Þriðjudagur, 20.5.2008
Titleist fyrir hobbita
Punchað fjögur járn dugði ekki til þess að koma golfbolta í gegnum gler frá Formaco í gær á fundi GSÍ á Hvaleyrarvelli. Tók þrjá bolta, sá fyrsti fór á milli auglýsingaspjaldsins og glersins, en í því næsta klíndi ég boltanum í hægri vinkilinn á rúðunni. Maður kannaðist við brothljóðið. Svona eins og á Merkurtúninu í gamla daga þegar boltinn fór yfir grindverkið hjá Helga Júlíussyni og í gróðurhúsið.
Spilaði Hvaleyrina eftir fundinn og var alveg hrikalega lélegur. Aðrir í hollinu mun betri og sumir helvíti góðir. Ég er með járnasett sem heitir Titleist Forged eitthvað, stiff járnsköft, og þetta á víst að vera alveg rosalega fínt. Höggin hjá mér með þessu dóti eru stórfurðuleg og eigandinn, Árni K. Þórólfsson, er vinsamlegast beðinn um að ná í þetta drasl og skila Cobra (Greg Norman) settinu sem hann stal af mér á 18. flöt á Garðavelli nýlega eftir að hann lék á 108 höggum, edrú. Já, 108...
Eftir að hafa skoðað betur Titleist kylfurnar þá kemur það í ljós að þær eru hannaðar fyrir íþróttadeild RÚV. Þar koma nokkrir til greina. Sem sagt. Allt of stuttar kylfur og höggin eftir því. Koma svo brói, skila gamla settinu og taka þetta hobbita Titleist sett til baka. :-)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 18.5.2008
Verður slökkt á handbolti.is?
Það voru ýmis tíðindi af ársþingi HSÍ um helgina. Breytingar á keppnisfyrirkomulaginu, fjögurra liða úrslitakeppni, og formaðurinn verður áfram í eitt ár til viðbótar. Hlynur Sigmarsson fékk drjúgt fylgi í kosningum um formann HSÍ en hann bauð sig fram gegn sitjandi formanni.
Hlynur tapaði og ætlar hann að hætta afskiptum af handbolta. Slæmt fyrir handboltahreyfinguna að missa mann af skútunni sem hefur gríðarlegan áhuga á íþróttinni og lætur verkin tala.
Ég velti því fyrir mér hvað verður um "barnið" hans Hlyns, fréttasíðuna handbolti.is?
Verða ljósin slökkt á þeirri fréttaveitu í framhaldinu?
Þessi fréttasíða er mesta lífsmark hanboltahreyfingarinnar á undanförnum misserum. Vonandi taka einhverjir við keflinu..
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17.5.2008
Kebab og G
Í gær fann ég G-blettinn á 18. flötinni á Garðavelli á Akranesi.
Ég sagði félögum mínum í hollinu hvar hann er rétt áður en ég vippaði boltanum í átt að holunni af um 8 metra færi.
Þegar boltinn hvarf ofaní holuna leið mér vel...
Á sama golfhring reyndi mótherji minn að setja mig úr sambandi með því að fara úr að ofan á 5. teig.
Ósmekkleg og óíþróttamannslegt.
Enda líktist hann kebabkjötfarsi á teini - svona ber að ofan.
Staðan er því 1:0 í einvígi ársins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16.5.2008
Í gammósíum á Fjölnisvöll
Kvenkynsnafnorðið gammósíur hefur þrenns konar merkingu:
1. háar skóhlífar (úr gúmmí)
2. legghlífar
3. síðar, þröngar prjóna- eða teygjubuxur
Hann hefur líklega átt við nr. 3. Ég var ekki í slíkum fatnaði. Gerir það næst þegar ég fer á Fjölnisvöllinn. Men in thigts.
Ég er rétt núna að ná hita í fingurna eftir að hafa norpað úti á svölum með fartölvuna fyrir framan mig á Fjölnisvellinum. Loftræstingin var fín í fjölmiðlaaðstöðunni sem er náttúruleg og umhverfisvæn. Eins og á Þjóðarleikvanginum". Þú situr einfaldlega úti.
Það var líklega ekki nema 6 stiga hiti. Og þegar menn sitja á sínum f...rassi í 90 mínútur þá er aðeins eitt sem gerist við slíkar aðstæður. Þér verður kalt. 2 lítrar af kaffi héldu mestu skjálftaköstunum niðri en ég komst að því að Dell tölvur þola alveg helling af sultardropum, sem láku í gríð og erg niður á lyklaborðið. Helvíti hressandi..
Ég gleymdi stóru úlpunni sem fjölmiðlamenn fengu á dögunum frá Landsbankanum. Ég er reyndar svo stór þegar ég hef klætt mig í þá úlpu að ég þarf að fara í umhverfismat áður en ég get mætt á leik í því tjaldi".
Leyfiskerfi KSÍ er líklega með Fjölni á undanþágu í einhvern tíma. Það verður eflaust ekki slegist um að fara á leiki þarna í sumar í blaðamannastéttinni ef aðstöðunni verður ekki lokað með gleri. Þetta slapp fyrir horn í gær en ef það rignir hressilega....
Fjölnismenn gerðu allt til þess að redda málum. Rafmagn, fjöltengi, netsamband, stóll, borð og leikskýrsla. Grunnþarfir fjölmiðlamanna. Og þetta skilaði sér allt fyrir rest. Netið var reyndar úti og inni. Því verður kippt í liðinn.
Kaffið er reyndar lífsnauðsynlegt. Miðað við meðalþyngd íþróttafréttamannastéttarinnar eru kruðerí og rækjusamlokur óþarfi. Slíkt kransæðakítti verður aðeins til þess að flýta fyrir alvarlegri kransæðastíflu hjá flestum..(HBG...)
Íþróttir | Breytt 17.5.2008 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15.5.2008
Var það eitthvað fleira?
Staður: Flugvél Iceland Express á Keflavíkurflugvelli þriðjudaginn 22. júlí, síðdegis, á leið til Billund.
Flugþjónn við sætaröð 16 hækkar röddina og spyr karlmann á besta aldri hvort hann vilji eitthvað að drekka.
Karlmaðurinn svarar: "Já takk. Einn Viking." -
Flugþjónninn brosir og hækkar enn og aftur röddina þegar hann spyr: "Var það eitthvað fleira"
Karlmaðurinn svarar: "Nei takk." - og fer að hugsa hvers vegna í fjandanum flugþjónninn tali svona hátt.
Ég er með milljón dollara svarið.. ekki láta miðbarnið sjá um að panta flugmiða á netinu þar sem að hægt er að haka við "farþegi með heyrnarskerðingu" (lókadjókur)..
Reyndar er þetta þekkt vandamál hjá fyrrverandi íþróttakennurum á sjötugsaldri sem eru hættir að kenna en ekki hætti að vinna....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.5.2008
Harlem hreinni en Rvík
Egill Helgason ofurkrulla á RÚV er að skoða veröldina.
Bloggar frá New York.
Hef aldrei komið þangað en ég tók eftir þessu..
Við fórum í Harlem í fyrradag. Meira að segja þar eru göturnar hreinni en í Reykjavík.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.5.2008
Óli Stef virkaði betur en...
Hvítasunnuhelgi.
Ekkert golf. Helvítis vinnan að þvælast fyrir að þessu sinni.
Sá leik HK gegn FH, vinnutengt. Örvfættir leikmenn út um allt í liði FH. Er ekki kvóti á svona hlutum..
Minnti á nokkra leiki með Skallagrím í gamla daga þegar Guðmundur K. Guðmundsson, Þórður Helgason og Henning Freyr Henningsson voru saman inni á vellinum með Skallagrím. 3/5 hluti leikmanna örvhentir. Íslandsmet. Næstum því.
Frábær aðstaða fyrir fjölmiðla í nýju stúkunni í Kópvogi. Þeir buðu líka upp á te. Enskir dagar í Kópvogi.
Sá Gunnar Birgisson og allt. Hann er haltur. Stoðkerfið eitthvað að láta undan bassanum.
Fór á lokahóf KKÍ. Áratugur frá síðustu heimsókn. Gott kvöld. Sálin hans Jóns míns virkaði þreyttari en ég rétt fyrir kl. 03. Talaði reyndar meira um golf en körfubolta. Ríkharður Hrafnkels. Skilurðu.
Svaf yfir Wigan - Man Utd á sunnudaginn..
Geisp.
Datt ekki í hug að horfa á Tottenham - Liverpool. Hver mun nenna að horfa á enska boltann eftir 10 ár ef þeir fatta ekki að launaþakið reddaði NBA-deildinni....
Ólafur Stefánsson virkaði betur á mig en Alkaseltzerinn. Og hann er örvhentur. Maulaði Alkaseltzerinn eins og Smarties fram eftir degi....
Vá. Hvað getur maður sagt. Óli er eins og íslenska veðrið. Maður veit aldrei við hverju má búast.
Íþróttaafrek ársins.. so far..
Kannski verður Óli aftur í stuði í Póllandi í undankeppni ÓL í Peking.. ég vona það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9.5.2008
Hmhmhmhm
Hvernig útskýra menn þetta.
Leikmaður ársins kemst ekki í úrvalsliðið?
Frekar undarlegt.
Kannski hefur þetta komið fyrir áður??
Pavla og Heimir leikmenn ársins hjá HSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 10.5.2008 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 7.5.2008
Hættur að glamra á gítarinn!
Ég verð að mæla með þessum unga manni...
Er sjálfur búinn að leggja stúdentsgjöfinni (gítarnum) um stundarsakir eftir að hafa horft á þetta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7.5.2008
DV skrúfar fyrir sportið
Frétt af vef samtaka íþróttafréttamanna.
DV hyggst leggja niður íþróttakálf sinn sem fylgt hefur blaðinu undanfarin misseri en þar hafa þrír íþróttafréttamenn unnið í fullu starfi og haldið úti myndarlegu blaði. Í staðinn verða tveir íþróttafréttamenn færðir yfir á dv.is og sjá þar um íþróttaskrif og einn fer yfir í almennar fréttir. Verður mikil eftirsjá í íþróttakálfi DV, ekki síst um helgar þar sem mátti lesa mörg skemmtileg og ítarleg viðtöl við íþróttafólk - og jafnvel íþróttafréttamenn. Einnig var ítarleg umfjöllun um enska boltann á mánudögum sem var geysi vinsæl. DV verður ekki samt eftir þessar breytingar.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6.5.2008
Andlegt ofbeldi lögreglunnar á Akranesi
Lögreglan á Akranesi beitir andlegu ofbeldi.
Varð fyrir því sjálfur í gær.
Fór í minn ársfjórðungslega hjólreiðatúr sem á alltaf að vera upphafið að nýjum og breyttum lífsstíl.. (oghvaðmeðþaðaðéghafifariðsíðastþann5.janúar).
Veðrið var frábært og þegar svitinn byrjaði að leka niður ennið á mér velti ég því fyrir mér afhverju í fjandanum ég væri að puða á þessu hjóli. Í stað þess að vera slá golfbolta í blíðunni.
Ég hjólaði eins og vindurinn niður á æskustöðvarnar, neðri-Skagann. Þar varð ég fyrir andlegu ofbeldi frá lögreglunni. Púlsinn var nálægt því í 200 slögum á mínútu. Vindurinn feykti hárinu aftur (jea right), vöðvarnir í lærunum voru að missa meðvitund í mjólkursýrubaðinu og ég þaut áfram sem aldrei fyrr.
Lögreglan var stödd við hraðamælingar við Brekkubæjarskólann og að sjálfsögðu mældu þeir hraðann á mér. Ég átti von á því að fá háa fjársekt enda staddur á svæði þar sem að hámarkshraðinn er 30 km/klst.
Ég steig enn fastar á fótstigin og reyndi að forðast "leysigeislann" sem lögreglan skaut á mig.
Ég fann fyrir skotinu og stuttu síðar heyrði ég fyrrum nemenda minn sem var þarna að störfum kalla.. þú ert á 21 kílómetra hraða á klukkustund.. og það vantaði bara að hann endaði setninguna með ..hlunkurinn þinn.
Ég trúði því ekki sem ég heyrði....helvítis kjaftæði.. ég var á miklu meiri hraða.. þetta flokkast undir andlegt ofbeldi... 21 km/klst. Kómón.....
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 2.5.2008
Aukin þyngd = betra golf
Ég er með kenningu.. eftir því sem menn verða þyngri því betri verða þeir í golfi.
Samanber þessa færslu þar sem að Hilmar Þórlindsson fyrrum stórnotandi á harpixefnum grísaði sig í hel í rokinu í Leirunni. Hilmar hefur ekki alveg sagt skilið við harpixið enda er golfkennarinn Brynjar Geirsson með hann í uppfærslu nánast daglega.
Ég hef ekki séð Hilmar spila en 92 högg í Leirunni í klinkveðri er fínn árangur.
Reyndar fékk ég senda ræmu sem vert er að horfa á.
Þessi maður er rokkstjarna golfsins.. og þá er ég ég ekki að tala um Dennis Rodman..
Ég klikkaði á þættinum hans Henry í dag.. hlusta kannski á hann þegar hann hefur breikað 100 á holum.. þeir sem hafa séð Henry spila golf vita af hverju hann er íþróttafréttamaður...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.5.2008
Rokgolf
Fyrsta dræv sumarsins var slegið í dag á 7. braut Garðavallar á Akranesi sem var líklega 900 metra löng miðað við rokið sem boðið var uppá. Það er merki um að sumarið er komið þegar Teddi veðurfræðingur setur upp trampólínið við húsið sitt.. helvítis kjaftæði að sumarið sé komið..
Stórmótið sem nefnist Húsmótið fór fram í dag og þessi færsla væri ekki skrifuð ef úrslitin hefðu ekki komið skemmtilega á óvart.
Undirbúningstímabilið hjá seth hefur miðast við að toppa á Húsmótinu, og það sem var efst á listanum á æfingaplaninu var að þyngjast til þess að geta staðið almennilega í 30 metrum á sek á flötunum.
Ég græjaði málin á 79 höggum og það telst bara fínt miðað við aðstæður og undirbúning. Golf er frekar einföld íþrótt.
Verð að hrósa nokkrum aðilum í Leyni sem eru með bein í nefinu. Það stóð nefnilega ekki til að hleypa okkur inn á sumarflatirnar í dag.
Það átti ekki að gerast fyrr en þann 3. maí á innanfélagsmóti GR. Mhmhmhmhmhmhmh.. þetta var ekki alveg að falla í góðan jarðveg hjá harðasta kjarna Leynismanna.
En ég vona að þetta hafi aðeins verið tæknileg mistök því mér persónulega líst mjög vel á þann samstarfssamning sem gerður var á milli GR og Leynis í vetur....
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30.4.2008
Na zdorovje
Ég hef nú ekki lagt mikla vinnu í að afla mér upplýsinga um Avram Grant knattspyrnustjóra Chelsea..
Hann virkar á mig eins og hann hafi allar heimsins áhyggjur á herðum sínum. Grant gæti verið yfirmaður geimsjávarlíffræðideildarinnar við háskólann í Narvik í Noregi.
Litlaus karakter sem fer óendanlega í taugarnar á enskum blaðamönnum. En - Grant er þegar búinn að koma Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar, eitthvað sem The Special One náði ekki að gera. Og Chelsea á enn séns á enska meistaratitlinum.
Ég spái því að Grantarinn fagni á Brúnni þann 11. maí eftir sigur gegn Bolton og hann tekur frasana Na zdorovje, Budem zdorovy, í Moskvu með Róman þegar Chelsea fagnar sigri í Meistaradeildinni...
e.s. Ermólinskí reyndi að kenna mér þetta á sínum tíma, (það á víst að vera skál á rússnesku) Na zdorovje.....
Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29.4.2008
Afsakið hlé
Það besta við þetta blog(g) er að stundum þarf ekkert að vera í gangi....
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 25.4.2008
Ég hélt þeir væru búnir á því.....
Ég er ánægður með þessa innkomu. Ég hélt þeir væru búnir á því..
D A Em A D A
Everybody here ... comes from somewhere
Em G D A Em A D A Em G
... That they would just as soon forget and disguise
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 25.4.2008
Góð úrslitakeppni en ekki sú besta..
Keflvík er besta lið landsins í karla og kvennaflokki í körfubolta. Svo einfalt er það. Snæfell átti ekki breik í Keflvíkinga í úrslitarimmunni og fyrir þá sem hafa gaman af körfubolta þá átti leikurinn í gær að sjálfsögðu að hafa verið 5. leikurinn, oddaleikur. En það var ekki niðurstaðan í ár.
Úrslitakeppnin var góð, ekki sú besta. Það vantaði meiri spennu í margar viðureignir. KR-ÍR (1:2), Keflavík - ÍR (3:2) og Snæfell - Grindavík (3:1) voru þær rimmur sem stóðu upp úr.
Úrslitaviðureign Kef -Snæfells náði eiginlega aldrei að byrja. Keflavík sprakk út á réttum tíma á meðan lykilmenn í liði Snæfells voru farnir að þreytast.
Nú tekur við silly season í körfunni.. Kjötmarkaðurinn, baráttan um innflutt kjöt og innlent...Skallagrímur þarf að ná í 6-7 leikmenn.. Tindastóll í eitthvað svipað..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24.4.2008
Henry í útvarpið að læknisráði
Ekki heyrt þetta áður en samkvæmt mínum heimildum mun Henry kollegi minn á Fréttablaðinu taka við útvarpsþætti Valtarans á XFM. Og er það læknir 365 miðla sem lagði þetta til...
Tímasetningin þykir hentug.
Þátturinn er í gangi frá 12-13 alla virka daga.. það eru því minni líkur á því að aðalsprauta þáttarins gúffi miklu í sig í hádeginu......
Henry verður í samkeppni við hádegisfréttir Stöðvar 2, hádegisfréttir RÚV og á endasprettinum eru það dánafregnir og auglýsingar á rás 1...
Svona mun hádegið því líta út hjá flestum.....
11.55 | mbl.is tv fréttir |
11:59 | Gúff |
12.00 | Fréttayfirlit |
12.01 | Stöð 2 hádegisfréttir |
12.15 | Henry |
12.19 | Gúff |
12.20 | Hádegisfréttir |
12.45 | Veðurfregnir |
12.50 | Dánarfregnir og auglýsingar |
12.58 | Henry |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23.4.2008
Blúbbið hjá Riise..
Riise ber höfuðið hátt og hann má það alveg. Fín tilþrif og skallinn alveg óverjandi..
Ef hann hefði ekki verið að blúbba þarna á lokamínútunum í gær þá væri bara hægt að ræða um uppistandið á Suðurlandsveginum í dag. Gas, Gas, Gas, er líklega frasi úr lögregluskóla ríkissins......
Uppistandið í dag fór að mestu framhjá mér.. nennti ekki að kveikja á sjónvarpinu en mbl.is var með fínar myndir af þessu í dag þar sem að grjótkastarinn náðist á mynd.
Undanúrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta voru eins og maður átti von á.. boring. Það eru ekki teknir neinir sénsar. Veðjað á eitt horn eða eina aukaspyrnu.. Geisp eða á maður að segja Gaaaas..
Vinnustaðafundur í dag hjá Árvakri.. fátt kom á óvart..en það er sóknarhugur á hálendinu......
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22.4.2008
Keflvíkingar snýta spánni
Keflvíkingar eru heldur betur að snýta þessari spá minni um að Snæfell verði Íslandsmeistari í körfubolta eftir oddaleik í Keflavík.
Eftir að hafa séð þá í gær í Hólminum þarf margt að breytast í leik Snæfells fyrir þriðja leikinn þar sem Keflavík getur tryggt sér titilinn.... Mér fannst eins og sumir leikmenn Snæfell hefðu tekið þátt í Iceland Express hringlinu áður en leikurinn hófst...8 tapaðir boltar í 1. leikhluta.
Kannski að úrslitakeppnin endi mun fyrr en menn áttu von á.......hver veit..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)