefur mátt glíma við "mannleg" mistök í gegnum tíðina og sumarið 1998 var ég við vinnu uppi á þaki verkssmiðjunnar nánast allt sumarið þar sem við vorum að skipta um þakplötur.
Á þeim tíma sá maður það "svart" á hvítu hve mannlegir brestir eru algengir. Úff..
Að lokum vil ég koma því á framfæri að þrátt fyrir að vatnsból Akurnesinga sé í næsta nágrenni við tvær risaverkssmiðjur á Grundartangasvæðinu þá hef ég ekki orðið var við að heilsu minni hafi hrakað af vatnssdrykkjunni. Sjá myndina hér til hliðar.
Æ ég gleymdi að Viking er bruggaður á Akureyri... hef ekki smakkað vatn á Akranesi frá 1. mars árið 1989...
![]() |
Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22.7.2007
Ótrúleg færni....
Kannski að gaurinn geti málað staurinn í leiðinni??
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21.7.2007
Breytingar....
Ég er búinn að vinna í þrjá daga eftir sumarfrí og ég verð að viðurkenna að ég er ekki kominn í gírinn fyrir vinnuna. Dropinn holar steininn og allt það.
Ég tók ekki eftir miklum breytingum á vinnustaðnum, jú auðvitað, það er búið að rýma til fyrir innrás Blaðsins á 2. hæðina hjá okkur.
Öll dýrin í skóginum eru að verða vinir og Blaðsmenn verða í næsta nágrenni við mig.. kannski að maður rekist á eitthvað gott skúbb í sportinu hjá þeim..
Plássið sem Blaðið er með er ekki mikið miðað við það svæði sem ritstjórn Morgunblaðsins nær yfir. Ég velti því fyrir mér hvort þetta ætti eftir að snúast við á næstu 5-10 árum?
Að ritstjórn Morgunblaðsins verði kominn út í horn á 2. hæð með útsýni yfir Rauðavatn.. en Blaðsmenn búnir að ná yfirráðum við kaffihornið.
Eitt fá þeir aldrei, það er 14 tommu Sony sjónvarpið sem er í vinnubásnum mínum..aldrei.aldrei....e.s. hvernig er hægt að spila golf eins og hálfviti í logni og 16 stiga hita???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20.7.2007
Rétt tæp 4 kg. af frönskum á dag...
560 kg. - Það er þokkalegt.
Ég velti því fyrir mér hver grunnorkuþörfin sé hjá manni sem er 560 kg.
Hve miklu hann brennir á meðan hann liggur útaf og gerir ekki neitt?
Ef ég hef hitt naglann á höfuðið þá þarf slíkur maður um 9.200 hitaeiningar bara til þess að fullnægja grunnorkuþörfinni.
(15,3 x þyngd (kg)) + 679 = kkal/dag).
Það má leysa með því að borða rétt tæp 4 kg. af frönskum kartöflum á dag.
Hann gæti einnig sleppt frönsku kartöflunum og fengið sér rétt tæplega 1,5 l. af kokteilsósu í staðinn.
Nú ef hugmyndaflugið er í lagi þá getur hann einnig borðað um 2 kg. af frönskum og haft rúmlega hálfan ltr. af kokteilsósu.
Ef hann er þyrstur þá getur hann uppfyllt grunnorkuþörfina með því að drekka rúmlega 450 ltr. af kaffi á dag. Það eru 20 hitaeiningar í einum lítra af kaffi..
En aðalmálið er að graurinn er að léttast en ég vildi sjá hvernig hjartað í þessum manni er að vinna..það hlýtur að vera sterkasti vöðvinn í þessum líkama....
![]() |
Þyngsti maður heims léttist um 200 kg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19.7.2007
Körfugen
Það er greinilega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það kemur ekki fram í þessari grein í dag að Margrét Kara er dóttir Sturlu Örlygssonar sem lék lengi í úrvalsdeildinni með Njarðvík, Tindastól, Þór og fleiri liðum.
Föðurbróðir hennar er einn þekktasti körfuboltamaður Íslands, fyrr og síðar, Teitur Örlygsson, Gunnar Örlygsson fyrrum þingmaður var einnig góður á parketinu í Ljónagryfjunni en hann er bróðir þeirra Teits og Sturlu.
Bróðir Margrétar, Örlygur Aron Sturluson, var gríðarlega efnilegur leikmaður, en hann lést af slysförum í janúar árið 2000.
![]() |
Lauk stúdentsprófi á tveimur árum og æfir af krafti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18.7.2007
Rassmussen........
![]() |
Rasmussen enn fremstur í Frakklandshjólreiðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17.7.2007
Alveg spakur með barn í maganum
Allir spakir á Akranesi og í Keflavík... góðar fréttir..
þar sem að sættir eru aðalmálið í þessari frétt er rétt að nefna það að ég varð ekki aðeins fyrir "árás" frá "sturluðum" pabba á Nikulásarmótinu á Ólafsfirði um helgina.
Ég varð einnig fyrir andlegu ofbeldi frá 4-ára gömlum pjakki.
Helgi Már Bjarnason sat spakur á öxlum föðurs síns er við gengum af sparkvöllunum í átt að tjaldsvæðinu.
Guttinn leit á mig og mældi mig hátt og lágt.
Hann var ekki lengi að átta sig á hlutunum og spurði:
"Ert þú með barn í maganum?".
Ég sagði ekki fleira það kvöldið.. og hann hitti tvær flugur í sama höfuðið að mati aðstandenda minna sem voru ekki langt frá og hlógu eins og vitleysingar.. þetta kallar maður stuðning eða þannig.
Helgi Már er snillingur...
![]() |
Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17.7.2007
Gott plott.....
Þetta er frábært plott hjá Stöð 2 og Einari Bárðar....
- það er alveg nauðsynlegt að fá sér áskrift að Stöð 2 í haust.....
Fékk þetta í pósti í morgun.....bara skondið....
A very loud, unattractive, mean-acting woman walked into Wal-Mart with her two kids, yelling obscenities at them all the way through the entrance.
The Wal-Mart Greeter said pleasently: "Good morning and welcome to Wal-Mart. Nice children you have there. Are they twins?"
The ugly woman stopped yelling long enough to say, "Hell no, they ain´t."
"The oldest one´s 9 and the other one´s 7. Why the hell would you think they´re twins? Are you blind, or just stupid?"
"I´m neither blind nor stupid, Ma´am", replied the greeter. "I just couldn´t believe you got laid twice. Have a good day and thank you for shopping at Wal-Mart."
![]() |
Emilía hættir í Nylon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17.7.2007
Afreksmaður?
Beckham var ekki á Ólafsfirði um s.l. helgi á Nikulásarmótinu í fótbolta en margir snillingar spörkuðu í bolta á því móti. Í gær var innslag í Íslandi í dag þar sem að fullyrt var að afreksstefna væri ráðandi í þjálfun yngri barna í íþróttum...
Þar var rætt við einhvern mann sem var með sumarbúðir fyrir krakka sem hafa ekki náð að festa sig í sessi í íþróttum..gott framtak en ég er ekki sammála þeirri fullyrðingu að íþróttafélög leggi gríðarlega áherslu á afreksstarf......
Það eru vissulega til þjálfarar sem vinna eftir slíkri línu en ég fullyrði að meirihluti þeirra sem sinna barna og unglingastarfi leggja mesta áherslu á að sem flestir fái verkefni við sitt hæfi....
Fréttin var að mínu mati "einhliða" og það var vegið að því ágæta starfi sem unnið er í grasrótinni hjá íþróttafélögum landsins..
e.s. ég rakst á hund rétt utan við Þelamörk á sunnudaginn... fannst eins og ég hefði séð mynd af honum í einhverju blaði fyrir nokkru.. tók hundinn upp í, gaf honum pulsu í Varmahlíð.. hef ekki séð hann síðan...(Lúkas IV).
![]() |
Óvíst hvort Beckham verði með gegn Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16.7.2007
Pabbi þinn er fífl........
Æi fáðu þér pulsu og hættu að frussa svona... sagði ég við heljarmenni á Ólafsfirði í gær...og ég sagði manninum að halda sér saman og reyna að hafa gaman af lífinu....ég var einnig tilbúinn að berjast fyrir lífi mínu ef hann myndi ráðast á mig...
Þetta fífl var líklega eina foreldrið á Nikulásarmótinu á Ólafsfirði sem hagaði sér eins og kjáni á hliðarlínunni..
það er langt síðan að ég hef heyrt annað eins orðbragð á hliðarlínu á krakkamóti og ég lét þetta viðrini heyra það. "Reyndu nú að slaka á og hvetja þína menn," sagði ég en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni..maðurinn var nánast froðufellandi og öskraði eitthvað í áttina til mín..nú auðvitað þetta var mikilvægasti leikurinn á ferlinum hjá stráknum hans í keppni 6. flokks....
9 ára púkar að reyna að hafa gaman af því að spila fótbolta og á sama tíma er einn pabbi að missa sig á hliðarlínunni...ég hefði átt að rennitækla gaurinn í golfskóm með járntökkum..
-ég verð að hrósa einum pabbanum úr þessu liði en hann sat spakur í brekkunni fyrir ofan völlinn en þegar hann sá að þetta farið úr böndunum gekk hann að sínu fólki og bað það um að róa sig...
gott mál en þessi gaur sem var froðufellandi var allt annað en sáttur.. af tillitssemi við barnið sem þessi pabbi var að "styðja" við bakið á þá læt ég það vera að nefna liðið sem þessi maður var að "styðja"..
ef ég sé hann aftur við sömu iðju þá smelli ég af honum mynd og skrifa skýrslu um kauða..... annars var mótið fínt.. allir sáttir þrátt fyrir ískalda norðangjólu.....
![]() |
Heinze vill yfirgefa United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12.7.2007
Slappt uppfyllingarefni....
Einhver sem kýs að kalla sig Tryllti henti inn athugasemd við síðustu færslu og þar óskar hann eftir upplýsingum um gang mála hjá mer á Meistaramótinu í golfi.. það er sjálfsagt....ég verð aðeins með á fyrstu tveimur keppnisdögunum.. fer á morgun á stórmótið á Ólafsfirði fyrir 6. flokk karla í knattspyrnu... starfsmaður mótanefndar setti mig sem uppfyllingarefni í ráshóp í meistaraflokk fyrstu tvo dagana og Helgi Dan Steinsson klúbbmeistari frá því í fyrra tilkynnti mér á fyrsta teig að ég væri aumingi ef ég spilaði ekki með þeim á hvítu teigunum...það var að sjálfsögðu ekkert mál..en helv. er þetta allt öðruvísi af öftustu teigum og þá sérstaklega á par 3 brautunum 8. og 18. Var frekar slappur í golfinu í gær.. 86 högg.. alveg spakur á fyrri 9 (10.-18.) en eftir fuglinn á 1. braut fór að halla undan fæti. Setti einn útaf á 2. braut og fékk 8., og skollar og skrambar litu dagsins ljós eftir það... - en þetta var bara helv. gaman og í dag er stefnan sett á að gera betur.. meira síðar Tryllti..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Allt eðlilegt - golf.is á hliðinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Skagamenn mikið í grasinu?
Það ætlar að ganga illa að kenna stuðningsmönnum ÍA að nýta sér stúkuna á Akranesvelli...grasbrekkann heillar fleiri og þá sérstaklega þá sem eru með börn..
það var skemmtilegt að sjá einn starfsmann sitja í nýjasta hluta stúkunnar í gær í bikarleiknum gegn Víking. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu en vissulega sitja fleiri í stúkunni þegar það rignir.
Þetta er annar leikurinn á stuttum tíma þar sem ég tylli mér í grasbrekkuna og er eins og "hver annar" áhorfandi en ekki í vinnunni. Það er allt önnur upplifun á leiknum að láta sig "fljóta" með í stað þess að telja skot á mark og rangstöður.
Skagaliðið er með 5 leikmenn í vörn en sem betur fer eru týpur í liðinu sem geta tekið af skarið í sóknarleiknum.
Jón Vilhelm Ákason er einn þeirra.. það er alltaf eins og hann sé að detta þegar hann er á hlaupum en drengurinn er áræðinn og sigurmarkið hjá honum í gær var með því flottara sem sést hefur á Akranesvelli lengi. Vonandi fær ÍA leik gegn Keflavík í næstu umferð á Akranesvelli....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)